Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 37
FRÉTTIR 37Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015
Eyþór Ingi Jónsson, organisti við Ak-
ureyrarkirkju, varð var við gráþrast-
arunga á ferð sinni um nágrenni Ak-
ureyrar á dögunum en gráþrastavarp
er tiltölulega sjaldgæft hér á landi.
Jón Magnússon merkti ungann en
hann er reyndur í þeim málum.
„Ég merkti 1.400 fugla á síðasta ári,
en hef aldrei merkt gráþrastarunga og
aldrei séð,“ segir Jón en hann minnist
þess ekki að varps þeirra hafi orðið
vart fyrir norðan síðustu ár þótt dæmi
um það séu vissulega til.
Jón segir þá félaga stálheppna, enda
hafi þeir leitað um allt að fuglinum.
Þegar þeir settust niður í uppgjöf,
hefði unginn loks látið sjá sig á trjá-
grein, í augnhæð á milli þeirra félaga.
Eyþór segir fleiri gesti hafa sést á
svæðinu. „Í þessum sama reit voru
bæði svartþrestir og skógarþrestir,
þannig þar voru minnst þrjár þrast-
artegundir, væntanlega allar verp-
andi,“ segir Eyþór Ingi en hann fer
um umrætt svæði af og til.
Gráþrestir eru tíðir vetrargestir
hér á landi og því heyrir til und-
antekninga að þeir verpi. Staldri þeir
við fram á vor skapast skilyrði fyrir
varp eins og fyrir norðan. jbe@mbl.is
Sjaldgæft gráþrastar-
varp við Akureyri
Fuglatalningamaður Jón Magnússon með einn gráþrastarunga.
Ljósmyndir/Eyþór Ingi Jónsson
Gráþröstur Sjaldséðir hér á sumrin.
Aðalbjörg Rún
Ásgeirsdóttir,
fulltrúi Fram-
sóknarflokksins
og annarra fram-
farasinna í
sveitarstjórn
Rangárþings
eystra, hefur
sagt af sér. Hún
segir ákvörðun-
ina hafa átt sér
langan aðdraganda og vísar til
ágreinings við aðra fulltrúa meiri-
hlutans. Fréttavefurinn Sunnlenska
greindi frá því í janúar að Aðal-
björg mætti ekki lengur á fundi
sveitarstjórnar. Ástæðan var sögð
trúnaðarbrestur innan meirihlut-
ans vegna launakjara oddvitans. Í
samtali við Sunnlenska sagðist
Aðalbjörg vilja ná áttum eftir erfið
samskipti við oddvita og sveitar-
stjóra sem hefðu tekið á.
Fulltrúi Framsóknar
segir af sér í Rang-
árþingi vegna deilna
Deilur Laun oddvit-
ans eru bitbein.
Sigmundur Dav-
íð Gunnlaugsson
forsætisráð-
herra hefur var-
ið samtals 62
dögum í op-
inberum ferðum
erlendis það
sem af er þessu
kjörtímabili
samkvæmt svari
við skriflegri
fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur,
varaformanns Samfylkingarinnar.
Nemur því ferðatími Sigmundar
samanlagt um tveimur mánuðum,
en yfirlitið í svarinu nær til loka
maí á þessu ári.
Fram kemur í svarinu að um
samtals 17 ferðir er að ræða og
hafa þær verið á bilinu 2-6 dagar.
Heildarkostnaður vegna ferða
Sigmundar er rúmar 16,7 millj-
ónir króna, en að meðaltali hefur
hver ferð kostað tæpa milljón
króna. Með forsætisráðherra í för
hafa verið einn til þrír fylgdar-
menn.
Hvert ferðalag kost-
ar um milljón krónur
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Héraðsdómur
Reykjaness hefur
dæmt konu í
þriggja mánaða
skilorðsbundið
fangelsi fyrir
fjárdrátt.
Var konan
fundin sek um að
hafa á um það bil
fjögurra ára
tímabili dregið
sér í 65 tilvikum samtals 953.416
krónur, í starfi sínu sem gjaldkeri
hjá einkahlutafélagi. Í dómi héraðs-
dóms kemur meðal annars fram að
konan hafi ekkert greitt til baka, en
hún játaði skýlaust brot sín við
meðferð málsins.
Dró sér rúmar 950
þúsund krónur
Dómur Konan var
fundin sek.