Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 69
69 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Líf Sumarið er tíminn þegar litlu lappalöngu folöldin koma í heiminn. Þá er gott að kjaga af stað til móts við blóðrautt sólarlag við hlið móður sinnar eins og þetta gerði rétt norðan við Blönduós. Höskuldur B. Erlingsson Almenn samstaða er um að tryggja með sem bestum hætti fjárhagslega afkomu allra – að allir geti lifað með mannlegri reisn óháð aldri, starfsgetu eða erfiðra félagslegra aðstæðna. Þess vegna höfum við komið upp víðtæku öryggisneti með al- mannatryggingum, félagsaðstoð sveitarfélaga og ekki síst með þjónustu heilbrigðiskerfisins. Fjárhagsleg aðstoð við ein- staklinga og fjölskyldur má hins vegar ekki refsa líkt og nú er t.d. gert með fyrirkomulagi örorkubóta, þar sem jafnvel hið minnsta sjálfsaflafé er gert upptækt með skerðingu bóta. Með sama hætti má opinber fjárhagsstuðningur ekki verða til þess að beina einstaklingum og fjölskyldum inn í fé- lagsleg búsetuúrræði, þar sem þeim er refsað fjárhagslega fyrir að leggja mikið á sig við að eignast eigið húsnæði. Með því er grafið und- an séreignastefnunni og þar með fjárhags- legu sjálfstæði til frambúðar. Versta tegund opinberrar aðstoðar er þegar dregið er úr hvata einstaklingsins til að afla sér lífsvið- urværis – standa á eigin fótum og komast í bjargálnir. Verði frumvarp félags- og húsnæðis- málaráðherra um húsnæðisbætur samþykkt sem lög frá Alþingi, verður stigið enn eitt skrefið í að umbylta íslensku húsnæðiskerfi. Með því færist nær draumsýn margra vinstrimanna um félagslegt íbúðakerfi þar sem séreignastefnan er gerð hornreka. Með fjárhagslegum hvötum mun ríkið beina launa- fólki inn í félagslegar íbúðir eða aðrar leigu- íbúðir og letja almenning við að eignast eigið húsnæði. Falleinkunn Sjaldan hefur skrifstofa opinberra fjár- mála, sem lögum samkvæmt ber að veita um- sögn og leggja mat á kostnað stjórnar- frumvarpa, fellt þyngri dóm en yfir frumvarpi um húsnæðisbætur. Enginn sem les þá umsögn getur af góðum hug unnið að því að frumvarpið verði að lögum. Athugasemdir skrifstofu opinberra fjár- mála eru alvarlegar og meðal annars þessar: – Framkvæmd al- mennra húsaleigubóta verður færð til ríkisins en með því móti yrði framkvæmd á húsnæð- isstyrkjum til leigjenda eftirleiðis á tveimur stjórnsýslustigum með auknum rekstrarkostn- aði og flóknara ferli fyrir hluta bótaþega. Rekstr- arkostnaður Trygg- ingastofnunar mun aukast um 80 milljónir á ári. – Hlutfallslega verður aukning á nið- urgreiðslu húsaleigu meiri eftir því sem tekjur heimila eru hærri sem gengur þvert á markmið frumvarpsins um að auka stuðning við efnaminni einstaklinga og fjölskyldur. – Meðalhlutfall niðurgreidds húsaleigu- kostnaðar með húsaleigubótum hækkar í ríf- lega 31%. Styrkhlutfallið yrði að meðaltali nokkru hærra en í vaxtabótakerfinu. – Aukinn ríkisstuðningur við leigjendur, við ríkjandi aðstæður á leigumarkaði, er lík- legur til að leiða til hækkunar á leiguverði. Með því verður ábati leigusala meiri en leigj- enda, sem þó var ætlunin að styrkja. Hugmyndafræði og lífssýn Þingmenn standa alltaf frammi fyrir þeirri spurningu hvernig best sé og skynsamlegast að verja takmörkuðum fjármunum ríkissjóðs. Þegar þeir taka ákvörðun hljóta þeir að byggja á pólitískri sannfæringu – hugmynda- fræði og lífssýn. Það er djúpstæð sannfæring mín að gera eigi sem flestum kleift að verða eignamenn og tryggja þannig fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Fáar skyldur stjórnmálamanna eru mikilvægari en að stuðla að fjárhagslegu ör- yggi einstaklinga og fjölskyldna. Eignamyndun millistéttarinnar og þeirra sem lægri laun hafa byggist á tveimur meg- instoðum; annars vegar á lífeyrisréttindum og hins vegar á verðmæti eigin húsnæðis. Frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra um húsnæðisbætur, grefur undan síðari stoð- inni – séreignastefnunni. Með fjárhagslegum hvötum eða refsingum á að beina stórum hluta landsmanna inn á leigumarkaðinn – inn í félagslegt leiguhúsnæði og á almennan leigumarkað. Þegar almenningur er þving- aður í auknum mæli inn á leigumarkað er grafið undan eignamyndun á komandi ára- tugum. Afleiðingin verður sú að margir fest- ast í gildru fátæktar undir lok starfsævinnar. 