Morgunblaðið - 25.04.2015, Page 83

Morgunblaðið - 25.04.2015, Page 83
Á björtu sumarkvöldi frammi í Blönduhlíð er síðasti heyvagn dagsins kominn í hlöðu og heyskaparfólkið komið inn í kvöldkaffi. Þá rennur eins og eldibrandur upp afleggjarann fólksvagn með hvítar og rauðar mælistikur ólaðar við topp- grindina og rykmökkurinn leggst yfir Hússléttuna. Hund- urinn lítur upp, en nennir ekki að gelta. Hann þekkir þennan bíl. Og eftir augnablik er Egill föðurbróðir minn kominn upp í eldhús. Það er sól á norður- glugganum, kvöldskuggar í fjall- inu, kleinur og jólabrauð á borð- inu og afi broshýr í sætinu sínu við borðsendann. Þeir heilsast með kossi feðgarnir og móðir mín tekur gestinum fagnandi, nær í bolla og hellir í og töfrar verða til. Það er þannig að sumt fólk ber með sér stemningu og lit þannig að túnin verða grænni og vatnið tærara. Þannig var Egill frændi. Hann bar fjör, gleði og sögur hvar sem hann kom. Flutti brot úr öðrum sýslum og gust úr Reykjavík inn í eldhúsið. Þekkti alla. Var alltaf að koma af fundum með ráðunautum, ráð- herrum og öðrum stórkörlum. Hann hafði komið á alla bæi, þekkti dalabændur og útnesja- menn og sagði sögur og hermdi eftir körlum og kerlingum og hló svo undir tók í eldhúsinu. Og all- ir hlógu. Því maður varð alveg bjargarlaus þegar þessi hlátur skall á manni og maður vildi heldur alls ekki láta bjarga sér, maður sóttist eftir að vera á eld- húsbekknum, naut þess að heyra sögurnar og svo logaði eldhúsið þarna í kvöldsólinni svo við lá að kleinurnar gleymdust á fatinu og kaffið kólnaði í bollunum. Og þessi einstaklega smitandi hlát- ur frænda míns mun alltaf fylgja mér. Ég brosi ósjálfrátt og reyni að herma eftir honum en það tekst nú ekki vel. Mér tókst samt vel upp þegar ég var pínu- lítill pjakkur og Egill (og pabbi var trúlega ekki saklaus heldur) tók upp á því að kenna mér að herma eftir ýmsum góðbændum í sveitinni. Svo var kannski hrútasýning og Egill kominn upp í eldhús og kannski einhver ráðunautur að sunnan með hon- um. Ég auðvitað allur á hjólum og hékk á eldhúsbekknum. Þótti þá tilvalið að prufa snáða og spyrja frétta úr sveitinni. Egill: „Hvað segir hann þessi nú gott?“ „O, það er nú gróflega hætt við því,“ svaraði ég þá að bragði og karlarnir ætluðu að rifna úr hlátri. Ég varð auðvitað mjög upp með mér (er mér sagt) en móðir mín var kannski ekki mjög hrifin af þessum uppeldis- aðferðum. Svo kláruðu karlarnir úr bollunum og röltu niður í hús og fóru að þukla hrúta. En þarna í kvöldsólinni forðum klárast jólakakan og það nálgast miðnætti og frændi þakkar fyrir kaffið, stendur upp og kveður. Hann hefur setið óvenju lengi í þetta sinn. Hann á að vísu eftir að koma við á einum eða tveimur bæjum á leiðinni í Krókinn, en það er ekki tiltökumál. Þeir bræður ganga saman út á hlað. Þeir þurfa að ræða málin. Horfa yfir héraðið og það er einhver ró yfir þeim. Síðan faðmast þeir að skilnaði og rykmökkurinn liggur smástund yfir afleggjaranum. Og nú þegar rykið hefur sest finnst mér eins og fólksvagninn sé þarna og frændi minn hafi tekið niður mælistangirnar og sé farinn að mæla fyrir nýjum skurðum. Eyþór Árnason. Kær vinur og samstarfsmað- ur er látinn. Margs er að minn- ast þegar litið er yfir farinn veg samskipta minna við Egil. Ég minnist þeirra samverustunda með virðingu og gleði. Egill var gæddur miklum mannkostum, góðum gáfum, vel- viljaður og vinfastur, sannur Ís- lendingur. Hann kom til dyr- anna nákvæmlega eins og hann var klæddur og tjáði skoðanir sínar umbúðalaust og var samur við háa sem lága. Kjarkur og orka geislaði af honum hvar sem hann fór og hann var höfðingi héraðinu. Líf og starf Egils tengdist með afgerandi hætti landbúnaði og landnýtingu. Hann starfaði um árabil í Gróð- urverndarnefnd Skagafjarðar- sýslu og frá 1970 fórum við ótal gróðurskoðunarferðir um