Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015
Kiwanisklúbburinn Esja hefur
styrkt BUGL, barna- og unglinga-
geðdeild Landspítala, um 4 millj-
ónir króna til eflingar lykilverkefn-
is deildarinnar á árinu 2015 að gera
bráðaþjónustuna markvissari og
fjölskyldumiðaðri.
„Helstu ástæður fyrir komu í
bráðateymi BUGL eru depurð-
areinkenni með sjálfsvígshugs-
unum eða sjálfskaða. Oft er saga
um alvarleg áföll. Því er mikilvægt
að laga þjónustuna að þörfum þessa
hóps og veita heildræna meðferð til
að gagnast bæði börnunum og fjöl-
skyldum þeirra,“ segir í frétt frá
Landspítalanum.
Ákveðið var að innleiða tvenns
konar meðferð, annars vegar „día-
lektíska“ atferlismeðferð (DAM) og
hins vegar tengslamiðaða fjöl-
skyldumeðferð (ABFT). Í bráða-
teymi er nú þegar veitt DAM hóp-
meðferð sem er gagnreynt með-
ferðarúrræði er hjálpar börnum og
foreldrum þeirra að takast á við til-
finningasveiflur, sjálfsskaða og
vanlíðan.
Mikil þörf er einnig talin á mark-
vissari fjölskyldunálgun. Rann-
sóknir sýni að tengslamiðuð fjöl-
skyldumeðferð (ABFT) skili bestum
árangri
Fyrirhugað er að nýta styrkinn
frá Kiwanisklúbbnum Esju til að fá
erlenda sérfræðinga til Íslands að
kenna og þjálfa starfsmenn BUGL í
að beita þessari meðferð á árang-
ursríkan hátt.
Auk þess til að innleiða notkun á
hreyfiþroskamati (NUBU) hjá börn-
um 4-16 ára.
Markvissari bráðaþjónusta
Afhending Félagar í Kiwanisklúbbnum Esju komu færandi hendi á BUGL.
Kiwanisklúbburinn Esja færði BUGL fjórar milljónir
Ársfundur UNI-
CEF á Íslandi fer
fram í dag, 10.
júní kl. 9.00-
10.00, í fundarsal
Þjóðminjasafns
Íslands. Almenn-
ingur, fjölmiðlar
og allt áhugafólk
er hjartanlega
velkomið, sam-
kvæmt frétta-
tilkynningu.
Á fundinum mun framkvæmda-
stjóri UNICEF á Íslandi, Berg-
steinn Jónsson, kynna niðurstöður
ársins 2014 hjá landsnefndinni.
Svanhildur Konráðsdóttir stjórn-
arformaður ávarpar fundinn og
Steinunn Björgvinsdóttir, fyrrver-
andi yfirmaður barnaverndarmála
hjá UNICEF í Jórdaníu, ræðir um
baráttu sína með UNICEF fyrir
flóttabörn frá Sýrlandi, en hún býr
í Amman í Jórdaníu.
Að fundi loknum verður boðið
upp á kaffiveitingar.
UNICEF fjallar um
áhrif stríðsins í
Sýrlandi á börn
Sýrland Börnin þar
líða fyrir stríðið.
Opinn fundur verður haldinn í Nor-
ræna húsinu fimmtudaginn 11. júní
kl. 13-14 undir heitinu „Hvernig
geta borgir stuðlað að friði? Höfði –
Friðarsetur í Reykjavík.“
Fundurinn markar upphaf
„Fundar fólksins“ – þriggja daga
hátíðar um samfélagsmál.
Opnunarávarp flytur Hrund
Gunnsteinsdóttir. Í pallborði verða
Einar K. Guðfinnsson, Óttarr
Proppé, Sigríður Björg Guðjóns-
dóttir, Þórir Guðmundsson, Auður
Lilja Erlingsdóttir og Helga Þórey
Björnsdóttir.
Fundurinn er öllum opinn.
Hvernig geta borgir
stuðlað að friði?
Morgunblaðið/Sverrir
Dagana 10. júní
til 12 júní verður
haldið í Hörpu
þing norrænu
svæfinga- og
gjörgæslulækna-
samtakanna.
Þetta er með fjöl-
mennari lækna-
þingum sem
haldin hafa verið hérlendis með um
1.000 þátttakendum frá um 40 þjóð-
löndum. Fyrirlesarar eru yfir 100
talsins og verða fyrirlestrar og
sýnikennsla í átta fyrirlestrarsölum
samtímis. Samhliða verður viða-
mikil sýning á nýjungum tengdum
svæfinga- og gjörgæslulækningum
frá á þriðja tug fyrirtækja.
Þúsund læknar
þinga í Hörpu
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is
Opið: Mán. - föst. kl. 09-18
innréttingar
danskar
í öllherbergiheimilisins
FjölbreyttúrvalaFhurðum,
Framhliðum,klæðningumogeiningum,
geFaþér endalausamöguleikaá
aðsetjasamanþitteigiðrými.
við hönnumog teiknum Fyrir þig
Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu,
þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum,
teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu
í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði.
sterkar og glæsilegar
þitt er valið
Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum,
eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu
önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir
þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði.
be
tr
is
to
Fa
n
Lokað á laugardögum í sumar