Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 50
50 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 VIÐTAL Brynja Dögg Guðmundsd. Briem brynjadogg@mbl.is Doktor Páll Ragnar Karlsson lauk meistaragráðu í sameindalíffræði og doktorsgráðu í læknavísindum við Háskólasjúkrahúsið í Árósum í Dan- mörku árið 2013. Hann starfar nú sem vísindamaður á Miðstöð verkja- rannsókna í Dan- mörku og stjórnar stórum rannsóknar- verkefnum á sviði taugafræða. Rannsóknirnar eru tímafrekar, dýrar og yfir- gripsmiklar en nái þær tilgangi sín- um má gera ráð fyrir að skilningur geti aukist umtalsvert á taugasjúk- dómum eins og taugabólgum og MND-sjúkdómnum. Með auknum skilningi er síðan auðveldara að þróa betri lyf. Alvarlegur fylgisjúkdómur Páll hefur yfirumsjón með stóru verkefni sem tengist taugaverkjum og taugabólgum hjá sykursjúkum. Miðstöð verkjarannsókna í Dan- mörku hefur verið að rannsaka og meðhöndla taugabólgur, en um afar óþægilegan kvilla er að ræða sem oft- ast er fylgisjúkdómur. Sjúkdómurinn kemur til dæmis í kjölfar sykursýki, krabbameinslyfjameðferðar HIV- smits eða annarra sjúkdóma. Tauga- bólgur eru almennt ólæknanlegar en verkjamiðstöðin sér um að greina verkina og slá á þá með verkjastill- andi lyfjum. „Oft koma þó tauga- þræðirnir aftur og einkennin minnka ef það tekst að lækna undirliggjandi sjúkdóminn sem var orsök þess að taugabólgan kom,“ segir Páll. „En það er langt í frá hægt í öllum til- vikum.“ Athygli vakti hjá rannsóknar- miðstöðinni að meirihluti sjúklinga sem voru að missa taugaþræði var sykursjúkur. Því var Páll fenginn til að rannsaka þennan hóp sérstaklega. „Allt að helmingur sykursjúkra fá fylgikvilla sem lýsir sér þannig að þau missa taugaþræðina, en taugaþræð- irnir gera það að verkum að við get- um fundið sársauka og skynjun. Þessir sjúklingar fá eitthvert form af taugabólgu. Margir sykursjúkra sjúklinga finnst eins og þeir gangi á bómull, finna ekki mun á heitu og köldu og sumir geta ekki drukkið heita eða kalda drykki. Þeir tauga- þræðir sem eftir eru geta ekki skráð þessi skilaboð rétt. Um það bil fimmt- ungur til fjórðungur af öllum sykur- sýkissjúklingum fá verki ofan í þetta, en það eru sömu taugarnar sem skynja verki. Öll snerting sem vana- lega er ekki sársaukafull verður sárs- aukafull. Sjúklingarnir geta til dæmis ekki sofið með sæng eða verið í sokk- um, teygjan í sokknum þrýstir of mikið á húðina. Þeir taugaþræðir sem eru eftir í húðinni eru þá orðnir of- urnæmir svo það þarf minni ertingu til að sjúklingurinn finni sársauka,“ segir Páll. Hann segir markmið verk- efnisins vera að tengja saman virkni tauga við útlit þeirra og komast að því hvað það sé í taugaþráðunum sem gefi einkennin. Prófar efni úr chili-pipar Sérstaklega er reynt að finna út hvers vegna sjúklingar sem fá sams konar niðurstöður úr húðsýni hafa ólík sjúkdómseinkenni. Þá er hann einnig að prófa áhrif kapsaísíns á sykursjúka, en það er virka efnið í chili-pipar, efnið sem gefur sterka bragðið. Vonar Páll að rannsóknir hans leiði til aukins skilnings svo að hægt verði að útbúa betri lyf. Páll sinnir rannsóknunum í sam- starfi við Oxford-háskóla í Bretlandi og Johns Hopkins-spítalann í Balti- more. Hann hlaut rausnarlegan rann- sóknarstyrk en miðstöðin sem hann starfar hjá hefur einnig fengið styrk til rannsóknar á efninu. Í rannsókn- arteymi Páls starfa 7-10 ein- staklingar, einungis í þessu verkefni um taugabólgur hjá sykursjúkum. „Á allri verkefnamiðstöðinni erum við samt í kringum 20 manns í heild- ina, sem komum á einn eða annan hátt að þessum rannsóknum,“ segir Páll. Hann segir Dani leggja talsvert meira upp úr taugarannsóknum en Íslendinga, en lítil vitneskja virðist vera meðal íslenskra lækna um þessi einkenni. Algengt sé að sjúklingar á Íslandi leiti til Páls út af taugabólgum þar sem þeim finnist þeir mæta skiln- ingsleysi og úrræðaleysi hér á landi. Rannsakar mýs með MND Páll kemur einnig að rannsókn taugahrörnunarsjúkdómsins MND. Rannsóknin