Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 74

Morgunblaðið - 25.04.2015, Blaðsíða 74
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is S umarið er tíminn til að njóta lífsins. Nú skal frí tekið í vinnunni og slappað af í góða veðrinu. Það fylgir auðvitað sældarlífinu að kynda upp í grillinu og fylla ísskápinn af uppá- halds kræsingunum. Karl Ómar Jónsson leggur núna drög að sælkerasumrinu en hann er framkvæmdastjóri Sæl- kerabúðarinnar á Bitruhálsi 2. Verslunin var opnuð fyrir tæpum tveimur árum síðan og blandar saman hnossgæti af ýmsum toga. Ostar hafa verið í aðalhlutverki en Karl segir að með sumrinu verði breytt um áherslur í búðinni og kjötvörunum leyft að njóta sín enn betur. „Við höfum starfrækt ostabúð með kjötívafi en verðum framvegis úrvals kjötbúð með ríka áherslu á osta,“ útskýrir Karl léttur í bragði en samhliða áherslubreytingunum fær Sælkeraverslunin líklega nýtt nafn. „Markið er sett á að vera með eitt fallegasta kjötborð landsins,“ segir hann. Þegar sól hækkar á lofti breyt- ist ásýnd kjötborða í verslunum. Vetrarlegt súpukjötið og kjötfarsið víkur fyrir steikum og alls kyns grillmat. „Með þessu öllu bjóðum við upp á tilbúið meðlæti sem fer vel með grillmatnum, s.s. foreldað grænmeti, salöt og kaldar sósur eins og bernaise- og piparsósu.“ Farið varlega í maríneringuna Vinsælustu stykkin á grillið segir Karl að séu lambafile, lamba- ribeye og lamba-prime. „Í nautinu er rib-eye langvinsælasta steikin til að grilla og í grísnum selst mest af hnakka og lundum. Hamborg- ararnir eru líka sívinsælir en fólk virðist vera að færa sig yfir í stærri borgara sem eru 140 gr. og jafnvel allt upp í 200 gr. að stærð, safaríkir og bragðgóðir og eru í raun heil máltíð út af fyrir sig.“ Karli virðist að neytendur leiti almennt í hreint kjöt frekar en mar- ínerað og forkryddað. „Við bjóðum upp á kryddun og maríneringu á staðnum en fólk vill yfirleitt fá þetta hreint og krydda sjálft. Ef kjötið er vandað, t.d. góð nautasteik, þá þarf varla að nota annað en pipar og salt til að fá rétta bragðið.“ Hann varar líka við því að kjöt sé látið liggja mjög lengi í maríner- ingu. „Kjöt ætti ekki að marínerast í meira en 3-5 klukkustundir. Ef steikin liggur í maríneringuinni t.d. yfir heila nótt þá tekur bragðið í maríneringunni alveg yfir og kjöt- bragðið tapast.“ Þeir sem vilja galdra fram eft- irminnilega steik á grillinu ættu að gæta þess að kjötið hafi fengið að hanga lengi. Karl segir verslun sína gæta þess að lambakjötið hafi hang- ið í kæli í 10 daga hið minnsta og helst í hálfan mánuð. Nautkjötið þarf að lágmarki að fá að hanga í þrjár vikur og helst fjórar. „Við seljum okkar kjöt fullmeyrnað og tilbúið til neyslu samdægurs. Við- skiptavinurinn þarf ekki að geyma kjötið heldur getur sett það strax á grillið þá um kvöldið.“ Feitt skal það vera Karl ráðleggur lesendum að velja kjötstykki sem eru vel fitu- sprungin, því fitan bæti bragð og áferð steikurinnar. „Það er líka góð þumalputtaregla að velja þá sneið sem virðist vera ljótust í kjötborð- inu. Fagurrauða kjötið gæti verið of ferskt og fitulítið og getur þá orðið seigara og bragðminna eftir eldun. Kjötið sem hefur fengið bestu verk- unina er ekki alltaf það fallegasta, en nýtur sín þeim mun betur komið á diskinn.“ Segist Karl sjálfur helst grilla nauta rib-eye eða nauta entrecote sem eru feitustu steikurnar af skepnunni. En hvað með blossana sem gjósa upp þegar fitan lekur ofan í grillið? „Ef grillið er hreint þá kem- ur ekki upp mikill eldur. Hættan á stórum blossum er helst þegar fitan af steikinni lekur niður í gamla fitu og þá getur orðið ansi mikið bál. Grillteinarnir þurfa að vera hreinir bæði undir og ofan á, og svo verður einfaldlega að standa yfir steikinni á meðan hún eldast. Það er lítið vit í því að setja fína steik á grillið, setja lokið yfir og ganga á brott.