Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Blaðsíða 117
RITDÓMAR Platós er á öðrum pólnum, má kannske segja að ýmsar ljóðaþýðingar séu nálægt hinum pólnum, því að í ljóðunum er flest óþýðanlegt þannig að víðast hvar verður að setja einhver „jafngildi“ sem eru kannske óralangt ff á frumtextanum. Oft er því um e.k. „staðfærslu" að ræða. Ef ég hef skilið höfundinn rétt, er ekki laust við að hann hnýti í Magnús Ás- geirsson fýrir að hafa snúið rímlausum erlendum kvæðum tfl bundins máls á íslensku: hann tekur a.m.k. með nokk- urri velþóknun undir þau orð Magnúsar sjálfs að það hafi verið „vafasamt tiltæki". En í rauninni var það ekki á nokkurn hátt „vafasamara“ en sá þýðingarháttur sem nú tíðkast gjarnan, a.m.k. erlendis, að þýða kvæði sem hlýða ströngum regl- um á frummálinu yfir í óbundinn, rím- lausan texta, þannig að söfn kvæða frá ýmsum löndum, sem heyra til ólíkum menningarhefðum, virka á lesandann eins og þar sé alls staðar sama skáldið á ferðinni: „atómskáld“ sem orðið hafi fýrir lauslegum áhrifum af súrrealism- anum. Hefðbundin kínversk ljóð hlýða t.d. bragreglum sem ógerningur er að líkja eftir á íslensku eða nokkur öðru vestrænu tungumáli nema að litlum hluta til, en það er samt engin ástæða til að láta hendur síga. Um þetta allt gegnir mismunandi máli, eins og áður var sagt, og hef ég þá tilfinningu að þær kenningar sem höf- undur rekur mest eigi einna helst við um ljóðaþýðingar. En kenningar þurfa ekki að vera vondar þótt þær rekist á: aðalat- riðið er að gera sér grein fyrir verksviði hverrar og einnar, svo deilurnar um þær minni ekki á orðaskak blindu vitring- anna um fihnn. Ég nefhdi það áðan að vegna áhuga höfundar á að endursegja þær umræður um þessi mál sem verið hafa í gangi er- lendis á umliðnum árum ver hann minna rúmi en ég hefði a.m.k. kosið í að fjalla um vandamál sem eru sérlega brýn á þessum síðustu og verstu tímum. Þau eru vafalaust margvísleg, en mér dettur tvennt í hug: alls kyns bollaleggingar um tölvuþýðingar sem nú verða stöðugt há- værari, og svo það sem kallað hefur verið „pólitískur rétttrúnaður“. Höfundur segir ágæta skrýtlu um tölvuþýðingar (bls. 14-15). Ég kann aðra sem mér finnst líka nokkuð góð. Einu sinni biðu menn í ofvæni eftir að tölva snaraði texta, og þegar hann birtist gat þar að líta setninguna: „Áfengið verkar að vísu skjótt, en kjötið er lint“. Þetta olli nokkrum heilabrotum, sem von var, en þegar að var gáð kom í ljós að þetta var rafmögnuð þýðing á orðunum „andinn er að sönnu reiðubúinn, en holdið er veikt“. Höfundur efast greinilega um að tölvur geti nokkurn tíma orðið annað en hjálpartæki við þýðingar, og er ég honum sammála, en þar sem hugmyndir um tölvuþýðingar verða stöðugt háværari, og margir trúa því, að því er virðist, að unnt sé að láta þær „hráþýða", eins og höfundur segir, eða gera einhverja grófa þýðingu sem gefi til kynna efni og aðal- atriði frumtextans, fýndist mér nauð- synlegt að taka það mál rækilega í gegn og setja ffarn, vega og meta þau rök sem sjaldnar heyrast, en það eru rökin gegn tölvuþýðingum. Höfundur býr til hug- tak um einn þáttinn í starfi þýðandans (bls. 111), sem mér virðist sérlega athygl- isvert og frjótt og gæti kannske komið að gagni hér, en það er hugtakið „ákvarð- ananet“ : það hefði fyllilega verið þess virði að helga því heilan kafla og athuga þá í leiðinni hvernig tölva gæti ratað í slíku neti, þar sem hver ákvörðun hlýtur jafnan að taka tillit til ótalmargra atriða og vera huglæg. En þetta er ekki allt og sumt, því textar eru ekki einungis lokuð heild, heldur eru þeir gjarnan nátengdir öðrum textum, og vandamál slíkra tengsla er ekki hægt að leysa nema með öðru enn víðara „ákvarðananeti". Nú má segja að hægt væri að mata tölvu þannig að hún geti t.d. borið kennsl á Matteus 26,41, en hvernig gæti hún fótað sig á svellinu, ef tilvitnunin væri „falin“, eins og oft ber við, kannske einungis gefin til TMM 1997:4 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.