Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 84
84 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 ✝ Vala fæddist íReykjavík 28. janúar 1974. Hún lést 1. júní 2015. Foreldrar Völu eru Ingimar Jó- hannsson, f. 13. maí 1947, fyrrv. skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neyti, og k.h., Lillý Valgerður Odds- dóttir, f. 27. júní 1952, ritari. Systkini Völu eru Oddný Ingimarsdóttir, f. 30. apríl 1976, viðskiptafræðingur, bú- sett í Bandaríkjunum; Oddur Ingimarsson, f. 13. maí 1978, læknir í Reykjavík, og Davíð Ólafur Ingimarsson, f. 21. nóv- ember 1980, hagfræðingur í Reykjavík. Eiginmaður Völu er Bjarni Þórður Bjarnason, f. 11. apríl 1969, verkfræðingur og aðstoð- arframkvæmdastjóri Arctica Finance. Hann er sonur Bjarna Ingimars Júlíussonar, f. 13. september 1923, d. 16. ágúst 2000, forstjóra Stillingar hf., og k.h., Áslaugar Stef- ánsdóttur, f. 27. nóvember 1929, húsfreyju. Börn Völu og Bjarna eru Bryndís Líf Bjarnadóttir, f. 31. með háskólanámi 1996-99. Vala var sölustjóri hjá Al- þjóðalíftryggingafélaginu 1999-2001 og starfaði síðan hjá Kaupþingi með hléum til 2006, fyrst í einkabankaþjónustu og síðan fyrirtækjaþjónustu. Árið 2007 stofnuðu þau Vala, Garðar Guðmundsson, heila- og taugaskurðlæknir, Finnbogi Rútur Þormóðsson, doktor í taugalíffræði, og ýmsir fjár- festar, fyrirtækið ValaMed. Hún var framkvæmdastjóri fyrirtækisins á árunum 2009- 2012. Fyrirtækið er rannsókn- arfyrirtæki sem miðar að hnit- miðaðri lyfjameðferð við krabbameini með því að gera lyfjanæmispróf á krabbameins- frumum viðkomandi sjúklinga fyrir meðferð. Þá hafa lækna- nemar sinnt námsrannsóknum á vegum fyrirtækisins og í sam- starfi við Landspítala. Vala stofnaði netverslunina Ossu ár- ið 2012 og starfrækti hana síð- an. Vala sat í stjórn Heimdallar 1994-96, var varaformaður Fé- lags sjálfstæðismanna í Háa- leiti 2002-2004, varaformaður Félags sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi, var formaður Hverfisráðs Vesturbæjar hjá Reykjavíkurborg fyrir Sjálf- stæðisflokkinn 2007-2010, sat í ráðinu frá 2013-2014 og var varaformaður miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins 2012-2013. Útför Völu fer fram frá Hall- grímskirkju í dag, 10. júní 2015, og hefst athöfnin kl. 13. október 2002, og Ingimar Stefán Bjarnason, f. 27. september 2007. Vala ólst upp við Flókagötuna í Reykjavík, var í Æfingadeild Kenn- araskólans, stund- aði nám við Versl- unarskóla Íslands og lauk þaðan stúdentsprófi 1994. Að því loknu fór Vala til Ham- borgar að læra þýsku, hóf síð- an nám í stjórnmálafræði og viðskiptafræði við Háskóla Ís- lands haustið 1995, stundaði jafnframt nám við University of North Texas 1999 og lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1999. Þá stundaði hún keramiknám við Myndlistarskólann í Reykjavík og síðan diplomanám þar. Á unglingsárunum vann Vala í Kjötbúðinni Borg við Laugaveg, eitt sumar, hjálpaði til við verslun ömmu sinnar, listmunaverslunina Ossu við Kirkjustræti, var í sumarvinnu hjá Sundlaugum Reykjavíkur og við Sorphirðu Reykjavikur. Hún hóf störf hjá Vátrygginga- félaginu Scandia 1995 og starf- aði síðan hjá Sjóvá-Almennum Elsku mamma. Nú ertu komin á betri stað og þér líður betur. Láttu guð gera þig að verndarengli