“ Áhugaverður haloumi Fleira á erindi á grillið en kjöt og segir Karl gaman að grilla t.d. hjól af osti. „Það getur verið smá kúnst að grilla osta, enda notaðir vel þroskaðir ostar og má lítið út af bera til að osturinn leki allur niður. Einn áhugaverður ostur á grillið er gríski osturin haloumi sem er þétt- ur í sér og hægt að setja stuttlega á grillið til að fá í hann rétta bragðið, og bæta honum t.d. út á salatið.“ Ostar henta líka vel sem for- eða eftirréttur, eða einfaldlega sem snarl þegar tíminn eða orkan leyfir ekki að ræsa grillið. „Þá getur farið vel á því að drekka kælt hvítvín með ostunum og hafa með bragðgóðar ólífur. Íslendingar eru aldir upp við það að drekka eigi rauðvín með ost- um en ef farið er til Frakklands kemur í ljós að þar verður oft hvít- vín fyrir valinu með ostunum, og kannski góð sulta að auki.“ „Góð þumalputtaregla að velja þá sneið sem virðist vera ljótust í kjötborðinu“  Þegar kjöt er valið á grillið ætti að leita að feitum bitum sem hafa fengið að hanga lengi í kæli  Sumir ostar eiga líka vel heima á grillinu, en þarf stundum að elda með varkárni Morgunblaðið/Árni Sæberg Vandlátur Karl Ómar Jónsson segist aðeins velja feitustu steikurnar á grillið. Þær gefi besta bragðið. Ljúfmeti Fátt slær ostakökum við þegar kemur að eftirréttum. Handverk Að mati Karls þarf að standa yfir grillinu allan tímann og fylgjast með. Ef grillið er óhreint er von á að logar geti blossað upp. Frá örófi alda hefur maðurinn grillað kjöt yfir opnum eldi. Nútímamaðurinn finnur greinilega þessa tengingu við forfeðurna, þegar hann stendur með svuntuna reyrða um mittið, með grill- spaðann í annarri hendi, á nýlökkuðum garðpallinum, baðaður í roða íslensku kvöldsólarinnar. Og yfir grillinu, rétt eins og yfir varð- eldinum forðum daga, koma iðulega fram skiptar skoðanir um hvernig best er að elda kjötið. Sumir vilja stöðugt fikta í steikunum, snúa og færa, en aðr- ir varla hrófla við steikinni eftir að hún er komin á grillið. Sjálfur fylgir Karl þeirri stefnu að snúa steikinni aðeins einu sinni á hvora hlið. „Ég hef hana þá lengi á annarri hliðinni og læt grillast vel, allt að því brenna, áður en ég sný steikinni við. Þegar fyrsti vökvinn fer að berast upp á yfirborð steikurinnar er hún orðin medium-rare og þegar vökvinn er orð- inn ljósrauður er steikin medium.“ En Karl gæti farið að breyta vinnu- brögðum sínum því í vaxandi mæli eru ýmsir farnir að beita nýrri aðferð við grillunina þar sem kjötið er fyrst eldað í ofni og aðeins sett í stutta stund á grill- ið. „Ég sá myndband á YouTube þar sem gerður var samanburður á steikum sem eldaðar voru á þessa vegu og á hefðbundna háttinn. Ég prufaði þetta sjálfur og get mælt heilshugar með þessari aðferð.“ Kjötið er steikt í ofni og sett á grillið rétt til að fá skorpu og rendur, og smá grillbragð. „Með þessu móti er steikin elduð mjög jafnt frá jaðri inn að miðju, ólíkt útkomunni sem fæst með hefð- bundinni eldun þar sem jaðarinn er mikið eldaður en miðja steikurinnar minna elduð.“ Fyrst í ofninn, svo á grillið? 74 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Fiskiolía og bláber í einum pakka • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina • Hjartað og æðar • Gegn skaðlegum sindur- efnum í frumum líkamans Sími 555 2992 og 698 7999 Það gerist varla betra fyrir Heildsöluverð kr. 3.385 Vítamín- og steinefnablanda fyrir hesta til að sleikja Hamraberg ehf. | Klapparhlíð 7 | Mosfellsbæ | www.hamraberg.is valditryggva@simnet.is | Sími 566 8045 | GSM698 5799 SUMAR-SÓLútivera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.