Morgunblaðið - 25.04.2015, Side 85

Morgunblaðið - 25.04.2015, Side 85
MINNINGAR 85 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 ✝ Sigrún Bergs-dóttir fæddist í Öræfasveit 27. júlí 1930. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands 13. apríl 2015. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- mundur Bergur Þorsteinsson, f. 22.7. 1903, d. 15.2. 1995, og Pála Jón- ína Pálsdóttir, f. 17.1. 1906, d. 20.1. 1991. Sigrún ólst upp hjá foreldrum sínum á Hofi í Öræf- um og var elst níu systkina, þau eru: Páll, f. 1932, Guðrún, f. 1934, d. 2014, Jórunn Þorgerð- ur, f. 1935, Steinunn, f. 1937, Guðjón, f. 1939, Sigþrúður, f. 1943, Helga, f. 1945, d. 2000, og Þorlákur Örn, f. 1952. Eiginmaður Sigrúnar var Sigrún ólst upp í foreldra- húsum á Hofi og þar sem hún var elst í systkinahópnum var hún snemma farin að hjálpa til á heimilinu inni sem úti. Á yngri árum fór hún í vist í Reykjavík og á Spóastöðum, einnig vann hún á Landspítalanum og við fiskvinnslu í Vestmannaeyjum. Þau Þórður giftust 17. maí 1958 og settust að á æskuheimili Þórðar, Miðbæ á Hnappavöllum, og þar bjuggu þau alla tíð fé- lagsbúi ásamt foreldrum Þórð- ar, systkinum hans og síðast Guðmundi syni sínum. Sigrún vann heimilsstörfin og ýmis bú- störf á Hnappavöllum. Hún var mikil hannyrðakona, sér- staklega að prjóna og hekla. Í fjölda ára prjónaði hún fyrir Handprjónasamband Íslands, fyrst aðallega lopapeysur og seinni árin rósasokka. Síðustu rúmlega þrjú árin dvaldi hún á Heilbrigðisstofnun Suðaust- urlands þegar heilsan leyfði ekki að dvelja lengur heima. Sigrún verður jarðsungin frá Hofskirkju í Öræfum í dag, 25. apríl 2015, kl. 14. Þórður Stefánsson, f. 1923, d. 18.3. 2011. Þau eign- uðust fimm börn: 1. Guðmundur Berg- ur, f. 1961, var gift- ur Sigríði Stein- móðsdóttur, f. 1968, þau skildu, þeirra börn eru: a) Björn Ragnar og b) Salín Steinþóra. Sambýliskona Guð- mundar er Rósa Guðrún Daní- elsdóttir f. 1974, börn hennar eru: Katrín Ósk, Birgitta Karen, Írena Þöll og Embla. Rósa og Guðmundur eiga einn son: c) Þórð Breka. 2. Sigurþór, f. 1962, d. 1965. 3. Stefanía Ljótunn, f. 1969, gift Heiðari Björgvini Er- lingssyni, f. 1972, sonur þeirra a) Hafþór Logi. Tveir drengir fæddust andvana. Í dag kveð ég mömmu mína elskulega hinstu kveðju. Hún var tilbúin til brottfarar, orðin þreytt á líkama og sál, heilsunni búið að hraka síðustu þrjú árin. Ég veit líka að þeir hafa tekið vel á móti henni, pabbi og bræð- ur mínir. Já, þrjú lítil börn misstu þau foreldrar mínir, það er ofraun sem enginn vill upp- lifa eða ætla nokkrum manni. En svona fór það og ekkert ann- að í þá daga en að þrauka sorg- ina af í hljóði og halda áfram. Enda fengum við Guðmundur bróðir minn alla ást og athygli sem þau áttu. Mamma var harð- dugleg eins og flestir af hennar kynslóð, elst í sínum systkina- hópi og var snemma farin að hjálpa foreldrum sínum á æsku- heimilinu. Eftir að foreldrar mínir giftu sig settust þau að á æskuheimili pabba, Miðbæ á Hnappavöllum og bjuggu þar alla tíð síðan. Mamma sinnti heimilinu ásamt systrum pabba, en það var oft margt í heimili og í nógu að snúast. Mamma var líka mikil hann- yrðakona, prjónaði mikið og heklaði. Í fjölda ára prjónaði hún fyrir Handprjónasamband Íslands, bæði lopapeysur og rósasokka sem voru mjög vin- sælir og mörgum gaf hún fal- lega ullarflík. Mamma var mjög fróð um margt, fylgdist vel með hvað var að gerast í samfélaginu, hún las mikið, var hagmælt þótt hún