Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 49
skipið tók niðri. Í ljós kom að vikið hafði verið frá stefnunni og því fór sem fór. Kristján fór síðastur frá borði. „Það var gömul lending á þeim slóðum sem hann fór upp. Það var haft þarna fyrir utan og hann fór yfir haftið á flóðinu og alveg upp í fjör- una. Svo þegar flæddi að aftur um kvöldið var hann nánast laus,“ sagði Kristján. Þá var varðskipið Ægir komið á strandstaðinn. Kristján sagði að ekki hefði tekist að koma dráttartaug í land frá varðskipinu vegna brims. Reynt var að halda við skipið með jarðýtum svo það sneri beint upp í landið. Ekki varð neitt ráðið við veðrið og brimið og tókst ekki að draga togarann á flot. Kristján hélt áfram sem skipstjóri um tíma en fór svo í land og var hafn- arstjóri í Þorlákshöfn í tíu ár. Á því tímabili fór hann tvisvar austur að strandstað Surprise. „Í fyrra skiptið var það mikið af hvalbaknum (fremst á skipinu) upp úr að ég sagði við Ágúst í Sigluvík að ef hann gæti náð festingapollunum skyldi ég kaupa þá til að setja upp í Þorlákshöfn. Mig vantaði alltaf polla. Það varð þó ekkert úr því,“ sagði Kristján. Í seinna skiptið sem hann kom á fjöruna var allt horfið í sand- inn nema að stefnið af togaranum stóð upp úr. Skrokkurinn hafði brotnað í tvennt og grafist í sandinn. Kristján sagði að sandurinn þarna væri síbreytilegur og á mikilli hreyf- ingu. Á tímabili var komin talsverð sandfjara framan við flakið og það var þá uppi á kambinum. Nú er skrokkurinn í flæðarmálinu. Af kynnum sínum af Landeyja- sandi kvaðst Kristján telja að Land- eyjahöfn yrði seint til friðs vegna þessa stöðuga og mikla sandburðar. Síðasta morse-neyðarkallið Ólafur Vignir Sigurðsson var 21 árs gamall loftskeytamaður á Sur- prise. Hann var sofandi þegar togar- inn strandaði og vaknaði við höggið þegar skipið tók niðri. Ólafur dreif sig strax fram úr og kveikti á send- unum. „Skipstjórinn sagði mér að senda neyðarkall. Ég gerði það og það var síðasta neyðarkall sem sent var frá íslensku skipi á morsi. Við sendum líka neyðarkall með talstöð. Togarar svöruðu á morsinu og meira að segja skip sem var í Norðursjó. Morsið heyrðist um allar jarðir á næturnar.“ Loftskeytastöðin í Vestmanna- eyjum svaraði talstöðvarkallinu og voru björgunarsveitir kallaðar út auk þess sem hafnsögu- og dráttar- báturinn Lóðsinn fór af stað frá Eyjum. Skipverjar héldu fyrst að þeir væru strandaðir á svipuðum slóðum og Landeyjahöfn er núna. Lóðsinn miðaði togarann út og björgunarsveitum var beint á réttan stað. Stuttbylgjuloftnetið slitnaði og sagðist Ólafur hafa brugðið á það ráð að nota stóra ljósaperu inni í loft- skeytaklefanum sem loftnet. Það virkaði ágætlega. Hann sagði að við hristinginn hefði kviknað í blýklædd- um köplum og var slökkt í þeim með blautum sjóvettlingum og öryggin tekin úr. Fann hann fjósalykt? Guðjón Ingvarsson var 17 ára kyndari á Surprise og yngsti skip- verjinn þegar togarinn strandaði. Blaðamanni var sögð saga af því að Guðjón hefði verið á vakt niðri í vélarrúmi um nóttina. Undir morgun hefði hann þurft að bregða sér upp á dekk til að kasta af sér vatni. Það var talsverð undiralda og lélegt skyggni í ljósaskiptunum. Þegar Guðjón kom aftur niður í vél spurði hann vélstjór- ann hvort það gæti verið að hann hefði fundið fjósalykt uppi á dekki? Vélstjórinn sagði honum að láta ekki nokkurn mann heyra aðra eins vitleysu því það yrði gert grín að honum ævilangt ef hann orðaði þetta við nokkurn mann! „Mig rámar nú eitthvað í þetta,“ sagði Guðjón og hló þegar sagan var borin undir hann. „Þetta var ein- hvern veginn þannig að ég fór þarna upp og mér fannst ég sjá ljós í landi og finna einhverja lykt. En ég var beðinn að steinþegja yfir því á sínum tíma og láta ekki nokkurn mann vita!