Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Blaðsíða 70
Ekki vil ég gera lítið úr sjálfsleit neytandans í fortíðinni. Erfið lífsbarátta sögunnar í skólum á 20. öld, ekki sérstaklega hér á landi, heldur um öll lönd, stafar sennilega að miklu leyti af því að hún hefúr vanrækt þessa sjálfsleit, hún hefur ekki boðið upp á hæfilega sjálfsmynd fyrir almenning í neyslu- þjóðfélagi. Samt sem áður sætti ég mig ekki við að við ölum okkur sjálf og börn okkar upp við það að við séum bara neytendur og fullnægjum sögulegri sjálfsleitarþörf okkar með því einu að spyrja hvernig neysluhættir okkar hefðu verið ef við hefðum fæðst inn í vanþróað samfélag fyrir iðnbyltingu. Það er eitthvað svolítið af pólitísku dýri í okkur öllum, og ég held að við verðum að reyna að rækta það með því að leita að lífsskilyrðum þess í sögu fyrri tíðar. Ef við hugsum um okkur íslendinga sérstaklega, þá er sjálfstæðisbaráttan allra nærtækasta efnið í þetta pólitíska uppeldi. Fyrst er það að hún hefur tiltölulega hagnýtt gildi sem pólitísk fræðsla. (Og ég er ekki bara að tala um barnafræðslu; við þurfum öll á fræðslu að halda.) Stjórnkerfið sem við búum við núna varð að miklu leyti til í sjálfstæðisbaráttunni, einn hluti þess eftir annan. Við lærum að skilja hvernig það vinnur við að fræðast um hvernig það hefur orðið til. Aðskilnaður og þó flókin samtvinnun löggjafarvalds og framkvæmdavalds í stjórnkerfi okkar er til dæmis afleiðing af því sem gerðist á tímabilinu milli 1830 og 1904. Ég meina ekki að þessir hlutir séu öðruvísi hjá okkur en til dæmis Dönum eða Bretum af því að við háðum sjálfstæðis- baráttu. Allar þjóðir Evrópu, og kannski allar þjóðir heims sem hafa myndað ríki, gengu í gegnum stjórnkerfisbyltingu á 19. og 20. öld. Það vill bara svo til að bylting okkar heitir sjálfstæðisbarátta. Meira máli skiptir þó að viðhorf okkar, afstaða okkar til umhverfisins, skilningur okkar á okkur sjálfum, er að verulegu leyti afleiðing af sjálfstæð- isbaráttunni. Allt fólk vex upp inn í einhverja sögu. Jafnvel áður en það byrjar að læra sögu í skólum fær það ffá umhverfi sínu einhverjar hugmyndir um hvað það sé og hvað sé mikils virði í umhverfi þess. Þær hugmyndir eru að verulegu leyti af sögulegum rótum. Út frá þessari sjálfsmynd og umhverfis- mynd tekur fólk svo ákvarðanir sínar í lífinu.22 Svo að dæmi sé tekið skilgreinum við okkur annað hvort sem karla eða konur og gerum ffamtíð- aráform í samræmi við það, ekki aðeins að því sem tekur til kynferðis í líkamlegum skilningi; við áformum líka að gera það sem við höldum að fólk af okkar kyni hafi gert í fortíðinni, án þess kannski að hugsa nokkru sinni um að við séum að skilgreina okkur sögulega. Stúlka sem var ævinlega hæst í sínum bekk í barnaskóla á árunum í kringum 1950 lauk skyldunámi og fór svo í húsmæðraskóla af því að hún fann, fremur en vissi, að það var hlutverk konunnar að verða húsmóðir. Löngu seinna fór hún svo að leggja sig eftir 68 TMM 1994:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.