Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–16 Vaxtalaus kaupleiga á listaverkum hjá Gallerí Fold Kynntu þér málið á www.myndlist.is Andríki vakti á dögunum athygliá viðtali við Benedikt Jóhann- esson, einn helsta forvígismann óstofnaða flokksins Viðreisnar, þar sem hann lýsti áformum sínum: „Við viljum aðallega höfða til þeirra sem vilja frelsi í viðskiptum, frjálslyndi í samskiptum, umburð- arlyndi og heiðarlega stjórnsýslu. Við sjáum á hverjum einasta degi að þessi grundvallaratriði eru brot- in. Stundum finnst mér líkt og þeir sem sitji á þingi nú séu á kaupi við að gera reginmistök.“    Um þetta segir Andríki: „Er þaðfrelsi í viðskiptum að gera al- menning ábyrgan fyrir skuldum einkabanka? Er það frjálslyndi í samskiptum að beygja sig fyrir kröfum erlendra ríkja um að slíkar skuldir einkabanka séu hengdar á almenning? Væri það heiðarleg stjórnsýsla að láta áhugamál sitt um ESB-aðild vega svo þungt að það megi hneppa almenning í skuldaánauð vegna þess? Hvaða reginmistök hafa verið gerð á þingi undanfarið sem gætu jafnast á við þá hugsjón Benedikts að und- irgangast Icesave-ánauðina?“    Með umfjöllun Andríkis fylgdiáróðursplakatið hér að ofan, ágæt áminning um hve langt ESB- sinnar gengu til að þvinga áhuga- mál sitt upp á þjóðina. Öfugmælaflokkur STAKSTEINAR Veður víða um heim 9.6., kl. 18.00 Reykjavík 8 alskýjað Bolungarvík 10 skýjað Akureyri 13 skýjað Nuuk 3 léttskýjað Þórshöfn 9 súld Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 17 heiðskírt Helsinki 15 heiðskírt Lúxemborg 16 skýjað Brussel 16 léttskýjað Dublin 15 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 13 léttskýjað París 18 upplýsingar bárust ekki Amsterdam 12 skýjað Hamborg 16 heiðskírt Berlín 18 heiðskírt Vín 24 skýjað Moskva 17 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 27 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 25 þrumuveður Aþena 22 léttskýjað Winnipeg 22 léttskýjað Montreal 21 skýjað New York 25 skýjað Chicago 25 alskýjað Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. júní Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:04 23:52 ÍSAFJÖRÐUR 1:50 25:16 SIGLUFJÖRÐUR 1:16 25:16 DJÚPIVOGUR 2:20 23:34 Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is „Við getum ekki byrjað yfirsáningar eins og við ætluðum okkur. Okkur tókst að verða okkur úti um fræ frá því í fyrra sem bjargar málunum eins mikið og hægt er. Við vorum búnir að kaupa ákveðna tegund af fræi sem spírar hratt við lágt hita- stig og átti að nota í fyrstu yfirsán- ingu en það hefur ekki skilað sér út af verkfallinu,“ segir Magnús Bjarklind hjá Eflu verkfræðistofu, sem skipuleggur og heldur utan um umhirðu á knattspyrnuvöllum ÍTR. Vísar hann þar til verkfalls líf- fræðinga hjá Matvælastofnun en sökum verkfallsins hefur ekki verið hægt að flytja inn þær fræblöndur sem hafa verið notaðar í yfirsáningu snemma sumars undanfarin ár. „Við erum í raun að nota fræ sem við ætluðum að nota í júlí og það er verið að yfirsá því í alla keppn- isvelli. Þetta er slæmt ástand og ég veit til þess að margir golfvellir eiga ekkert fræ. Þeir eru að bíða með velli sem líta illa út og þurfa yfirsán- ingu,“ segir Magnús. Jón Gíslason, forstjóri MAST, segir að áburður sé skráður áður en leyfi er veitt til innflutnings. Nokkr- ar undanþágubeiðnir hafa borist undanþágunefnd líffræðinga vegna innflutnings á áburði og fræi en þeim hefur öllum verið hafnað að sögn Jóns. Bjarni Þór Hannesson, vall- arstjóri hjá Golfklúbbnum Keili, segir að um 20 kíló séu eftir af fræi hjá golfklúbbnum. Það er aðeins brot af því sem sáð er í einni sán- ingu, sem er um 300 kíló. „Okkur vantar gróandann“ „Fræstaðan er nánast núll. Golfvellirnir hafa verið að koma ágætlega undan vetri og líta þeir út eins og góðir golfvellir snemma í maí. Þarna vantar okkur gróanda til að halda á móti traffíkinni á völl- unum,“ segir hann en bætir við að sökum lágs hitastigs sé þó minni traffík af golfurum á völlunum. Hann segir meðalhita í Reykja- vík í maí hafa verið 4,6 gráður og að venjulega vaxi grasið ekki mikið þegar hiti er undir fimm gráðum. „Meðalhiti er venjulega tveimur gráðum hærri. Núna er meðalhitinn í kringum sex gráður,“ segir hann og bætir við að sökum hitastigs hefði spírun hingað til hefði ekki verið gíg- antísk þó svo að lagerstaða af fræi hefði verið góð. Verkfall hægir á grasvexti  Ekkert fræ flutt inn vegna verk- falls líffræðinga Verkfall Notuð hafa verið gömul fræ eða fræ sem nota átti síðar í sumar. Morgunblaðið/Golli Ríkisútvarpið vill efla þjónustu við börn og auka áherslu á fréttir og dagskrá frá landsbyggðinni, eins og Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri sagði við Morgunblaðið þegar RÚV auglýsti eftir dagskrárgerðar- og fréttamönnum á landsbyggðinni og verkefnastjóra KrakkaRÚV. Alls sóttu 89 um stöðu verk- efnastjóra KrakkaRÚV og var Sindri Bergmann Þórarinsson ráð- inn til að gegna stöðunni. Einnig bárust 79 umsóknir um stöðu frétta- og dagskrárgerð- armanna á landsbyggðinni. Um- sóknarfrestur rann út 25. maí sl. og hefur verið unnið úr umsóknunum síðan. Viðtöl og próf hafa staðið yf- ir og vonast er til að ljúka ráðn- ingum fljótlega. agnes@mbl.is 168 sóttu um hjá Ríkisútvarpinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.