Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 klippið Sendu okkur 5 toppa af Merrild umbúðum og þú gætir unnið hina sígildu kaffikönnu frá Stelton. 10 heppnir vinningshafar verða dregnir út í hverri viku frá 30. júní til 1. september 2015, alls 100 talsins. Þátttökuumslög í öllum verslunum. Á Facebook-síðu okkar, Facebook/Merrild á Íslandi, verða birt úrslit auk frekari upplýsinga um leikinn. SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Eftir tæp tuttugu ár í Grindavík, þar sem séra Jóna Kristín Þorvalds- dóttir var sóknarprestur – og bæj- arstjóri undir lokin, venti hún sínu kvæði í kross og svaraði köllun sinni sem prestur. Þegar sóknarprest vantaði í Kolfreyjustaðarprestakalli við Fáskrúðsfjörð, í þorpi þar sem hún fæddist og ólst upp, sótti hún um brauðið og fékk. Í haust eru liðin sex ár síðan hún kom austur. „Á sín- um tíma, 1989, vígðist ég sem svo- kallaður farprestur austur í Norðfjarðarprestakall, sem er sókn- irnar á Norðfirði og í Mjóafirði. Það má því segja að ég sé komin hring- inn, aftur á Austfirði þar sem prest- skapurinn hófst fyrir rúmum ald- arfjórðung. Mér fannst gott að koma hingað heim en viðheld tengslum suður með sjó, þar sem elsta dóttirin býr og barnabörnin og þar á ég líka góða vini,“ segir Jóna Kristín og heldur áfram skemmtilegri frásögn sinni: „Ef ég ber saman þessa staði tvo, Grindavík og Fáskrúðsfjörð, þá eiga báðir staðirnir djúpar rætur í sjó- sókn og styrkar stoðir í öflugum sjávarútvegsfyrirtækjum sem hafa lagt grunninn að velferð og upp- byggingu. Í smærri samfélögum reynir oft meira á samheldni og sam- stöðu. Það verður vel sýnilegt, bæði þegar eitthvað bjátar á, ef þung áföll verða og einnig þegar mikið stendur til. Þetta sýndi sig líka vel núna á dögunum þegar haldið var upp á 100 ára afmæli Fáskrúðsfjarðarkirkju. Fjölmargir lögðu hönd á plóginn til að gera afmælishátíðina að góðum degi sem var staðnum til sóma.“ Franskur staður og ferðaþjónusta vaxandi Fáskrúðsfjörður er um margt dæmigert kauptún úti á landi, hvar íbúarnir byggja afkomu sína að lang- mestu leyti á sjávarútvegi þó svo að stoðir atvinnulífs þar séu nú orðnar fleiri, bæði með tilkomu álversins á Reyðarfirði og vaxandi ferða- þjónustu. Undanfarin misseri hafa verið endurbyggð með miklum ágætum söguleg hús, sem mynda í dag fal- lega húsaþyrpingu og gegna hlut- verki hótels og safns um tímabil franskra sjómanna í firðinum. Teng- ist þessi uppbygging vel við hátíðina Franska daga, sem haldin er síðustu helgi í júlí á sumri hverju. Þá er minnst sögu og menningar frönsku skútusjómannanna sem sóttu mikið á Íslandsmið á fyrri öldum og fram á þá síðustu og var Fáskrúðsfjörður helsti viðkomustaðurinn fyrir Aust- urlandi. Mannlíf í byggðinni mót- aðist meðal annars af því, enda sér franskra áhrifa víða stað. Má þar til dæmis nefna að götur bæjarins eru á skiltum einnig nefndar upp á frönsku, sem vekur athygli. Skotist milli staða Á Fáskrúðsfirði búa nú rösklega 700 manns og er byggðarlagið hluti af Fjarðabyggð. Vegtengingar eru góðar. Með Fáskrúðsfjarðargöng- unum sem tekin voru í notkun fyrir tæpum áratug er fljótfarið til Reyðarfjarðar, þangað sem margir sækja vinnu, til dæmis í álver Alcoa – Fjarðaáls. „Byggðin hér á Fáskrúðsfirði var ekki vel sett fyrir tíma jarðgang- anna, þegar þurfti að fara fyrir fjörðinn um erfiðar skriður. Nú er skotist milli staða um risavaxinn bíl- skúr. Bættar samgöngur eru for- senda aukinnar samvinnu og sam- runa milli staða. Með tilkomu álversins