færi hljótt með það. Hún fylgd- ist líka vel með hvað var í „ís- lenska sjónvarpinu“ þ.e. RÚV, síðustu árin sem hún bjó heima var það Leiðarljós sem hún fylgdist grannt með, það mátti alls ekki hringja eða heimsækja hana á milli kl. 17 og 18 virka daga þegar það var á dagskrá, enda hefði það ekki þýtt neitt, hún var alveg inni í sjónvarpinu á meðan. Einnig fylgdist mamma náið með fjölskyldunni sinni og vin- um, ungum sem öldnum. Það var sama hvort það vorum við börnin hennar, barnabörnin, eða börn ættingjanna og vina minna sem ég tók stundum með mér til hennar, allir voru hjartanlega velkomnir og fengu óskipta at- hygli, nóg að borða og jafnvel nýja prjónaflík með sér heim. Áður en hún veiktist, kom hún oft til okkar á Höfn og dvaldi í nokkra daga, það var alltaf góð- ur tími og oft var hún með eitt- hvert góðgæti í töskunni sinni handa dóttursyninum, einu sinni voru það pönnukökur. Það var áfall fyrir mömmu þegar pabbi greindist með alz- heimer-sjúkdóminn. Hann var heima eins lengi og hægt var en dvaldi á hjúkrunarheimilinu á Höfn síðustu fjögur árin áður en hann lést í mars 2011. Það tók á mömmu þótt hún bæri sig vel en um haustið 2011 gat hún ekki meir, þunglyndi og kvíði sóttu á hana og fór hún því á hjúkr- unarheimilið á Höfn og var þar síðustu þrjú árin, þ.e. hún treysti sér ekki til að vera ein. Við náðum þó að skreppa í sveitina hennar nokkrum sinn- um á meðan hún treysti sér en síðasta árið sem hún lifði hrak- aði heilsu hennar hratt uns yfir lauk þann 13. apríl síðastliðinn. Ég trúi því að það hafi verið fagnaðarfundir hjá þeim pabba, drengjunum hennar litlu, afa, ömmu og ekki síst systrum hennar, Helgu og Guðrúnu, sem voru farnar á undan henni og hún saknaði svo mikið, þær systur eru örugglega farnar að finna ný lopamunstur til að prjóna í Sumarlandinu. Stefanía L. Þórðardóttir. Þá hefur elskuleg móðursyst- ir mín, hún Sigrún Bergsdóttir, kvatt og farið yfir móðuna miklu til sumarlandsins sem hún þráði svo heitt eftir löng veikindi, þó með góðum hléum. Það fór þá svo að það varð ekki langt á milli þeirra systra, móður minnar og hennar, enda höfðu þær löngum fylgst að bú- andi á Hnappavöllum, aðeins gil og bæjarlækur á milli. Ég var þeirrar gæfu aðnjót- andi að alast upp fyrir vestan læk og Sigrún frænka mín aust- ur á bæ eins og við sögðum allt- af. Hún bjó þar með manni sín- um Þórði og börnum ásamt systkinum Þórðar, dásamlega barngóðu fólki. Sigrún var mikil hannyrða- kona og allt lék í höndum henn- ar, hvort sem það var sauma- skapur, prjón eða hekl eins og ættingjar og vinir hafa fengið að njóta. Vettlingar, rósasokkar, peysur og fleira mætti telja og alltaf var Sigrún að gefa öðrum eitthvað af hannyrðunum sínum. Oft rétti hún mér eitthvað prjónað á börnin mín og barna- börn. Hún hafði mikinn áhuga á að kenna mér ungri að prjóna en hún var nú ekki öfundsverð af því hlutverki því ég var svo mikið fiðrildi, skoppandi á milli bæja. Á þeim tíma voru margir að alast upp á Hnappavöllum. En Sigrúnu tókst þó einhvern- veginn að kenna mér að prjóna með sinni þolinmæði og kenn- arahæfileikum og ég held að ég hafi verið 11-12 ára þegar hún lét mig prjóna peysu með laska- ermum og flottu útprjóni, app- elsínugula, og átti ég þessa peysu í mörg ár. Eins er ein minning mér sér- staklega hugleikin. Sigrún og Þórður eignuðust dreng sem hét Sigurþór. Hann fæddist með vatnshöfuð og var þess vegna mikið fatlaður og það var í fyrsta skipti sem ég sá barn í