Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 119

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 119
vorið góða, grænt og hlýtt, glæðir fjör um dalinn en lagið ekki. Raunar var lag Mendelssohns sem við íslendingar syngjum við þetta kvæði Jónasar Hallgrímssonar samið við vísur Heines „Mér um hug og hjarta nú“. Slíkur samanburður ljóðs og lags minnir á annað. Bundið mál er að sumu leyti sambærilegt við tónlist, til dæmis er hrynjandi í vísu sambærileg við takt, og ljóðstafir og rím sambærileg við endurtekningar sem tónlist er full af. En gáum nú að því að rím og stuðlar eru einkenni á máli sem eru næstum alveg óháð merkingu og þar með sannleiksgildi. Þau eru þar fyrst og fremst hljómsins vegna en ekki vegna merkingarinnar og sanngildisins. Við virðumst hljóta að segja að sannleikurinn skipti engu máli í tónlist. IV Merking En rétt í þessu nefndi ég merkingu. Málið sem við tölum er ekki bara kerfisbundin hljóð—eða kerfisbundnir stafir á blaði—sem oft eru notuð til að segja satt og ósatt: „Gras er grænt“ eða „Ég er þyrstur“ eða „Jörðin er kúla“. Hljóðin hafa ekki bara sannleiksgildi—þannig að röð af þeim sé annaðhvort sönn eða ósönn—heldur hafa þau merkingu. Hljóð í málinu hafa merkingu þótt séu alls ekki notuð til að segja satt né ósatt. Skipanir eins og „Opnaðu dyrnar“, óskir eins og „Bara að hún segi nú já“ eða spurningar eins og „Hvað er klukkan?“ eru allt saman setningar með fullri merkingu. En þær hafa ekkert sannleiksgildi. Er eitthvað sem heitið getur merking í tónlist? Það eru ýmsar mikilvægar ástæður til að tala um merkingu í tónlist. Hin helzta er áreiðanlega sú hvað tónlist getur haft djúp og mikil áhrif á okkur. Johann Mattheson gerir mikið úr því í Fullkomna hljómsveitarstjóranum. Hvernig gæti tónlistin haft þessi áhrif, vakið slíka hrifningu sem raun ber vitni, ef hún væri alveg merking- arlaus, ef við sæjum ekkert í henni? Þar með hlýtur hún að hafa merkingu. En getum við sagt eitthvað af viti um merkingu tónlistar? Það hafa feiknin öll verið sögð og skrifuð um þetta efni, heilu bækurnar svo hundruðum eða þúsundum skiptir, og svo stuttar hugleiðingar aftan á plötuumslög eða þá í tónlistargagnrýni dagblaða og allt þar á milli. Eduard Hanslick—vinur Brahms—skrifaði eina bókina til að mótmæla öllu merkingarfjasi um tónlist sem allt var fullt af í kringum hann.5 TMM 1994:4 117
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.