Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 12
Skólalíf F.v. nemendur í B-bekknum, hver með sína hallærislegu inniskó, á A-bekkjarmyndinni er Aldís Unnur fimmta frá vinstri og Jörgen yst til vinstri í efstu röð, nemendur í skólaferðalagi.
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Aldís Unnur Guðmundsdóttirí A-bekknum var fyrstistúdentinn í fyrsta árgangistúdenta sem útskrifuðust
frá Menntaskólanum við Hamrahlíð.
Fyrir 45 árum, hinn 15. júní 1970,
beið hún að eigin sögn svolítið sveitt í
lófunum í hátíðarsal skólans eftir að
Guðmundur Arnlaugsson rektor kall-
aði hana upp á svið til að afhenda
henni prófskírteinið. Athöfnin þótti
svo merkur viðburður að sjónvarpið
var mætt á staðinn og ábúðarmiklir
menntamálaráðherra og borgarstjóri
vermdu þar bekki.
„Aðstæður mínar voru svolítið
sérstakar, ég eignaðist barn í miðjum
stúdentsprófum og var nánast nýstig-
in af sæng í útskriftinni. Þegar ég
horfði á upptöku RÚV mörgum árum
síðar sá ég greinilega hversu tauga-
óstyrk ég var. En athöfnin var mjög
ánægjuleg og ég segi stundum að
helsta afrekið á mínum ferli sé að
hafa verið fyrsti stúdentinn sem út-
skrifaðist frá MH, segir Aldís.
Mikil er þeirra ábyrgð
Þá þótti einnig merkilegt þegar
téður árgangur mætti við skólasetn-
ingu haustið 1966. Fjölmiðlar létu
þann viðburð heldur ekki framhjá sér
fara og í texta við mynd af hluta hóps-
ins sem birtist í einu dagblaðanna
stóð: „Alla sína menntaskólatíð verða
þeir í efsta bekk skólans og á þeim
hvílir sú ábyrgð að skapa þann anda
sem ríkja mun í skólanum í framtíð-
inni.“ Þessir ábyrgðarmiklu fyrrver-
andi nemendur skólans fagna út-
skriftarafmæli sínu um helgina eins
og þeir hafa gert með mismunandi
hætti á fimm ára fresti síðan þeir
settu upp hvítu húfurnar. Núna er
meiningin að keyra í rútu og ganga
um Hvalfjörðinn, síðan verður fagnað
með kvöldverði og glasaglaumi á
Nauthóli eins lengi og úthaldið leyfir.
Aldís verður ræðumaður kvöldsins.
Trúlega er hún sú samstúdenta
sinna sem mest tengsl hefur haft við
sinn gamla skóla því lungann úr
starfsævinni var hún sálfræðikennari
í MH, samtals í rúman aldarfjórðung.
Eiginmaður hennar og samstúdent,
Jörgen Pind, sálfræðiprófessor við
HÍ, kenndi þar líka um margra ára
skeið. Ástin kviknaði í sameiginlegum
boðum í kjölfar stúdentsprófsins.
„Við vorum bekkjarsystkini í 7 og 8
ára bekk í Ísaksskóla og síðan aftur
síðustu tvö árin í latínudeild MH.
Mér fannst hann svolítið vilja leiða
umræðurnar í tímunum, draga að sér
athyglina og fara út í eitthvað allt
annað en kennarinn vildi tala um,“
rifjar Aldís upp. „En við höfum átt
farsælt hjónaband,“ bætir hún við.
Innanskólahjónabönd
Í árganginum 1970 urðu til
fleiri hjónabönd, kannski
óvenjumörg segir Aldís
vegna þess að fyrsta árið
a.m.k. var hvorki hægt að
horfa til neðribekkinga né
efribekkinga eftir kær-
ustum. Og það sem meira er,
bætir hún við, hafi flest
hjónaböndin haldist, t.d.
hjónaband Kristínar Björg-
vinsdóttur, fyrrverandi bóka-
safnsstjóra í FA, og Kára
Kaaber, framkvæmdastjóra
Stofnunar Árna Magnússonar,
Matthildar Helgadóttur og Tómasar
Óla Jónssonar viðskiptafulltrúa, bú-
sett í Hamborg, Mörtu Ólafsdóttur
líffræðings og Sigurðar Stefánssonar
læknis, Þóru Kristinsdóttur kennara,
og Þorvalds Karls Helgasonar guð-
fræðings. „Svo þegar annar árgangur
kom í skólann eignuðust einhverjir
kærustur úr honum, Gestur Jónsson
lögfræðingur og Margrét Geirsdóttir
bókasafnsfræðingur urðu hjón sem
og Eiríkur Tómasson lögfræðingur
og Þórhildur Líndal, lögfræðingur og
fyrrverandi umboðsmaður barna.“
Aldís telur heldur ekki ósenni-
legt að líkur bakgrunnur hafi hvort
tveggja orðið til þess að unga fólkið
valdi MH umfram aðra framhalds-
skóla sem og að það paraði sig síðan
saman í svona miklum mæli. Sjálf fór
hún og hennar nánustu vinkonur úr
landsprófi frá Gagnfræðaskóla Kópa-
vogs í MH fyrir tilstuðlan kennara
þeirra, þjóðsagnapersónunnar – eins
og hún segir, Jóns Böðvarssonar,
sem var að færa sig um set yfir í MH.
