Morgunblaðið - 25.04.2015, Page 76

Morgunblaðið - 25.04.2015, Page 76
76 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Margverðlaunuð NOKIAN gæðadekk ein öruggustu dekk sem völ er á valin bestu dekkin í gæðakönnunum eigum dekk fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla Bíldshöfða 5a, Rvk Jafnaseli 6, Rvk Dalshrauni 5, Hfj Opnunartími: virka daga kl. 8-17. Laugardaga: sjá MAX1.is Á Íslandi vitum við að sumarveður getur þýtt alls konar veður. Þess vegna hefur Nokian þróað sumar- og heilsársdekk sem henta fjölbreyttu veðurfari norðlægra slóða. Greiðsludreifing í boði Aðalsímanúmer 515 7190 Mundu: nagladekkin af fyrir 15. apríl Knarrarvogi 2, Rvk (ath. ekki dekkjaþjónusta) VELDU ÖRYGGI Skoðaðudekkjaleitarvélina áMAX1.is Nánar um hátíðina á arborg.is 2015 Fjöldi sýninga, tónleika og annarra viðburða fyrir alla fjölskylduna. „Gaman saman“ stimpilleikurinn á sýnum stað. Tónleikar í Gónhól á Eyrarbakka lau. 25. apríl kl. 20:00 og í Barnaskólanum á Stokkseyri sun. 26. apríl kl. 16:00. Frítt inn. Bæjar- og menningarhátíð haldin 23.-26. apríl í Sveitarfélaginu Árborg Guðrún Sigríður Guðlaugsdóttir gudrunsg@gmail.com G öngur létta lund fólks en afskaplega misjafnt er hvernig það vill haga gönguferðum sínum. Sum- ir vilja bara ganga einir og út af fyrir sig og alltaf sömu leiðina. Aðrir gera meiri kröfur, vilja vera í gönguhóp og kanna ókunnar slóðir. Fyrir þá síðarnefndu er hæfur leið- sögumaður góður kostur. Jón Gauti Jónsson er þaulreyndur fjallagarp- ur sem nú er að fara af stað með gönguhópa á vegum Fjallaskólans sem hann rekur. „Síðustu átta eða níu ár hef ég verið að ganga reglulega með gönguhópa víðs vegar um landið. Vikulega er farið í styttri göngur á þriðjudagskvöldum og á fimmtu- dagsmorgnum gerum við morg- unþrekæfingar, fjallaþrek hef ég kallað þetta. Og einu sinni til tvisv- ar í mánuði göngum við á fjöll.“ Er þetta fyrirætlun sumars- ins? „Fólk í hópnum mínum, sem nefnist Útiverur Fjallaskólans gengur allt árið um kring og lítur á gönguferðir og útivist sem lífsstíl. Þess vegna er vetur ekki undan- skilinn. Á sumrin tökum við okkur sumarfrí en áhuginn á gönguferð- um hópsins er slíkur að við förum oftast líka í ferð um mitt sumar og þá lengra inn til landsins. Næst á dagskrá hópsins er ganga á Sveins- tind á Öræfajökli um hvítasunnu- helgina. Sú ganga er með lengri dagsgöngum sem við höfum farið í og tekur um fjórtán til sextán tíma.“ Í Fjallaskólanum er og boðið er upp á námskeið og dagsferðir. En svo býð ég líka upp á einkaleið- sögn sem sniðin er að þörfum er- lendra ferðamanna undir nafninu Mountain Tours.“ Klettaklifursvæði í Kulusuk En hvert gengur þú sjálfur á eigin vegum? „Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að fara með fjöl- skylduna, konu mína og þrjú börn og einnig vini í bakpokaferðir. Í ár stefnum við á að ganga um Kerl- ingarfjöll. Það verður um þriggja daga ferð. Einnig ætla ég til Grænlands, þar sem ég og félagar mínir feng- um styrk til að útbúa klettaklif- ursvæði í Kulusuk og klifra á nokkra ófarna í tinda. Svo vil ég nota tækifærið hér og nú og bjóða konunni minni í bakpokaferð um hálendið í tilefni af tuttugu ára brúðkaupsafmæli okkar fyrsta júlí.