okkar. Dýpsta sæla og sorgin þunga, svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga, tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir.) Við söknum þín mikið. Bryndís Líf og Ingimar Stefán. Elskuleg systir mín er fallin frá langt fyrir aldur fram. Lífið er ekki alltaf einfalt né sanngjarnt og Vala fékk sinn skerf af því. Vala barðist hetjulega við krabbamein í höfði í 12 ár. Þú myndir ekki trúa því að þessi fal- lega, ákveðna, góða kona væri að heyja baráttuna fyrir lífi sínu. Vala kvartaði aldrei yfir veikind- unum og oft gleymdi ég því að hún væri með krabbamein. Svona var Vala, alltaf að spyrja hvernig þú hefðir það og hvað þú værir að gera. Vala var umhyggjusöm, gáfuð, hörkuduglegur frum- kvöðull sem gafst aldrei upp. Vala átti besta eiginmann sem hugsast getur. Bjarni var hennar klettur í gegnum öll veikindin. Börnin þeirra, Bryndís Líf og Ingimar Stefán, eru dásamleg í alla staði og vel upp alin. Það var alltaf mikil stemning í kringum Völu. Þegar við vorum krakkar þá eignaðist Vala Millet- úlpu sem þótti það flottasta á sín- um tíma. Mig langaði svo í Millet- úlpu í jólagjöf og Vala vissi það. Þegar nær dró jólum fór ég og skoðaði alla pakkana undir jóla- trénu og sá engan mjúkan pakka sem mögulega gæti verið Millet- úlpa. Ég var mjög leið yfir þessu. Þegar fjölskyldan settist svo nið- ur til að opna pakkana þá kom Vala með stóran kassa til mín. Ég opnaði kassann og í kassanum var Millet-úlpan. Það lifnaði yfir mér. Vala hafði látið ósk mína um að eignast Millet-úlpu rætast. Þetta einkenndi Völu alla tíð, hjálpsemi við að láta drauma annarra ræt- ast. Það var aldrei lognmolla í kringum Völu. Á líknardeildinni fyrir nokkrum vikum reitti hún af sér brandarana til að hressa okk- ur hin við, svona var Vala. Vala kvaddi hinn 1. júní, á afmælisdegi Ossu ömmu okkar sem við héldum mikið upp á. Ég er sannfærð um að amma hafi tekið vel á móti henni og að þær hafi haldið veislu eins og við gerð- um alltaf til að fagna afmæli ömmu þennan dag. Það síðasta sem Vala sagði við mig var: „Oddný, ekki gleyma mér.“ Ég svaraði henni: „Vala mín, það er ekki möguleiki að ég muni nokkurn tímann gleyma þér.“ Ég sakna þín sárt Vala mín, hvíldu í friði, elsku systir. Oddný Ingimarsdóttir. Vala, systir mín, lést langt um aldur fram eftir langa baráttu við krabbamein. Það er sárt og erfitt að horfast í augu við þá staðreynd. Vala hafði gott hjartalag og passaði ævinlega upp á sína. Aldr- ei mátti hún aumt sjá og tók und- antekningarlaust upp hanskann fyrir þá sem minnst máttu sín. Hún hafði ríka réttlætiskennd og lagði sitt af mörkum til samfélags- ins með þátttöku sinni í starfi Sjálfstæðisflokksins, safnaði fyrir betri tækjakosti á Landspítalan- um og margt fleira. Vala var mikil baráttukona og kveinkaði sér aldrei. Oftar en ekki gleymdi maður því að hún væri að glíma við krabbamein. Hún neit- aði að gefast upp fyrir sjúkdómn- um og það lýsir sterkum persónu- leika hennar vel að hún sneri vörn í sókn og stofnaði sprotafyrirtæk- ið ValaMed ehf. sem gerði próf- anir á lyfjanæmi krabbameins- frumna. Markmiðið var að bæta lyfjameðferð krabbameins hér á landi. Krafturinn í henni var það mikill að hún stofnaði einnig net- verslunina Ossa skart því hún hún hafði mikinn áhuga á