Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 102

Morgunblaðið - 25.04.2015, Qupperneq 102
102 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINN Inntöku próf 30. apr íl Vorhátíð skólans í Borgarleikhúsinu mánudaginn 27. apríl kl. 18:00 WWW.BALLET.IS Grensásvegi 14 & Álfabakka 14a s: 534 9030 mail: info@ballet.is Inntökupróf fer fram á Grensásvegi 14 fimmtudag 30. apríl nemendur 13 ára og eldri mæti kl.18:00 Miðasala á www.borgarleikhus.is Skráning fyrir nýja nemendur fyrir haustönn 2015 er hafin á Rússar banna sýningar á Barni 44 AFP Söguskoðun Stuðningsmenn Kommúnistaflokksins hampa myndum af hetjum sínum, Stalín og Lenín, í kröfugöngu í Moskvu. Kvikmyndin Barn 44 hefur verið bönnuð í Rússlandi vegna neikvæðrar lýsingar sem í henni birtist á Sovétríkjunum á tímum Stalíns. „Hrækt á Rússland og Rússa“ Í Rússlandi hefur orðið „Rússafóbía“ verið notað um myndina. Í menningar- tímaritinu Kúltúr, sem gefið er út fyrir op- inbert fé, var vísað í Hringadróttinssögu og sagt að í myndinni væru Sovétríkin eins og „Mordor og íbúarnir eins og skítugir, siðblindir, huglausir orkar“. Þar sagði einnig að myndin væri uppfull af lygum og þar væri „hrækt á Rússland og Rússa“. Rit- stjóri blaðsins situr í listráði rússneska for- setaembættisins. Medinskí hefur markað sér stöðu sem harðlínumaður í menningarmálum. Til árs- ins 2012 sat hann í nefnd, sem í umboði stjórnvalda hafði það hlutverk að láta til skarar skríða gegn „sögufölsunum þar sem hallar á Rússland“. Undir hans forustu er menningarráðuneytið orðið nokkurs konar varðhundur og hefur komið fram að í framtíðinni muni það ekki styðja neinar kvikmyndir þar sem landinu sé lýst sem „skíta-Rússlandi“ og „hrækt [sé] á kjörin stjórnvöld“. Fyrirtækið, sem hefði dreift myndinni, sagði að sátt ríkti um bann myndarinnar. „Við teljum mikilvægt í framtíðinni að auka stjórn ríkisins á dreifingu mynda, sem hafa félagslega mikilvægt innihald,“ sagði Pavel Stepanov, forstjóri fyrirtæk- isins, í yfirlýsingu. Medinskí lýsti fyrr á þessu ári yfir vanþóknun sinni á rússnesku kvikmyndinni Levíatan og kvartaði undan því að hún væri full af „tilvistarvonleysi“. Myndin hreppti verðlaun á Golden Globe-hátíðinni. Hún var einnig framlag Rússa til Ósk- arsverðlauna og hlaut tilnefningu til þeirra. Óæskileg óperuuppfærsla Í mars lét Medinskí reka stjórnanda leikhúss í Novosibirsk í Síberíu vegna upp- færslu á óperunni Tannhäuser eftir Rich- ard Wagner. Leikstjórinn var líka látinn fjúka. Aðilar innan rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar höfðu kvartað vegna mynda af Jesú Kristi í uppfærslunni. Málið fór til dómstóla, sem sáu enga ástæðu til að amast við sýningunni, en það gilti einu í ráðuneytinu. Tom Rob Smith, höfundur „Barns 44“, skrifaði grein í breska blaðið the Times daginn, sem myndin var frumsýnd þar sem hann sagði að þótt sér þætti miður að myndin skyldi hafa verið bönnuð í Rúss- landi, væri hann „stoltur af því að myndin í sinni endanlegu mynd væri svo kraftmikil að hana þyrfti að ritskoða“. » „… stoltur af því aðmyndin í sinni endanlegu mynd væri svo kraftmikil að hana þyrfti að ritskoða“ AF RITSKOÐUN Karl Blöndal kbl@mbl.is Kvikmyndin „Barn 44“ verður ekkitekin til sýninga í kvikmyndahúsumí Rússlandi. Frumsýna átti myndina í liðinni viku, en menningarráðherra lands- ins, Vladimír Medinskí, greip í taumana. Honum fannst myndin „óbærileg“. „Barn 44“ er gerð eftir samnefndri skáldsögu eftir breska rithöfundinn Tom Rob Smith. Bókin er frá 2008, en svo vill til að hún kom út í íslenskri þýðingu fyrr í þessum mánuði. Samkvæmt yfirlýsingu frá rússneska menningarráðuneytinu var þessi ákvörðun tekin í samráði við rússneskan dreifing- araðila myndarinnar eftir að embætt- ismenn ráðuneytisins höfðu horft á mynd- ina. „Myndir á borð við „Barn 44“ ættu ekki