fer fram með þeim hætti að húðsýni er tekið frá erfðabreyttum músum sem sýktar hafa verið með MND-sjúkdómnum. Stofnfrumur eru svo ræktaðar úr sýnunum og fleiri hundruð efna prófuð á frumurnar. Í raun er verið að skoða hvort frum- urnar líti betur út eftir á og ef svo er er viðkomandi efni rannsakað og prófað áfram. „Við endum svo von- andi með lista yfir 10, 20, 30 efni sem okkur finnst lofa góðu. Þá tökum við sýni frá MND-sjúklingum og ræktum upp stofnfrumur frá þeim og stjórn- um þeim svo þær verði að tauga- frumum og prófum þessi lofandi efni á þeim. Ef við erum mjög heppnir endum við með eitt til tvö efni sem við getum prófað aftur og gert rannsóknir með,“ segir Páll. Hann segir ferlið með sjúklingana hið sama og með mýsnar. Um það bil 10% af MND- sjúklingum hafi MND út af erfðagalla en þessar framleiddu mýs hafa þenn- an sama erfðagalla og mennskir sjúk- lingar. „Þær eiga þá erfitt með gang, geta ekki borðað og deyja svo nokkra mánaða gamlar vegna þess að vöðv- arnir verða það máttlausir að þær hætta að geta andað, rétt eins og til- fellið er hjá sjúklingunum,“ segir Páll. Hann gerir ráð fyrir að rannsóknin taki að lágmarki þrjú til fjögur ár, en hún fer fram á Háskólasjúkrahúsinu í Árósum. Páll fékk til liðs við sig ís- lenskan læknanema, Helga Krist- jánsson, og vonast þeir til að geta fundið út heppilegt efni sem nota megi í lyf fyrir MND-sjúklinga. Stærsta MND-verkefni í heimi „Svo er annað MND-verkefni sem við erum að vinna að líka. Við erum að aðstoða MND-félagið á Íslandi, þetta er stærsta MND-verkefni heims og mörg lönd taka þátt. Markmiðið er að safna upplýsingum frá 15 þúsund MND-sjúklingum. Það eru tekin blóðsýni úr sjúklingunum og gerð svokölluð fullraðgreining á þessum sjúklingum. Með þessu er reynt að finna fleiri gen sem valda því að fólk fær MND,“ segir Páll. Löndin safna öll blóðsýnum til að gera greininguna, en mikilvægt er að fá stórt úrtak. Öll- um sýnum er svo safnað í gagna- banka sem vinnur úr þeim. Páll segir kosti þessarar stóru rannsóknar fyrst og fremst felast í því að finna öll gen sem valdi MND, en nú er aðeins vitað um hluta þeirra. Takist að finna öll genin sem valda sjúkdómum verði auðveldara að greina sjúkdóminn og skilja, en það muni auðvelda ferlið við að búa til lyf við sjúkdómnum. Eina lyfið sem til er fyrir MND-sjúklinga heitir Riluzole, en það lengir líf sjúklinganna að með- altali um þrjá mánuði. Vonast eftir betri lyfjum  Íslendingur í Árósum stjórnar rannsóknum á sviði taugafræði  Vinnur m.a. að rannsókn á MND-sjúkdómnum  Telur skorta á vitneskju íslenskra lækna á taugabólgum og einkennum þeirra Ljósmynd/Danish Pain Research Center Rannsóknir Á myndinni má sjá miðstöð verkjarannsókna í Danmörku. Í miðstöðinni fer fram umfangsmikið rann- sóknarstarf á taugabólgum hjá sykursjúkum undir stjórn dr. Páls Ragnars Karlssonar. Páll Ragnar Karlsson Taugafræði Rauðu strikin á mynd- inni eru taugar sem stjórna meðal annars sársauka í líkamanum. Von er á um 350 nemendum á aldr- inum 12-16 ára í Háskóla Íslands í dag í hinn árlega Háskóla unga fólksins. Kennsla stendur yfir 10.-13. júní og þar munu nemendurnir ungu kynna sér greinar sem kenndar eru við HÍ, t.d. friðarfræði, hjartaskurðlækningar og forritun. Háskóli unga fólksins hefur notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár og færri komist að en vilja. Nemendur bjuggu til sína eigin stundatöflu þar sem valið stóð á milli 35 námskeiða og 13 þemadaga af öllum fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Um 90 fræðimenn og nemendur við háskólann koma að kennslunni, m.a. nýkjörinn rektor Háskóla Íslands, Jón Atli Benediktsson. 12-16 ára flykkjast í Háskóla Íslands www.gulimidinn.is Hugsaðu um heilsuna Guli miðinn fylgir þér alla ævi frá upphafi Fæst í öllum helstu apótekum, heilsubúðum og matvöruverslunum B-SÚPER - Sterk blanda B vítamína Húð, hár og andoxun, orka og kraftur, streita og taugarnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.