„Hann nappaði okkur og nánast öll-
um landsprófsbekknum með sér í
MH. Við höfðum fengið bréf sent
heim eftir landsprófið þar sem okkur
var gefinn kostur á að velja annað-
hvort MH eða MR. Mér finnst eig-
inlega skömm frá því að segja að ég
ætlaði að velja MR, hélt að þar fengi
ég traustari menntun og svo fannst
mér meira spennandi að vera líka
með eldri nemendum í skóla … og
var nú satt að segja frekar að hugsa
um piltana í því samhengi,“ segir Al-
dís og hlær.
Meintur rígur milli MH og MR
Þrátt fyrir að hafa haft efasemd-
ir í byrjun sér hún ekki eftir að hafa
látið nappa sér í MH. „Ég hef þá lífs-
skoðun að það sem getur virst von-
brigði og er kannski ekki nákvæm-
lega það sem maður stefndi að, er
manni iðulega til góðs.“
Talið berst að meintum ríg milli
MH og MR, en nemendur MH voru
upp til hópa taldir hippar og róttækl-
ingar. Var hún kannski hvort
tveggja? „Ég var ekki fremst í flokki
hippamenningarinnar, en var þó rót-
tæk í stjórnmálaskoðunum. Ég og
fleiri í árganginum ásamt nokkrum
kennaranna, til dæmis Jóni Böðv-
arssyni og Jóni Hannessyni ensku-
kennara, tókum þátt í Keflavíkur-
göngunni. Okkur þótti MR-ingar
óskaplega borgaralegir og hallir undir
ríkjandi skoðanir í þjóðfélaginu. Mig
rámar í að einhvern tímann hafi hópur
MH-inga farið í heimsókn í MR og
komið hafi til einhverra pústra, en
annars held ég að þetta hafi verið
meira í nösunum á okkur. Enginn ríg-
ur var á milli MH og Versló á þessum
árum svo ég muni, en síðar þegar ég
fór að kenna í MH varð ég vör við að
nemendur mínir höfðu þá staðalímynd
að þar væru pabbadrengir og upp-
rennandi kaupsýslumenn.“
Aldís hætti kennslu fyrr en hún
ætlaði sér vegna þess að þeim hjónum
bauðst vetrardvöl í Kaupmannahöfn í
fyrra og þá ákvað hún að fara á eft-
irlaun. „Árgangurinn minn verður 65
ára í ár og er því samkvæmt þroska-
sálfræðinni kominn á elliárin. Ég held
að fæstir úr mínum árgangi upplifi sig
þannig, flestir eru enn að vinna og
sjálf lít ég á árin sem eftir eru sem
skemmtilegt æviskeið.“
Ljúfir og tilfinningalega opnir
En fannst Aldísi einhver munur
á nemendum sínum annars vegar og
samnemendum sínum hins vegar?
„Því er oft haldið fram að ung-
lingarnir séu óalandi og óferjandi, en
það er ekki mín reynsla. Unga fólkið
er afskaplega vel gert og hefur til að
bera ýmsa eiginleika sem síður ein-
kenndu okkur, það er tilfinningalega
opnara og hreinlega ljúfara í viðmóti,
bæði gagnvart hvert öðru og kenn-
urum og starfsmönnum skólans. Mér
fannst óskaplega gefandi að kenna
þessum ungmennum og hef ekki
áhyggjur af framtíð þjóðarinnar.“
Árgangurinn 1970 samanstóð af
rúmlega 120 nemendum, þar af voru
stelpur innan við 30%. Undanfarið
segir Aldís að hlutfallið hafi nánast
snúist við, aukinheldur sem stelpur
taki til sín flest verðlaun fyrir góðan
námsárangur og kynjahlutfall hafi
breyst meðal kennara. Hún segir að
sinn árgangur hafi átt því láni að
fagna að hafa haft framúrskarandi
kennara. Auk Jóns Böðvarssonar eru
henni minnisstæðastir Teitur Bene-
diktsson latínukennari og Vigdís
Finnbogadóttir frönskukennari.