“ Guðjón man vel þegar skipið tók niðri. „Hann sigldi yfir rif að mig minnir áður en hann stoppaði. Ég fann vel höggið þarna niðri í vélar- rúmi. Svo lagðist hann aðeins í aðra hliðina,“ sagði Guðjón. Þá tók við bið- in eftir að koma björgunarstólnum í land. Keypti skipsflakið Georg Ormsson, vélvirkjameistari í Keflavík, keypti flakið af Surprise og vann að því ásamt aðstoðar- mönnum að bjarga verðmætum úr skipinu. Georg náði fljótlega til baka því sem hann lagði í kaupin með því að selja kopar og ýmsar vélar og tæki. Hann sagði að það hefði verið töluverð vinna að hirða það sem nýti- legt var. „Ég hef verið að þessu í þrjú til fjögur ár þegar veður gaf,“ sagði Georg. „Ég tók myndir til að sýna hvernig er með sandinn þarna fyrir austan. Togarinn lá oftast nær á síð- unni. Svo fór það eftir sandinum hvort hann var að grafast eða ekki. Sandurinn er svo ólmur þarna. Það er alveg met. Stundum var togarinn alveg hreint uppi og stundum alveg á kafi.“ Georg sagði að þegar þeir tóku skrúfuna af togaranum hefði svo ört grafist að skipinu að hann hefði þurft að saga öxulinn, enda var hann búinn að selja skrúfuna. Loftmyndir ehf. Landeyjasandur Hvolsvöllur Landeyjahöfn Sigluvík Hó lsá Strandstaður Surprise X Ljósmynd/Georg Ormsson Surprise GK 4 Togarinn strandaði 5. september 1968. Áhöfninni, 23 sjómönnum, var bjargað í land. FRÉTTIR 49Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 534 1020 Ármúla 7, Reykjavík - www.jofur.is Helgi BjarnasonÓlafur JóhannssonMagnús KristinssonSigurður J. SigurðssonBergsveinn Ólafsson Helgi Már Karlsson Bíldshöfði 9, 110 Árbær Til leigu 10.000 fm verslunar- og eða iðnaðarhúsnæði á 2 hæðum við Bíldshöfða. Góð staðsetning og næg bílastæði við húsið. Hægt er að leigja húsið í heild sinni eða hluta. Nánari upplýsingar veitir: Ólafur Jóhannsson S: 824-6703 Selhella 3, 221 Hafnarfjörður Til leigu 1.600 fm iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði. Í húsinu m.a. laus 480 fm. vinnslusalur sem getur hentað undir alls kyns iðnað og 880 fm. skrifstofurými á 2 hæðum. Hægt er að taka hluta af húsinu eða allt. Nánari upplýsingar veitir: Ólafur Jóhannsson S: 824-6703 Grensásvegur 14, 108 Austurbær Til leigu 642 fm lager- og iðnaðarhúsnæði í miðju borgarinnar. Stórar innkeyrsludyr. Mögulegt að vera með skrifstofur í hluta húsnæðisins. Nánari upplýsingar veitir: Ólafur Jóhannsson S: 824-6703 Miðhella 4, 221 Hafnarfjörður Til leigu 336,2 fm iðnaðarbil í Miðhellu í Hafnarfirði. Mjög mikil lofthæð og mjög háar innkeyrsludyr. Hentar fyrir ýmiskonar iðnað. Á jarðhæðinni eru 249,2 fm og á annarri hæð eru 87,0 fm sem henta fyrir skrifstofu, kaffistofu og ofl. Nánari upplýsingar veitir: Ólafur Jóhannsson S: 824-6703 Skemmuvegur, 200 Kópavogur Til leigu 918 fm. iðnaðar- og lagerhúsnæði. Húsnæðið er á tveimur hæðum, 750 fm. efri hæð og svo 168 fm. neðri hæð. Möguleiki á að skipta húsnæðinu í minni einingar. Malbikað bílaplan. Nánari upplýsingar veitir: Ólafur Jóhannsson S: 824-6703 Skútuvogur 13A, 104 Vogar Til leigu 775 fm skrifstofuhúsnæði í Skútuvogi. Hentar einkar vel fyrirtæki sem þarf að vera með skýra deildarskiptingu. Fundar- herbergi, eldhús og öll aðstaða til staðar fyrir 50+ manns vinnustað. Nánari upplýsingar veitir: Ólafur Jóhannsson S: 824-6703 JÖFUR KYNNIR TIL LEIGU EIGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.