Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 113

Morgunblaðið - 25.04.2015, Síða 113
MENNING 113 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 2015 ÍSLENSKT TAL ÍSLENSKT TAL POWERSÝNING KL. 10 Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á LAUGARASBIO.IS, MIDI.IS EINNIG Á SÍÐUNNI HÉR TIL VINSTRI - bara lúxus TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Þegar Bretapoppið svokallaða,„Britpoppið“, stóð sem hæstárið 1995 bitust tvær sveitir um konungdóminn sem því fylgdi. Oasis voru kjaftforar verkalýðs- blækur frá Norður-Englandi sem endurunnu Bítlalög með undraverð- um hætti. Svo vel var þetta gert að lögin hljómuðu eins og þú værir að heyra þau í fyrsta skipti. Blur voru listaskólastúdentar frá London og tónlistin af hökustrokusortinni, með nokkuð áberandi vísun í enskuheit Kinks og síðari „mod“-bylgjuna. Sveitirnar gátu eiginlega ekki verið ólíkari. Enn þann dag í dag hafa þær nokkuð gott tak á bresku þjóðarsál- inni, sem bíður eiginlega og vonar, leynt sem ljóst, eftir nýrri Breta- poppsbylgju. Læti Oasis hætti með látum árið 2009 eftir að Liam Gallagher henti plómu í stóra bróður sinn eftir tón- leika. Allar götur síðan hefur verið hvíslað um og ýjað að endurkomu. Blur eru hins vegar búnir með þann pakka. Ekki nóg með að sveitin hafi komið aftur saman, og það í bróð- erni, heldur er ný plata og klár, The Magic Whip, og kemur hún út nú Dularfulla töfrasvipan Sameinaðir Gróið er um heilt, svona meira og minna, hjá gömlu félögunum í Blur. eftir helgi. „Bræðurnir“ í Blur, Da- mon Albarn og Graham Coxon eru þá á betri stað en áður. Coxon og Al- barn létu þó handalögmál að sjóara- sið eiga sig að mestu og stunduðu frekar hina klassísku, spennuhlöðnu launillsku ( að vera „passive agres- sive“) sem setti bandið eðlilega á hliðina undir rest. Coxon hætti 2001 og síðasta hljóðversplatan, Think Tank, kom út 2003. Coxon hefur síðan þá keyrt sæmilegasta sólóferil og Albarn hef- ur verið sérstaklega farsæll í sínum verkefnum, hvort heldur í gegnum hópa eins og Gorillaz og Mali Music eða upp á eigin spýtur. Hrynparið, þeir Alex James og Dave Rowntree hafa að langmestu sinnt störfum ut- an tónlistarinnar, hinn fyrrnefndi hefur m.a. fengist við ostagerð og fjölmiðlun en hinn síðarnefndi er lögfræðingur og pólitíkus. Einlægt Albarn er sá sem þarf minnst á því að halda að endurreisa Blur. Engu að síður kom sveitin saman til hljómleikahalds árið 2009 og hefur leikið annað slagið á stærri við- burðum. Ekkert hefur þó verið í spilunum hvað nýja tónlist varðar. Í upphafi árs 2012 var gerð tilraun til að taka upp en hún endaði úti í skurði. Í maí 2013 voru meðlimir strandaglópar í Hong Kong í fimm daga en tónlistarhátíð í Tókýó, þar sem sveitin átti að spila, hafði verið blásin af. Menn dunduðu sér við að taka upp til að drepa tímann en af- raksturinn safnaði síðan ryki. Síð- asta haust hafði Coxon svo samband við Albarn og fékk grænt ljós á að kafa í efnið og reyna að vinna úr því útgáfuhæfa plötu. Coxon fór í þá vinnu með upptökustjóranum Stephen Street og í febrúar síðast- liðnum var tilkynnt að platan kæmi út. Kom það nokkuð flatt upp á fólk sem var eiginlega búið að gefa drauma um slíkt upp á bátinn. Það merkilegasta við þetta allt saman er að meðlimir virðast ein- læglega kátir með að vera komnir saman aftur. Í maíhefti Mojo er við- tal við sveitina og þetta er myndin sem maður fær þar. Athugið að Al- barn, eins og áður hefur komið fram, þarf engan veginn á þessu að halda, listrænt eða fjárhagslega. Þannig að eitthvað annað stýrir þessu, eitthvað heilnæmt sem maður er hreinlega ekki vanur að sjá. Þörf fyrir vináttu, metnaður fyrir listinni sem slíkri? Ef þetta er blekking- arleikrit er það a.m.k. frábærlega unnið. Og ekki að það skipti máli, þannig séð, á endanum. Tónlistin er komin út og hún talar á endanum fyrir sig sjálf. » Það merkilegastavið þetta allt saman er að meðlimir virðast ein- læglega kátir með að vera komnir saman aftur  Bretapoppssveitin Blur gefur út nýja plötu, þá fyrstu í tólf ár Bandaríska tónlistarsíðan Fader frumsýndi 22. apríl sl. nýtt mynd- band hljómsveitarinnar Kaleo sem sýnir lifandi flutning hennar á nýju lagi, „I Can’t Go On With Out You“. Myndbandið var tekið upp í desem- ber síðastliðnum í Búðakirkju á Snæfellsnesi. Kaleo er stödd í Bandaríkjunum á tónleikaferð með hljómsveitinni Vance Joy og segir í tilkynningu að Bandaríkjamenn virðist yfir sig hrifnir af mosfellsku hljómsveit- inni. Lagið „All The Pretty Girls“ hafi gert það gott á útvarps- stöðvum vestanhafs og gagnrýn- endur vart haldið vatni yfir frammistöðu sveitarinnar á South By South West tónlistarhátíðinni í mars. Kaleo hefur á undanförnum vikum leikið á vesturströnd Bandaríkjanna en þurfti að sleppa nokkrum tónleikum eftir að Jökull Júl- íusson, söngvari sveitarinnar, meiddist i körfubolta. Nokkrir tónleikar eru fram- undan hjá sveitinni í Texas og Mexíkó, skv. tilkynningu, og hljóm- sveitin bókuð á nokkrar tónlist- arhátíðir í sumar, þ. á m. Bonnaroo í Tennessee og Summerfest í Mil- waukee en sú síðarnefnda er með þeim stærri í heiminum. Mosfellingar heilla Bandaríkjamenn Jökull Júlíusson ir lykilatriði að hafa gott fólk á sínum snærum, ætli maður að fá fræga lista- menn til landsins. Kristinn bendir á að Funktion One hljóðkerfið verði í fyrsta skipti notað sem heildarkerfi í Laugardalshöllinni sjálfri.„Þetta er frægasta klúbba- hljóðkerfi sem til er í heiminum í dag og það vinsælasta. Því teljum við til- valið að fylla Laugardalshöllina af hljóðkerfinu þegar Snoop Dogg kem- ur.“ Funktion One hljóðkerfið kemur í gegnum fyrirtækið Ofurhljóðkerfi, sem er með leyfi fyrir Funktion One á Íslandi. Kristinn bætir við að Snoop Dogg sé fyrsti viðburðurinn af mörgum sem Nordic Events mun bjóða upp á. ,,Það eru spennandi tímar framundan hjá okkur,“ segir hann en kveðst ekki geta gefið upp að svo stöddu hvaða viðburðir séu væntanlegir. AFP Nordic Events Að sögn Kristins mun fyrirtækið flytja fleiri lista- menn til landsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.