Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 56

Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 56
56 FRÉTTIRViðskipti Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 tengdari því svæði sem þeir starfa á og geta ekki svo auðveldlega hlaupist undan merkjum þegar gefur á bát- inn.“ Þýska sparisjóðasambandið hefur víða leitast við að styðja við uppbygg- ingu kerfis af þessum toga. „Við höfum sinnt þessu starfi víð- ast hvar um heiminn en einkum í þró- unarríkjum á borð við Mexíkó, Perú, Kúbu, Gana, Sambíu, Indónesíu, Fil- ippseyjar, Bútan og Nepal. Í öllum þessum löndum höfum við komið að vinnu sem miðar að því að byggja upp sparisjóðastarfsemi.“ Kerfið sterkt í Þýskalandi Þegar Niclaus Bergmann er inntur eftir því hver staða sparisjóðanna sé í Þýskalandi segir hann að hún sé mjög sterk. „Við erum með tvö kerfi í Þýska- landi. Annars vegar viðskiptabankana og hins vegar sparisjóðina. Við erum með rúmlega 50% markaðshlutdeild meðal almennings í landinu þegar við erum metnir saman. Viðskiptabank- arnir eru með stóru viðskiptin og þau sem teygja sig mikið erlendis. En þegar þú lítur á lítil fyrirtæki, al- menning, iðnaðarmenn og þá sem eru smærri í sniðum þá eru sparisjóðirnir með nærri 90% markaðshlutdeild. Þannig eru sparisjóðirnir mjög sterk- ir í Þýskalandi. Markaðshlutdeild okkar í fjárfestingabankastarfsemi er hins vegar 0%, við tökum einfaldlega ekki þátt í slíku.“ Hann er á því að þörfin fyrir spari- sjóði sé til staðar hér á landi. „Það væri mjög gott ef íslenska sparisjóðafjölskyldan gæti vaxið að nýju. Ég tel ekki gott að það sé eng- inn sparisjóður hér á höfuðborgar- svæðinu og þar eru vaxtarfæri. Það er mikilvægt að kerfið finni sér flöt til framtíðar og jafnvel að nýir spari- sjóðir verði settir á laggirnar. Það er alltaf betra að geta treyst á fleiri en einn þjónustuaðila. Ég held það væri leiðinleg veröld þar sem maður gæti bara keypt sér Porsche. Við þurfum líka á Volkswagen, Toyota og öllum hinum tegundunum að halda. Með sama hætti er þörf fyrir svæðis- bundnar fjármálastofnanir.“ Mikil samþjöppun ekki góð Niclaus Bergmann líst þó ekki endilega á hugmyndir um mikla sam- þjöppun sjóðanna hérlendis. „Hin raunverulega spurning er, hvernig fjármálakerfi viljum við í framtíðinni? Hvernig bankastarfsemi þurfum við? Og svar mitt er það að við þurfum fjölbreytta þjónustu í þeim skilningi að við þurfum að forð- ast fákeppni milli aðila sem allir eru eins. Ef sparisjóðirnir renna saman í eina stofnun þá verða þeir í raun bara eins og viðskiptabankarnir. Helstu styrkleikar kerfisins eru einmitt þeir að þeir eru svo tengdir heimasvæð- inu. Þegar þeir sameinast og verða ein stór stofnun þá er miklu meiri hætta á því að þeir taki upp á því að loka útibúum og þá er ekkert unnið. Auðvitað getið þið ekki verið með mikinn fjölda sjóða en galdurinn er sá að þeir séu nægilega nálægt við- skiptavinunum. Það er styrkleiki. Það besta sem banki gerir er að þekkja viðskiptamann sinn vel og þar standa sparisjóðirnir vel að vígi.“ Sparisjóðir eru mikil- vægir fyrir samfélagið Morgunblaðið/Ómar Sparisjóðir Niclaus Bergmann hefur í áratugi unnið að útbreiðslu spari- sjóða um heiminn og hefur m.a. verið Írum til ráðgjafar í þeim efnum.  