Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 85

Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 85
MINNINGAR 85 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Mér eru eftirminnilegir reið- túrar með Völu uppi við Selvatn. Talsverður aldursmunur var á okkur og ég hafði í raun ekki mikla þekkingu á hestamennsku og hef aldrei haft, en mér þótti eftirtektarvert hvað stúlka á ung- lingsárum talaði af miklum áhuga og skilningi um viðfangsefnið. Hún var líka lagin við að temja ung hross, var í senn örugg og áræðin. Þeir eiginleikar voru áberandi í öllu fasi hennar og birt- ust m.a. þegar hún stofnaði ný- stárlegt fyrirtæki á heilbrigðis- sviði, ValaMed, sem hún veitti svo forstöðu. Vala hafði þrátt fyrir ungan aldur lag á því að sjá hvaða folar gætu orðið góðir reiðhestar, en reyndum hestamönnum er ekki endilega gefin sú útsjónarsemi. Eitt vorið var hún komin með ungan og ótaminn gráan hest frá Hafsteinsstöðum, sem hún taldi gríðarlegt efni, en um það voru alls ekki allir sannfærðir. Hún var hins vegar alveg örugg í sinni sök en vissulega fannst okkur Völu skondið hvernig hann velti höfð- inu á tölti, rétt eins og hann væri að kinka kolli. Ári síðar ákvað Vala óvænt að hætta hesta- mennsku, líklega vegna þess að hún taldi sig ekki hafa tóm til að sinna þessu áhugamáli með því móti að einhver bragur væri á. Hún taldi mig á að kaupa af sér hestinn og sagði að af honum mætti ég ekki missa og betri hest- ur fyndist ekki. Einnig væru sterkar vísbendingar um að hann myndi hætta að kinka kolli. Það varð úr að ég keypti af henni hest- inn. Hann reyndist happafengur, úr honum varð stólpagæðingur. Um tíma veitti ég trygginga- félagi forstöðu. Vala koma að máli við mig og hafði áhuga á því að starfa við sölu og ráðgjöf með- fram námi. Til þessara starfa velst langoftast fólk með tals- verða reynslu úr viðskiptalífinu en miklu síður fólk um tvítugt sem litla eða enga starfsreynslu hefur. En Vala sýndi strax á þess- um árum hversu öflug hún var og sjálfstæð og henni fóru öll verk- efni vel úr hendi og hún var vin- sæl meðal samstarfsmanna. Það er gömul saga og ný að dauðinn eirir engu. Hann er rök- réttur endir þegar gamalt fólk kveður, fólk sem hefur lifað öll æviskeið. En hann er endapunkt- ur á vitlausum stað þegar ung kona í blóma aldurs er hrifin á brott. Það er óendanlega sárt, en sorgin er með sínum hætti skuggi gleðinnar. Enginn syrgir nema eiga mikils að sakna og þannig er því farið með Völu. Eftir lifa minningar um einstaklega hæfi- leikaríka stúlku sem lét svo margt gott af sér leiða. Ég sendi öllum ástvinum hennar hugheilar sam- úðarkveðjur. Friðrik Jóhannsson. Elskuleg frænka okkar og vin- ur, Vala Ingimarsdóttir, er burt hrifin langt um aldur fram. Hún var okkur náin og mikilvægur hluti af lífi okkar hvort heldur þá á móti blés eða þegar allt lék í lyndi. Vala sýndi okkur umhyggju og verndandi hlýju og var ávallt til staðar er áhyggjur og vandi steðjuðu að. Og þessa umhyggju sýndi Vala okkur og börnum okkar þótt hún hefði ærna erfiðleika við að etja í sínu eigin lífi. Alvarleg veikindi hrjáðu Völu síðustu 12 ár ævi hennar. Þó var henni fyrst og fremst annt um börnin sín Bryn- dísi og Ingimar, sem og eigin- mann sinn Bjarna. Bjarni stóð staðfastur í