afrétti Skagafjarðar, oftast akandi en bestu ferðirnar á skagfirskum gæðingum. Mér er minnisstætt hvað hann var fróður og raun- sær á þau miklu verkefni sem biðu úrlausnar varðandi bætta landnýtingu í heimalöndum og á afréttum. Við vorum alltaf sam- mála um markmiðin en ekki allt- af til að byrja með um leiðirnar að þeim, en aldrei bar skugga á samskipti okkar í nærri hálfa öld. Hann var mér sem lærifaðir í samskiptum við þá sem áttu og nýttu landið. Sem héraðsráðu- nautur í Skagafjarðarsýslu barðist hann ötullega við að bæta gróðurástand jarða og af- rétta. Hann var frumkvöðull hér á landi í gerð landnýtingarkorta af bújörðum. Saman hrundum við því verkefni í framkvæmd í Skagafirði árið 1995 og síðar í samstarfi við Hólaskóla. Kortin gáfu nákvæmar upplýsingar um stærð jarða, gróðurfar og nýt- ingarmöguleika og eru ómetan- legur grunnur áætlanagerðar í búrekstri. Þau voru forsenda þess að bændur í Skagafirði gátu skipulagt úrbætur í land- nýtingu á sínum jörðum, mörg- um árum fyrr en í öðrum lands- hlutum. Þetta brautryðjandastarf Egils hafði mikla þýðingu fyrir bætta land- nýtingu í Skagafirði og einnig fyrir mörg önnur verkefni bænda. Landgræðslan átti sann- arlega öflugan liðsmann í Agli, sem með dugnaði sínum, úrræð- um og staðþekkingu leysti úr vandamálum og verkefnum tengdum Landgræðslunni. Vinnuafköst Egils voru með ólíkindum mikil og störf hans einkenndust af framsýni, já- kvæðni, vinnugleði og ráðsnilld. Árið 2003 voru Agli verðskuldað veitt landgræðsluverðlaun fyrir fjölþætt störf í þágu land- græðslu og landbóta. Að leiðarlokum er mér efst í huga söknuður og þakklæti fyrir áralanga vináttu og heilladrjúgt samstarf og samskipti. Egill er einn minnisstæðasti persónu- leiki sem ég hef kynnst. Mér var heiður að fá að starfa með hon- um og eiga við hann samskipti um áratugaskeið. Öll voru þau á einn veg, hann var traustur fé- lagi og vinur, hreinn og beinn. Frá honum stafaði mikil innri hlýja og hann vildi hvers manns vanda leysa. Alda, fjölskyldur, ættingjar og vinir kveðja nú mikilhæfan mann með söknuði og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta samvistanna við hann. Ég bið þeim Guðs blessunar og votta þeim mína dýpstu samúð. Megi almættið, sem leiðir okkur og alla þá er hjarta þitt sló fyrir, leiða þig í sólina, kæri vinur. Sveinn Runólfsson. Vinur minn, Egill Bjarnason, er látinn. Öllum er okkur þau örlög skráð að deyja – sumir eiga að- eins stutta dvöl hér á jörð, öðr- um er skapað að lifa langa ævi og lúta aðeins því að hverfa á braut þegar þrek og kraftar víkja í takt við þau lögmál sem lífinu fylgja. Þótt vorið sé í blænum og grösin í túnum senn að vakna var komið haust í lífi vinar míns Egils Bjarnasonar og hann hvarf úr þessum heimi þegar bar að sumarmálum hinn 15. apríl síðastliðinn. Ég þekkti Egil fyrst undir vor 1956 eldsnemma dags þegar hann fór í fjárhús á Hólum með fjármanni Guðjóni í Enni og mér, nemanda við skólann, til þess að meta fóðrun ánna og segja Guðjóni ef nokkuð mætti betur fara með féð á Hólum. Þetta var vornæturlærdómur hjá Agli ráðunaut um heyið og ærnar. Ég þekkti Egil sem ötulan ráðgjafa um tillögur á fundum bænda í Skagafirði og á Bún- aðarþingi þar sem henti að Egill ákvað þegar honum þótti ekki nógu meitlaður texti að bera hann undir meðþingmann sinn úr heimabyggð Gísla í Holti sem kvað upp úrskurð með þessum orðum: Ef þið viljið endilega hafa þetta illa orðað þá látið óbreytt standa. Fann að hér mátti um bæta, sagði Egill. Ég þekkti Egil sem bað mig að fara með sér á Eyvindar- staðaheiði og meta reiti á heið- inni – hvernig gróður væri og hver svörun áburðar á fjöllum. Við fórum á bjöllunni hans Egils sem hoppaði yfir læki og gat laumast alla leið upp í Buga. Komum við á Bollastöðum áður en sveigt var á heiðina og fólk beðið að láta vita ef við kæmum