Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 82
BÆJARHÁTÍÐIR82
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
Garðsláttur
Láttu okkur sjá um
sláttinn í sumar
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Það virðist sem miklir húmoristar
búi á Hólmavík. Þegar þeir gera
sér glaðan dag er haldið heims-
meistaramót í furðuleikum þar
sem bæjarbúar etja kappi í grein-
um eins og trjónubolta og öskur-
keppni. Þar er líka keppt í
kvennahlaupi þar sem eiginmenn
og elskhugar þurfa að burðast
með konur sínar og unnustur á
bakinu yfir ýmsar hindranir. „Svo
er líka girðingastaurakast og far-
símakast, en BBC verður á svæð-
inu í ár og ætlar að taka upp leik-
ana,“ segir Ingibjörg Benedikts-
dóttir.
Ingibjörg er fræmkvæmdastjóri
hátíðarinnar Hamingjudagar á
Hólmavík. Hamingjudagarnir eru
haldnir 26.-28. júní og fagna bæj-
arbúar sól og sumri á meðan. „Til
mótvægis höldum við svo hörm-
ungardaga í febrúar í svartasta
skammdeginu,“ bætir Ingibjörg
við.
Fyrst og fremst
fjölskylduhátíð
Hún segir alla velkomna á há-
tíðina en að Hamingjudagar séu
ekki síst hugsaðir sem átthagamót
fyrir brottflutta Hólmvíkinga. Í ár
fagnar hátíðin 10 ára afmæli. „Við
ákváðum það strax í upphafi að
þetta yrði ekki ein af þessum há-
tíðum þar sem mörg þúsund
manns fylla bæinn og erfitt verður
að hafa hemil á gestum. Ham-
ingjudagar eru fjölskylduhátíð
fyrst og fremst. Þegar mest hefur
verið held ég að við höfum náð
upp í nærri þúsund manns á hátíð-
inni,“ útskýrir Ingibjörg en íbúa-
fjöldi Hólmavíkur er tæplega 400.
Þó hátíðin sé sérstaklega ætluð
brottfluttum Hólmvíkingum segir
Ingibjörg að það sé ekki vegna
þess að bærinn glími við fólks-
fækkun. Þvert á móti virðist
byggðin þrífast ágætlega og eins
og stendur standa bæjarbúar
frammi fyrir skorti á húsnæði.
„Sjálf þurfti ég að búa inni á for-
eldrum mínum í hálft ár þegar ég
flutti hingað árið 2008 vegna hús-
næðisskortsins. Fólk flytur vissu-
lega á brott en það koma alltaf
aðrir í staðinn.“
Dagskrá Hamingjudaga er mjög
fjölbreytt. Ingibjörg nefnir sem
dæmi Náttúrubarnaskólann í
Sauðfjársetrinu. „Þar geta full-
orðnir og börn átt skemmtilega
stund og rannsakað náttúruna.
Starfsmenn Suðfjársetursins eru
vísir til að fara með gesti í leið-
angur niður í fjöru að skoða dýra-
lífið þar, eða í graslendi að gaum-
gæfa jurtirnar.“
Bænum er skipt í fjögur hverfi
sem hvert fær sinn einkennislit.
Dreifbýlishlutinn er gulur, og svo
rautt, appelsínugult og blátt
hverfi. „Á föstudagskvöldinu fer
fylking frá hverju hverfi í skrúð-
göngu að varðeldi innst í bænum
þar sem er sungið og glatt á
hjalla. Þarna eru margir að mæta
fyrst á hátíðina og oft fagnaðar-
fundir.“
Golf og rækjur
Eins og vera ber er ágætur
golfvöllur á Hólmavík. Nota bæj-
arbúar tækifærið og halda lítið
miðnæturgolfmót á þessum 9 holu
velli. „Skeljavíkurvöllur er ekki
stór, en býður upp á skemmtilegt
mót. Fá allir keppendur glaðning
frá Hólmadrangi: poka fullan af
gómsætum rækjum.“
Greinilegt er að Hólmvíkingar
leggja mikla áherslu á hreyfingu
og útivist því annar veigamikill
dagskrárliður er Hamingjuhlaup-
ið, sem getur spannað allt að 40-
50 km. „Hlaupaleiðin er breytileg
milli ára en núna verður farið yfir
Laxárdalsheiði frá Reykhólasveit
og annast Stefán Gíslason hlaup-
ari umsjón þessa dagskrárliðar.“
Að hlaupa hartnær 50 km er
ekki lítið þrekvirki, og hvað þá
þegar hlaupið er eftir mishæðótt-
um þjóðvegum. Ingibjörg segir
hlaupið þó ósköp frjálslegt og
þátttakendum frjálst að hefja
hlaupið á nokkrum stöðum á leið-
inni, t.d. 5 km eða 20 km frá
markinu. „Á hverri stöð er stopp-
að og spjallað og hópurinn hristur
saman áður en hlaupið er áfram
að næstu stöð.“
Lýsir Ingibjörg mjög hátíðlegri
stund þegar hlaupararnir koma í
bæinn. „Áhorfendurnir raða sér
upp við markið og upplifunin eins
og að koma í mark í stóru alþjóð-
legu maraþoni.“
Eftir að hafa brennt kaloríum á
Bjóða upp á hundrað köku hlaðborð
Furðuleikar, kassabílarallí og landsins mesta úrval af heimabökuðum kökum er meðal þess sem setur svip sinn
á Hamingjudaga á Hólmavík Hamingjuhlaupið má heldur ekki vanta, með reglulegum stoppum á leiðinni
Jarðtenging Uppátækin eru af ýmsum toga og eftirminnileg. Hamingjan lætur ekki á sér standa. Sveifla Ágætur golfvöllur er á staðnum og haldið hátíðarmót. Allir þátttakendur
Óp Ingibjörg tekur að sjálfsögðu virkan þátt. Hér er hún í öskurkeppninni. Sérstaða Keppnisgreinarnar eru óvenjulegar og von á upptökuliði BBC í
ár.