Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 100

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 100
jafnast á við Kafka, stundum á við Proust, en á náðarstundum hafi hann kannað dýpi sem hvorugur þeirra náði. Hvað sem dýptarmælingum líður, verður fljótlega ljóst við lestur Schulz að nú er hafin Nautilusarsigling um undirdjúp mannssálarinnar og mannlífsins. Og þó er eitthvert það jarðar- megin í sögum hans sem jafnar þrýstinginn og gerir það að verkum að maður fær ekki köfunarveiki þegar komið er upp á yfirborðið. Og „yfirborðið“ er aldrei yfirborð í reynd, heldur einsog einhver neðansjávarhellir svo gríðar- stór þar sem fólk lifir á grónum bökkunum í undarlega grænleitri birtu. Sögumaðurinn mótar heiminn sem hann horfir á, og hann horflr innan úr hjarta sínu. Þetta er sköpun í orðsins fyllstu merkingu. „Raunveruleikinn," sem við köllum svo, gengur gegnum ótal ummyndanir í sögunum og er stundum nánast óþekkjanlegur, en þó ef til vill nær sínu sanna eðli en við fáum séð í okkar daglega strefi gegnum þessa tilveru. Raunsæi er hugtak sem hefur verið þrengt og rangtúlkað í nútímanum, einsog fleira. „Óendanleik- inn þrengist nú um 11 hugtök á sólarhring,“ segir ísak Harðarson í ljóði. Og Bruno hafði sjálfur svipaða afstöðu gagnvart sínum samtíma, hann spyrnti við fótum þegar átti að uppræta allar „mýtur,“ sér í lagi þær sem búa „í frumstæðu hamsleysi11 í hjörtum allra og gera lífið þess virði að lifa því — gefa því vídd og frelsi. Þannig er Bruno Schulz ef til vill raunsæishöfundur framar öðrum. Innra líf manna er staðreynd, þó off geri fólk sitt besta til að afneita því nú orðið (og hefur sjálfsagt alltaf gert) og fullt eins „raunverulegt“ og ísskápurinn okkar! Á hans tíð hafði sálarfræði rutt sér varanlega til rúms í Evrópu, og hann óttaðist afleiðingar þess að fara inn á svæði mannshugans með þessa kortagerðarmenn andans, hann trúði því að maðurinn væri aðeins heill með sínar villtu lendur ósnortnar, eða að minnsta kosti treysti hann því ekki að þeir væru nógu umhverfissinnaðir til að hrófla ekki við viðkvæmum lággróðri, og koma þannig af stað gróðureyðingu. (Þó hefur einhver talað um áhrif Freuds á hann, en sú ályktun er býsna hæpin.) Sjálfur var hann undirlagður af þunglyndi og löngum þurrkatímabilum þar sem hann gat ekki skrifað, en hann sótti sér alltaf að lokum einhverskonar næringu í hugarskuggana, einsog skáld hafa lengi gert, og er ekki „frumlegt“ nema í raunverulegum skilningi; það er í samræmi við það upprunalega í sálarlífinu, og þannig þurfa hlutirnir að gerast eigi svonefnd sköpun að eiga sér stað, a.m.k. hvað varðar persónuleika Schulz, og ekki er alveg fráleitt að þetta megi heita algilt. Rainer Maria Rilke var átrúnaðargoð Schulz, ásamt Thomasi Mann, og þetta skýrir hugsanlega að nokkru sjaldgæfan samruna í verkum hans; hann nálgast skriftirnar einsog ljóðskáld, en jafnframt stýrir örugg hönd sagna- mannsins hverfulum penna ljóðskáldsins inn á svið frásögunnar. Sögumaðurinn Jósef, og faðirinn Jakob — þessi nöfn minna að sjálfsögðu 98 TMM 1994:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.