skartgripum og sölumennsku eins og Ossa amma. Dánardagur Völu var 1. júní síðastliðinn sem var jafn- framt afmælisdagurinn hennar Ossu. Vala lét sjúkdóminn ekki slá sig út af laginu og hagaði lífi sínu eins og ekkert hefði breyst. Hún var dugleg að bjóða vinum og vanda- mönnum í mat og yfirleitt var mikið líf í kringum hana. Hún hafði beittan húmor og ávallt stutt í grínið. Eitt af því besta sem kom fyrir Völu var að kynnast Bjarna Þórði, eiginmanni sínum. Betri mann hefði hún ekki getað fundið. Hann stóð þétt við hlið hennar í gegnum tólf ára veikindi og var henni ómetanlegur stuðningur. Saman áttu þau tvö yndisleg börn sem voru miðpunkturinn í lífi þeirra hjóna. Vala var mjög lífsglöð og kunni að njóta lífsins út í ystu æsar. Andlát hennar er einstaklega sárt en kennir mér þó hversu mikil- vægt það er að muna að lifa lífinu og hlúa vel að þeim sem standa manni næst. Þetta er nokkuð sem hún gerði alla tíð. Hún var mjög dugleg að ferðast og gera það sem færði henni ánægju. Þetta var eitthvað sem hún minnti mann reglulega á. Lifa lífinu í dag því á morgun gæti það verið of seint. Elsku systir, ég á eftir að sakna þín sárt. Guð geymi þig. Davíð Ólafur. „Núna kveð ég Völu stóru syst- ur mína langt um aldur fram. Við systkinin, Vala, Oddný, ég og Davíð Ólafur voru öll fædd á 6 ára tímabili. Lítill aldursmunur var á okkur sem varð til þess að við þekktumst öll mjög vel. Við stunduðum öll nám við Háteigs- skóla eða Æfingaskólann eins og skólinn hét þá. Mikill metnaður og framtaks- semi hefur alltaf einkennt Völu og var hún iðulega með mörg verk- efni í gangi í einu. Hún var ekki há í loftinu þegar hún byrjaði að bera út Morgunblaðið og selja dagblöð. Hápunkturinn í blaðamennsk- unni var þegar hún birtist í ára- mótaskaupinu við að selja blaðið og var fjölskyldan þá mjög stolt af henni. Fjölskyldan eignaðist snemma kvikmyndavél og því eigum við margar góðar æskuminningar á filmu sem er mjög gott að hugsa til á svona stundu. Við fórum í ógleymanleg æsku- ferð til Lignano á Ítalíu. Á ferða- lagi í bænum varð á vegi mínum lítill flækingskettlingur. Klappaði ég kettlingnum en við fórum án hans. Daginn eftir var kettlingur- inn sem síðar fékk nafnið Bamb- ínó mættur fyrir utan hjá okkur greinilega eftir langa göngu. Tók- um við hann inn og gáfum honum að éta og var hann með okkur það sem eftir var ferðarinnar. Svo kom að að heimferð. Hvað átti að gera við litla kettlinginn? Dýra- læknir var fenginn til að skoða hann, svo ekki væri hann með sjúkdóma. Það kom bara eitt til greina hjá okkar börnunum. Vala tók það að sér að koma honum til Íslands og lifði hann í 12 ár, okkur öllum til mikillar ánægju. Síðar fengum við okkur hund og þeirra sambúð var góð. Vala var mikill dýravinur og hafði snemma áhuga á hestamennsku og átti nokkra hesta. Dóttir mín Ólöf er að stíga sín fyrstu skref í hesta- mennskunni en Vala var alltaf mjög góð við Ólöfu frænku sína. Ég man enn nákvæmlega þann dag sem ég fékk símtal frá Völu fyrir 12 árum og hún stödd á bráðamóttökunni eftir yfirlið og mikinn höfuðverk en ég var þá staddur í tíma uppi á barnaspít- ala. Kom þá í ljós krabbamein í höfði. Gekk á ýmsu þessi 12 ár en það komu þó löng góð tímabil inn á milli. Fæddist m.a. Ingimar Stefán sonur Völu. Bryndís