stuðningi sínum við hlið Völu til hinstu stundar. Vala átti þau merku viðfangsefni síð- asta áratuginn, er áttu hug henn- ar og hjarta að miklu leyti, sem var brautryðjendastarf í sérsnið- inni krabbameinsmeðferð. Vala var í senn hugdjarfur leið- togi og umhyggjusamur vinur. Óbugandi elja hennar og áhugi á að hjálpa þeim sem við bágindi bjuggu voru smitandi líkt og fal- leg bros hennar og hlý nærvera. Falleg kona og sannur vinur er fallin fyrir þungbærum sjúkdómi, sem hlífir síst þeim sem veröldin þarfnast mest. Vala átti sérstakan stað í hjarta okkar og við vitum vel að skarðið sem eftir stendur að henni genginni verður seint fyllt. Hugur okkar og hlýjar bænir, hugsun okkar um þann kæra vin sem Vala var okkur, verða hjá Bjarna, hjá Bryndísi og Ingimar, hjá fögrum hugmyndum Völu um betri heim. Jón Gunnar, Hannes, Mána og fjölskyldur. Tíminn líður fljótt. Ég hélt henni frænku minni undir skírn. Það gladdi mig að henni væri ætl- að að bera gælunafnið hennar Valgerðar ömmu, og ég vissi að það gladdi hann afa hennar líka. Fljótt minnkaði aldursmunur okkar, þótt árin væru jafn mörg á milli og við breyttumst úr frænk- um í vinkonur. Áttum meira að segja börn á áþekkum aldri og aldrei skorti okkur umræðuefnin. Litla nafna mín breyttist í þrosk- aða velmenntaða konu, með góða kosti úr báðum ættum og sína eig- in miklu eðliskosti. Hún hafði margvíslega hæfileika og fljót- lega gat engum dulist að hún myndi skara fram úr á þeim svið- um sem hún var líklegust til að einbeita sér að. Um tíma átti hestamennska hug hennar allan og lag hennar á þeim kom fljótt í ljós og hún hafði sérlega gott auga fyrir hvað helst myndi mega prýða góðan reiðhest. Og kaup- skapar- og sölumennskugenin sýndu sig fljótt. Eftir að meinið í höfðinu gerði vart við sig var henni ekki óhætt að sinna þessu hugðarefni áfram og sneri sér að öðru með sama ákafa, elju og áhuga. Helstu þáttum ferils henn- ar stutta lífs eru gerð góð skil í yf- irskrift sem fer fyrir þessum greinum. Verður því engu bætt við hér. En þá eiginleika sem ein- kenndu hana og sneru að mér vil ég nefna fáeinum orðum. Hún var dugleg að rækta samband við vini sína. Hún var heiðarleg og hrein- skilin. Hún var í hópi þeirra fyrstu sem létu heyra frá sér ef hún frétti að ættingjar eða vinir ættu við mótvind að stríða þá stundina eða væru í brekkunni. Hún vildi vita hvað hún gæti lagt af mörkum. Og hún hvatti og taldi kjark í vini sína. Dugnað hennar, elju og kjark þekktu margir og sem betur fer fengu margir einn- ig að kynnast hlýju hennar og góðvild. Svo var útsjónarsemin, verksvitið og hennar listræna taug, sem hún ræktaði svo vel á fleiri sviðum en einu. Nú er lokið langri baráttu við andstæðing sem vildi ekki gefa sig þótt vörn- in, æðruleysið og hugrekkið sem einkenndi vörnina væru einstæð. Og vonin um fullnaðarsigur tap- aðist ekki fyrr en í blálokin, þrátt fyrir raunsæi og eins fullkomna þekkingu á sjúkdómnum og nokkur leikmaður gat öðlast. Sú barátta öll setti svip á fjórðung skammrar æfi. En drýgstan hluta þess skeiðs gat hún samt notið lífsins í ríkum mæli. Börnin tvö þroskuðust svo vel og báru með sér myndarskap, gáfur og leikni og móðirin nærðist við fylgjast með og var óþreytandi að ýta undir allt hið besta í fari þeirra og njóta