Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 78
BÆJARHÁTÍÐIR78
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015
EDDA
HEILDVERSLUN
Stofnsett 1932
Heildverslun með lín fyrir:
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 525 8210
eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is
83
ÁRA
Rúmföt, handklæði, sængur, koddar
og annað lín fyrir ferðaþjónustuna
- hótelið
- gistiheimilið
- bændagistinguna
- heimagistinguna
- veitingasalinn
- heilsulindina
- þvottahúsið
- sérverslunina
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Franskir sjómenn höfðu sterk áhrif
á samfélagið á Fáskrúðsfirði. Raun-
ar segir sagan að það sé frönsku
sjómönnunum að þakka að stöku
íbúi á svæðinu er
með dekkra hár
og brúnni augu
en hinn dæmi-
gerði Íslend-
ingur.
Guðbjörg
Steinsdóttir segir
að eins skemmti-
leg og sú saga er,
þá sé margt sem
bendi til þess að
hún sé ekki með
öllu sönn. „Þó að það geti vel verið
að stöku hrakinn sjómaður hafi fall-
ið fyrir ungri íslenskri bóndadóttur
sem hjúkraði honum til heilsu, þá
hefur verið bent á að sjómennirnir
sem voru við veiðar hér við land
hafi komið frá Norður-Frakklandi
og sennilega flestir af keltneskum
og belgískum ættum. Þeir hafa því
að megninu til verið skolhærðir og
ljósir yfirlitum rétt eins og við.“
Bætir Guðbjörg við að konurnar
á Fáskrúðsfirði hafi samt, að sögn,
haft sig ögn betur til fyrir böllinn ef
von var á frönskum sjómönnum.
„Þá mættu þær í aðeins betri pils-
um og kannski að útlendingarnir
hafi verið ögn meira spennandi en
íslensku sveitalubbarnir sem þær
áttu að venjast.“
Fer engum sögum af því að
franskur sjómaður hafi ílengst á
landinu og skilið eftir sig eins og
eitt franskt ættarnafn. „Sennilega
er það vegna þess að þeir fengu
ekki borgað fyrr en komið var með
fenginn aftur heim til Frakklands,
þar sem þeir áttu sínar fjölskyldur.“
Guðbjörg er framkvæmdastjóri
Franskra daga sem í ár eru haldnir
dagana 23. til 26. júlí.
Sirkus alla daga
Hún segir hátíðina fyrst hafa ver-
ið haldna árið 1996 og er hátíðin í
ár því sú tuttugasta sem haldin er.
Af því tilefni verður dagskráin sér-
lega vegleg og segist Guðbjörg af-
Sirkus, hjólreiðakeppni og lauksúpa
Á Frönskum dögum tjalda íbúar Fá-
skrúðsfjarðar öllu til Hátíðin verður sér-
lega vegleg í ár enda sú tuttugasta sem
haldin er Von á Sirkus Íslands á svæðið
Kátína Allir taka þátt og börnin skemmta sér konunglega á Frönskum dögum. Dagskráin er mjög fjölbreytt.
Rætur Frönsku sjómennirnir skildu eftir sig fallegar byggingar.
Brosandi Það er ekki annað hægt en að njóta lífsins með málað andlitið.
Guðbjörg
Steinsdóttir