Líf, dóttir Völu, er jafnaldra Ólafar dóttur minnar og hafa þær alla tíð verið góðar vin- konur. Vala var einnig í miklu uppáhaldi hjá Tinnu Katrínu, dóttur minni. Er mér minnisstætt bros um daginn hjá Tinnu Katr- ínu þegar talið barst að Völu. Tinna Katrín sagði að Vala gæfi sér alltaf hálsmen og armbönd og var greinilega ánægð með alla skartgripina í kringum Völu. Þegar Völu fannst að það ætti að vera hægt að veita betri mögu- leika í krabbameinsmeðferð hér á landi þá stofnaði hún fyrirtækið ValaMed í þeim tilgangi í stað þess að kvarta bara yfir heilbrigð- iskerfinu eins og svo margir gera. Reyndi hún ávallt að láta verkin tala og dreif í hlutunum en það var ekki hennar stíll að sitja að- gerðalaus og kvarta. Vala var líka gædd miklum persónutöfrum sem áttu sinn þátt í að hún fékk aðra með sér þegar hún þurfti þess með. Við Soffía og börnin þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar og við munum aldrei gleyma þér Vala mín.“ Oddur Ingimarsson og fjölskylda. Þegar vika var eftir af jarð- nesku lífi Völu sagði hún við okk- ur: „Þetta átti aldrei að fara svona.“ Hún sagði það með hægð og án beiskju. Og þessi unga kona hafði svo sannarlega efni á að segja einmitt það. Ekki aðeins átti hún svo margt ógert, sem frjór hugur, einstök útsjónarsemi og kraftur hefðu tryggt að vel yrði af hendi leyst og þráði heitast að mega fylgja efnisbörnunum sínum tveimur og manninum sín- um áfram veginn inn í framtíðina. En hún hafði líka barist svo hart og hetjulega fyrir því að þetta færi ekki svona. Hún gekk í hverja orrustuna af annarri vafningalaust og hnar- reist. Þekkti út í hörgul hvað yrði gert og hvað hún yrði að þola. Kveinkaði sér ekki né kvartaði. Hélt ótrauð lífi í voninni, þótt hún vissi að líkindareikningurinn væri með úrtölur. Hún var þeirrar trú- ar að í þessu tilviki væri alls ekki útilokað að einmitt tíminn kynni að vinna með henni. Margir góðir læknar gerðu hvað þeir gátu og hin óheillavænlega þróun hægði ekki aðeins á sér, hún stöðvaðist iðulega drjúga stund. Á meðan tóku læknavísindin skrefin í rétta átt og ekkert af því fór fram hjá Völu. Og þótt skrefin væru sum stutt er það þekkt að stundum taka þau óvæntan kipp og staðan gjörbreytist á augabragði. Það getur því öllu skipt að tryggja tíma og svigrúm. Við, sem stóðum nærri, horfð- um með undrun og aðdáun í senn á æðruleysi baráttukonunnar ungu. En svo undarlega sem það hljómar var þessi harðsnúna bar- átta aðeins hluti af lífi Völu öll þessi ár sem hún stóð og stundum óverulegur. Hún var þá með hug- ann allan við samtímann og fram- tíðina með bónda og börnum. Það hlóðust á hana margvísleg verk- efni, enda munaði um hana hvar sem hún kom að verki, og sjálf kastaði hún sér út í önnur, eins og frumkvöðlafyrirtækið ValaMed, sem leitaðist m.a. við að þróa lyfjanæmispróf til að tryggja ein- staklingsmiðaða krabbameins- lyfjameðferð. Og hún ræktaði vináttu við marga og var oftast skammt und- an þegar einhverjir þeirra lentu í andstreymi, sem fæstir komast al- veg hjá. Hún var góð, hlý og hjálp- söm, kappsfull og hvetjandi. Bryndís Líf og Ingimar Stefán hljóta að horfa spurulum augum á eftir móður sinni er hún hverfur úr heimi á viðkvæmu skeiði í þeirra lífi. Síðar meir mun minn- ingin um hana verða þeim sífellt