Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 95

Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 95
ÍSLENDINGAR 95 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 ari íþróttagrein um áratuga skeið og á eflaust eftir að gera það um ókomin ár á einn eða annan veg. Nú er einmitt mikið um að vera í körfunni, úrslitaleikir um allar jarðir. Ég hef auk þess mikinn áhuga á rallý og varð tvöfaldur Íslandsmeistari í rallý árið 2002, í nýliðaflokki og einsdrifsflokki. Reyndar hef ég haft áhuga á flestum greinum íþrótta. Ég fylg- ist líka vel með þjóðfélagsmálum og hef haft mikinn áhuga á stjórnmálum um langt skeið. Svo má auðvitað ekki gleyma því að ég er mikill fjölskyldumað- ur og nýt hverrar stundar með konunni og börnunum. Og talandi um fjölskyldumálin þá ætlum við Bergþóra að nýta afmælisdaginn í dag til þess að láta pússa okkar saman í það heilaga eftir 16 ára sambúð. Þetta er nú einu sinni svolítið ís- lenski stíllinn, að fresta brúð- kaupinu um nokkur ár og stund- um mörg ár þegar mikið er að gera, eins og oft vill verða hjá landanum. En nú er komið að stóru stundinni: brúðkaup og fer- tugsafmæli á einum og sama deg- inum. Það verður því í nógu að snúast í dag og góð veisla í kvöld með nánustu fjölskyldu og vin- um.“ Fjölskylda Kona Hannesar er Bergþóra Sigurjónsdóttir, f. 11.9. 1978, hár- snyrtimeistari. Foreldrar hennar eru Sigurjón Hannesson, f. 18.8. 1938, trésmíðameistari, og Guð- laug Bergþórsdóttir, f. 10.11. 1940, skrifstofukona. Þau eru bú- sett á Akranesi. Börn Hannesar og Bergþóru eru Jón Gautur Hannesson, f. 28.2. 2004, grunnskólanemi, og Guðlaug Gyða Hannesdóttir, f. 22.10. 2007, grunnskólanemi. Bræður Hannesar eru Halldór Gunnar Jónsson, f. 15.5. 1980, bíl- stjóri á Selfossi, en kona hans er Jónína Guðmundóttir og eiga þau þrjár dætur, og Heimir Snær Jónsson, f. 24.5. 1985, múrari í Kópavogi, en kona hans er Tinna Viðarsdóttir og eiga þau tvær dætur. Foreldrar Hannesar: Jón Gunnar Þórmundsson, f. 21.9. 1956, d. 17.12. 2002, múr- arameistari, var búsettur í Kópa- vogi, og Jóhanna Steinunn Hann- esdóttir, f. 11.4. 1958, húsfreyja, búsett í Kópavogi.Formaður KKÍ Hannes á einum af ótal fundum sem hann situr fyrir KKÍ. Úr frændgarði Hannesar Sigurbjarnar Jónssonar Hannes Sigurbjörn Jónsson Jóhanna Stefánsdóttir húsfr. í Stykkishólmi Steinþór Einarsson b. og sjóm. í Bjarneyjum og síðar verkam. í Stykkishólmi María Stefanía Steinþórsdóttir húsfr. og verkak. í Rvík Hannes Halldórsson húsgagna- og söðlasmiður í Rvík Jóhanna Steinunn Hannesdóttir húsfr. í Kópavogi Þorbjörg Jónsdóttir húsfr. í Rvík Halldór Jónsson trésmiður í Rvík Fjóla Steinþórsdóttir húsfr. í Rvík Ragnar Þorsteinsson fræðslustjóri í Reykjavík Valgeir Örn Ragnarsson fréttam. á RÚV Guðrun Halldórsdóttir skólastj. Námsflokkar Rvíkur Þorbjörg Halldóra Hannesdóttír Magnús Már Guðmundsson varaborgarfulltrúi í Rvík Óskar Herbert Þórmundsson yfirlögregluþjónn Jón Guðmundsson vélam. á Patreksfirði og í Hafnarfirði Sigríður G. Guðmundsdóttir húsfr. á Patreksfirði og í Hafnarfirði Hólmfríður Jóna Arndal Jónsdóttir saumakona í Kópavogi Þórmundur Sigurbjörn Hjálmtýsson húsasmiður, fisksali og bílstjóri í Kópavogi Jón Gunnar Þórmundsson múrarameistari í Kópavogi Ingibjörg Þórðardóttir húsfreyja Hjálmtýr Guðvarðsson verslunarm. í Rvík Davíð fæddist í Bakkagerði íBorgarfirði eystra 25.4.1916, sonur Björns Ólafs Gíslasonar framkvæmdastjóra, og k.h., Jakobínu Davíðsdóttur hús- freyju. Ólafur var bróðir Magnúsar, föður Gísla píanóleikara. Jakobína var dóttir Davíðs Ketilssonar, fram- kvæmdastjóra Pöntunarfélags Ey- firðinga, bróður Kristins, föður Hall- gríms, fyrsta forstjóra SÍS, Sig- urðar, ráðherra og forstjóra SÍS, Aðalsteins, framkvæmdastjóra SÍS, og Jakobs fræðslumálastjóra. Davíð var einnig bróðir Sigurðar, afa Jón- asar Haralz bankastjóra. Eftirlifandi eiginkona Davíðs er Ágústa Þuríður Gísladóttir og eru börn þeirra Ólafur, fyrrv. ráðuneyt- isstjóri, og Sigrún, rithöfundur og fréttaritari RÚV í London. Davíð lauk stúdentsprófi frá MR 1935 og Bac.sc.oec.