Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 88

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Side 88
HELGl HÁLFDANARSON E. 1.1. Leikslok. í frumútgáfu leikritsins Snegla tamin verða leikslok þar sem lýkur 5. þætti. Ýmsa hefur furðað á því, að brott skyldi felldur eftirleikur- inn úr Lagt við ótemju, þar sem umgjörðin með Slæg og greifa-hirðinni lokast. Menn hafa getið sér þess til, að ekki hafi þótt fært að láta leikara forleiksins bíða aðgerðalausa allan leikinn á enda, og svo fari e.t.v. betur á því, að leiknum ljúki án þeirra. Hinsvegar hefði eftirleikurinn vissulega komið sér vel, þó ekki væri nema sem nokkurskonar „afsökun“ fyrir meginefhi leiksins og þá ekki sízt hinni frægu lokaræðu Katrínar. Því þá er leikurinn frelsaður undan „boðskap“ sínum um undirgefni konunnar og orðinn að draumi drykkjurúts, sem þráir að rétta hlut sinn gagnvart svarkinum konu sinni. Og sá draumur hans er óneitanlega býsna skemmtilegur. Og víst má spyrja, hversvegna Shakespeare hafi yfírleitt farið að setja leikinn í þessa umgjörð, hafi það ekki einmitt verið í þeim tilgangi að taka af skarið um kúgunar-boðskapinn sem skemmtilega firru og annað ekki. Svo er auðvitað hverjum frjálst að líta á gang mála í leiknum sem lærdómsríka staðfestingu á orðum Katrínar í 3. þætti: Glöggt er, að kona gerist mannsins fífl, efhana brestur hug að standa gegn. Ástarglettur (Love’s Labour’s Lost) 4.1.148. „Sola, solar Þetta kvað vera veiðihróp. Ef til vill eru þar hrópaðir (sungnir) tónarnir G-A, G-A sem sérstakt veiðimanna-tákn. 5.1.95. „í öllum bœnum, mundu þína hirðsiði; blessaður, settu upp hattinn.“ Hér stendur í frumtexta: „I do beseech thee remember thy courtesy. I beseech thee apparel thy head.“ Flestir virðast telja, að Armadó sé hér að minna Hólófernes á réttar kurteisisreglur, að taka ofan hattinn í návist höfðings- manns, en segi honum þó um leið að setja hann upp aftur. Naumast væri það vel trúlegt. Hér er þýtt svo sem Armadó skjóti tilvitnun inní frásögn sína af kumpánaskap konungs við sig, hann eigi það til að taka svo til orða; hirðsiðir Armadós megi semsé vera aðrir og frjálslegri en annarra. Sjá R2, 3.2.171 og athugasemd þar. (1991) 5.2.170. i Ijóma sólarguðs“. Útgefendur gera ráð fyrir að þau orð, sem standa á þessum stað í frumtextanum, séu endurtekning skjaldsveinsins sjálfs á síðari hluta ljóðlínunnar, e.t.v. vegna þess að hann reki í vörðurnar. Hér er þýtt samkvæmt því, að þau hljóti að vera upphafið á talgrein Bojetts. (1991) 5.2.747. „Ég skil... tvenn“. Hér stendur í frumtexta: „I understand you not 86 TMM 1997:4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.