kærari. Bjarni Þórður mun reyn- ast þeim sami kletturinn í tilver- unni og konunni sinni, móður þeirra. Davíð og Ástríður. Þegar Bjarni bróðir minn kynnti til sögunnar hana Völu, einstaklega fallega stúlku, vorum við sátt við að drengurinn væri nú loks kominn í örugga höfn. Vala var á kafi í stjórnmálum og starf- aði þar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Var það hennar helsta áhugamál enda kláraði hún síðar nám í stjórnmálafræði. Hún nýtti sér hæfni sína sem leiðtogi til að gera Vesturbæinn að skemmtilegri og öruggari bæjarhluta. Var ein- beitni hennar í því verkefni aðeins forsmekkurinn að því er koma skyldi. Vala sinnti sínum áhuga- málum af heilum hug og var óbrigðult minni hennar oft það er skipti sköpum. Einhverju sinni fékk ég lánað- an símann hjá Völu þar sem minn var ekki viðlátinn. Ég leitaði uppi sameiginlegan kunningja okkar en uppgötvaði þá að engin voru nöfnin í minni símans. Ég hváði við og komst þá að því að Vala þurfti ekki að geyma símanúmer vina sinna þar sem hún einfald- lega mundi þau öll. Ég komst þá að því að hún var einstökum gáf- um gædd. Við 28 ára aldur greindist Vala með sjúkdóm sem nú hefur lagt hana að velli eftir 13 ára baráttu. Það er engin sanngirni fólgin í því að ung tveggja barna móðir hafi eytt þriðjungi stuttrar ævi sinnar í glímu sem nánast var töpuð fyr- irfram. Fangbrögðin voru þung- stiginn dans. Í stað uppgjafar beindi Vala öll- um kröftum sínum í að leita sér og öðrum lækninga við svipuðum sjúkdómum. Með leiftrandi greind sína að vopni varð hún svo vel að sér að jafnvel færustu lækna rak í rogastans er hún kom þeim í opna skjöldu með þekkingu sinni. Í framhaldi stofnaði Vala, ásamt fleiri fjárfestum, Vala Med sem er þekkingarfyrirtæki í ný- sköpun á sviði krabbameinsmeð- ferðar. Því miður þróuðust mál ekki með þeim hætti er Vala hefði kosið. Tók hún þá ákvörðun um að greiða hluthöfum út stofnfé þeirra. Skildi hún þó einn eftir: sjálfa sig. Slíkur var eldmóður Völu. Með þessari fórn hélt hún fyrirtækinu gangandi og starfar það enn í dag á þeim grunni er Vala lagði. Vala færði okkur öllum til varð- veislu tvo yndislega sólargeisla, Ingimar Stefán og Bryndísi Líf. Hún biðlaði til okkar á dánarbeði að við slægjum skjaldborg utan um fjölskyldu hennar. Öll erum við samstíga í því ljúfsára og sjálf- sagða verkefni. Framundan, í kjölfar áralangs stríðs, er að hlúa að þeim er eftir standa. Völu er hér þökkuð samfylgdin. Stefán, Steinunn og fjölskylda. Frá því að ég fyrst hitti Völu þegar Bjarni Þórður bróðir minn og hún byrjuðu saman árið 1998 fór ekki fram hjá mér að hér var á ferðinni ákveðin og metnaðarfull kona. Orka og dugnaður ein- kenndi Völu en hún var einnig af- burðagreind kona sem vissi hvað hún vildi. Fljótlega eftir að Vala og Bjarni bróðir byrjuðu að búa sam- an kom áfallið sem átti eftir að varpa skugga á líf þeirra næstu þrettán árin. Vala greindist með æxli við heilann. Slíkar fréttir hefðu slegið hvern sem er út af laginu en ekki Völu. Hún tók þess- um sjúkdómi eins og hverju öðru verkefni, með þeim eldmóði og atorku sem einkenndu hana. Hún stundaði líkamsrækt af miklum móð til að styrkja sig og las allt sem hún fann um sjúkdóminn, svo mikið að hún vissi jafnvel meira um sjúkdóminn en sumir læknar