Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1997, Síða 121
RITDÓMAR breyst í blóðugan akur fordóma og óbil- girni, heldur taka þær til allra okkar gjörða, uppeldis barna okkar, siðferðis og verðmætamats. Blóðakur er í raun og veru einhver alvarlegasta og best heppn- aða þjóðfélagsádeila sem hér hefur kom- ið á bók lengi og ætti vitaskuld að vera tilefni utandagskrárumræðu á alþingi, tæki „bókaþjóðin" bókmenntir alvarlega í þessu landi. Presturinn er sama mann- lega marki brenndur og aðrar persónur sögunnar, fullur af mótsögnum og glím- ir við sinn efa. Trúarlegar tilvísanir eru margar í sögunni, og í sjálfu sér er ekkert farið í felur með að kristinni siðfræði er hér teflt fram sem mótvægi og verður skýrast í lokauppgjörinu. Athyglisvert er að þessar tilvísanir skírskota einnig flest- ar til efans. Offar en einu sinni er vikið að afneitun Péturs, og því þegar Kristur birtist í Emmaus. Séra Bernharður er ekki vandræðalaus persóna, og reynir sjálfsagt á einhverja lesendur að þurfa að binda trúss sitt við þetta sérkennilega gauð og uppburðalausu rolu sem hann er á stundum í sínum óröklegu gerðum og hugsunum. Einfeldni hans er á stund- um barnsleg, en það sama má örugglega segja um ýmsar trúarhetjur, t.d. Krist sjálfan. Þetta truflar því aldrei söguna né riðlar henni í neinu. Séra Bernharður eflist hins vegar í rás sögunnar, finnur köllun sína og hlutverk og verður að lok- um hetja í allóvæntu samhengi, styrkur sem stólpi, eða sá klettur (pétur) sem byggja má á. Líkt og Kristur safnar hann um sig börnunum sem eru von sögunnar og ljóstýra. öll börnin, jafnt efnafólksins sem hinna fátækari, eru framan af í upp- reisn gegn foreldrum sínum, efnishyggju þeirra, græðgi og eigingirni. Þar er ekki nema stigsmunur á ríkum og fátækum, öll þrá þau betra samband við foreldra sína og skilning á þörfum sínum, tilfinn- ingum og löngunum. Sérstaklega finnst mér börn Tryggva og Dagnýjar sannfær- andi; Sylvía, sem er sjálfstæð og sterk, gáfnaljósið Jökull sem er vonarstjarnan og samviska fjölskyldunnar, og töffarinn Hafliði sem talinn er „sálarlaus“ af ömmu sinni. Hafliði er kolbítur sem leynir á sér, höfúndur læðir inn fyrirboð- um um að hann sé ekki jafnmikið idjót og hann leikur, og hann stendur síðan manna fastast og best með séra Bern- harði í lokin. Sem fyrr sagði á lokauppgjörið, sem er hið eina í þessari raunsæissögu sem kalla má ótrúlegt, sér sögulega fyrir- mynd, hið svokallaða „Hvíta stríð“ í lok ársins 1921, þegar barist var um 14 ára rússneskan dreng sem hér var á vegum Ólafs Friðrikssonar. Þennan vísi að borg- arastríði notar Ólafur Gunnarsson til þess að sýna óöldina í þjóðfélaginu, bræður munu berjast, en líka hvernig menn skirrast einskis í baráttunni um völd og áhrif, saklaus börn eru þar purrkunarlaust notuð og þeim fórnað. Þar sem drengurinn er serbneskur fær ádeila sögunnar svo víðari skírskotun út á við, en líka inn: útlendingur í fordóma- fullum íslenskum blóðakri. Ástæða er til að nefna í þessu sambandi hversu forsæt- isráðherra er vel skrifuð persóna, virðu- legur og landsföðurlegur hið ytra, og ekki án samúðar, en lævís og miskunnar- laus þegar honum og hans hagsmunum er ógnað. Ólafur Gunnarsson hefur sýnt og sannað með Blóðakri að hægt er að skrifa breiðar raunsæisskáldsögur upp úr ís- lenskum samtíma, en um það hafa marg- ir haft efasemdir og þótt hann of snaut- legur. Þetta er auðvitað visst afrek og ekki er hitt síður um vert að með sögunni gerir hann í eitt skipti fyrir öll afturreka þá margtuggnu klisju sem segir að ís- lenskir samtímahöfúndar geti hvorki né vilji íjalla um hin brýnu málefni samtím- ans sem brenni á fólkinu í landinu. Páll Valsson TMM 1997:4 119
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.