Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 86
86 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Ingimar Stefán, Lillý mín og Ingi- mar, systkini sem og aðrir ætt- ingjar og vinir. Við skulum öll hafa það í huga að þegar við syrgjum Völu erum við að gráta yfir gleðinni í lífi okkar. Um leið og ég þakka þér, Vala mín, fyrir umhyggju þína, trygg- lyndi og lífsgleði, finnst mér við hæfi að kveðja þig með erindi úr ljóði Megasar, Tveimur stjörnum: Já, og andlitið þitt málað. Hve ég man það alltaf skýrt, auglínur og bleikar varir, brosið svo hýrt. Jú ég veit vel, að ókeypis er allt það sem er best, En svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst. (Megas.) Raggý Guðjónsdóttir. Ef ég ætti að lýsa vinkonu minni Völu Ingimarsdóttur í fáum orðum þá koma fljótlega orðin fluggreind, hjálpsöm, áræðin og vönduð upp í hugann. Hún var eldhugi og á stundum fannst henni samferðamenn sínir hreyfa sig fullhægt. Hún lét sig mörg málefni varða og þegar hún tók sér eitthvað fyrir hendur, hvort sem það var á sviði stjórn- mála, sölu- og markaðsmála, fjár- mála, lista eða læknavísinda, þá linnti hún ekki látum fyrr en mál- ið var í höfn. Þetta gerði hún sam- hliða því að berjast fyrir lífi sínu. Hún var mikill mannvinur. Ef hún vissi um einhvern sem átti erfitt eða stóð höllum fæti var hún alltaf fyrst manna til að bjóða fram aðstoð og jafnvel hringja í vini til að kanna hvort þeir gætu einnig komið til hjálpar. Allt virtist leika í höndunum á henni. Hún var þó allra flinkust í því að leiða ólíkt fólk saman og koma þannig hlutum á hreyfingu. Ég kynntist Völu fyrst þegar hún fór að vinna í eignastýringa- deild Kaupþings. Hún kom inn á þeim tíma þegar ákveðin deyfð var yfir þar sem starfsmenn voru enn að horfa upp á afleiðingar netbóluviðskipta og glannalegra og hrokafullra viðskipta sem tengdust þeim. Það var því á brattann að sækja að afla nýrra viðskiptavina. En það verkefni lenti einmitt á borði Völu. Það vakti strax athygli mína hversu áræðin og þorin hún var. Þar sem ekkert kynningarefni var til kom hún að máli við mig til að bera undir mig einhver atriði því tengd. Þá komst ég að því að hún hafði ein síns liðs búið til heilmikið kynningarefni og fljótlega hófst hún handa við að sækja sér við- skiptavini. Það leyndi sér ekki hvað hún hafði gaman af sölumál- um og hún kunni lagið á að fá fólk með sér. Við náðum strax mjög vel saman og það var alveg sér- staklega gaman að vinna með henni. Vala gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og einnig til annarra. Ég held að það hafi nánast allir skrifað undir samning sem komu á fund til hennar. Hún var ein- beitt í sölunni eða allt þar til ákveðnum ómöguleika var náð þ.e. þegar sölumaður missir trúna á vörunni. Vinátta okkar hélt áfram þó svo að við ynnum ekki lengur saman. Hún veiktist fljótlega og ég fór til annarra starfa. Við hringdumst mikið á og töluðum oft langt fram á nótt. Þeir eru ekki margir sem kunna samtíma- söguna jafn vel og Vala gerði. Hún var líka einstaklega næm og gat greint hlutina vel, hvort sem þeir voru á sviði stjórnmála, við- skipta eða bara hversdagslegir atburðir. Hún var góður hlust- andi og var lagin við að lesa í að- stæður, samtöl og jafnframt hvað var ósagt látið. Hún trúði ekki öllu sem henni var sagt og spáði meira í hvað menn gerðu en hvað þeir sögðu. Vala var vissulega dul en það duldist engum að fjölskyldan átti hug hennar allan. Hún var ættrækin og stolt af sínum. Stoltust var hún af börn- unum sínum enda bera þau for- eldrum sínum og fjölskyldunni allri fagurt vitni. Þau eru einstak- lega vel gerð, prúð, listræn og hæfileikarík. Á kveðjustund er hugurinn hjá fjölskyldu Völu: Bjarna Þórði, Bryndísi Líf og Ingimar