Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 130

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1994, Qupperneq 130
Á sama hátt bendir hann á að útlent landslag hafi verið flutt hingað til lands og tekur dæmi af Skorradalnum, sem „Vel mætti segja mér að /.../ hafi horfið yfír hafið með bóndanum unga úr Borg- arfirði sem barðist við Skota forðum tíð“: Hann missti bróður sinn í þeirri orra- hríð og hefur í reiði sinni tekið þennan fagra dal og stöðuvatn herfangi og flutt með sér heim til íslands. Þegar búið er að gefa manni þetta nýja hugtak er bersýnilegt að það á við Fljóts- dal; hann er greinilega aðfluttur norskur dalur. Og má mikið vera ef Arneiður, dóttir Ásbjarnar jarls skerjablesa, hefur ekki haft dal úr heimalandinu með sér þegar hún fluttist til íslands með manni sínum, Katli Þórissyni landnámsmanni. Hún var búin að reyna margt sú stúlka, faðir hennar drepinn og henni rænt af ofstopamönnum. Henni hefur fundist öruggara að hafa eitthvað með sér sem hún þekkti. Mikið er gott til þess að vita að enn skuli vera ort ljóð á íslandi sem gefa manni ný augu. Sveinn Yngvi vakti athygli lesenda þessa tímarits strax 1985. Þá birti hann í því ljóðið „Mínótárus og völundarhús- ið“, sem sýndi að hann las heimsbók- menntir þótt ungur væri, og „Ellefusýn- ingu“, um ljósfælna menn sem laumast á djarfa kvikmynd, „og ekkert hylur / dónalega nekt þeirra / nema síðir frakk- arnir“. Þetta voru frumleg ljóð sem báru vott um næmt auga og naska kímnigáfú, og mörg okkar hafa beðið með óþreyju þeirrar bókar sem nú liggur fýrir. í milli- tíðinni hefur Sveinn Y ngvi birt fá ljóð en lesið þeim mun meira og unnið bók- menntastörf; meðal annars gaf hann ásamt öðrum út ritsafn Jónasar Hall- grímssonar eins og sumstaðar má sjá á ljóðum hans. Hvunndagsljóð Aðflutt landslag er í þrem álíka stórum köflum. Þeir hafa ekki sérstaka fyrirsögn en gætu heitið „heima“, „heiman“ og „heim“. f fyrsta hluta eru lítt samstæð ljóð um ýmis efni, sum þeirra gætu verið eldri en seinni hlutarnir. f öðrum hluta fer skáldið af landi brott og dvelur um tíma í Skotlandi. f þriðja hluta er það komið heim og slæst aftur við íslenskan hvunndag. Hvunndagsljóð mætti reynd- ar vera undirtitifl þessarar bókar; hún segir ekki frá stórtíðindum. En hún sýn- ir að hvunndagurinn getur verið furðu- legur, jafnvel fáránlegur. Fáránleikinn kemur fram strax í fýrsta ljóði fýrsta hluta sem heitir „Blás- ið til brottferðar" og spilar á stærðar- hlutföll. Ofurstór hlutur er settur inn í lítið rými eins og tákn ytri heimsins sem ræðst inn í lokaðan smáheim skáldsins. Við getum ekki treyst neinu: Það er farþegaskip í fullri stærð á floti í baðkerinu: kýraugun blöstu við okkur í morgun þegar við komum fram krumpuð eins og náttföt. Við flýttum okkur að loka: fjórar hendur á húninum. Var þetta draumur á förum? Núna er blásið til brottferðar. Gegnum ærandi þokulúðurinn heyrum við að farþegarnir hlaupa upp landganginn. Myndin er ógnvænleg ef hún er fram- kölluð í fuliri stærð en kímnin dregur úr óhugnaðinum — „Var þetta draumur á förum?“ Sami leikur að hinu stóra og smáa er í „Gleri um nótt“ þar sem fullt tungl hefur þau áhrif á vatn í glasi að það „ólgar og svellur". I „Óráði“ yfirtekur líkingin veruleikann þegar ljóðmælandi verður þungur bíll sem rennur út í sjó. Skemmtilegust í þessum hluta þótti 128 TMM 1994:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.