Morgunblaðið - 25.04.2015, Side 68

Morgunblaðið - 25.04.2015, Side 68
68 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Ármúla 19 | S: 553-9595 | gahusgogn@gahusgogn.is | www.gahusgogn.is GÁ húsgögn ehf. er traust fyrirtæki sem hefur verið á íslenskum markaði um árabil. Við leggjum áherslu á stílhrein, vönduð húsgögn og góða þjónustu. Við tökum málin þín í okkar hendur Sérsmíðum fyrir heimili og fyrirtæki Fjarðargötu 17 Hafnarfirði Sími 520 2600 as@as.is www.as.is Opið alla virka daga 9-17 HÓTEL BEST, STAPAVEGUR 7 VOGAR VATNSLEYSUSTRÖND ATVINNUTÆKIFÆRI - FJÁRFESTAR Eignin er alls 1.311,8 fm að stærð á einni hæð. 28 2ja manna herbergi með sér snyrtingu, öll með sjónvarpi og interneti, dúkur, teppi og korkflísar á gólfum. Sjö herbergi með sameiginlega snyrtingu, þ.e. eitt 2ja manna og sex herbergi með aðstöðu fyrir fjóra, internet aðgangur. Þrjár íbúðir (ca 40 fm hver) með gistiaðstöðu fyrir allt að fimm manns. Að auki er gestamóttaka, tvö þvottahús, rúmgóður matsalur, eldhús, herbergi fyrir næturvörð, setustofa fyrir gesti, tölvuherbergi, snyrting og líkamræktarherbergi, aðallega flísar á gólfum. Sjá nánar uppl.www.hotelvogar.is eða hjá Eiríki Svani Sigfússyni, löggiltum fasteignasala. Eiríkur Svanur Sigfússon Lögg. fasteignasali S. 862 3377 Hinn 24. apríl 2015 er þess minnst, að 100 ár eru liðin frá upphafsdegi skipulegrar útrýmingar Armena í Tyrklandi. Áð- ur höfðu Armenar sætt grimmilegum morðum í tíð „blóðsoldánsins,“ Ab- dul Hamid 2., á árunum 1894-1896. Staða Ar- mena versnaði aftur til muna eftir valdatöku hinna „ungu Tyrkja,“ árið 1913, undir forystu þríeykisins, Talaat, Enver og Djemal, sem allir báru hertitilinn Pasha. Þeir fóru fram undir kjörorð- inu: „Ein trú, eitt ríki.“ Löggjöf undir nafninu Tehcir frá 27. maí 1915 kvað á um, að lönd, búfénaður og eignir Ar- mena, skyldu gerð upptæk. Helför Armena var hluti skipulegrar útrým- ingar kristins fólk í tyrkneska hluta ottómanveldisins, þar sem talið er að 1,5 milljónir Armena, allt að 1 milljón Grikkja og allt að 800 þúsund Assýr- íumanna hafi verið tekin af lífi, með ótrúlega grimmilegum aðferðum, þar sem fólk var ekki aðeins rænt lífi og æru heldur einnig fatnaði sínum. Armenamorðin fyrirmyndir Leníns og Hitlers Yfir helmingur allt að 6 milljóna kristinna manna, sem um árþúsund höfðu búið í Anatólíu, Assýríu og við strendur Svartahafs og Eyjahafs, var myrtur. Staðfest er, að fjöldamorðin á Armenum voru um margt fyrirmynd seinni tíma fjöldamorðingja, eins og bolsjevikkaleiðtogans Vladimirs Ily- ich Uljanovs, sem kallaður var Lenín, í Sovétríkjunum og nasistaforingjans Adolfs Hitlers, í Þýskalandi. Lenín var þó ekki jafn sértækur í morðum sínum og þeir pasharnir og Hitler, því hann virtist hata alla Rússa, en eftir honum er haft spakmælið: „Eitt mannslát er harmleikur, en milljón er bara tala.“ Lenín var raunar mikill bandamaður arftaka pashanna þriggja, Mustafa Enfedi Kemal Pasha „Atatürk“, en viðurnefnið, sem þýðir „faðir Tyrklands,“ fékk hann lögleitt árið 1934, eftir að hafa verið fyrsti leiðtogi hins nýja Tyrklands frá 1923. Þá hafði hann linnulítið drepið Ar- mena, en þó sérstaklega Grikki. Gjör- eyðingarárás Mustafa Kemal Pasha (síðar „Atatürks“) á borgina Smyrna við Eyjahaf, árið 1922, fer aldrei úr þjóðarvit- und Grikkja, en fjöldi Armena dó líka í Smyrna. Flotar vest- rænna