göngugrind. Ég fór oft upp í gömlu baðstofu til að reyna að passa hann og það fannst hon- um svo gaman að hann hló og skríkti og ýtti sér um baðstofu- gólfið. Hann dó svo rúmlega þriggja ára, það var mikil sorg. Svona er nú lífið, það skiptast á skin og skúrir og það gerði það svo sannarlega hjá henni Sigrúnu. Það er svo margt sem ég gæti sagt um mína góðu frænku en of langt yrði að telja það allt. Nú hafa orðið kyn- slóðaskipti á Hnappavöllum og mikil fækkun fólks. Sigrún er sú síðasta sem kveður af þessari kynslóð, blessuð sé minning hennar og allra þeirra sem farn- ir eru. Hver minning dýrmæt perla að liðn- um lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) „Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt“ (Vald. Briem), elsku frænka. Ég og fjölskylda mín vottum öllum aðstandendum okkar inni- legustu samúð. Inga Ingimundar. Þá er komið að kveðjustund. Sigrún Bergsdóttir er síðust til að kveðja af heimilisfólkinu sem við systkinin fengum að dvelja hjá á sumrin þegar við vorum börn. Sigrún giftist Þórði yngsta móðurbróður okkar og bjuggu þau félagsbúi á æsku- heimili Þórðar á Miðbæ á Hnappavöllum ásamt systkinum Þórðar. Til þeirra fórum við systkinin í sveit á sumrin og höfum síðan talið það okkar annað heimili. Á svona tímamót- um spretta minningarnar fram og söknuðurinn er sár eftir því sem nú er horfið. Sigrún og Þórður eignuðust fimm börn en misstu tvo drengi í fæðingu og Sigurþór þegar hann var þriggja ára. Enginn á að þurfa að upplifa svo mikla sorg en þessu mættu þau af æðruleysi sinnar kynslóðar en auðvitað hefur þetta markað djúp spor í sálarlífið og enga áfallahjálp að fá á þessum tíma. Börnin þeirra, Guðmundur og Lóa, og fjölskyldur þeirra voru sólargeislarnir í lífi þeirra og studdu þau foreldra sína af ein- stakri ræktarsemi alla tíð. Sigrún var barngóð, ljúf og elskuleg í allri umgengni. Þó að lífið færi ekki alltaf mjúkum höndum um hana lét hún það ekki bitna á umhverfi sínu. Hún las mikið, var fróð, víðsýn og fordómalaus. Hún hafði stál- minni og til hennar var leitað þegar rifja þurfti upp ýmislegt úr sögu sveitarinnar. Það lék allt í höndunum á henni og hún hefði sómt sér vel sem handa- vinnukennari þar sem þekking hennar hefði nýst. Hún kunni þá list að miðla öðrum af kunnáttu sinni jafnvel þeim sem höfðu þumalfingur á hverjum fingri, alltaf þolinmóð og blíð. Sigrún var mikið fyrir blómarækt og þegar um hægðist hjá henni á efri árum, heimilið minnkaði og verkefnum fækkaði, gat hún sinnt þessu áhugamáli sínu bet- ur. Blómin launuðu henni um- hyggjuna með blómaskrúð og þeir eru ófáir afleggjararnir sem við „stálum“ hjá henni. Hún var sú flinkasta að baka flatkökur, kleinur og pönnukök- ur og alltaf að gera einhverjar tilraunir og prófa eitthvað nýtt. Þegar Þórður greindist með sykursýki á efri árum var aðdá- unarvert að fylgjast með því hvernig hún lagði sig í líma við að afla sér þekkingar um syk- ursýki og breytti áherslum í mataræði þeirra. Þegar systur Þórðar voru fallnar frá hélt Sigrún heimili fyrir bræður Þórðar á meðan þeir lifðu. Eftir fráfall Þórðar bjó Sigrún ein og flutti sig yfir í annað húsnæði á Miðbæ og Guðmundur sonur hennar tók alfarið við búinu. Þar bjó hún sér yndislegt heimili og við átt- um þar dýrmætar samveru- og gæðastundir við rabb, hannyrðir og notalegheit þar til hún flutti alfarin á hjúkrunarheimilið á Höfn. Okkur er sérstaklega minnisstætt þegar hún hélt upp á áttræðisafmælið sitt í hópi fjölskyldu