Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 108

Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 108
108 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is Lamas loftljós frá kennd. Hins vegar mátti hvergi sjá nálgun kvenna við líkamann, hvað þá sinn eigin líkama. Á þessum tíma var ég farin að mála myndir af sambýlismanni mín- um, tónskáldinu James Tenney, nöktum en hafði engar fyrirmyndir hvað það varðaði. Að ung kona væri að mála nektarmyndir af manni sem væri ekki atvinnumódel heldur all- þekktur listamaður þótti skrýtið.“ Verkunum var hafnað – Hvað fannst þér um útkomuna þegar þið Erró voruð búin að stækka ljósmyndirnar sem hann tók af þér? „Mér þóttu þær vera dásamlegar. Þær mörkuðu nýtt upphaf fyrir mig, listamanna á þessum tíma. Þeir bandarísku hafi verið yfirgangssam- ari við konur, „og fannst hugmynd um að vinna með nekt vera vafasöm og skrítin. Þeir gátu ekki séð það sem hluta af listsköpun minni. Ég hafði ekki unnið áður með lík- amann í minni listsköpun, þess vegna markar þessi ljósmyndaröð skil á mínum ferli“, segir hún. „Ég hafði verið að hugsa um að tengja líkama minn við sköpunina. Í tímum í myndlistarnáminu hafði ég unnið að módelteikningum eins og gengur, aðallega teiknað naktar kon- ur en líka einhverja karla, en sá vel hvað nálgun karllistamanna við nak- inn líkama kvenna er þráhyggju- mér fannst eins og þetta hefði átt að gerast og að þetta væri hreinlega ný tegund myndlistar. Ég sýndi myndirnar spennt nokkrum sýningarstjórum en þeir sögðu bara að þær væru fáránlegar. Að ég ætti að hætta að hlaupa um nakin; ef ég ætlaði að vera málari ætti ég bara að mála! Verkunum var því algerlega hafnað til að byrja með.“ – En þú tókst ekki mark á því? „Það gerði ég aldrei,“ svarar Schneemann og flissar. „Þvert á móti, viðbrögðin sögðu mér að ég ætti að halda áfram,“ segir hún síð- an. „Alveg síðan ég var barn var ver- ið að segja mér að hætta að teikna, að sleppa penslinum, fara frekar að gera eitthvað „gagnlegt“ …“ – Í kjölfarið færðir þú þig frá hefð- bundnari innsetningum og málverki og fórst að nota líkama þinn. „Það gerðist bara. Ég hafði þegar byrjað að vinna með skipulagðar lík- amshreyfingar og hafði verið einn þátttakendanna í verki Claes Older- burg, Store Days, sem hafði gríð- arlega mikil áhrif á mig. Sú hug- mynd lá einhvern veginn í loftinu að ég tæki krafta líkamans lengra. Einu listamennirnir sem voru þá að vinna með sjálfa sig voru konur. Til að mynda Yoko Ono. En öllu sem við konur gerðum var haldið úti á jaðr- inum. Það gat mögulega verið mik- ilvægt en varð að vera fyrir aftan og til hliðar við fagurfræði karlanna.“ – Listheiminum var algerlega stjórnað af körlum á þessum tíma. „Svo sannarlega. Innan hans voru nokkrar konur í mikilvægum hlut- verkum en í raun var þeim líka hald- ið til hliðar, en stillt upp af körlum. Voru til að mynda giftar eða bjuggu með frægum karlgagnrýnendum.“ Ekki mikill stuðningur – En þú hélst þínu striki þótt skilning og stuðning skorti? „Það er rétt. Og þannig finnst mér það vera enn í dag, verk mín njóta ekki mikils stuðnings. Ég missti al- veg af bylgjunni þegar listmarkaður- inn þandist út. Á áttunda áratugnum byrjaði fjöldi ungra kvenlistamanna að herma eftir því sem ég hafði verið að gera, eða voru undir áhrifum frá mér, og verk þeirra allra hafa síðan selst vel. Safnarar höfðu þá þegar hafnað mér og þeir snúa ekki aftur – þannig er eðli mannsins. Eftir að hafa sagt verkin vera rugl þá geta þeir ekki skipt um skoðun.“ – Undanfarna áratugi hefur þú unnið mikið með kvikmyndir. Var það augljóst skref frá málverki, ljós- myndum og gjörningum? „Sem málari finnst mér þetta allt vera mínir miðlar. Þegar ég fór að gera innsetningar og ekki síst þessa krefjandi gjörninga, þá reyndi það mikið á mig. Ég varð þunglynd og saknaði einverunnar og einkaheims- ins í vinnustofunni. En þarna var ég, komin í sviðsljósið, og mér fannst það hryllilega erfitt.“ – En þú gerðir það engu að síður. „Svo sannarlega. Fyrsti raunveru- legi gjörningurinn var í Meat Joy, í París, því ég varð að sýna fólk hvað ég vildi gera. Og þess má geta að það var Erró sem hvatti mig til þeirrar Parísarferðar og greiddi þar götu mína.“ Í því verki dönsuðu átta hálf- naktar manneskjur um rýmið með ýmiskonar hluti, þar á meðal máln- ingu, hráan fisk og kjúklingakjöt. „Eftir að hafa framkvæmt það sá ég að ég gat vel gert þetta, og það fannst mér vera frægur sigur. Töfr- um líkast,“ segir hún. – En þú hlýtur að hafa þurft á gríðarlegum styrk að halda, að geta staðið frammi fyrir fólki og fram- kvæmt þessa líkamlegu gjörninga? „Ég er þrjósk eins og gömul kýr!