Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 88

Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 88
88 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 ✝ Guðni HafsteinnLarsen var fæddur á Selfossi 6. ágúst 1949. Hann lést á heimili sínu 12. apríl 2015 Foreldrar hans voru Frederik Lar- sen, f. 12. júní 1915, d. 29. júlí 1995, og Margrét Guðnadótt- ir, f. 25. júní 1916, d. 11. október 2008. Hann átti fjóra bræður: Sævar Norbert, f. 17. janúar 1946, d. 16. ágúst 2000, Fróði, f. 28. desember 1951, d. 21. júlí 1995, Kristján Ru- dolf, f. 15. mars 1957, og Stefán Fjalar, f. 12. mars 1958. 18. október 1971 kvæntist Guðni Hafsteinn eftirlifandi eig- inkonu sinni, Þórhildi Björns- dóttur, f. 5. október 1950. For- eldrar Þórhildar voru Björn Hafsteinn hóf nám hjá Vél- smiðju Kaupfélagsins á Selfossi og öðlaðist hann meistararéttindi í vélvirkjun 1971. Árið 1972 flutt- ust þau Hafsteinn og Þórhildur til Reyðarfjarðar og hóf Hafsteinn störf hjá Vélaverkstæði Gunnars og Kjartans á Egilsstöðum, um tíma starfaði hann hjá SR á Reyð- arfirði. 1975 hóf hann störf hjá VBK á Reyðarfirði, þar sem hann starfaði í 28 ár, eða þar til VBK var selt til G. Skúlasonar, þar starfaði hann í nokkur ár. Haf- steinn starfaði sem héraðslög- reglumaður í mörg ár og einnig í Slökkviliði Reyðarfjarðar sam- hliða vinnu hjá VBK, þar til hann fór alfarið í Slökkvilið Fjarða- byggðar árið 2006 þar sem hann vann til dánardags. Útför Guðna Hafsteins fer fram frá Reyðarfjarðarkirkju í dag, 25. apríl 2015, kl. 14. Stefánsson, f. 11. mars 1917, d. 2. júní 1989, og Anna Halldórs- dóttir, f. 16. október 1923, d. 13. ágúst 2013. Synir Hafsteins og Þórhildar eru Björn Steinar, f. 1970, sambýliskona Snjó- laug Erna Þorvalds- dóttir, börn hans eru Þórhildur Andrea, El- ísabet María, Guðni Elvar og Róbert Freyr. Orri Þór, f. 1973, sambýliskona Aðalheiður Valgerður Jónsdóttir, dætur þeirra eru Harpa Lind og Guðrún Heba, sonur Aðalheiðar er Jón Ólafur. Kristján Friðrik, f. 1977, börn hans eru Sveinn Marinó og Ísabella Ethel. Atli Fjalar, f. 1979, sambýliskona Kristín Kara Coll- ins, synir þeirra eru Víkingur Thor og Þorvaldur Friðrik. Þó sólin nú skíni á grænni grundu Er hjarta mitt þungt sem blý, Því burt varst þú kallaður á örskammri stundu Í huganum hrannast upp sorgarský Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða Svo fallegur, einlægur og hlýr En örlög þín ráðin – mig setur hljóða Við hittumst samt aftur á ný Megi algóður guð þína sálu nú geyma Gæta að sorgmæddum, græða djúp sár Þó kominn sért yfir í aðra heima Mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Með kveðju frá fjölskyldunni, Þórhildur Björnsdóttir. Ég ólst upp við það að eiga frænda fyrir austan. Þetta var föð- urbróðir minn, Hafsteinn Larsen, sem bjó á Reyðarfirði. Vitneskjan um frænda var allt- af til staðar, hann var hluti af fjöl- skyldunni þó hann væri langt í burtu frá Selfossi. Þegar dýrt var að hringja á milli landshluta og hver króna á heimilinu skipti máli þá var það sérstök stund þegar pabbi hringdi í bróður sinn, það skynjaði maður sem smágutti. Síðar fór frændi að senda strák- ana sína suður og þeir urðu leik- félagar okkar systkinanna á Vall- holti 20. Þegar svo hringvegurinn var farinn þá var Reyðarfjörður miðja hringsins. Vitneskjan um frændurna fyrir austan hefur fylgt manni. Ef mað- ur hittir Austfirðinga þá hlakkar maður til að heyra hvort þeir þekki einhverja af frændunum. Einnig