Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 108

Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 108
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 161. DAGUR ÁRSINS 2015 Það rignir stimpilgjöfum á N1 í sumar! Vegabréf N1 fylgir Morgunblaðinu í dag. Safnaðu stimplum því í hvert skipti færðu skemmtilega stimpilgjöf. Þegar Vegabréfið er fullstimplað skilarðu því inn á næstu N1 stöð og getur átt von á glæsilegum vinningum. VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. „Hann hoppaði á milli steina“ 2. Ær drepast í stórum stíl 3. Missti 95 kíló en situr uppi með … 4. Grimmileg hefnd nautsins »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Listahátíðin Festisvall, sem haldin var fyrsta sinni í Hjartagarðinum á Menningarnótt 2010, fagnar fimm ára starfsafmæli í ár með myndlistar- sýningum og tónleikum í fjórum borgum Evrópu og hefur afmælis- verkefnið hlotið nafnið Festisvall Fünf. Myndlistarsýning 20 hollenskra, þýskra og íslenskra listamanna verð- ur sett upp í borgunum auk þess sem tónleikar í það minnsta þriggja ís- lenskra hljómsveita verða haldnir í Leipzig, Berlín og Amsterdam. Hátíð- in verður fyrst haldin í Reykjavík á Menningarnótt, 22. ágúst, og verður þema hennar „matur“. Myndlistarsýningin verður sett upp í almenningsrými á Hverfisgötu í samstarfi við Kex Hostel á Menning- arnótt, 22. ágúst, og tónleikarnir fara fram degi fyrr í Iðnó þar sem fram koma Berndsen, Hermigervill, Good Moon Deer, M-Band og East of My Youth. Árni Már Erlingsson og Dóra Hrund Gísladóttir, sem sjást á mynd- inni, standa að Festisvallinu. Ljósmynd/Vigdís Erla Guttormsdóttir Festisvall Fünf haldin í fjórum borgum Á fimmtudag Norðaustan og austan 5-10 m/s. Skýjað og skúrir eða rigning en þurrt að kalla á Vesturlandi. Hiti frá 3 stigum í inn- sveitum á Norðausturlandi upp í 12 stig á Suðvesturlandi. Á föstu- dag og laugardag Hæg breytileg átt og skúrir. Hiti 6 til 12 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Breytileg átt, 3-8 m/s og skúrir eða dálítil rigning víða um land. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast syðst. VEÐUR Nú þegar er orðið ljóst að minnst þrír íslenskir íþrótta- menn geta verið á meðal kepp- enda á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári. Enn eru 14 mán- uðir þar til leikarnir verða sett- ir í Ríó, en afar sjaldgæft er að Íslendingar séu búnir að ná lágmörkum með slíkum fyrir- vara. Sú staðreynd er enn merkilegri ef horft er til þess að kröfurnar hafa verið hertar bæði varðandi frjálsar íþróttir og sund. »4 Lágmörkum náð óvenjusnemma Íslenska karlalandsliðið í handknatt- leik mætir Ísrael í Tel Aviv síðdegis í dag, en það er næstsíðasti leikur liðs- ins í undankeppni EM 2016. Sigur ásamt hagstæðum úrslitum í leik Serba og Svartfellinga síðar í kvöld gæti tryggt liðinu farseðl- ana til Póllands en annars ráðast úr- slitin í loka- leiknum gegn Svartfjalla- landi í Laugar- dalshöll um næstu helgi. »1 Ísland gæti tryggt sér sæti á EM í kvöld „Við þurfum að fá meiri hreyfingu hjá mönnum í þessum leik, og fleiri þurfa að þora að fá boltann og gera eitt- hvað. Þá verður þetta bara eins og venjulegur leikur hjá Íslandi, og við höfum verið mjög góðir í flestum leikjum í þessari undankeppni,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson um leikinn mikilvæga gegn Tékkum á Laugar- dalsvellinum á föstudag. »2 Meiri hreyfingu og fleiri þurfa að þora ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kótelettan BBQ Festival fer fram á Selfossi um helgina og er þetta í sjötta sinn sem hátíðin er haldin. „Þetta er fjölmennasta grill- og tónlistarveisla landsins, við fengum um 15 þúsund gesti í fyrra og þeim fer fjölgandi,“ segir Einar Björns- son, helsti skipuleggjandi hátíðar- innar. Einar er hljóðmaður og hefur séð um ýmsa þjónustu eins og til dæm- is hljóðkerfi, ljós, svið og fleira á hátíðum um allt land í 23 ár. Hann rekur skemmtistaðinn Hvítahúsið á Selfossi, þar sem hann hefur við- haldið sveitaballamenningunni og hefur séð um Útvarp Suðurlands undanfarin átta ár. Hann segist hafa gengið með hugmynd um mat- ar- og tónlistarhátíð í fimm ár áður en hún hafi orðið að veruleika og stöðugt sé verið að bæta við og laga til þess að gera hana þéttari. Í anda Rio de Janeiro „Ég sá fyrir mér kjötkveðjuhátíð í anda hátíðarinnar í Rio de Jan- eiro, en úr varð hátíð þar sem blandast músík, matur og barna- skemmtanir eins og þekkist víða um heim, sérstaklega í Bandaríkj- unum og Bretlandi. Við söfnuðum saman því sem okkur finnst skemmtilegast með það að mark- miði að fólk hafi gaman af lífinu.“ Boðið verður upp á viðamikla dagskrá. Íslenskir matvælafram- leiðendur kynna afurðirnar og gefa fólki að smakka, gestir fara heim að grilla klukkan sex á laugardag, senda myndir frá grillveislunni og klukkan níu verður flottasta grill- veislan verðlaunuð. Tónlistarhátíð verður í Hvítahúsinu föstudags- og laugardagskvöld og sérstök fjöl- skylduskemmtun verður á Mið- bæjartúni eftir hádegi á sunnudag. Keppnin Götugrillmeistari Íslands verður haldin í samstarfi við Götu- grill Securitas, Weber á Íslandi og Kjarnafæði. „Þetta er einföld og skemmtileg keppni þar sem átta keppendur keppa sín á milli í að grilla íslenskan mat á sjóðheitum kolagrillum á 30 mínútum,“ segir Einar. „Á þessari skemmtun koma allar kynslóðir saman og tónlistar- veislan er miðuð við alla á aldrinum 18 til 78 ára, þar sem landslið tón- listarmanna skemmtir,“ heldur hann áfram. Stefnt er að því að vekja athygli á hátíðinni erlendis, meðal annars til þess að fá erlenda matgæðinga í heimsókn. „Markmiðið er að fá Gordon Ramsay eða Jamie Oliver á næsta ári,“ segir Einar. „Það verð- ur ekki aðeins upplyfting fyrir há- tíðina heldur mikil auglýsing fyrir íslenskan matvælaiðnað.“ Grillað og sungið á Selfossi  Kótelettan BBQ Festival haldin í sjötta sinn Fjölskylduskemmtun Kótelettan er skemmtun fyrir alla aldursflokka og þar koma kynslóðirnar saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.