sinnar, systkina, vina og sveitunga. Það var yndisleg- ur dagur. Nú er tómlegt að koma á heimilið hennar þar sem við vorum alltaf velkomin. Hennar er sárt saknað. Sigrún glímdi við vanheilsu síðustu árin sem hafði áhrif á lífsgæði hennar og við vitum að hún er hvíldinni fegin. Hún naut góðrar umönnunar starfsfólks- ins á hjúkrunarheimilinu en ekki síst dóttur sinnar Lóu sem býr á Höfn og hefur verið henni ómetanlegur stuðningur í einu og öllu. Sigrún fylgdist með fólkinu sínu fram á síðasta dag og því hvernig búskapurinn gekk hjá Guðmundi á Hnappa- völlum. Við sendum Lóu, Guðmundi, Heiðari, Rósu og barnabörnun- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning Sigrúnar Bergsdóttur. Sæmundur, Unnur, Helga, Björk og Stefán. Sigrún Bergsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Okkar ástkæri, BOGI ÞÓRIR GUÐJÓNSSON vélvirki, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnudaginn 19. apríl. Útför hans fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 27. apríl kl. 13. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarkort hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar. . Sjöfn Sigurjónsdóttir, Guðjón Bogason, Heiða Bogadóttir, Robert Ickes, Sólveig Bogadóttir, Páll Einarsson, Þórunn Bogadóttir, Heba Bogadóttir, Þórhallur I. Hrafnsson, Linda Lea Bogadóttir og aðrir ástvinir. Útfararþjónusta í 20 ár Hinrik Valsson Svanhildur Eiríksdóttir Gísli G.Guðmundsson Vistvænar íslenskar kistur, krossar og duftker Hinrik: Sími 892 0748 / Gísli: Sími 482 4300 www.fylgd.is • fylgd@fylgd.is Þjónusta allan sólarhringinn Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, tengdadóttir, amma og langamma, NANNA SIGRÍÐUR OTTÓSDÓTTIR sjúkraliði, Smyrlahrauni 44, Hafnarfirði, lést mánudaginn 20. apríl á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 29. apríl kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. . Bjarnar Ingimarsson, Jóhann Guðni Bjarnarsson, Þórunn Huld Ægisdóttir, Guðný Bjarnarsdóttir, Karl Óskar Magnússon, Ingibjörg Bjarnarsdóttir, Sigurður P. Sigurðsson, Ottó Albert Bjarnarsson, Guðný J. Þorbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HJALTI ÞÓRÐARSON frá Hróðnýjarstöðum, Gunnarsbraut 3, Búðardal, lést sunnudaginn 19. apríl á Sjúkrahúsi Akraness. Útförin fer fram frá Hjarðarholtskirkju í Dölum laugardaginn 2. maí kl. 15. . Inga A. Guðbrandsdóttir, Erna K. Hjaltadóttir, Vésteinn Arngrímsson, Bára Hjaltadóttir, Magnús Arngrímsson, Ólafur Guðjónsson, Smári Hjaltason, Sævar Hjaltason, María Ólafsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Þórðarsveig 3, Reykjavík, áður Borgarnesi, lést þriðjudaginn 21. apríl. Útför hennar fer fram frá Guðríðarkirkju miðvikudaginn 29. apríl kl. 13. . Hallur Björnsson, Hafþór Hallsson, Ágústa Bjarnadóttir, Sigurbjörn Hallsson, Mjöll Barkar Barkardóttir, Ingþór Hallsson, Louise Bregendahl, Laufey Rós Hallsdóttir, Betúel Ingólfsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR JÓHANNSSON, Gunni Jó, sjómaður frá Siglufirði, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar fimmtudaginn 23. apríl. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 2. maí kl. 14. . Valey Jónasdóttir, Óðinn Gunnarsson, Una Agnarsdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Arnbjörn Eyþórsson, Jökull Gunnarsson, Ásta Sigfúsdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Björn Tryggvason, Arnþór Þórsson, Brynja Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.