samverunnar í fjölskyld- unni út í æsar. Bjarni Þórður hélt utan um hópinn sinn með aðdáun- arverðum hætti allan þennan tíma og gerði allt sem var í hans valdi til að Vala og fjölskyldan nyti sín til fulls, hvað sem hinum mikla andbyr leið. Ég mun eins og svo margir alla tíð sakna mjög nöfnu minnar, frænku og vin- konu. Vala Agnes. Ástkær bróðurdóttir mín hefur kvatt aðeins 41 árs að aldri. Hún átti sér rúm mér í hjartastað og þrátt fyrir að lönd og strönd skildu oftast að leitaði hugur minn stöðugt til hennar. Fæðing Völu var mikill við- burður í lífi mínu. Hún varð strax sólskinsbarnið mitt. Ég fylgdist með henni vaxa úr grasi og fljótt sýndi hún eiginleika sem áttu eft- ir að einkenna hana alla tíð. Vala vildi ekki vera neinum háð. Frá fyrstu tíð vildi hún standa á eigin fótum og skila öll- um verkum sem henni voru falin eins vel og vinna mátti. Hún var dugleg, dugleg. Meðan önnur börn sváfu bar hún út blöð og þaut svo niður í bæ til að selja af- ganginn. Hún kom sér vel við alla, ekki síst fullorðið fólk sem treysti henni öðrum börnum betur. Mér er minnisstæð einhverf stúlka sem unglingurinn Vala gætti. Skilningur hennar og nærgætni gagnvart viðkvæmu barninu var einstök. Vala var allt í senn, ljúfmenni og falleg. Listræn, smekkleg, fág- uð og leifturgreind. Kímnigáfu átti hún í ríkum mæli og gat beitt henni með broddi kaldhæðninnar en þó aldrei meiðandi. Yfir mynd- inni af Völu í huga mér ríkir feg- urðin ein. Fyrir 12 árum veiktist hún af illvígum sjúkdómi og langt stríð, ströng barátta hófst. Vissulega stóð hún sig vel eins og af henni mátti vænta. Hún setti sig vel inn í sjúkdóminn, fylgdist með rann- sóknum, uppgötvunum og fram- förum á sviði læknavísindanna og miðlaði áfram af örlæti og ósér- hlífni. Hún tók að sér ýmis vanda- söm störf og frumkvöðlahlutverk sem hún sinnti vel og hefði átt enn glæsilegri frama vísan ef veikind- in hefðu ekki aftrað. Ég er ekki grunlaus um að lífskraftur henn- ar og eðlislæg bjartsýni hafi lengt líf hennar og leyft okkur að njóta hennar lengur en ella hefði verið. Langvarandi veikindi eru ekki einkamál hins veika, hinir nán- ustu þjást líka – og berjast. Bar- áttuna háði Vala ekki ein og óstudd. Lán hennar var að hún hafði Bjarna sér við hlið sem stóð með henni af óbilandi elju. Að- dáun mína – og þakklæti – á hann svo sannarlega skilið. Ég kveð elskulega frænku mína með erindi úr einu af uppá- haldskvæðum föðurömmu henn- ar, en Vala valdi afmælisdag hennar, 1. júní, til að kveðja okkur hin og taka flugið yfir móðuna miklu. Eftir sitjum við með harm í hjarta – og von um að nú sé hún umvafin friði og kærleika. Og aðeins þessi eina gjöf, sú eina mynd, er ofar harmi, ofar gröf og ofar synd. (HKL) Elsku Bjarni, Bryndís og Ingi- mar litli, missir ykkar er mikill. Megi guð styðja og líkna í sorg- inni. Foreldrum hennar og systkin- um votta ég mína dýpstu samúð. Hvíl í friði, elsku stelpan mín. Ragnheiður Ásgeirsdóttir. „Hvar sem nafn þitt hvíslað var hvítar rósir spruttu.