þjóða reyndu að bjarga fólki úr sjónum, en höfðu fyrirmæli um, að aðhafast ekkert gegn morðárás Tyrkja. Mismunandi örlög tyrknesku fjölda- morðingjanna Byltingarforingjarnir og síðar dæmdu fjöldamorðingjarnir Talaat, Enver og Djemal Pasha höfðu flúið land árið 1918. Þá höfðu þeir að mestu lokið við útrýmingu Assýringa í austurhéruðum Tyrklands, með að- stoð Kúrda. Armenar og Grikkir voru hins vegar fjölmennari í vesturhluta ríkisins, einkum í Anatólíu og við hafsstrendurnar, á rótgrónustu upp- hafssvæðum kristninnar. Örlög En- ver Pasha, vinar Leníns, urðu þau, að hann var skotinn af Rauða hernum, eftir að hafa skyndilega snúist gegn samherjum sínum, árið 1922. Talaat Pasha var skotinn ári fyrr í Berlín, af ungum Armena. Djemal Pasha flúði til Georgíu, en var skotinn á ferðalagi af tveim Armenum, árið 1922. Kemal Pasha, eða „Atatürk,“ hlaut hvorki dauðadóm né aftöku fyrir gjörðir sín- ar og voðaverk. Þvert á móti er hann enn í dag í hávegum hafður, af Tyrkj- um og sjálfhverfum Vesturlandabú- um, sem almennt virðist standa á sama um örlög orþódoxkristinna meðbræðra sinna. Það var „Atatürk,“ sem þaggaði kristnimorðin niður og glotti síðan til vesturs! Aðeins 0,2% íbúa Tyrklands í dag eru kristin og tungumál kristinna þjóða að hverfa í Tyrklandi. Aramíska, tungumál hinna landlausu Assýringa og tungumál Krists, er í útrýmingarhættu á heims- vísu! Sannanir Wegners og Morgenthau Þýski hermaðurinn og sjúkraliðinn Armin Wegner fæddist árið 1886 í Wuppertal í Rínarlöndum. Hann sinnti hjálparstörfum í tyrkneska ot- tómanveldinu frá apríl 1915 og heyrði fljótt háværar raddir um fjöldamorð á Armenum. Hann notaði aðstöðu sína, þegar hann var í leyfi, til að ferðast um Litlu-Asíu og fór á skjön við ströng fyrirmæli þýskra og tyrk- neskra hernaðaryfirvalda um bann við fréttum, bréfaskriftum og mynda- tökum. Honum tókst að senda sönn- unargögn til Þýskalands og Banda- ríkjanna, en upp komst um hann. Eftir miklar hremmingar tókst hon- um að komast aftur til Þýskalands í lok árs 1916. Wegner faldi m.a. filmur undir belti sínu, sem reyndust ómet- anleg sönnunargögn. Hann ritaði op- ið bréf, í „Berliner Tageblatt“, til Wo- odrows Wilsons Bandaríkjaforseta, árið 1919, með ósk um sjálfstætt lýð- veldi Armena. Wegner var svo djarf- ur að mótmæla meðferð Hitlers á gyðingum og var settur í fangabúðir, en komst um síðir til Ítalíu, þar sem hann bjó til dauðadags, árið 1978. Ar- menar heiðra minningu hans með því að hafa ösku hans við hlið hins sílog- andi elds á minnismerki um helförina í Yerevan. Bók með myndum hans er til á mörgum armenskum heimilum! Bandaríski lögmaðurinn Henry Morgenthau fæddist í Mannheim í Badenfylki Þýskalands árið 1856. Hann var Askenasy-gyðingur og flutti fjölskylda hans til New York, árið 1866. Það var ekki síst vegna uppruna hans, að vinur hans, Wilson Bandaríkjaforseti, skipaði hann sendiherra í ottómanveldinu, árið 1913, en hugur Morgenthau stóð til ráðherradóms. Eftir harða baráttu við valdamenn (þ. á m. sjálfa pash- ana) í Tyrklandi, var hann orðinn uppgefinn á þeim viðbjóði, sem hann horfði upp á, og fór aftur til Banda- ríkjanna. Áður hafði hann skrifað hundruð bréfa og greina og komið á fót miklu hjálparstarfi fyrir Armena, en Tyrkir stóðu í vegi fyrir árangri þess. Hann hélt baráttunni áfram fyr- ir kristna í Tyrklandi, þegar meg- indrápin bárust að Grikkjum, og heiðraði gríska þjóðin Morgenthau fyrir ómetanlega aðstoð, en Morgent- hau lést árið 1946. 