-prófi frá Christi- an Albrechts Universität í Kiel í Þýskalandi 1939. Hann var fiski- málastjóri 1940-67, alþm. fyrir Sjálf- stæðisflokkinn 1963-67 og seðla- bankastjóri 1967-86. Davíð sat stofnfundi Efnahags- og samvinnustofnunar Evrópu í París 1948, var árlega fulltrúi á fundum stofnunarinnar og seinna Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu til 1986. Hann var fastafulltrúi Íslands í Alþjóðahafrannsóknaráðinu, sat í stjórn ráðsins 1964-67, sat í stjórn Bjargráðasjóðs, var formaður stjórnar Hlutatryggingasjóðs báta- útvegsins og síðar Aflatrygginga- sjóðs sjávarútvegsins og Fiski- málasjóðs, átti sæti í bankaráði Framkvæmdabanka Íslands, sat í stjórn Framkvæmdasjóðs Íslands, í stjórn Hafrannsóknastofnunar og Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, var formaður stjórnar Fiskveiða- sjóðs Íslands og Verðjöfnunarsjóðs, stjórnarformaður Germaníu og Stofnunar Sigurðar Nordals og for- seti Ferðafélags Íslands. Honum var sýndur margvíslegur heiður á innlendum og erlendum vettvangi enda hlaðinn mikilvægum trúnaðarstörfum allan sinn starfs- feril. Davíð lést 21.6. 1995. Merkir Íslendingar Davíð Ólafsson Laugardagur 90 ára Guðmundur Sigurðsson 85 ára Erla Eyjólfsdóttir Fjóla Kristinsdóttir Ragnheiður Árnadóttir 80 ára Baldvin Guðjónsson Hreiðar Sigurbjarnason Sólveig Th. Kristinsdóttir 75 ára Magnús Jónsson Margrét Elísabet Jónsdóttir Sigurborg Guðmundsdóttir Svandís Ingibjörg Jörgensen 70 ára Hjördís Sigfúsdóttir Magnea J. Rivera Reinaldsdóttir Ólafía Jónsdóttir Ægir Ingvarsson 60 ára Aðalheiður S. Böðvarsdóttir Benoný Ólafsson Bergrún Bjarnadóttir Jón Snorrason Kristín Árdal Ólafur Gunnar Ingason Ólafur Kristjón Sigtryggsson Þórólfur Guðfinnsson 50 ára Georg P. Sveinbjörnsson Gísli Rúnar Baldvinsson Gunnhildur H. Birnisdóttir Hrefna Friðriksdóttir Júlía Ágústsdóttir Loftur Gunnarsson Ríkharður Sverrisson Sigríður Viðarsdóttir Unnur Sigurlaug Aradóttir 40 ára Aðalgeir Arnar Jónsson Asa Shimada Bára Rúnarsdóttir Birkir Hrannar Hjálmarsson Guðmundur Einar Guðmundsson Guðmundur Gauti Guðmundsson Gylfi Már Ágústsson Hannes Páll Guðmundsson Harpa Georgsdóttir Jón Þór Bjarnason Margrét Hrafnsdóttir Mikolaj Jerzy Górszczyk-Kecik Ólafur Ívar Jónsson Sigurborg Þórsdóttir Sigurður Júlíus Sigurðsson Sunna Einarsdóttir 30 ára Baldvin Már Baldvinsson Björgólfur G. Guðbjörnsson Elín Fjóla Jónsdóttir Gunnar Vignir Skæringsson Hafrún Gísladóttir Hrafnhildur Hrönn Óðinsdóttir Jón Gauti Pálsson Kristjana Erna Pálsdóttir Mateusz Rafal Szabla Pálmi Gunnlaugur Hjaltason Sandra Rut Skúladóttir Sigurást Aðalheiður Árnadóttir Sverrir Hermannsson Veronika Macher Viðar Valdimarsson Sunnudagur 85 ára Anton Helgi Jónsson Þórdís Kristinsdóttir 80 ára Bjarni Sigurðsson 75 ára Arndís Sigurðardóttir Stig Arne Vadentoft Þórlaug Guðbjörnsdóttir 70 ára Haraldur Sigurðsson Helgi Stefánsson Sigurjón Mýrdal Sólrún Gunnarsdóttir Stefán Bjarnason Þórir Páll Guðjónsson 60 ára Ásmundur R. Richardsson Guðrún Jóhanna Aðalsteinsdóttir Karl Hilmar Jóhönnuson Kári Sveinsson Reynir Helgason Stefán Sveinsson Sveinbjörg Friðbjörnsdóttir 50 ára Edda Björk Magnúsdóttir Elva Sigtryggsdóttir Hrólfur Þórarinsson Jóhanna Guðveig Sólmundardóttir Jónas Freydal Þorsteinsson Júníus Guðni Erlendsson Lilja Theódórsdóttir Rúnar Guðjónsson Timo Salsola Zoltán Szklenár Þórður Þórisson 40 ára Aleksandra Katarzyna Klinkosz Artur Alejnikow Davíð Guðmundsson Guðmundur Georg Jónsson Hafþór Hafliðason Haukur Eggertsson Heiðar Ásberg Atlason Hilmar Karl Arnarson Kristján Vilmundur Kristjánsson Thi Bich Nguyen Valgerður Frímann Karlsdóttir Þengill Ólafsson 30 ára Ágúst Halldórsson Gísli Guðmundsson Gyða Dögg Jónsdóttir Hrund Ósk Árnadóttir Ívar Baldvinsson Magdalena Sigurðardóttir Marcin Mscichowski Maryna Ivchenko Piotr Listopad Sigrún Halla Gunnarsdóttir Sigurrós M. Sigurbjörnsdóttir Þórbergur Sveinbjörnsson Til hamingju með daginn Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Kauptúni 3 / Garðabæ / Sími: 564-3364 Ævintýraleg gæludýrabúð kíktu í heimsókn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.