Stefáni, foreldrum hennar og systkinum. Guð gefi þeim styrk. Anna María Sigurðardóttir. Einstök kona er fallin frá. Vala Ingimarsdóttir og eiginmaður hennar Bjarni Bjarnason eru bú- in að vera samferðafólk mitt í gegnum árin. Eins einkennilega og það kann að hljóma þá varð vinátta okkar Völu dýpri og sterk- ari í byrjun þessa árs þegar hún var orðin mjög lasin. Vildi ég óska þess að við hefðum náð þessum sterku vináttuböndum fyrr. Því Vala var einstök manneskja og kom svo sterkt í ljós hvað hún hafði stórt og fallegt hjarta. Hún hafði endalausan vilja til að leita lausna fyrir verkefnið sitt og ekki síður að finna lausnir fyrir aðra, því hún hafði svo sannarlega mikinn áhuga á velferð annarra. Sem dæmi þegar hún lá bana- leguna og stóð vart í fæturna þá dró hún mig í bíltúr langt í burtu því hún þurfti að sýna mér ákveðnar lausnir sem hún taldi sig hafa fundið til þess að hjálpa mér í mínu verkefni. Svona var Vala alltaf að hugsa um aðra. Þvílíkur baráttuandi sem hún bjó yfir. Við áttum ófá símtöl okk- ar á milli þar sem við ræddum um hvað hægt væri að gera til að ná bug á þessum óvini og um lífið og tilveruna. Vala var mjög húmor- ísk og þegar hún lá sína banalegu þá var húmorinn aldrei langt und- an. Ég er sannfærð að Vala er í jógatíma í sólinni þarna í himna- ríki að borða Marathi-lamb með auka puri og súkkulaðimús en hún var algjör sælkeri og var hún reglulegur gestur á veitingastað okkar hjóna og undir það síðasta þegar hún var orðin rúmföst þá lét hún ekkert stoppa sig og voru farnar ófáar ferðir með mat niður á líknadeild með kræsingar sem hún kunni svo vel að meta. Hún var alltaf svo þakklát. Ég vil enda á því að þakka fyrir þennan dýrmæta og einstaka tíma sem við áttum saman þenn- an síðasta spöl hennar í lífinu. Ég á eftir að sakna hennar mikið en ég veit að hún er ekki langt und- an. Megi fallega vinkona mín hvíla í friði. Ég vil votta fjölskyldu Völu mína dýpstu samúð. Guð gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Kittý Johansen. Ég og Bogi heitinn, eiginmaður minn, bjuggum lengst af okkar hjúskaparárum á Flókagötu fyrir ofan Lönguhlíð. Þar var gott að vera enda bjó mikið öndvegis fólk á þeim hluta götunnar. Einn góð- ur granni var Oddur Ólafsson læknir og fjölskylda hans, en þau bjuggu í næsta húsi við okkur. Eftir að Oddur féll frá og fjöl- skyldan hafði flutt úr götunni flutti elsta dóttir hans, Lillý Val- gerður, aftur í sama hús, en hún og Ingimar höfðu þá stofnað fjöl- skyldu og eignast Völu. Fljótlega fór litla stúlkan að venja komu sína yfir í húsið til mín og þá stofnaðist vinskapur milli okkar sem stóð allt þar til yfir lauk. Árin liðu hratt og allt í einu var Vala orðin stúdent og síðan stjórnmálafræðingur. Hún og Bjarni stofnuðu fjölskyldu og eignuðust Bryndísi Líf og Ingi- mar Stefán. Heimili þeirra var fallegt og alltaf var efnt til hátíð- arhalda þegar viðburðir voru hjá fjölskyldunni. Þaðan á ég margar góðar minningar. Við Vala bröll- uðum líka ýmislegt saman og meðal annars eru mér minnis- stæðar innkaupaferðir okkar fyr- ir jól með viðkomu á veitingastað. Einnig fórum við vorið 2012 í vikuferð til Boston en ekki var hægt að hugsa sér betri ferðar- félaga en Völu. Við höfðum rætt að fara aftur saman til útlanda en svo leið tíminn og allt í einu var það orðið of seint. Eftir sit ég og sakna sárt minnar góðu vinkonu sem hafði svo margt að bjóða. Nú kveð ég Völu með þessu ljóði og votta Bjarna, börnum þeirra, foreldrum hennar og öðr- um ættingjum mína dýpstu sam- úð. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Sigrún Sigurþórsdóttir. Strax við fyrstu viðkynni fund- um við að Völu einkenndi kraftur, gleði og ákveðni. Vala var eigin- kona æskuvinar okkar Bjarna Þórðar. Hún hafði góða og sterka nærveru og það þurfti ekki marg- ar samverustundir til að komast að því hversu atorkusöm og dríf- andi Vala var. Hún hafði skoðan- ir, var mjög lausnarmiðuð og hrinti þeim hugmyndum í fram- kvæmd sem henni fannst vit vera í. Vala var glæsileg kona og hafði næman smekk fyrir því sem var gott og fagurt. Heimili Völu og Bjarna ber þess glöggt merki, er fallegt og einkennist af hlýju. Við hugsum með söknuði til Völu og erum þakklát fyrir góðar sam- verustundir. Hugur okkar er hjá Bjarna Þórði, Bryndísi Líf og Ingimar Stefáni og við sendum þeim, foreldrum og systkinum Völu okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Gunnar Alexander Ólafsson, Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir. Vala kom inn í stóran og sam- heldinn vinahóp okkar þegar hún og Bjarni Þórður kynntust. Á þessum árum vorum við mörg hver erlendis og hittum því Völu fyrst við mismunandi tilefni. Það var þó sameiginleg upplifun okk- ar allra hve Vala var glæsileg og ófeimin. Hún var sérstaklega glaðvær og hláturmild. Það gust- aði af henni. Vala var líka óvenjulega áhugasöm kona, bæði um menn og málefni. Hún hafði sterkar skoðanir og lá ekkert á þeim. Hins vegar gat hún alveg unnt fólki að hafa sína skoðun. Það var gaman að rökræða hlutina við Völu, hvort sem menn voru sam- mála eða ekki. Henni nægði þó ekki að hafa skoðanir á málum, því hún var kona athafna. Ef það var eitthvert mál sem henni fannst mikilvægt þá dreif hún í að koma því á framfæri og fylgja því eftir uns það var komið í höfn. Vala var virk í félagsmálum og viðskiptum en líka virkur þátt- takandi í lífi fólks og vel inni í málefnum líðandi stundar. Vala bjó yfir þeim hæfileika að tengja saman fólk með mismunandi þekkingu og bakgrunn til þess að koma hlutum í kring. Þrátt fyrir langvinn veikindi Völu og misjafna líðan, þá var samstaða, dugnaður og æðruleysi hennar og Bjarna ótrúlegt. Vala lagði oft mikið á sig til þess að verja tíma með vinum sínum. Við höfum átt margar ánægjustundir saman: matarklúbb, árlega sum- arhátíð í sveitinni og jólaboð. Við munum sakna Völu og minnast hennar með mikilli hlýju. Við vottum Bjarna, Bryndísi, Ingi- mari og öðrum aðstandendum innilega samúð okkar. Ari og Sigrún Elva, Ágúst og Chien Tai, Árni Oddur og Eyrún Lind, Börkur og Elín, Egill og Lilja Björk, Gísli og Guðrún, Þórir og Valdís. Vala vinkona mín kvaddi of snemma. Ég fékk að fylgja henni síðasta spölinn og sá hvernig kláraðist úr stundaglasinu, hægt og bítandi. Vala tók örlögum sín- um af reisn og hugrekki. Það lýsir henni vel að alveg til hins síðasta var hún að velta fyrir sér högum og líðan annarra. Ég var undirbú- inn þegar tíðindin bárust en engu að síður var kveðjan erfiðari en ég bjóst við. Eftir baráttu Völu síðustu ár velti fyrir mér réttlæti og sanngirni og ég velti einnig fyrir mér hvernig hver og einn tengist á lífsleiðinni. Eftir stend- ur að Vala og Bjarni hafa verið sannir vinir mínir í langan tíma, það er ekkert dýrmætara á lífs- leiðinni en að hafa gott fólk í kringum sig. Skarð Völu verður ekki fyllt, tengingu okkar verður ekki lýst á annan hátt en að á milli okkar hafi verið ósýnilegur þráð- ur. Það er gott að hafa vissu um vin, við áttum öruggt bakland hvort í öðru. Völu tókst að búa til svona teningar víðsvegar með alls konar fólki. Faðmur hennar var víður sem gerði hana að mikl- um húmanista. Vala var líka frumkvöðull, hugmyndarík og framkvæmdaglöð, sem er besta blandan. Það var alltaf gaman að ræða við hana um stjórnmál, þar hafði hún sterkar skoðanir og var óhrædd. Svo áttum við skap sam- an, það er órætt hugtak en svo- leiðis var það. Margra ára veikindi mörkuðu Völu en hún lifði ekki í skugga veikindanna heldur í von