100 ár frá helför kristinna í Tyrklandi Eftir Ólaf F. Magnússon » Yfir helmingur allt að 6 milljóna krist- inna manna, sem um ár- þúsund höfðu búið í Anatólíu, Assýríu og við strendur Svartahafs og Eyjahafs, var myrtur. Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og fv. borgarstjóri. Undanfarið hefur mik- ið verið rætt um lág- launastefnuna sem rekin hefur verið á Íslandi frá ómunatíð. Samstöðu- hreyfing láglaunastefn- unnar á marga formæl- endur úr röðum atvinnu- rekenda og stjórnenda á ýmsum stigum sam- félagsins. Atvinnurek- andinn í litla fyrirtækinu segir það munu ríða fyr- irtækinu að fullu ef laun myndu hækka. Á meðan segir Seðlabankinn verðbólgudrauginn síðar munu ríða baggamuninn og gefa þegar von- lausri stöðu nýjan blæ af ömurleika, sem er alveg ferlegt að hugsa til. Þá er ógleymdur stjórnarformaðurinn í ónefndri undirstöðugrein efnahags- lífsins – segjum bara fiskvinnslu – sem segir hluthafaflótta óumflýj- anlegan, ef í slíkar aðgerðir yrði ráð- ist. Sem er líka ferlegt að hugsa til. Þetta er því hálfgerð pattstaða, í mínum augum. Enginn getur gert neitt, og enginn gerir það. Allir eiga þeir samúð mína, þó mis- mikil sé.. Stytting vinnudags- ins gæti verið lausn Stytting vinnudagsins úr hinum hefðbundnu átta tímum í til dæmis fimm tíma gæti opnað ýmsa möguleika. Ef aðili A – segjum bara Jóhann – sem vinn- ur hjá virtu fyrirtæki í undirstöðugrein efna- hagsins – segjum bara fiskvinnslu – myndi vinna fimm tíma vinnudag í staðinn fyrir átta eða 10, liti dæmið öðruvísi út. Að loknum vinnudegi væri orðinn til tími sem nýta mætti með ýmsum hætti. Jóhanni gæfist tími til að vinna meira og vinna sér inn meiri peninga. Til dæmis við þrif eða sölu Herbalife. Þeir sem vel geta unað við mán- aðarlaun sín þurfa ekki að vinna meira. Þeir gætu jafnvel byrjað að stunda áhugamál sín af kappi. Hugsið ykkur, ef fjármálastjóri í virtu fyr- irtæki gæti farið á leiklistarnámskeið kl. 15 og verið kominn heim til að elda mat kl 17! Jóhann, aftur á móti, gæti þurft að vinna 8-9 tíma á dag. En ef það er með það að leiðarljósi að börnin hans þurfi ekki að alast upp á róló utan skipulagðrar dagskrár leikskólanna, hlýtur að vera hægt að finna flöt á því. Eina sem stæði út af borðinu væri að rafvæða skattkortskerfið. Sem er náttúrlega löngu tímabært, ef út í það er farið. Allt á pappír yrði ferlegt maus í þessu kerfi. Vandamál gæti orðið með af- greiðslutíma þjónustuaðila. En ég tel það einnig orðið löngu tímabært að taka þá til endurskoðunar líka. Það kemst enginn í bankann milli 9 og 16! Það eru allir í vinnunni! Það sem þetta í raun fjallar um Það hlýtur að vera flestum ljóst að glaður starfsmaður er betri starfs- kraftur en óhamingjusamur. Þeir eru ólíklegri til að fara í verkfall, ólíklegri til að stunda óheiðarleika í vinnu sinni og framleiðni þeirra er að öllum lík- indum meiri. Áhyggjur af afkomu eru þrándur í götu gleðinnar, sama hversu oft við kyrjum að hamingjan komi innan frá. Óumflýjanleg stytting vinnudagsins Eftir Inga Vífil »Á meðan segir Seðla- bankinn verðbólgu- drauginn síðar munu ríða baggamuninn og gefa þegar vonlausri stöðu nýjan blæ af ömurleika Ingi Vífill Höfundur er launamaður.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.