“ (Tómas Guðmundsson) Allir sem koma – fara – fyrr eða síðar. Enginn veit hvaðan né hvert og kannski ferð án fyrir- heits. Nú er hún Vala, vinkona okkar, dáin. Við söknum hennar sárt. Hún var svo atorkusöm og úr- ræðagóð – svo umhyggjusöm og trygglynd – svo ung, falleg og skemmtileg. Um miðjan níunda áratuginn fer tólf ára telpa við Flókagötuna á fætur fyrir allar aldir til að bera út Morgunblaðið. Hún ber einnig út Alþýðublaðið, Tímann og Þjóð- viljann. Eftir hádegi er það DV og svo Helgarpósturinn einu sinni í viku. Hún er einbeitt á svip og stikar rösklega með blaðburðar- pokann sinn því hún veit hvað hún vill. Hún hefur komið sér upp við- skiptasamböndum: Hjá Sól hf. fær hún fimm Svala fyrir auka- blað og hjá Ölgerð Egils Skalla- grímssonar fjórar appelsínflösk- ur. En þetta er nú bara umbun fyrir amstrið. Fyrir launin sín kaupir hún Mark-bréf og Skyndi- bréf hjá Fjárfestingafélagi Ís- lands og fylgist vel með gengi þeirra. Hún er athafnakona. Vala aðhylltist einstaklings- og athafnafrelsi. Hún hafði gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn. En þegar hún tók að sér formennsku í hverfisráði borgarinnar fyrir vestan Læk, tóku blóm að spretta í risavöxnum blómakerum, vítt og breitt um Vesturbæinn. Umhirðulaust, opið væði milli Lynghaga og Tómasar- haga færði hún íbúunum og sá til þess að borgaryfirvöld kæmu þar að þeim framkvæmdum sem ósk- að var eftir. Þar er nú skemmti- legasti leikvöllur í Vesturbænum. Hún beitti sér gegn einelti í skól- um, kom á laggirnar skákmóti skólabarna, Vesturbæjarbiskupn- um, og gleymdi ekki hversdags- hetjunum í sorphirðunni, lét heiðra starfsmenn hennar og færa þeim myndarlegan jólaglaðning. Hún sagði embættismönnum fyrir verkum og hlustaði hvorki á úr- tölur né afsvör. Hún var röggsam- asti og skemmtilegasti formaður hverfisráðsins, fyrr og síðar. Þannig eiga formenn að vera. Vala greindist með illvígan sjúkdóm þegar hún var 29 ára og háði við hann hetjulega baráttu þar til yfir lauk. Hún sá enga ástæðu til að láta læknana eina um þá baráttu. Hún fylgdist náið með framgangi krabbameins- rannsókna og þótti ekkert sjálf- sagðara en að vera í sambandi við ýmsa virtustu sérfræðinga á því sviði, víða um heim. Árið 2007 stofnaði hún, ásamt heila- og taugaskurðlækni, doktor í tauga- líffræði og ýmsum fjárfestum, rannsóknarfyrirtækið ValaMed. Fyrirtækið hefur einbeitt sér að einstaklingsmiðaðri og árangurs- ríkari lyfjameðferð við krabba- meini. Vala var framkvæmda- stjóri þess 2009-2012. En þó að frumkvöðullinn sé fallinn frá starfar fyrirtækið enn í nánu sam- starfi við LSH og með færustu sérfræðinga í sinni stjórn enda er einstaklingsmiðuð meðferð við krabbameini orðin að öflugri hreyfingu. Frá árinu 2003 lifði Vala í skugga þessa skelfilega sjúkdóms sem að lokum varð henni að ald- urtila. En á þeim tíma varð hún okkur hinum til eftirbreytni með lífsgleði sinni, von og hugrekki. Ekki síst þess vegna var vinátta hennar ómetanleg. Elsku Bjarni, Bryndís Líf og Ingimar Stefán, Lillý, Ingimar og systkini. Guð styrki ykkur öll í sorginni. Marta og Kjartan Gunnar. Elsku Vala mín! Þegar ég sakna þín sárast leiði ég hugann að því hvað þú varst mér góð vinkona. Þú varst alltaf til staðar þegar mest reið á. Þú varst kletturinn í ólgusjó lífsins þegar ágjöfin var mest: Í veikind- um og við andlát pabba, þegar Ágúst, maðurinn minn, greindist með ólæknandi krabbamein, og þegar Steinar bróðir varð bráð- kvaddur. „Hvar ertu?“ „Hver er hjá þér?“ „Hvert ferðu?“ „Ég læt sækja þig – þú kemur til mín og ég geri ráðstafanir.