hefur það oft komið fyrir að eldri Selfyssingar spyrja frétta af þeim brottflutta. Nú síðast í fermingarveislu fyrr í vor var ég sérstaklega beðinn um að koma kveðju austur til Hafsteins en því miður haga örlögin því þannig að hún kemst ekki til skila. Maður getur þakkað fyrir það að Hafsteinn og Tóta voru mann- blendin og áhugasöm um sitt fólk fyrir sunnan. Þau komu til okkar í heimsóknir og einnig heimsóttum við hjónin eða systkinin þau ef við vorum á ferðinni saman fyrir aust- an. Þá var ekki að spyrja að mót- tökunum, ávallt fundum við okkur velkomin og stjanað var við gest- ina. Því miður var það þannig að það þurfti að vera meira að þeirra frumkvæði að fólk myndi hittast því eins og þau fræddu mig ein- hverju sinni um: í landafræðinni virðist það vera lengra fyrir Sunn- lendinginn að fara austur á land en fyrir Austfirðinginn að fara suður, svo einkennilegt sem það nú er. Eðlilega hugsar maður um allar stundir síðustu ár með frænda. Þau skipti sem við hittumst á ætt- armótum þá var hann kominn í þá stöðu að vera ættarhöfðinginn. Hann bar það hlutverk vel, stór og stæðilegur, nokkuð farinn að grána en þó hárprúður. En um- fram allt góðlegur, viðræðugóður og hlýr. Ef það var tekin kasínu-keppni á ættarmótunum þá efaðist enginn um hæfileika Hafsteins né sérút- gáfur hans af reglum við undan- tekningar sem áttu til að koma upp. Oft var þeim reyndar hafnað og fylgdi þá ljúft bros Hafsteins sem sagði „það mátti reyna þetta, títlurnar mínar“ eða eitthvað í þeim dúr. Stundum var talað um að „næsta“ ættarmót yrði fyrir aust- an. Því miður fór það ekki svo að af því yrði á meðan Hafsteinn var á lífi en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég sendi Tótu og fjölskyldunni mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Jóhannes Larsen. Ár líða hratt. Ég hefi heyrt þeirra vængjaslög út yfir eyðisanda, inn yfir heiðadrög. (Guðmundur Böðvarsson) Já, ár líða hratt. Í minningunni er ekki svo langt síðan ungur mað- ur frá Selfossi, Guðni Hafsteinn Larsen, hóf störf hjá nýstofnuðu fyrirtæki á Reyðarfirði, Vélaverk- stæði Björns og Kristjáns, en þetta var 1. júní 1975 og var hann fyrsti starfsmaður utan eigenda. Hafsteinn fylgdi þeim félögum Birni og Kristjáni í 28 ár eða þann tíma sem VBK var starfrækt. Traustari og tryggari starfsmann er vart hægt að finna og er okkur þakklæti efst í huga við kveðju- stund. Hafsteinn var meistari nokk- urra ungra manna í vélvirkjun og leiðbeindi hann þeim með hlýju og glettni og stundum var stutt í góð- látlegan stríðnispúka. Hann var góður félagi og vinur vina sinna og við skyndilegt fráfall hans er óraunverulegt að hugsa til þess að næst þegar gamlir VBK félagar hittast verði hann ekki með. En minningin lifir og hans verð- ur ætíð minnst og eflaust rifjuð upp gullkorn sem hann sagði á sinn meinfyndna hátt. Kæra Þórhildur, synir og fjöl- skyldur. Innilegar samúðarkveðj- ur sendum við ykkur. Blessuð sé minning Hafsteins Larsen. Björn, Kristján, Guðríður og Álfheiður. Það húmar og hljóðnar í hugans ranni við óvænta andlátsfregn. Hversu miskunnarlaus geta örlög- in oft verið, var það fyrsta sem upp í hugann kom við hið skyndilega fráfall vinar míns og félaga, Haf- steins Larsen, og minningar liðins tíma hrannast upp í huganum merlaðar eftirsjá um hinn trausta og trúfasta liðsmann félagshyggj- unnar, félagann trygga sem alltaf var hægt að treysta. Hans er sárt saknað í heimabyggðinni þar sem hann