Þjónusta svæði þar sem viðskiptabankar sjá ekki tækifæri VIÐTAL Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Íslenska sparisjóðakerfið hefur mikið verið í umræðunni síðustu vikurnar, einkum í tengslum við fall Sparisjóðs Vestmannaeyja en einnig vegna yfir- töku Arion banka á AFL sparisjóði og tilrauna bankans í kjölfarið til að selja hann í hendur nýjum eigendum. Umræðan hefur að nokkru lotið að framtíð sparisjóðakerfisins og hvort mögulegt sé að reisa það að nýju til vegs og virðingar. Samband íslenskra sparisjóða fékk á dögunum til landsins Niclaus Berg- mann en hann er framkvæmdastjóri stofnunar sem þýska sparisjóða- sambandið kom á laggirnar og ætlað er að hjálpa öðrum þjóðum að byggja upp sparisjóðakerfi í anda þess sem rekið hefur verið með góðum árangri í Þýskalandi um langan aldur. „Þýska sparisjóðasambandið ákvað fyrir 25 árum að setja á lagg- irnar stofnun sem myndi kynna sparisjóðahugmyndina á þeim stöð- um þar sem skortur er á fjölbreyttri bankaþjónustu og einnig á svæðum þar sem hún er jafnvel ekki til stað- ar,“ segir Niclaus Bergmann. „Við viljum ekki koma á fót okkar eigin starfsemi á erlendri grund. Spari- sjóðir eru í eðli sínu svæðisbundnar stofnanir. En við viljum koma reynslu okkar áfram því við teljum okkur heppin að vera fædd í ríkari hluta heimsins.“ Fjölbreytnin er til góða Hann segir þörf fyrir fjármála- stofnanir á borð við sparisjóðina. „Hvort sem fólki líkar það betur eða verr er þess krafist í nútímanum að fólk hafi aðgengi að fjármálaþjón- ustu og við vitum að þetta kerfi okkar getur til dæmis nýst þeim sem ekki hafa haft efni á því til þessa að sækja sér þjónustuna. Þá geta sparisjóð- irnir einnig fyllt ákveðið tómarúm sem myndast vegna stóru viðskipta- bankanna. Það getur verið erfitt að tryggja fjármálaþjónustu í dreifðari byggðum og viðskiptabankarnir eru sjaldan mjög spenntir fyrir því að standa í því. Við sjáum það víða í Evrópu að viðskiptabankarnir eru að loka útibúum. Það er skiljanlegt út frá forsendum bankanna þar sem útibúin skila ekki nægri arðsemi en það getur verið mjög slæmt fyrir fólkið á svæðunum þar sem bank- arnir leggja upp laupana. Þar geta sparisjóðirnir skipt sköpum. Þeir eru Á síðustu tveimur áratugum hefur bilið milli þeirrar upphæðar sem landsmenn greiða inn í lífeyrissjóði á ári hverju og þess sem sjóðirnir greiða út til sjóðfélaga minnkað til mikilla muna. Sérstök athygli er vak- in á þessari þróun í nýútkomnum markaðspunktum Arion banka. Þar kemur fram að árið 1990 hafi iðgjaldagreiðslur sjóðfélaga verið 129% hærri en greiðslurnar út úr sjóðunum það sama ár. Árið 2013 hafi iðgjaldagreiðslurnar hins vegar verið 46% hærri en útgreiðslurnar. Yfir þetta tímabil hafi lífeyrisgreiðslur vaxið úr 16 milljörðum króna á ári í 90 milljarða en að greidd iðgjöld hafi farið úr 38 milljörðum í 132 milljarða. Greining Arion banka segir að þó þarna sé að finna mikla áskorun vegna hækkandi aldurs þjóðarinnar þá sé íslenska lífeyriskerfið betur í stakk búið til að mæta útgjöldum framtíðarinnar, m.a. vegna þess „að frjósemi er meiri en víðast hvar í Evrópu svo aldurssamsetningin verður ekki eins óhagstæð á næstu áratugum og í flestum löndum Evr- ópu.