Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 97

Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 97
MENNING 97 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Ásamsýningunni Birting íListasafni Kópavogs,Gerðarsafni, mynda sjösamtímalistamenn samtal við óhlutbundna, steinda kirkju- glugga Gerðar Helgadóttur mynd- höggvara, og þá einkum gluggana í Kópavogskirkju og Skálholtskirkju. Kirkjur og söfn eru á sinn hátt helgistaðir sem með byggingar- umgjörð og innbyggðu helgisiða- haldi framkalla gjarnan upphafnar kenndir á mörkum hins trúarlega og hins fagurfræðilega. Sem milli- liður „guðdómlegrar“ birtu var (og er enn) fegurð steindra glugga í til- komumiklum miðaldakirkjum ætlað að miðla táknrænum boðskap og magna trúarupplifunina. Í stórum safnbyggingum ýtir arkitektúrinn og rýmisskipan undir listreynsluna og veldur m.a. nokkru um það hvernig einstaklingar meðtaka op- inbera listasögu. Sýningin Birting fjallar þannig á ýmsan hátt um mörk safns og kirkju, listar og and- legrar reynslu. Á einblöðungi sem fylgir sýning- unni er rætt um „gluggainnsetn- ingu“ Gerðar í Kópavogskirkju, og verk hennar þannig túlkað sem rýmisinnsetning í anda samtíma- listarinnar. Afstraktverk hennar verði þannig „helgirými flæðandi forms sem er ætlað að snerta áhorfandann með tilfinningalegum hætti“, ekki ósvipað áhrifum sam- tímalistar „innan „helgirýmis“ safnsins“. Hluti af helgi Gerðar- safns felst einmitt í minningu og arfleifð Gerðar Helgadóttur. Í öðr- um salnum eru sýndar tvær geó- metrískar teikningar hennar, „Frumdrög að Skálholtskirkju“, og eru verk samtímalistamannanna í salnum einnig af óhlutbundnum toga. Guðrún Benónýsdóttir sýnir m.a. flæðandi, óhlutbundið málverk á gólfi, en dregur jafnframt fram hlutlæga eiginleika efnisins, efnis sem hefur dregið í sig og fram- kallað hið óáþreifanlega: ljósið (dúkurinn hefur verið málaður með ljósnæmri málningu). Þar á sér jafnframt stað táknræn „birting“ á samruna efnis og anda í samspili innri og ytri þátta. Demantar halda birtunni, magna hana og endur- kasta og eru þannig Erlu Þórarins- dóttur hugleiknir í geómetrískum málverkum í sama sal. Verkin framkalla hreyfingu forma og lita, og byggjast á mismunandi áhrifum og virkni lita í rými. Mynstur og himinblár litur í veggmálverki Guð- rúnar Kristjánsdóttur vísar til nátt- úrunnar en einnig til hins andlega og hins óhlutbundna. Hvít strimlainnsetning Heklu Daggar Jónsdóttur, sem minnir bæði á gluggatjöld og vatnsfall, skapar mýkt í salnum og leiðir áhorfandann inn í næsta sal. Þar nýtur virkni þess sín sérlega vel, sem gljúp og flötktandi himna eða bil milli tveggja rýma. Katrín Agnes Klar á þar einnig falleg litaskalaverk sem eiga sér ólíkar birtingarmyndir, eftir stöðu þess sem horfir. Innar í salnum má skoða verk Ingibjargar Sigurjóns- dóttur sem byggjast á næmri efnis- tilfinningu og hugleiðingum um hverfulleikann og hið óáþreif- anlega, um andstæður ljóss og myrkurs, efnislegan og andlegan auð. Frammi sjást svo form Guð- rún Kristjánsdóttur á hringlaga glugga sem hún dregur þannig skemmtilega fram sem himnu eða skilrúm milli safnrýmisins og hins ytra heims, þ.á m. Kópavogskirkju sem blasir við á hæðinni. Formin á glugganum falla með birtunni á veggi og gólf innandyra, líkt og formin í gluggum flæða í helgirými kirkjunnar. Á neðri hæðinni eru fleiri verk eftir Erlu og Guðrúnu Benónýs- dóttur en þau bæta í sjálfu sér ekki miklu við sýninguna. Það gerir hins vegar svarthvít ljósmyndaröð Lilju Birgisdóttur, mismunandi sjálfs- birtingarmyndir þar sem hún hefur verið litgreind að utan sem innan; eftir breytilegri ytri ásýnd og „út- liti“ eða ósýnilegum innri kenndum og jafnvel dulrænu innliti. Í aflok- uðu rými má sjá form