ekki til baka fyrir vikulokin. Ég þekkti Egil sem nætur jafnt sem daga var að mæla fyrir skurðum, eltast við ótal hluti fyrir bændur, manna ýtur og gröfur og útvega vinnu fyrir þessi tæki, halda utan um starfs- menn sína, hlusta á sögurnar hans Ýtukela og muna eftir öllu hinu sem líka þurfti að gera. Ég þekkti Egil sem sýndi mér fjörðinn sinn og sagði sögur af fólki – endalausar sögur og vísur eftir Hjálmar á Kambi og hina hagyrðingana. Við fórum eitt sinn í Fljótin að skoða tún og ræða við bændur og skruppum um Skarðið til Siglufjarðar að borða. Þegar kvöldaði var enn eftir ferð norður í Kelduvík á Skaga. Vetur hafði verið harður og vorið kom seint og síðla júní- mánaðar var enn enginn gróður í túni á bænum og við þessu var brugðist og lagt til að flutt væri í betri sveit og hlýrri. Ég þekkti Egil sem var giftur henni Öldu, dóttur Vilhjálms frá Vikum, og átti með henni heið- ursbörnin Vilhjálm og Ástu og Bjarna og Árna. Þau áttu heima á Bárugötunni og þangað var hlýtt og gott að koma. Ég þekkti Egil sem um árabil var tvisvar á hverri opnu í gesta- bókinni minni og hann fékk skyr og brauð og oft var sardínudós opnuð við þau tækifæri. Börnin mín sögðu ef þau sáu sardínudós á borði – kom Egill? Ég þekkti Egil sem einstakan vin sem er sárt saknað en minn- ing um mann lifir og hún vermir og færir ró í sálina. Fjölskylda mín sendir Öldu og fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur – megi sá er öllu ræður varðveita þau á þeim dögum sem koma. Jóhannes Sigvaldason. Kæri vinur, samstarfsmaður og fyrrverandi húsbóndi, þannig vil ég ávarpa Egil Bjarnason að leiðarlokum. Í dag kveðjum við skagfirskir bændur afreksmann sem á síðustu öld vann ötult starf við að byggja upp skag- firskan landbúnað. Undirritaður innritaðist í bændadeild Hvann- eyrarskóla haustið 1949, en þá um vorið hafði Guðmundur Jónsson skólastjóri útskrifað fyrstu landbúnaðarkandídatana úr háskóladeild skólans. Egill Bjarnason var einn þessara 8 kandídata sem útskrifuðust úr fyrsta árgangi deildarinnar. Eins og sjá má af þessu beindist áhugi hans snemma að uppbygg- ingu og eflingu íslensk landbún- aðar enda varð það hans ævi- starf sem ráðunautur Skagfirðinga í um 55 ár og Bún- aðarþingsfulltrúi yfir 20 ár, auk margra annarra félagsstarfa er að landbúnaði laut og of langt er hér upp að telja. Er Egill réðist til Búnaðar- sambands Skagfirðinga sumarið 1949 höfðu orðið litlar framfarir í landbúnaði og byggingum húsa í Skagafirði. Héraðið er frjósamt og þurrviðrasamt sem orsakaði að torfbyggingar stóðu hér leng- ur en almennt gerðist á landinu og endurnýjun hæg. Egill gerði sér strax grein fyrir því ef eitt- hvað ætti að þokast í framfara- átt, yrði að byrja á að koma und- irstöðu íslensks landbúnaðar í lag með því að auka heyfeng bænda, en sú framleiðsla er grundvöllur að allri hagsæld bænda. Kraftmikil forysta Egils við að efla Ræktunarsamband Skagfirðinga við hliðina á Bún- aðarsambandinu varð grundvöll- urinn að stórvirkum ræktunar- framkvæmdum í héraðinu. Á fyrstu árum BSS höfðu efna- minni bændur varla bolmagn til að kaupa þessa vinnu. Egill bauð þá bændum að samþykkja víxil fyrir upphæðinni sem gjaldfélli ekki fyrr en jarðræktarstyrkur- inn kæmi, með þessu móti fór af stað mikil ræktunaralda. Þessi pólitík sem þarna var rekin varð alger hvalreki fyrir marga bændur sem aldrei höfðu séð krónu í sinni búskapartíð, aðeins milliskrift hjá verslunarfyrir- tæki sínu. Þannig stuðlaði þessi framsýni og framtak Egils að hinni miklu uppbyggingu sem varð í Skagafirði upp úr 1950. Vorið 1974 fluttumst við hjón- in að S-Skörðugili og hófum bú- skap með tengdaforeldrum mín- um, Sigrúnu og Sigurjóni, það sama haust réð Egill mig til starfa hjá BSS. Þar var ég undir hans stjórn í 10 ár. Egill er ein- hver besti vinnuveitandi og verkstjóri sem ég