“ Þá vekur nokkra athygli að heild- areignir íslensku sjóðanna eru orðn- ar hærri nú að raunvirði en þær urðu á árunum fyrir bankaáfallið. Í því ölduróti töpuðu sjóðirnir 500 millj- örðum á verðlagi dagsins í dag. Bent er á að síðustu fimm árin fyrir hrun höfðu eignir sjóðanna tvöfaldast eða hækkað um rétta 1.300 milljarða króna. Heildareignirnar voru um síð- ust áramót metnar á 3.000 milljarða króna. Morgunblaðið/ÞÖK Lífeyrir Útgreiðslur lífeyrissjóð- anna námu 90 milljörðum árið 2013. Lífeyrisgreiðslur nálgast iðgjöldin  Reyna mun á þanþol lífeyrissjóða á næstu árum Þegar Niclaus er spurður út í stöðu sparisjóðanna í Þýskalandi og hvort þeir sigli lygnan sjó þar í landi segir hann svo alls ekki vera. Fjármálakreppan sem reið yfir heimsbyggðina árið 2008 hafi þó breytt töluverðu í þeim efnum. „Við sáum miklar breytingar þá um árið. Þá höfðu við- skiptabankarnir hvorki tíma né fjármuni til að styðja við og þjónusta minni aðila, minni fyrirtæki og einstaklinga. Þá var það mikið lán að sparisjóðirnir voru sterkir í land- inu. Við gátum þá þjónustað þessa hópa og á milli ár- anna 2008 og 2009 jukum við útlán okkar um 5-10%. Sparisjóðirnir í Þýskalandi héldu sig við upphafleg mark- mið sín um þjónustu við heimabyggð og þess vegna stóðu þeir af sér erfiðu árin. Því hefur verið haldið fram að þýska sparisjóðakerfið hafi verið það sem tryggði stöðugleika í þessu erfiða ástandi. Það var því miður ekki raunin í mörgum öðrum löndum þar sem byggt hafði verið upp öflugt sparisjóðakerfi. Þrátt fyrir þetta hefur verið mikill þrýstingur á að laga sparisjóðakerfið að viðskiptabankakerfinu. Sá þrýst- ingur hefur ekki síst komið frá Evrópusambandinu. Það reynir að sníða allt í sama stakk og er ekki hrifið af fleiri kerfum en einu. Það hefur reynt á sparisjóðina í Þýska- landi og þrýstingur á þá að breyta eignarhaldinu og laga- legri umgjörð í kringum þá en sem betur fer höfum við haft stuðning almennings og stjórnmálamanna í Þýska- landi í því að standa vörð um kerfið. Og hlutirnir breyttust töluvert eftir 2008. Fólk áttaði sig á því hversu góð áhrif sparisjóðirnir geta haft á um- hverfið. Í þeim aðstæðum þagnaði Brussel og það er í raun fyrst núna, þegar efnahagskerfið er að taka við sér aftur, að það er að nýju farið að kræla á sama þrýstingi og við þurftum að takast á við áður.“ ESB ekki aðdáandi sparisjóðafjölskyldunnar SPARISJÓÐIRNIR SÖNNUÐU SIG Í ÞÝSKALANDI ÞEGAR KREPPAN SKALL Á AFP Þýskir stjórnmálamenn hafa staðið vörð um sparisjóðakerfið þar í landi og ekki tekið undir sjónarmið Evrópusambandsins. Námskeið á Englandi fyrir þá sem hafa góðan grunn í ensku, en vilja bæta stöðu sína og ná betri tökum á faglegu tungutaki. Hagnýt þjálfun og reyndir kennarar tryggja miklar framfarir á stuttum tíma. Form námskeiðanna er sniðið að þörfum hvers og eins; Einkaþjálfun, smáhópur eða samsett. Lengd námskeiða; ein vika, eða fleiri og í boði allt árið. Markviss enskuþjálfun fyrir fólk í erlendumsamskiptum. Til sölu hárgreiðslustofa sem hefur verið í rekstri frá árinu 1995 og byggir því á góðum kjarna viðskipta- vina. Reksturinn selst með langtímaleigusamningi. Frábært tækifæri til að eignast hárgreiðslustofu í rekstri á góðum stað. Miklir vaxtamöguleikar. Upplýsingar veitir Kristín í síma 893 4248. TIL SÖLU – Sparta hárstofa Laugarásvegi 1 Sími 562 4250 FJÁRFESTING FASTEIGNASALA EHF www.fjarfesting.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.