“ Þetta voru alltaf þín viðbrögð. Vinur er sá sem í raun reynist og þú reyndist svo sannarlega betri vinur en flestir þeir sem ég hef kynnst um ævina. En þú varst líka vinur þegar sól skein í heiði og við ætluðum að bæta samfélagið með pólitíkinni. Þá naut ég bjartsýninnar í bros- inu þínu og bláu augunum fallegu. Nú eru þau brostin og við fáum aldrei að sjá þig brosa aftur. En minningin um þig lifir með okkur öllum: Minningin um umhyggju- saman frumkvöðul og fullhuga. „Það hefðu átt þér stjörnur um höfuð að skína sem hlað þig að krýna,…“ – eins og Gustaf Fröding segir í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar. Elsku Bjarni, Bryndís Líf og SJÁ SÍÐU 86 Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR HÓLM JÓELSSON frá Stóru Ökrum, Blönduhlíð, Skagafirði, sem lést á dvalarheimili Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks fimmtudaginn 4. júní, verður jarðsunginn frá Miklabæjarkirkju föstudaginn 12. júní kl. 14. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á dvalarheimili Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks. Fyrir hönd aðstandenda, . Hólmfríður Sigurðardóttir, Kristján Steingrímsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Rögnvaldur Árnason, Sólveig Sigurðardóttir, Björn Björnsson, Jón Sigurðsson, Hulda Ásgrímsdóttir, Helga Sigurðardóttir, Óli Rúnar Ástþórsson, Ragna Sigurðardóttir, Jón Einarsson, Katrín Sigurðardóttir, Eiríkur Tómasson, barnabörn og barnabarnabörn. Fyrrverandi eiginkona mín, elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR, Litlu Brekku í Geiradal, andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands laugardaginn 6. júní. Útför hennar fer fram þriðjudaginn 16. júní kl. 14 frá Reykhólakirkju. . Birgir Hallgrímsson, Hreinn Ch. Birgisson, Lilja Huld Sigurðardóttir, Hallgrímur Birgisson, Unnsteinn Birgisson, Fanney Birgisdóttir, Birta Dögg Birgisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA MAGNÚSDÓTTIR kennari, Hraunsvegi 12, Njarðvík, lést í faðmi fjölskyldunnar föstudaginn 5. júní á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 15. júní kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd og Krabbameinsfélag Suðurnesja. . Þórður Bergmann Þórðarson, Olga Björt Þórðardóttir, Magnús Ingvason, Kristján Ingi Þórðarson, Ingibjörg Þórðardóttir, Gunnar Ingi Briem, Agnes, Þórdís Björt og Eyþór Ingi. Okkar ástkæri, REYNIR ÓLAFSSON viðskiptafræðingur, Heiðarbakka 1, Reykjanesbæ, lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnudaginn 7. júní. Útför auglýst síðar. . Drífa Maríusdóttir, Gestur Páll Reynisson, Inga María Vilhjálmsdóttir, Kristín Guðrún Reynisdóttir, Sigurður Helgi Tryggvason, Magnús Ólafsson, Telma D. Guðlaugsdóttir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir, frændi og vinur, ÞORSTEINN ELÍAS ÞORSTEINSSON frá Vestmannaeyjum, lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánudaginn 8. júní. Útför hans verður auglýst síðar. . Kolfinna Þorsteinsdóttir, Kristín Elsa Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Sigtryggsson, Anna Kristín Hauksdóttir, Snæborg Þorsteinsdóttir, Agnar Torfi Guðnason, Guðlaug F. Þorsteinsdóttir, Hrefna Haraldsdóttir og systrabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.