sem hún talaði við. Vala lét sér ekki nægja að lesa um sjúkdóm- inn heldur kom sér í kynni við færustu lækna á þessu sviði í Bandaríkjunum og Evrópu sem hún var í stöðugu sambandi við. Þessir menn, sem ég kann ekki að nafngreina, eru svo þekktir í læknaheiminum að þegar Vala nefndi nöfn þeirra urðu menn undrandi yfir því að hún væri þeim málkunnug, hvað þá að hún væri með símanúmerin þeirra. Ekkert gat stoppað Völu í ætlun- arverkinu sem var að sigrast á sjúkdómnum. Ég átti gott samtal við Völu kvöld eitt snemma í vor þar sem við spjölluðum um heima og geima en Vala var þá að klára árs lyfjameðferð. Það var nokkuð dregið af henni, hún átti orðið erf- itt með gang og vinstri höndin orðin lömuð. Það duldist engum að hún var orðin mjög veik og máttfarin. Þegar leið á samtalið spurði ég hana hvernig gengi í lyfjameðferðinni og hvernig hún hugsaði um framtíðina. Vala sagði að læknarnir hefðu sagt að hún ætti hugsanlega eftir að lifa fram í ágúst í sumar og ég spurði hana hvernig henni liði með það. Vala svaraði að hún ætlaði nú fyrst að klára þessa lyfjameðferð og ef hún virkaði ekki þá væru til önnur lyf sem hún ætlaði að prófa og ef þau virkuðu ekki þá væru krafta- verk alltaf að gerast. Þarna var Vala söm við sig. Hún var mann- eskja sem gafst aldrei upp. Því miður hafði sjúkdómurinn yfirhöndina og Vala dó að morgni 1. júní með Bjarna Þórð sér við hlið eftir þrettán ára ofurmann- lega baráttu. Það er ljóst að fólk sem lendir í slíkri lífsbaráttu og Vala og Bjarni Þórður, getur það ekki án stuðn- ings. Ég finn mig knúinn til að þakka þeim sem studdu Völu, Bjarna Þórð og börnin þeirra tvö; Bryndísi og Ingimar þessi erfiðu ár og vil ég sérstaklega þakka þeim systrum Raggý og Mörtu, vinkonum Völu, fyrir ótrúlega tryggð og umhyggju, Birgi Erni og Birnu. Jóni Hauki og Helgu sem fengu tímabundið að búa í kjallaranum hjá Völu og Bjarna Þórði á meðan þau voru að ljúka við að gera upp heimili sitt og frestuðu því síðan að flytja úr kjallaranum þegar ljóst var hvert stefndi. Rannveigu systur, Stein- unni mágkonu og Stefáni bróður, Áslaugu móður okkar fyrir skjólið sem börn Völu og Bjarna áttu og eiga alltaf hjá henni. Það er rík manneskja sem á góða að og Vala var rík. Júlíus Bjarnason. Sumum atvikum í lífinu man maður glöggt eftir og þannig man ég greinilega eftir því þegar ég sá Völu fyrst sem kornabarn. Barns- fæðing er alltaf viðburður, jafnvel í stórum fjölskyldum, og ekkert vekur meiri hamingju en hraust og heilbrigt barn. Vala var skemmtilegur krakki, framfærin og ræðin og alltaf gaman að eiga við hana orð; nærvera hennar var jafnan hlýleg. Ég kynntist henni hins vegar ekki vel fyrr en hún náði unglingsárum en hesta- mennska var áhugamál okkar beggja og arfur frá föður mínum og afa hennar. Hestamennska þýðir í raun margt, allt frá því að mæta út í hús, moka skít og taka á því og til þess að vera þrautþjálfaður knapi í keppni við þá færustu. Mörgum dugir að fara í einstaka útreiðar- túra þótt aðrir ríði vítt og breitt um landið, annaðhvort á þægilegri reið með góðum hópi manna og hesta eða einir í svaðilför. Þá eru allmargir sem einkum hafa áhuga á ræktun. Það fer gjarnan eftir aldursskeiði hvað heillar mest. Vala Ingimarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.