hef haft. Næstu 20 árin eftir að ég lét af störfum hjá BSS var ég á kafi í hagsmunabaráttu bænda. Á þessum árum sótti ég mörg góð ráð í smiðju Egils og naut þar hans miklu reynslu í félagsmál- um. Jafn óeigingjarnan mann sem Egil hef ég varla fyrirhitt, hann vildi allt fyrir alla gera og tók aldrei neitt fyrir það. Þannig var það líka með vinnuna fyrir BSS, þar tók hann aldrei laun fyrir eftirvinnu, þó svo að hann ynni flest kvöld og helgar við bókhald fyrirtækjanna, en þá var friður fyrir heimsóknum bænda. Ég kveð góðan vin og fé- laga, megi minning hans lengi lifa. Öldu og öllum aðstandendum sendi ég innilegustu samúðar- kveðjur. Einar E. Gíslason, Syðra-Skörðugili. Vorið 1949 útskrifaðist ungur Blöndhlíðingur búfræðikandídat frá Hvanneyri og hóf þegar um sumarið störf sem ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Skagfirð- inga. Hann var þá á 22. aldurs- ári. Þetta sama sumar átti hann erindi fram í Ytri-Svartárdal þar sem Ragnar Ófeigsson bjó með Björgu móður sinni, Tómasdótt- ur. Bílfært átti þá að heita fram í Ytri-Svartárdal, en ekki lengra. Ráðunauturinn ungi gerði vart við sig í Ytri-Svartárdal og kom Björg til dyra. Hann spurði eftir Ragnari bónda. Gamla konan leit rannsakandi á þennan unga mann og sagði son sinn ekki heima. Hann væri að sýsla frammi í Fremri-Svartárdal, rúmum tveimur kílómetrum inn- ar í dalnum, bætti svo við. „En þið þessir ungu menn nennið víst ekki að leggja á ykkur svo- leiðis göngulag.“ Ráðunauturinn taldi þetta þó enga frágangssök, kvaddi og skokkaði af stað fram eftir og lauk sínu erindi. Þessi ungi maður var Egill Bjarnason frá Uppsölum í Blönduhlíð. Hann átti síðan eftir að vinna lengi og farsællega fyr- ir bændur og búnaðarsamtök í Skagafirði um meira en hálfrar aldar skeið og stíga mörg sporin á þeim vettvangi. Ég sem þessi orð rita hóf tví- tugur, vorið 1967, að vinna á jarðýtu hjá Ræktunarsambandi Skagafjarðar, sem Egill veitti lengst af forstöðu. Þar vann ég mörg sumur og stundum reynd- SJÁ SÍÐU 84 MINNINGAR 83 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR THORARENSEN, Höfðahlíð 5, Akureyri, lést laugardaginn 11. apríl. Útför hans hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Wilma Thorarensen og fjölskylda. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLL SKÚLASON prófessor í heimspeki, lést miðvikudaginn 22. apríl á Landspítalanum við Hringbraut. Jarðarförin verður auglýst síðar. . Auður Birgisdóttir, Birgir Pálsson, Regína Ásvaldsdóttir, Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Róbert H. Haraldsson, Andri Páll Pálsson, Brynja Þóra Guðnadóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, RAGNA ÞORGERÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Eir sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl. Útförin verður auglýst síðar. . Ragnheiður Ármannsdóttir, Sigríður Ármannsdóttir, Sigurður Ármannsson, Kristján Ármannsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRHALLUR HALLDÓRSSON, Árskógum 6, Reykjavík, lést sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 23. apríl. . Sigrún Sturludóttir, Steinunn Þórhallsdóttir, Auður Þórhallsdóttir, Siggeir Siggeirsson, Sóley Halla Þórhallsdóttir, Kristján Pálsson, Inga Lára Þórhallsdóttir, Elvar Bæringsson, Björg Þórhallsdóttir, Gunnbjörn Ólafsson, Bryndís Þórhallsdóttir, Vilbergur Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR SIGURÐSSON, fyrrverandi forstjóri, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðvikudaginn 22. apríl. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 6. maí kl. 15. . Ingigerður K. Gísladóttir, Sigurður Hallgrímsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, Kristinn Hallgrímsson, Helga Birna Björnsdóttir, Hulda Hallgrímsdóttir, Ingi Þór Hermannsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.