átti svo mörg og góð handtök í iðn sinni, alls staðar og alltaf vel liðinn og það munaði sannarlega um hinn verkfúsa og verklagna starfsmann. Hagleiksmaður sem hann var þá vandaði hann ætíð verk sín svo vel sem kostur var. En mestur og sárastur er sökn- uðurinn hjá hans nánustu. En hugurinn reikar óneitanlega til ársins 1978, þegar þrír öflugir félagar Alþýðubandalagsins heima komu, sáu og sigruðu og fögnuðu frábærum sigri, fylgis- aukningu svo um munaði eða nær 40%. Einn þeirra var Hafsteinn Larsen sem nú kveður okkur. Það var gott vor og gjöfult um leið fyr- ir okkur allaballa og heimabyggð- ina sömuleiðis. Hann Hafsteinn fór aldrei fram með neinum há- vaða, en í orðum og gjörðum fólst einlæg sannfæring um nauðsyn jafnaðar og samhjálpar, sannfær- ing sem varði svo sannarlega alla hans ævitíð. Hafsteinn var enginn jámaður, hann gat alveg átt það til að vanda um við mann ef honum líkaði ekki eitthvað, en allt var það gjört af góðum hug, þar sem réttlætis- kenndin var efst á blaði. Hann var hnyttinn og um leið hittinn á það sem skipti máli, glöggur á hin ýmsu mál og hafði á þeim fastmótaðar skoðanir. Hann var mikill fjölskyldumaður, eign- aðist mikinn ágætis lífsförunaut, hana Þórhildi vinkonu mína og fyrrum hörkuiðna nemanda, rausnarkonu sem hún er og forkur dugleg um leið. Henni og öllum af- komendum sendum við Hanna einlægar samúðarkveðjur. Ég kveð Hafstein Larsen með tregablandinni eftirsjá í mikilli þökk fyrir samskipti öll og sam- fylgd. Þar fór vandaður drengur um vegu lífsins, sannur og dreng- lundaður. Blessuð sé hans hugum- kæra minning. Helgi Seljan. Guðni Hafsteinn Larsen Harpa Heimisdóttir Útfararstjóri Hrafnhildur Scheving Útfararþjónusta Kirkjulundur 19 • 210 Garðabær sími 842 0204 • www.harpautfor.is Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS GUÐMUNDSSONAR skipasmíðameistara, Sólarvegi 14, Skagaströnd. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæsludeildar Sjúkrahússins á Akureyri. . Guðmunda Sigurbrandsdóttir, Kristján Ólafsson, Fjóla Lýðsdóttir, Guðrún Margrét Ólafsdóttir, Hjálmar A. Sigurþórsson, Víðir Ólafsson, Sigurbjörg Bjarnfinnsd., Guðmunda Ólafsdóttir, Sigurður Berntsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, INGA SIGURJÓNSDÓTTIR, Stórahjalla 33, Kópavogi, lést þriðjudaginn 21. apríl á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 30. apríl kl. 13. Fyrir hönd aðstandenda, . Eiríkur L. Ögmundsson, Alfreð Erlingsson, Birna Bragadóttir, Sæunn Kalmann Erlingsd., Ragnar G.D. Hermannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HELGA EYSTEINSSONAR framkvæmdastjóra, Sléttuvegi 13, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Eirar, deild 2N, fyrir einstaka umönnun og frábært viðmót. . Kristín Jónsdóttir, Jóna Helgadóttir, Eysteinn Helgason, Kristín Rútsdóttir, Matthildur Helgadóttir, Tómas Óli Jónsson, Guðleif Helgadóttir, Haraldur Sigurðsson. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEINÞÓR BJARNI INGIMARSSON bóndi og bifvélavirki, Miðhúsum, Innri-Akraneshreppi, andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 18. apríl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 30. apríl kl. 14. . Nína Ólafsdóttir, Ingimar Kristján, Guðný Jódís, Sólveig, Rannveig, Bóthildur og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTJANA JÓHANNA JÓNSDÓTTIR, lést miðvikudaginn 15. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey 22. apríl að ósk hinnar látnu. . Jónína B. Óskarsdóttir, Jóhann S. Sigurdórsson, Rósa K. Óskarsdóttir, Ásbjörn Jónsson, Geir Óskarsson, Ingunn Sigurbjörnsdóttir, Konráð H. Óskarsson, Olga G. Pálsdóttir, Guðlaug M. Óskarsdóttir, Jónas Jónsson, Sólrún Óskarsdóttir, Drífa G. Halldórsdóttir og aðrir afkomendur. Matthildur amma verður ávallt fyrir- myndin mín. Hún var dugleg, jákvæð, drífandi, hress og skemmtileg. Það má segja að hún hafi upplifað allnokkrar byltingar hafandi búið í torfbæ til 23 ára aldurs. Alltaf var hún jákvæð og hugsaði í lausnum. Keppnisskapið hennar var oft á tíðum mikið, ég fékk að kynn- ast því þegar við spiluðum sam- Matthildur Magnúsdóttir ✝ Matthildur Magn-úsdóttir fæddist 31. maí 1922. Hún andaðist 9. apríl 2015. Útför Matthildar var gerð 17. apríl 2015. an á spil. Það var ótrúlega skemmti- legt að spila við ömmu, þá sérstak- lega kasínu og oft var handagangur í öskjunni. Keppnis- skapið braust þá skemmtilega út hjá henni og sér í lagi þegar hún náði af manni tígultíunni, þá kom þessi hlátur sem maður á seint eftir að gleyma. Ég kalla hann Matt- hildarhláturinn. Það voru ófáar kasínurnar sem við spiluðum úti á svölum í afmælisferðinni hans pabba úti á Spáni árið 2007. Það var alveg ótrúlega gaman að hafa hana með og sjá hvað hún naut þess að slappa af og njóta lífsins í ferðinni. Amma talaði í mörg ár eftir ferðina um það hvað hún væri orðin góð í fótunum. Hitinn hefur farið vel í gamla og lúna skrokkinn. Henni fannst ekki leiðinlegt ef henni var úthlutað verkefn- um það er að fara í bankann sinn eða í búðina sína o.s.frv. Hún talaði einmitt þannig eins og hún ætti stóran part af verslunum í Reykjanesbæ. Síð- an hringdi hún alltaf í okkur og lét okkur vita hvernig henni reiddi af og hvað mætti bæta í viðkomandi verslun, hún var alveg með allt svona á tæru! Vel gert amma. Amma þekkti alla prestana á landinu með nöfnum líkt og ég kunni öll byrjunarliðin í NBA körfuboltanum hér áður. Það var gaman að ræða við ömmu um prestahald og hvernig hinn og þessi presturinn stæði sig í það og það skiptið. Hún fylgd- ist náið með þessum málum. Eftir að amma flutti á Hlév- ang hafði hún alltaf gaman af því þegar við komum í heim- sókn með Ólöfu litlu og þá sá maður það hvað amma hafði virkilega gaman af börnum. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt svona góða ömmu sem kenndi mér svo margt. Jón Freyr. Mig langar til að minnast hennar Matthildar með nokkr- um fátæklegum orðum. Ég var svo lánsöm að kynnast Möttu með nýjum hætti eftir að ég eltist og stofnaði fjölskyldu. Fram að því hafði hún verið konan hans Kristjáns frænda og þau hjón fyrst og fremst í samskiptum við foreldra mína. Eftir að Matta varð ekkja og við búsettar í sama hverfi fór- um við að heimsækja hvor aðra, spjalla um heima og geima og fá fréttir af fjöl- skyldumeðlimum sem dreifðust um bæi, borgir og lönd. Matta hafði sterkar skoðanir og var rökföst svo málefnin urðu oft mjög pólitísk, það var jafnvel fussað. Mér fannst gaman að eiga þessar samræð- ur við hana og naut samvista við hana, sérstaklega vegna þess hversu kærleiksrík hún var. Ég var gæskan, dætur mínar elskur og gæskur og hún tók á móti okkur eins og við værum merkilegasta fólk í heimi. „Nei, sælar elskurnar mínar.“ Hverjum líður ekki vel í slíkri návist? Hafðu þökk, Matta mín, fyr- ir vináttuna, hlýjuna og heið- arleikann. Hvíl í friði. Svanhildur Eiríksdóttir og fjölskylda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.