og hún barðist. Á hálfri ævi áorkaði hún meiru en margir ná á heilli. Ég lærði margt af Völu og er fyrst og fremst þakklátur fyrir tímann okkar saman. Kæru Bjarni, Bryndís og Ingi- mar, ég, Sunna og stelpurnar vottum ykkur okkar innilegustu samúð, þið eigið allan okkar kær- leik og vináttu, nú sem og alltaf. Birgir Örn Birgisson og fjölskylda. Saga Völu Ingimarsdóttur er hetjusaga. Hún fékk það hlutverk í lífinu að berjast við erfiðan sjúk- dóm. Sem sá frumkvöðull og eld- hugi sem hún var lét hún ekki bugast, heldur leitaði leiða sem gætu gagnast henni sjálfri og ekki síður öðrum í svipuðum sporum. Hún var óþreytandi að kynna sér nýjungar og möguleika við meðhöndlun krabbameins. Hún stofnaði fyrirtækið ValaMed sem hafði að markmiði að sníða krabbameinslyfjameðferð að hverjum einstaklingi. Vala var einstakt dæmi um manneskju sem tekur fulla ábyrgð á eigin lífi. Að gefast upp eða leggja árar í bát voru hugtök sem ég held hún hafi ekki skilið. Hún var jákvæð og létt í lund, hafði góða nærveru og kímnigáfu. Þó að við Vala værum náskyld þekktumst við ekki mikið framan af. Ég var svo lánsamur að kynn- ast Völu þegar hún fór þess á leit við mig að ég kæmi inn í fyrirtæki hennar og tæki sæti í stjórn. Þetta leiddi til afar ánægjulegs samstarfs og í kjölfarið góðra kynna við Völu og Bjarna. Ég og kona mín þökkum hlýjar mót- tökur á fallegu og rausnarlegu heimili þeirra á Einimel. Við Vala Ingimarsdóttir Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MATTHILDUR JÓNSDÓTTIR, Réttarholti á Skagaströnd, áður búsett í Brekku á Djúpavogi, lést á dvalarheimilinu Sæborg á Skagaströnd föstudaginn 5. júní. Útförin fer fram frá Hólaneskirku laugardaginn 13. júní kl. 14. . Sigurbjörn Björgvinsson, Guðrún Jóna Björgvinsdóttir, Rögnvaldur Ottósson, Bjarni Ottósson, Ársæll Anton Ottósson, Erlingur Sigurjón Ottósson, Áslaug Ottósdóttir. Okkar elskulega mamma og amma, BRYNDÍS M. FRIÐÞJÓFSDÓTTIR, Álfkonuhvarfi 37, Kópavogi, kvaddi þennan heim 7. júní eftir virðingarverða baráttu við krabbamein. Fallegri og yndislegri manneskju er ekki hægt að finna og hennar verður sárt saknað. Jarðarförin verður þriðjudaginn 16. júní kl. 15 í Grafarvogskirkju. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarfélög. . Hanna Maja, Elísabet Hanna og Óskar. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANA EYJÓLFSDÓTTIR, Bræðraborgarstíg 38, Reykjavík, sem lést 29. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 12. júní kl. 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Blindrafélagið, Umhyggju eða önnur líknarfélög. . Sigurður Rúnar Gíslason, Karl Helgi Gíslason, Guðrún Bjarnadóttir, Kjartan Gíslason, Auðna Ágústsdóttir, Hjalti Gíslason, Svanfríður Snorradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og systir okkar, JÓHANNA GUÐJÓNSDÓTTIR, Grund í Skorradal, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi aðfaranótt laugardagsins 6. júní. Útför hennar verður gerð frá Reykholtskirkju föstudaginn 12. júní kl. 15. . Davíð Pétursson, Pétur Davíðsson, Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir, Jens Davíðsson, Sigrún J. Steindórsdóttir, Guðrún Davíðsdóttir, Njörður Stefánsson, Guðjón Elías Davíðsson, Þuríður Kr. Sigurðardóttir, Skúli Guðjónsson, Friðrik Guðjónsson og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRGUNNUR ÞORGRÍMSDÓTTIR, Seljalandi 7, Reykjavík, andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 5. júní. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 15. júní kl. 13. . Margrét Guðmundsdóttir, Andri Jónasson, Steinunn Ó. Guðmundsdóttir, Guðrún G. Guðmundsdóttir, Sigmundur Guðmundss., Guðmundur I. Guðmundsson, Danuta Mamczura, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.