Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 46
sjálfsskilning hvers og eins á því hver hann er, það er hægt að leysa það allt upp með hártogunum þar til menn sýnast ekki hafa neitt eítir sem hendur má á festa. Hver er kristinn maður til dæmis? Er það sá sem er fæddur inn í einhverja þjóðkirkju? Ef til vill lauslega mótaður af kristinni arfleifð? Eða verður hann að trúa á þrenningarformúluna og upprisuna? Verður hann að sanna það með hátterni sínu, með sinni imitatio Christi, að hann megi heita kristinn maður? Hvort sem spurt er um þann þátt í sjálfsímyndinni sem snýr að þjóðerni eða trú — við leysum ekki dæmið fyrir aðra. Við verðum að fela hverjum og einum sjálfdæmi í málinu sem svo ræðst mjög af hlutskipti hvers og eins í sögunni. Gyðingar voru ekki þjóð, hvorki á mælikvarða borgaralegs þjóðríkis né sovétmarxískra skilgreininga, né heldur að skilningi margra þeirra Gyð- inga sem vildu yfirgefa trú feðranna og litu á sig sem Þjóðverja og Rússa eða heimsborgara og sósíalista fyrst og fremst. En gyðingaofsóknir Hitlers, anti- semítismi Stalíns, endurreisn hebresku og tilurð Ísraelsríkis gerðu Gyðinga að nútímaþjóð í þeim einfalda skilningi, að þeir stóðu frammi fyrir því að þeir áttu mikla reynslu sameiginlega sem aðrir áttu ekki. Forsætisráðherra ísraels, Golda Meir, vildi að sínu leyti neita því að Palestínumenn væru þjóð, þeir voru barasta Arabar sem gátu alveg eins búið annarsstaðar en á því landi sem ísraelar vildu ráða yfir. En einmitt tilkoma Israelsríkis i Palestínu, styrjaldir við Gyðingaríkið nýja, útlegð og aðrir hrakningar, allt varð þetta að reynslu sem gerði þessa Araba ólíka öðrum frændum þeirra. Bæði þessi dæmi og mörg önnur leiða að sama púnkti: ef einhverjum hópi manna finnst að hann sé þjóð, vegna sameiginlegrar reynslu, minninga, oftar en ekki tungumáls einnig, þá er hann þjóð. Hvað sem skilgreiningaræfingum líður er þjóðerni hvers og eins stað- reynd sem hann sjálfur tekur mark á og heimtar virðingu fyrir — rétt eins og hann telur sig tilheyra tiltekinni fjölskyldu eða hefúr taugar til tiltekins trúfélags. Þessi staðreynd er í senn hluti af hlutskipti hans og valkostum, þegar hann gerir sjálfúm sér og öðrum grein fyrir því hver hann er. Hver og einn er tryggðakerfi ef svo mætti segja. Tiltekinn maður er allt í senn: sonur góðs bónda úr Dölunum, í móðurætt úr Skaftafellsýslu, Framsóknarmaður í pólitík, Hvítasunnumaður í trúmálum, gamall KR-ingur — og svo fram- vegis. Hver og einn leggur misjafnlega mikla rækt við einstaka þætti þessa tryggðakerfis, það segir sig sjálft. Sá sem er t.d. minnihlutamaður í trúmálum (segjum kaþólikki á íslandi) er líklegur til að gera mun meira úr sinni kaþólsku en þjóðkirkjumaður úr sinni trú. Rétt eins er líklegt að smáþjóða- menn eins og við íslendingar viti miklu betur af sínu þjóðerni en t.d. Rússar eða Amríkanar. Bæði vegna þess að við eigum okkur þá sérstöðu og tungu að við þurfum sjaldan að velkjast í vafa um að þjóðernið er einhver afdrifa- 44 TMM 1994:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.