“ segir hún og hlær. „Ég er ekki mjög fyrirsjáanlegur listamaður, það er aldrei að vita hvert verkin taka mig. Í seinni tíð hafa hugmyndirnar leitað í þessa vélvæddu, tölvutengdu skúlptúra sem hreyfast. Ég lít á allt þetta sem einskonar málverk.“ Ruglandi og skrýtið – Eins og þú sagðir þá hefur fjöldi ungra listamanna, og ekki síst kvenna, orðið fyrir miklum áhrifum af verkum þínum og vinnur á svip- uðum nótum, stælir þau jafnvel. Finnst þér skrýtið að sjá það? „Svo sannarlega. Mér finnst eitt- hvað fáránlegt við það. Ég sé myndir af gjörningum og segi við sjálfa mig: Bíddu nú við, gerði ég þetta ekki fyr- ir löngu? Það er endalaust verið að gera útgáfur af Up to and Including Her Limits [verk frá 1976 þar sem Schneemann sveiflaði sér nakin í rólu og málaði á meðan á veggi í kring] og Interior Scroll [frægur gjörningur frá 1975 sem endaði á því að Schneemann dró langan borða með texta á úr skauti sínu og las af honum um leið]. Jafnvel karlmenn eru farnir að gera það og draga þá út úr rassinum á sér. Það er ruglandi og skrýtið, en O.K. …“ Hún hlær. Myndband Bjarkar erótískt Carolee Schnemann er enn að kenna myndlist, segist í raun neyð- ast til þess til að framfleyta sér, því verkin sín seljist illa. Hún segir að blessunarlega komi alltaf upp góðir listamenn inni á milli en annars finnst henni myndlist ungs fólks í dag vera að miklu leyti „mess“ og ruglingsleg. „En mér finnst alltaf gaman að kenna, það er einstaklega gefandi. Svo ófyrirsjáanlegt. Í dag finnst ungu fólki svo sjálf- sagt að það geti tekið hvað sem er og notað og breytt því í eitthvað annað. Allri formfestu hefur hrakað mikið, allir geta reynt hvað sem er, rétt eins og bara það að reyna geti gert verk merkilegt. Það ætti að vera byrjunin. En auðvitað eru alltaf einhverjir að gera frábæra hluti.“ Schneemann harmar í lokin að hafa ekki komist til Íslands í þetta sinn, eins og hún gerði á Listahátíð 2008. „Svo kom ég líka til Íslands ár- ið 1964, á leið minni til Parísar. Þá var ódýrast að fljúga með Loftleiðum og ég heimsótti Dieter Roth í bíl- skúrinn þar sem hann vann. Og einu verð ég að bæta við: Ég dái Björk! Myndbandið hennar með kettinum er frábært – yndislega femínískt, og erótískt!“ Gerði ég þetta ekki fyrir löngu?  „Erró var öðruvísi en allir aðrir,“ segir hin kunna en oft á tíðum umdeilda bandaríska myndlistarkona Carolee Schneemann  „Öllu sem við konur gerðum var haldið úti á jaðrinum“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Ögrandi Carolee Schneemann við nokkrar ljósmyndanna frægu, eða alræmdu, sem Erró tók af henni. Myndröðina Eye Body sem markaði upphaf líkamslistar hennar. Myndin var tekin þegar Sneemann var á Listahátíð árið 2008. VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Bandarískan myndlistarkonan Caro- lee Schneemann var heiðursgestur myndlistarhátíðarinnar Sequences VII en sýningu með verkum hennar lýkur í Kling&Bang við Hverfisgötu 42 nú um helgina. Ástæða er til að hvetja þá sem ekki hafa séð hana til að líta inn, því Schneemann er afar áhugaverður listamaður og hefur á löngum ferli verið fyrirmynd fjölda yngri listamanna. Hún hefur einnig verið umdeild og úthrópuð, ekki síst fyrir verk þar sem hún vinnur á ögr- andi hátt með líkama sinn og kyn- ferði. Listakonan, sem er orðin 75 ára gömul, sá sér ekki fært að koma á sýninguna en hún var einn gesta Listahátíðar í Reykjavík 2008 og tók þá aftur upp samstarf við Erró í gjörningi. Það var einmitt Erró sem tók frægar ljósmyndir af Shneemann nakinni í vinnustofu sinni árið 1963, myndröðina Eye Body. „Við Erró vorum þá orðin góðir vinir. Mér fannst hann yndislegur maður, afskaplega jákvæður og hvetjandi, ólíkt flestum þessum karl- rembulegu bandarísku gaurum á þessum tíma. Hann var öðruvísi en allir aðrir,“ segir hún í símtali. „Ég sýndi Erró hvernig ég hafði verið að setja saman málverk, teikn- ingar og hluti í innsetningu í vinnu- stofunni og sagði að mig langaði til að fella líkama minn inn, sem eins- konar framlengingu af innsetning- unni, í röð uppstillinga. Erró vildi strax taka af því myndir. Og þessi uppákoma stóð aðeins í um tvær klukkustundir.“ – Þannig að hann skildi strax hvað þú varst að tala um, með að gera lík- amann að hluta listaverksins? „Nákvæmlega,“ svarar Schneem- ann áköf. „Og það var afskaplega ánægjulegt og hvetjandi.“ Hún bætir við að sér hafi fundist mikill munur á ungum bandarískum og evrópskum karlmönnum í hópi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.