birtast á gagnsæju tjaldi og varpast sam- tímis á gólf og veggi í vídeóinnsetn- ingu eftir Doddu Maggý, sí- breytileg mynstur sem byggja á dularfullu innra gangvirki og hafa dáleiðandi áhrif á áhorfandann. Sýningarborð með myndum af gluggum Gerðar, skissum af verk- um og ljósmyndum frá verkstæði erlendis, minnir áhorfandann á fjarveru þeirra verka Gerðar sem þó eiga að vera í lykilhlutverki á sýningunni. Gjörningur Doddu Maggýjar við opnun sýningarinnar í Kópavogskirkju hefur án efa styrkt tenginguna við eina helstu „uppsprettu“ sýningarinnar, en þeir sem vilja skoða steinda glugga Gerðar koma þar að lokuðum dyr- um. Á sýningunni Birting birtast verk Gerðar í túlkun samtímalista- mannanna sem íhuga gildi andlegra þátta tilverunnar og bjóða upp á hljóðláta skynreynslu sem kallast á virkni glugganna í kirkjurýminu. Engu að síður vakna spurningar um það hvort ákveðnari framsetn- ing á verkum og áherslum Gerðar Helgadóttur í safninu sjálfu hefði ekki gert góða sýningu enn betri. Morgunblaðið/Styrmir Kári Dáleiðandi Í verki Doddu Maggýjar, „DeCore (venus)“ , má sjá síbreytileg mynstur sem byggja á dularfullu innra gangvirki og hafa dáleiðandi áhrif á áhorfandann, að því er fram kemur í gagnrýni um sýninguna Birtingu. Tilbrigði við glugga Morgunblaðið/Styrmir Kári Falleg Katrín Agnes Klar sýnir falleg litaskalaverk á Birtingu sem eiga sér ólíkar birtingarmyndir, eftir stöðu þess sem horfir. Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn Birting – Dodda Maggý, Erla Þór- arinsdóttir, Gerður Helgadóttir, Guð- rún Benónýsdóttir, Guðrún Kristjáns- dóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Katrín Agnes Klar bbbmn Viðburður á Listahátíð í Reykjavík. Til 2. ágúst 2015. Opið þri.-su. kl. 11-17. Að- gangur kr. 500. Börn og ungmenni yngri en 18 ára, aldraðir, örkyrkjar, náms- menn: ókeypis. Frítt á miðvikudögum. Sýningarstjóri: Kristín Dagmar Jóhann- esdóttir. ANNA JÓA MYNDLIST Að undanförnu hafa komiðút nokkrar norrænarsakamálasögur þar sembörn og villidýr koma við sögu eftir að mansal og eiturlyf hafa verið áberandi í sögum af þessu tagi um langt skeið. Vorlík eftir Svíann Mons Kallentoft er ein þessara bóka og eins ógeðslegt og viðfangsefnið er, er það enn ein spegilmyndin sem virðist blasa við í glæpaheiminum. Ekkert er viðbjóðslegra en þegar níðst er á börnum og strax í byrjun sögunnar verður vorið og allt það góða sem því fylgir í Linköping í Svíþjóð að martröð. Rannsóknarlög- reglukonan Malin Fors er kynnt til sögunnar í fjórðu bókinni og hún þarf ekki aðeins að eiga við harð- svíraða glæpa- menn heldur stendur jafn- framt í mikilli innri baráttu við sig sjálfa og fjöl- skylduna. Mons Kallen- toft hefur hér bú- ið til góða fléttu. Sakamálin eru erf- ið viðfangs en ekki síður fjölskyldumálin og þegar þessi mál stangast á er hætta á að eitthvað verði undan að láta. Atburðarásinni er vel lýst og vakin athygli á vanda- málum sem lögreglukonan á við að etja. Þau eru svo sannarlega til um- hugsunar. Sagan er spennandi og slungin en það er einkum tvennt sem truflar lesturinn. Í fyrsta lagi er frásögnin allt of löng og í öðru lagi er sviðs- mynd í lokin frekar ótrúleg. En ef til vill er þessi glæpaheimur bara orðinn svona. Hvað sem því líður tekst höfundi að búa til ógeðslega mynd og til þess er leikurinn eflaust gerður. Höfundurinn Kallentoft býr til góða fléttu í sakamálasögunni Vorlík. Glæpamenn svífast einskis Glæpasaga Vorlík bbbmn Eftir Mons Kallentoft. Jón Þ. Þór þýddi. Kilja. 495 bls. Ugla 2015. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Billy Elliot (Stóra sviðið) Mið 10/6 kl. 19:00 Fös 12/6 kl. 19:00 Sun 14/6 kl. 19:00 Fim 11/6 kl. 19:00 Lau 13/6 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.