1.100 fjölskyldur Margir hafa lítinn eða engan áhuga á því að eignast eigið húsnæði – þeir kjósa fremur að leigja. Enginn hefur rétt til þess að neyða þá til að ráðast út í kaup á íbúð. En með sama hætti getur ríkisvaldið eða einstaka ráðherrar og embættismenn, aldrei tekið að sér það vald í hendur að beita fjárhagslegum þvingunum í húsnæðismálum – og beina ein- staklingum og fjölskyldum inn á leigumarkað í stað þess að fjárfesta í húsnæði. Raunveru- legt valfrelsi er ekkert ef hið opinbera grefur skipulega undan séreignastefnunni með af- skiptum sínum og umsvifamiklum bóta- greiðslum sem brengla alla ákvarðanir. Fjármálaráðuneytið reiknar með að kostn- aður ríkissjóðs vegna húsnæðisbóta verði 6,6 milljarðar króna á ári og aukist um 44% frá því sem nú er. Þetta jafngildir því að rík- issjóður leggi fram 20% eigið fé í 30 milljóna króna íbúðakaup 1.100 fjölskyldna á hverju einasta ári um ókomna tíð. Í stað þess að leigja væri byggt undir eignamyndun sem annars á sér aldrei stað. Þingmenn hljóta að spyrja sig hvort fjár- mununum sem setja á í húsnæðisbætur sé öllum vel varið en þeir nýtast a.m.k. ekki til að auka eignamyndun launafólks. Margir þurfa fjárhagslega aðstoð úr sam- eiginlegum sjóði landsmanna. Mestu skiptir að stuðningurinn nýtist þeim sem þurfa á honum að halda og sé ekki étinn upp af öðr- um eins og hætta er á að gerist ef frumvarp um húsnæðisbætur nær fram að ganga. Að óreyndu verður því ekki trúað að nokkur þingmaður styðji lagasetningu um bóta- greiðslur úr ríkissjóði sem aðrir, en þeir sem þurfa á að halda, njóta að mestu. Sterk efnahagsleg staða Það er rétt hjá Bjarna Benediktssyni, fjár- málaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokks- ins, að við Íslendingur höfum sjaldan verið í jafn sterkri efnahagslegri stöðu og nú. Að- gerðir ríkisstjórnarinnar við afnám hafta, sem kynntar voru í byrjun vikunnar, auka bjartsýni enn frekar og ættu að öðru óbreyttu að bæta hag allra, jafnt heimila og fyrirtækja. Umfang verkefnisins er án for- dæma í efnahagssögu heimsins en greinilegt er að undirbúningurinn er sérstaklega vand- aður og undir styrkri verkstjórn. Með festu og af sannfæringu um að ætíð skuli standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar, hafa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra sýnt hvernig standa á að verki gagnvart erlendu fjármálavaldi. Um leið verður landsmönnum betur ljóst hve ríkis- stjórn „norrænnar velferðar“ voru mislagðar hendur með linkuhætti og kjarkleysi við að gæta íslenskra hagsmuna. Á næstu misserum gjörbreytist skulda- staða ríkissjóðs til hins betra og fjárfestingar í atvinnulífinu aukast. Ríkið fær svigrúm til að byggja upp innviði samfélagsins og aukin umsvif í efnahagslífinu gefur aukin tækifæri til að stokka upp og einfalda skattkerfið. Af- nám vörugjalda var mikilvægt skref og rík- isstjórnin hefur einnig kynnt fyrsta áfangann við endurreisn tekjuskattskerfsins. Lægsta þrep tekjuskatts einstaklinga verður lækkað og milliþrepið (millistéttarskatturinn) lagt niður. Þannig hefur ríkisstjórnin rutt brautina til að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði íslenskra heimila á komandi árum. Með frumvarpi fé- lags- og húsnæðismálaráðherra um húsnæð- isbætur er lagður steinn á þá braut. Varla hefur það verið markmiðið! Eftir Óla Björn Kárason » Þetta jafngildir því að rík- issjóður leggi fram 20% eigið fé í 30 milljóna króna íbúðakaup 1.100 fjölskyldna á hverju einasta ári um ókomna tíð. Óli Björn Kárason Steinn í götunni að fjárhagslegu sjálfstæði launafólks Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.