hafa Austfirðir og Hérað færst nær hvert öðru sem eitt at- vinnusvæði. Þetta er nú stóra breyt- ingin frá því áður. Og enn má vænta meiri breytinga í þessa átt með til- komu Norðfjarðarganga,“ segir Jóna Kristín. Í kalli sóknarprests á Fáskrúðs- firði eru tvær kirkjur, það er forni kirkjustaðurinn að Kolfreyjustað við fjörðinn utanverðan og í þorpinu er áður Fáskrúðsfjarðarkirkja. Ekki er lengur talað um Búðakirkju, en Búð- ir er hið gamla nafn kauptúnsins. Treysti á jeppann Þegar blaðamaður Morgunblaðs- ins var eystra á dögunum og hitti Jónu Kristínu var það á sunnudags- morgni. Hún var þá til leið til messu, en þennan dag var einmitt fyrrnefnt kirkjuafmæli sem minnst var með fjölsóttri hátíðarguðþjónustu. Af kristniboðum heimsins eru til marg- ar sögur og um harðdræg skilyrði til þeirra við að koma mikilvægum boð- skap á framfæri. En það er líka sagt að trúin flytji fjöll – sem enginn skyldi draga í efa. Fáskrúðsfjarðar- presturinn er þó betur settur en margir kollegar hennar, hvar hún er á stórum Nissan Patrol-jeppa. Það er bíll sem ekki bregst. „Þessi gamli Patrol er eiginlega að verða mér of kær,“ segir Jóna Krist- ín og hlær. „Ég treysti mjög á hann til að komast allra minna leiða og enn hefur hann ekki brugðist mér í ferðum. En það þykir mjög heppi- legt à stað sem þessum að eiga þokkalega búinn vetrarbíl og ég keyri hann mikið, hvort sem er um fjöll eða firnindi eða bara hér innan- bæjar í firðinum fagra. Úti á landi eru mikilvægt að vera á stórum og traustum bíl, eigi hlutirnir í raun og veru að ganga upp.“ Presturinn Jóna ekur um þorpið á Patrol  Prestur og bæjarstjóri í Grindavík sneri aftur austur  Sinnir kristnihaldinu á Fáskrúðsfirði  Franskur staður Morgunblaðið/Sigurður Bogi Messuferð Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir í hempunni við jeppann góða sem aldrei hefur brugðist fyrir austan. Austurland Liðlega 700 manns búa á Fáskrúðsfirði, sem er dæmigerður landsbyggðarstaður, með sjávarútveg og ferðaþjónustu sem undirstöður. Morgunblaðið/Sigurður Bogi „Kirkjusókn, hún er og hefur held ég á öllum tímum verið nokkuð rokkandi. Í gegnum aldir og ævi eru misjöfn skeið og tímabil. En boðskapur Krists hefur ekkert breyst og meðan kirkjan stendur á því er hún og verður, þó hún verði vissulega á hverjum tíma að laga sig að samtíma sínum,“ segir sér Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Kirkjustarf á Fáskrúðfirði á rætur sínar bæði í hefð og menningu, en einnig tekur það mið af breyttum tíma. „Tilkoma safnaðarheimilanna hefur stutt við aukna fjölbreytni. Hér nýtum við þá aðstöðu vel í æskulýðs- starfi, þar eru líka foreldra- morgnar og gott rými til nám- skeiðahalds. Allt þetta starf er hluti af grasrótinni og skilar sér í góðri þátttöku í barna- og æskulýðsstarfi,“ segir prest- urinn. „Hver starfsdagur kemur með sín verkefni, sem oft eru harla ólík og af ýmsum toga. Starfið fellur illa að klukku og hefð- bundnum starfsdegi, því auk helgihalds, annarra kirkjulegra athafna og safnaðarstarfs og til- heyrandi ræðu- og skýrslugerða, er sálgæsla oft töluverð og ann- að tilfallandi er viðkemur ýms- um þáttum mannlífsins. Fjölþætt starf er snertir flesta strengi mannlegrar tilveru bæði í gleði og sorg,“ segir Jóna Kristín sem er gift Birni Inga Knútssyni. Fyr- ir á hún fimm dætur og hann þrjú börn. Fjögur barna þeirra búa eystra. Kirkjan lagi sig að samtíma STARFIÐ BYGGIST Á STERKARI HEFÐ Kirkjan Varð nýlega 100 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.