Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 45
Þegar fullveldi víkur íyrir almennum kröfum um mengunarvarnir og mannréttindi þá er verið að banna valdhöfum í tilteknu ríki illt að gjöra. Þegar fullveldið víkur íyrir kröfunni um samræmingu á „rekstrarumhverfi" allrahanda fyrirtækja, þá er meðal annars verið að banna mönnum að gera það sem þeir helst vilja, það sem þeim finnst gott og nauðsynlegt og hafa komið sér saman um með lýðræðislegum hætti. Þjóðernið sem hvarf Áður voru íslendíngar aðeins íslendíngar eins og hestar eru hestar Halldór Laxness Fullveldi gerir þjóðríkið myndugt og áhrifadrjúgt og þjóðríkið rís á þjóðern- ishyggju. Um þetta hugtak stendur náttúrulega mikill styrr. Sumir draga það í áttina að þjóðrembu og þjóðahatri, aðrir tengja það við þjóðrækni, eflingu þjóð- arvitundar, ættjarðarást ef til vill. Sem fyrr er spurt um jákvæða eða neikvæða hleðslu, innræti og ásetning þess sem orðið hefur í umræðunni. Það er reyndar í tísku að reyna að gera allt tal um þjóðerni marklítið með því að afneita sjálfu þjóðarhugtakinu. Off er þá byrjað á að segja sem svo, að hugtakið þjóð sé „nýtt í hugmynda- sögunni“, hafi ekki verið notað í okkar skilningi nema í svosem 200 ár og varla það. Vissulega hefur notkun sjálfs orðsins breyst í tímans rás. En sú staðreynd vegur lítið á móti vitneskju sem við höfum um samskipti og árekstra manna í rás sögunnar, manna sem vissulega gerðu mikið úr því að þeir væru t.d. „slavar“ („orðsins menn“, ef rýnt er í orðsifjar) en ekki „némtsi“ (sem á rússnesku, pólsku og tékknesku þýðir „málleysingjar“ og er þá átt við Þjóðverja). Eða hvað megum við segja, sem lesum hjá Snorra ósköp nútíma- legar athugasemdir Ólafs konungs Tryggvasonar á Orminum langa um bleyðiskap Dana og ótta sem honum stafar af mönnum Eiríks jarls því „þeir eru Norðmenn sem vér erum“? Þjóðir eru ekki fæddar í gær. Og samt er það mikil tíska að segja að hugtakið þjóð sé markleysa vegna þess að ekki sé hægt að finna samnefnara sem halda þegar dæmið er skoðað. Þjóð er ekki samfélag um tungu, segja menn, margar þjóðir tala ensku, Svisslendingar tala þrjú mál eða fjögur. Gyðingdómur er trúfélag og gerir Gyðinga ekki að þjóð. Þjóð og ríki fara ekki heldur saman, margar þjóðir eru dreifðar á fleiri en eitt ríki. Og svo framvegis, allt eftir þolinmæði og hót- fyndni hvers og eins. Það er raunar hægt að fara með þjóðerni eins og margt annað sem varðar TMM 1994:4 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.