Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Síða 127
Um leið og borgin er íslensk borg er
hún samsetningur úr öllum borgum
Vesturlanda. Hún hefur gotneska kirkju
og rómverska boga, hún hefur fátækra-
hveríi og útimarkaði, hún hefur skemmti-
garð og neðanjarðarlestir en um leið
sjást múrar hennar frá Þingvöllum. Lýs-
ingar á eðli hennar eru einskonar staðl-
aðar uppskriftir af lifandi borgarrými,
„organískri“ heild þar sem allt, jafnt gott
sem vont, hefur gildi fýrir heildina. Við
fáum að vita að borgin er í sífelldri end-
ursköpun: hún hefur enga miðju heldur
er hún hluti af stöðugu flæði. Vegna
þessa lífræna eiginleika er ekki hægt að
draga mörkin milli þess hvar maðurinn
stjórnar gerð hennar og hvar hún sem
rými mótar og stjórnar lífi mannsins.
Þær þrjár persónur sem unnið er með í
textanum (þetta orðalag er jafn tækni-
legt og hin tæknilega framvinda í bók-
inni) draga allar dám af þessum óvissu
skilum, þær eru allar svar við rýminu.
Ein þeirra, Úlla, er vaxin á náttúrulegan
hátt út úr umhverfi sínu og býr í full-
komnu samræmi við það á meðan and-
stæða hennar, Vaka, er ætíð utanveltu í
borginni vegna þess að hún reynir að
skilja hana sem kerfi, á rökrænan hátt
sem missir takið á hinu stöðuga
umbreytingareðli hennar. Þriðja per-
sóna bókarinnar og jafnffamt þriðja
hornið í þessum skakka ástarþríhyrn-
ing, er Logi sem er auglýsingahönnuður
og því fullkomlega meðvitaður um hve
óljós línan er á milli þess að móta um-
hverfi og vera mótaður af því. í hans
augum er sú fagurfræðigerving veru-
leikans sem auglýsingar hans standa
fyrir, leið til að hafa áhrif, en þessi áhrif
hafa hvorki stjórnmálalegan né umbylt-
andi tilgang, þau eiga bara að gera veru-
leikann að röð augnablika sem eru full
af auglýsingasælu. Hann vill taka fram-
farahugmyndina og sprengja henni leið
til hins allra besta lífs þar sem allt það
besta, fallegasta og flottasta er innan seil-
ingar.
Þessar persónur eru kynntar með
staðlaðri lýsingu á útliti og eiginleikum
(„Úlla er ljós yfirlitum, í meðallagi há-
vaxin og hnellin, þybbin á aðlaðandi og
stelpulegan hátt“ (bls. 9) og þær eyða
stundunum með því að ræða um hvað
þær eru og hvað þær eru að hugsa. Tals-
máti þeirra er fullur af klisjum en orðið
klisja þarf ekki endilega að þýða eitthvað
neikvætt í þessu tilviki. Persónurnar tjá
sig með orðum sem greinilega hafa verið
notuð hundrað sinnum áður af ein-
hverjum öðrum en það er bara þannig,
klisjur eru það sem er eftir til að tala
með. (Úlla tekur lista af skoðunum úr
tímariti, les hann upp og segir: „Ég er
sammála þessu“ (58). Logi bendir á að
einhver annar hafi skrifað þetta en
stuttu áður hefur hann haldið fyrirlestur
þar sem hvert orð hans er tekið upp úr
klisjualbúminu.) Klisjan er það sem per-
sónurnar eru. Þær koma okkur fyrir
sjónir sem samsafn eiginleika og skoð-
ana og þar með erum við rænd blekk-
ingunni um „dýpt“ persónanna. Að ætla
að fara að fetta fingur út í að persónurn-
ar „nái ekki til lesandans“ væri tilgangs-
laust. Þær eru persónuvélar. Þær vinna
eins og líklegt er að persónur vinni en
eru jafnframt gæddar hæfileika til að
íhuga tengsl eigin sjálfsmyndar og um-
hverfis, til að ræða um fagurfræði-
gervingu þess, til að hugsa um hvarf
dýptarinnar (sinnar eigin dýptar) og
hvarf náttúrunnar; í stuttu máli nokkur
af helstu (mér liggur við að segja nokkur
af hinum hefðbundnu) viðfangsefnum
póstmódernismans.
Þegar Logi býr til auglýsingu notar
hann persónueinkenni ástkvenna sinna,
ytri sérkenni þeirra, sem einskonar til-
vísun til eigin lífs. Að öðru leyti eru
auglýsingarnar mettaðar af sínum
venjulega ofurraunveruleika. Þær eru án
TMM 1994:4
125