“ Byrjendur velji sér viðfangsefni við hæfi Hvaða ferðir bendir þú fólki á að fara sem ekki er vant miklum göngum? „Allir geta byrjað í göngum ef menn velja sér viðfangsefni við hæfi. Rétt er að byrja á láglendi eða lágum fjöllum og velja aðeins daga þegar veður er einsýnt gott. Ef menn passa þetta er engu að kvíða.“ Hvað um útbúnað? „Ef þess er gætt sem fyrr er greint skiptir ekki svo miklu máli með útbúnað. Hins vegar er rétt að muna að á Íslandi geta veðurbreyt- ingar verið snöggar og því ávallt rétt að búast við hinu versta þó að menn vonist eftir hinu besta.“ Hvað þurfa byrjendur í fjalla- göngum helst að varast? „Á vorin þegar snjóa leysir verður landið viðkvæmt og þá er rétt að velja þolnara undirlag. Þá getur verið ágætt að ganga á mó- bergsklöppum eins og á til dæmis á Reykjanesi. Í Fjallabókinni sem kom út eftir mig árið 2013 er farið yfir helstu atriði fyrir þá sem eru að byrja fjallgöngur. Þess má geta að í sumar kemur út eftir mig og George Fischer ljósmyndabók með myndum frá ýmsum gönguleiðum á Íslandi.“ Gæði ferðaþjónustu má verðleggja Hvaða leiðir vilja útlendir ferðamenn helst fara? „Því miður virðist Laugavegurinn svokallaði, (gönguleiðin frá Landmannalaugum til Þórsmerkur) vera vinsælastur, en þar eru þegar alltof margir ferðamenn á gangi á sumrin. Það væri hægt að dreifa álaginu miklu meira en það krefst talsverðrar vinnu og samstarfs ferðaþjón- ustuaðila.“ Hefur þú sem reyndur fjalla- maður áhyggjur af hálendinu? „Já, ég hef áhyggjur af því að margir staðir á hálendinu veiti ekki lengur á sumrin þá upplifun sem þeir áður gerðu, hvað varðar frið- sæld og hreinleika. Síðustu sumur hef ég komið á marga vinsælustu staðina á hálendinu og séð þessa breytingu. Þrátt fyrir allt er margt gott að gerast í íslenskri ferðaþjónustu. Og mikilvægast af öllu finnst mér bætt gæðavitund í íslenskri ferða- þjónustu, þar sem Ferðamálastofa hefur kynnt Vakan til leiks tekið og sífellt fleiri fyrirtæki eru þátttak- endur í. Þar eru kynntar kröfur sem gerðar eru til ferðaskipuleggj- enda og leiðsögumanna. Allt miðar þetta að meiri gæðum í íslenskri ferðaþjónustu. Og slík gæði má verðleggja.“ Bakpoka- ferð á brúð- kaupsafmæli  Eftir langan og heldur misviðrasaman vetur hugsa margir sér gott til glóðarinnar að hefja útivist og þar eru göngur ofarlega á blaði, enda er gangan ein hollasta lík- amshreyfing sem manneskjunni stendur til boða í þessu jarðlífi  Jón Gauti Jónsson er fjallaleiðsögumaður og höf- undur Fjallabókarinnar  Hann hefur yfirgripsmikla reynslu af göngum við hvers kyns aðstæður í áratugi. Útiverur „Á sumrin tökum við okkur sumarfrí en áhuginn á gönguferðum hópsins er slíkur að við förum oftast líka í ferð um mitt sumar og þá lengra inn til landsins. Næst á dagskrá hópsins er ganga á Sveinstind á Öræfajökli. Morgunblaðið/Eggert Fjallagarpur Jón Gauti Jónsson er þrautreyndur útivistarmaður. SUMAR-SÓLútivera
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.