Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 127

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Side 127
Um leið og borgin er íslensk borg er hún samsetningur úr öllum borgum Vesturlanda. Hún hefur gotneska kirkju og rómverska boga, hún hefur fátækra- hveríi og útimarkaði, hún hefur skemmti- garð og neðanjarðarlestir en um leið sjást múrar hennar frá Þingvöllum. Lýs- ingar á eðli hennar eru einskonar staðl- aðar uppskriftir af lifandi borgarrými, „organískri“ heild þar sem allt, jafnt gott sem vont, hefur gildi fýrir heildina. Við fáum að vita að borgin er í sífelldri end- ursköpun: hún hefur enga miðju heldur er hún hluti af stöðugu flæði. Vegna þessa lífræna eiginleika er ekki hægt að draga mörkin milli þess hvar maðurinn stjórnar gerð hennar og hvar hún sem rými mótar og stjórnar lífi mannsins. Þær þrjár persónur sem unnið er með í textanum (þetta orðalag er jafn tækni- legt og hin tæknilega framvinda í bók- inni) draga allar dám af þessum óvissu skilum, þær eru allar svar við rýminu. Ein þeirra, Úlla, er vaxin á náttúrulegan hátt út úr umhverfi sínu og býr í full- komnu samræmi við það á meðan and- stæða hennar, Vaka, er ætíð utanveltu í borginni vegna þess að hún reynir að skilja hana sem kerfi, á rökrænan hátt sem missir takið á hinu stöðuga umbreytingareðli hennar. Þriðja per- sóna bókarinnar og jafnffamt þriðja hornið í þessum skakka ástarþríhyrn- ing, er Logi sem er auglýsingahönnuður og því fullkomlega meðvitaður um hve óljós línan er á milli þess að móta um- hverfi og vera mótaður af því. í hans augum er sú fagurfræðigerving veru- leikans sem auglýsingar hans standa fyrir, leið til að hafa áhrif, en þessi áhrif hafa hvorki stjórnmálalegan né umbylt- andi tilgang, þau eiga bara að gera veru- leikann að röð augnablika sem eru full af auglýsingasælu. Hann vill taka fram- farahugmyndina og sprengja henni leið til hins allra besta lífs þar sem allt það besta, fallegasta og flottasta er innan seil- ingar. Þessar persónur eru kynntar með staðlaðri lýsingu á útliti og eiginleikum („Úlla er ljós yfirlitum, í meðallagi há- vaxin og hnellin, þybbin á aðlaðandi og stelpulegan hátt“ (bls. 9) og þær eyða stundunum með því að ræða um hvað þær eru og hvað þær eru að hugsa. Tals- máti þeirra er fullur af klisjum en orðið klisja þarf ekki endilega að þýða eitthvað neikvætt í þessu tilviki. Persónurnar tjá sig með orðum sem greinilega hafa verið notuð hundrað sinnum áður af ein- hverjum öðrum en það er bara þannig, klisjur eru það sem er eftir til að tala með. (Úlla tekur lista af skoðunum úr tímariti, les hann upp og segir: „Ég er sammála þessu“ (58). Logi bendir á að einhver annar hafi skrifað þetta en stuttu áður hefur hann haldið fyrirlestur þar sem hvert orð hans er tekið upp úr klisjualbúminu.) Klisjan er það sem per- sónurnar eru. Þær koma okkur fyrir sjónir sem samsafn eiginleika og skoð- ana og þar með erum við rænd blekk- ingunni um „dýpt“ persónanna. Að ætla að fara að fetta fingur út í að persónurn- ar „nái ekki til lesandans“ væri tilgangs- laust. Þær eru persónuvélar. Þær vinna eins og líklegt er að persónur vinni en eru jafnframt gæddar hæfileika til að íhuga tengsl eigin sjálfsmyndar og um- hverfis, til að ræða um fagurfræði- gervingu þess, til að hugsa um hvarf dýptarinnar (sinnar eigin dýptar) og hvarf náttúrunnar; í stuttu máli nokkur af helstu (mér liggur við að segja nokkur af hinum hefðbundnu) viðfangsefnum póstmódernismans. Þegar Logi býr til auglýsingu notar hann persónueinkenni ástkvenna sinna, ytri sérkenni þeirra, sem einskonar til- vísun til eigin lífs. Að öðru leyti eru auglýsingarnar mettaðar af sínum venjulega ofurraunveruleika. Þær eru án TMM 1994:4 125
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.