Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 50
Þetta er nokkuð löng runa en þó er aðeins fátt eitt sagt um feril þjóðern- ishyggju í sögunni. Margbreytileikinn dýrmæti Þegar ég kem fyrir Drottin mun hann ekki spyrja mig: Hvers vegna varst þú ekki Móses? Hann spyr mig : Hvers vegna varst þú ekki Zúsa? Martin Buber (Hassídasögur) Gott og illt, illt og gott — þýðir slík upptalning þá að við stöndum uppi með eitthvað sem kalla má hlutlausa útkomu þegar þjóðernishyggja er vegin og metin? Reyndar ekki, og síst þegar við skoðum hlutverk þjóðernishyggju og þjóðríkis í sögu íslendinga. Þjóðernishyggja á sér ekki einn tiltekinn andlegan föður. En hitt er víst, að einn þessara feðra var Johann Gottfried Herder, þýskur söguheimspek- ingur, sem uppi var á átjándu öld. Það er meira en hollt að minnast Herders vegna þess að í hans kenningu kemur fram margt af því sem nýttist okkur íslendingum allvel á okkar vegferð. Svo vel reyndar að það er ærin ástæða til að mæla með því að hugmyndir hans setji sem rnest og lengst svip sinn á þá sérstæðu smáþjóðarhyggju sem við höfum búið við lengst af sl. 150 ár eða svo. Herder var einn þeirra þýsku menntamanna sem undu illa frönsku forræði í Evrópu og leiddist hin franska úniversalteóría sem gerði ráð fyrir því að mannkyn allt væri á einni og sömu leið til skynsamlegrar upplýsingar og framfara. Samkvæmt þeirri kenningu sátu brautryðjendur hins mikla fram- farafrumkvæðis fyrst í Aþenu, þá Róm, síðan Flórens (Endurreisnin) — og nú síðast, á dögum Herders, voru þeir náttúrulega komnir til Parísar, skrif- uðu á frönsku og báru nafn Voltaires og annnarra slíkra höfuðkappa. Herder leiddist þessi miðsækna söguskoðun og tók vel eftir því að það sem forystu- ríki, talsmenn öflugrar menningar, halda fram sem eilífðarsannleika er í raun heldur betur blandið þeirra eigin þjóðrembu og gikkshætti sem finnst allt smátt og lítilíjörlegt sem hinir „vanþróuðu" búa við. Allsherjarsannleikur- inn (sá sem nú á dögum tekur á sig mynd altækrar markaðshyggju) fyrirleit með öðrum orðum hinn dýrmæta margbreytileika heimsins. Gegn þessum gikkshætti þágildandi framfaratrúar tefldi Herder sinni þjóðernishyggju. Og hún var alls ekki í því fólgin að telja til dæmis hans eigin þýsku menningu öðrurn ágætari. Ein þjóðmenning var ekki betri eða verri en önnur — hún var fyrst og fremst eitthvað annað, eitthvað einstakt í 48 TMM 1994:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.