Úr skólalífinu er henni einna
minnisstæðust sagan af Jóni Böðv-
arssyni og inniskónum. „Þegar við
hófum skólagöngu var einungis
komin ein álma byggingarinnar og
framkvæmdir stóðu yfir. Nemendur
þurftu því að ösla í mikilli for til að
komast inn í skólann. Ein skólasyst-
ir mín og vinkona hafði keypt handa
okkur forláta, hvít, uppreimuð stíg-
vél, sem okkur hafði dreymt um að
spóka okkur í innan veggja skólans.
Þeir draumar rættust ekki því Jón
Böðvarsson, sérskipaður inniskóa-
meistari, skipaði öllum að fara úr
skónum og ganga í inniskóm. Svo
stóð hann í stigaganginum, strang-
ur á svip, og horfði á fæturna á okk-
ur.“
Smart og sæt
Þrátt fyrir allt vildu róttækling-
arnir í MH nefnilega vera smart. „Við
vorum með forgangsröðina á hreinu,“
upplýsir Aldís og minnist þess að
ónefnd skólasystir hennar sagði
einu sinni að sér væri alveg sama
þótt hún fengi ekki háar einkunnir,
bara að hún væri sæt. Hún segir að
sem fyrsti árgangur skólans hafi
nemendur þurft að byggja upp fé-
lagslífið sjálfir. „Við stofnuðum mál-
fundafélag þar sem alls konar málefni
voru tekin fyrir, sem sýna að við vor-
um afskaplega alvarlega þenkjandi
og tókum okkur hátíðlega. Til að
mynda var rætt um trúmál, stríðið í
Víetnam, hægri akstur og kynferð-
ismál en reyndar ekki frelsun geir-
vörtunnar.“
Ekki var samt allt á svona prúð-
um nótum. Að sögn Aldísar var haldið
alræmt partí í Bolholti sem ekki var
beinlínis til að auka hróður nemenda
og var árgangurinn 1970 þar ekki
undanskilinn. „Skólaball á vorönn
1968 var leyst upp af því að það þótti
ekki fara nægilega vel fram. Nokkrir
höfðu leigt húsnæði í Bolholti fyrir
eftirpartí og þá tók ekki betra við því
allt fór úr böndunum, húsmunir voru
brotnir og þvíumlíkt. Lögreglan var
kvödd á vettvang og Guðmundur
rektor, sem var mjög vandur að virð-
ingu sinni og skólans, sá sér ekki ann-
an kost en að senda 80 nemendum
áminningarbréf og foreldrum þeirra
sömuleiðis þar sem þeir voru upp-
lýstir um óreglu og óásættanlega
framkomu afkvæma sinna.“
Góðir og gegnir
þjóðfélagsþegnar
Ekki urðu frekari eftirmál, en
raunar telur Aldís fullvíst að árgang-
urinn 1970 hafi ekki átt stóran hlut að
máli og að óboðnir gestir hafi fremur
valdið uslanum. Að minnsta kosti
urðu flestir í hennar árgangi góðir og
gegnir borgarar, þjóðþekktir margir
hverjir og sérfræðingar á sínu sviði.
„Sláandi margar stúlkur í ár-
ganginum fóru í félagsráðgjöf og fé-
lagsfræði, allmargar í lífeindatækni,
en slík störf þóttu – eins og þá var
sagt, heppileg kvennastörf. Á þessum
tíma voru bara 11% í hverjum ár-
gangi í landinu sem tóku stúdents-
próf. Langflestir í mínum árgangi
fóru í framhaldsnám eftir stúdents-
próf, nokkrir í sálfræði, læknisfræði,
lögfræði og í guðfræði,“ segir Aldís,
sem hlakkar til að hitta sína gömlu
skólafélaga á föstudaginn og rifja upp
gamlar minningar.
Menntaskóli hippanna – 45 árum síðar
Fyrstu stúdentar Menntaskólans við Hamrahlíð ætla
að gera sér glaðan dag saman á 45 ára útskriftar-
afmæli sínu um helgina – eins og þeir hafa gert á
fimm ára fresti síðan þeir settu upp hvítu húfurnar
við hátíðlega athöfn í hálfköruðum skólanum forðum
daga. Fyrsti stúdentinn, Aldís Unnur Guðmunds-
dóttir, úr A-bekknum rifjar upp gamlar minningar.
Morgunblaðið/Eggert
Þekktir borgarar úr MH Í tilefni út-
skriftarinnar gáfu nemendur út bók
með teikningum af kennurum og
nemendum. Efst t.v. Vigdís Finn-
bogadóttir, fyrrverandi forseti Ís-
lands og frönskukennari, þá Selma
Guðmundsdóttir, píanóleikari og
dúxinn í árganginum, Sigtryggur
Sigtryggson, fréttastjóri Morg-
unblaðsins, og til hægri er Gestur
Jónsson lögfræðingur.
Aldís í A-bekknum Aldís Unnur var fyrsti
stúdentinn sem útskrifaðist frá MH.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015