að fara í almennar sýningar í landi okkar, þéna peninga af kvikmyndaáhorf- endum okkar, ekki á 70 ára afmæli sigurs- ins [í síðari heimsstyrjöld], aldrei,“ skrifaði Medinskí á vefsíðu ráðuneytisins. Í bókinni er sagt frá sovéskum rann- sóknarlögreglumanni, sem mætir mikilli fyrirstöðu við rannsókn á ódæðisverkum barnamorðingja. Myndin gerist í Sovétríkj- unum í valdatíð Stalíns árið 1953. Í fyr- irmyndarríki Stalíns þar sem hinn nýi mað- ur hefur rutt sér rúms er útilokað að slíkir glæpir geti átt sér stað – morð voru sjúk- dómur kapítalismans – og því eru þeir þaggaðir niður. Kveikjan að sögunni var mál fjöldamorðingja, sem gekk laus á átt- unda og níunda áratugnum og myrti að tal- ið er meira en 50 manns, þar á meðal fjölda barna, en höfundurinn færir at- burðarásina aftur til tíma Stalíns. Smith segir að í sínum huga sé „Sovét-Rússland ein af höfuðpersónum bókarinnar, óhugn- anleg blanda af hryllingi og fáránleika“. Árið er 1953, og Leo Demi-dov (Tom Hardy), stríðs-hetja úr síðari heimsstyrj-öld, vinnur nú fyrir MGB (fyrirrennara KGB) við að hand- sama meinta „föðurlandssvikara“ og koma þeim í hendur stjórnvalda. Einn daginn finnst guðsonur hans látinn við lestarteina, og virðist sem hann hafi verið myrtur. Eini gallinn við þá kenningu er sá að samkvæmt fyrirmælum Stalíns eru engir glæpir í verkamannaparadísinni og þar af leiðandi eru engin morð framin þar. Demidov lendir fljótlega upp á kant við yfirmenn sína, og er á end- anum handtekinn og lækkaður hressilega í tign. Hann og kona hans, Raisa (Noomi Rapace) eru send í hálfgerða útlegð til Volsk í Kákasushéruðunum, þar sem Demi- dov er gerður að héraðslögreglu- manni undir stjórn Nesterovs hers- höfðingja (Gary Oldman). Leo og Raisa ákveða að rannsaka málið áfram og komast að því að 43 önnur börn hafi dáið með svipuðum hætti. Mun Demidov ná að leysa málið áð- ur en morðinginn lætur til skarar skríða á ný? Eða verður hann tekinn af lífi af yfirvöldum áður? Mikið er lagt í myndina Child 44. Stórleikarar drjúpa eins og smjör af hverju strái, og búningahönnun er fengin beint frá tísku þeirra tíma í Sovétríkjunum. Reynt er að láta andrúmsloft myndarinnar ná þeim hæðum vænisýkinnar sem ríktu þar á síðustu árum Stalíns, og nokkuð er fjallað um líf venjulegs fólks undir harðstjórninni. Umgjörð mynd- arinnar gæti því heillað áhugamenn um sögu Sovétríkjanna. Sem spennumynd er myndin hins vegar hálfgert klúður. Þrátt fyrir hið ríka andrúmsloft vænisýkinnar tekst illa að búa til spennu, og mynd- in líður nokkurn veginn hjá stór- átakalaust. Að miklu leyti skrifast þetta á handritið, en myndin er byggð á samnefndri metsölubók eft- ir Tom Rob Smith, sem hlaut góða dóma á sínum tíma. Það virðist því eitthvað hafa skolast til á leiðinni á hvíta tjaldið, og fær áhorfandinn á tilfinninguna að ansi margt hafi ver- ið skorið niður. Leikararnir komast flestir vel frá sínu, en vinna þó engin stórafrek. Það er þó athyglisvert, að þeir bera fram línurnar sínar með mjög sterk- um rússneskum hreim sem gæti virkað ankannalega á suma áhorf- endur. Með þeirri miklu vinnu sem lögð var í umgjörð myndarinnar og þeim efniviði sem úr var að moða hafði Child 44 alla burði við fyrstu sýn til þess að geta orðið hin fínasta ræma. Því miður er reyndin allt önnur og útkoman verður spennulaus spennu- mynd. Klúður Tom Hardy í hlutverki Leo Demidov í Child 44. Umgjörð mynd- arinnar gæti heillað áhugamenn um sögu Sovétríkjanna en sem spennu- mynd er myndin hins vegar hálfgert klúður, að mati gagnrýnanda. Spennulaus spennumynd Sambíóin Child 44 bmnnn Leikstjóri: Daniel Espinosa. Handrit: Richard Price, byggt á sögu Tom Rob Smith. Aðalhlutverk: Tom Hardy, Gary Oldman, Noomi Rapace, Joel Kinnaman, Jason Clarke, Vincent Cassel og Charles Dance. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.