Morgunblaðið - 10.06.2015, Qupperneq 108
MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 161. DAGUR ÁRSINS 2015
Það rignir
stimpilgjöfum
á N1 í sumar!
Vegabréf N1 fylgir
Morgunblaðinu í dag.
Safnaðu stimplum
því í hvert skipti færðu
skemmtilega stimpilgjöf.
Þegar Vegabréfið er
fullstimplað skilarðu
því inn á næstu N1
stöð og getur átt von á
glæsilegum vinningum.
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420
1. „Hann hoppaði á milli steina“
2. Ær drepast í stórum stíl
3. Missti 95 kíló en situr uppi með …
4. Grimmileg hefnd nautsins
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Listahátíðin Festisvall, sem haldin
var fyrsta sinni í Hjartagarðinum á
Menningarnótt 2010, fagnar fimm
ára starfsafmæli í ár með myndlistar-
sýningum og tónleikum í fjórum
borgum Evrópu og hefur afmælis-
verkefnið hlotið nafnið Festisvall
Fünf.
Myndlistarsýning 20 hollenskra,
þýskra og íslenskra listamanna verð-
ur sett upp í borgunum auk þess sem
tónleikar í það minnsta þriggja ís-
lenskra hljómsveita verða haldnir í
Leipzig, Berlín og Amsterdam. Hátíð-
in verður fyrst haldin í Reykjavík á
Menningarnótt, 22. ágúst, og verður
þema hennar „matur“.
Myndlistarsýningin verður sett
upp í almenningsrými á Hverfisgötu í
samstarfi við Kex Hostel á Menning-
arnótt, 22. ágúst, og tónleikarnir fara
fram degi fyrr í Iðnó þar sem fram
koma Berndsen, Hermigervill, Good
Moon Deer, M-Band og East of My
Youth. Árni Már Erlingsson og Dóra
Hrund Gísladóttir, sem sjást á mynd-
inni, standa að Festisvallinu.
Ljósmynd/Vigdís Erla Guttormsdóttir
Festisvall Fünf haldin
í fjórum borgum
Á fimmtudag Norðaustan og austan 5-10 m/s. Skýjað og skúrir
eða rigning en þurrt að kalla á Vesturlandi. Hiti frá 3 stigum í inn-
sveitum á Norðausturlandi upp í 12 stig á Suðvesturlandi. Á föstu-
dag og laugardag Hæg breytileg átt og skúrir. Hiti 6 til 12 stig.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Breytileg átt, 3-8 m/s og skúrir eða dálítil
rigning víða um land. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast syðst.
VEÐUR
Nú þegar er orðið ljóst að
minnst þrír íslenskir íþrótta-
menn geta verið á meðal kepp-
enda á Ólympíuleikunum í Ríó
á næsta ári. Enn eru 14 mán-
uðir þar til leikarnir verða sett-
ir í Ríó, en afar sjaldgæft er að
Íslendingar séu búnir að ná
lágmörkum með slíkum fyrir-
vara. Sú staðreynd er enn
merkilegri ef horft er til þess
að kröfurnar hafa verið hertar
bæði varðandi frjálsar íþróttir
og sund. »4
Lágmörkum náð
óvenjusnemma
Íslenska karlalandsliðið í handknatt-
leik mætir Ísrael í Tel Aviv síðdegis í
dag, en það er næstsíðasti leikur liðs-
ins í undankeppni EM 2016. Sigur
ásamt hagstæðum úrslitum í leik
Serba og Svartfellinga
síðar í kvöld gæti
tryggt liðinu farseðl-
ana til Póllands en
annars ráðast úr-
slitin í loka-
leiknum gegn
Svartfjalla-
landi í
Laugar-
dalshöll
um
næstu
helgi.
»1
Ísland gæti tryggt sér
sæti á EM í kvöld
„Við þurfum að fá meiri hreyfingu hjá
mönnum í þessum leik, og fleiri þurfa
að þora að fá boltann og gera eitt-
hvað. Þá verður þetta bara eins og
venjulegur leikur hjá Íslandi, og við
höfum verið mjög góðir í flestum
leikjum í þessari undankeppni,“ segir
Gylfi Þór Sigurðsson um leikinn
mikilvæga gegn Tékkum á Laugar-
dalsvellinum á föstudag. »2
Meiri hreyfingu og
fleiri þurfa að þora
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Kótelettan BBQ Festival fer fram á
Selfossi um helgina og er þetta í
sjötta sinn sem hátíðin er haldin.
„Þetta er fjölmennasta grill- og
tónlistarveisla landsins, við fengum
um 15 þúsund gesti í fyrra og þeim
fer fjölgandi,“ segir Einar Björns-
son, helsti skipuleggjandi hátíðar-
innar.
Einar er hljóðmaður og hefur séð
um ýmsa þjónustu eins og til dæm-
is hljóðkerfi, ljós, svið og fleira á
hátíðum um allt land í 23 ár. Hann
rekur skemmtistaðinn Hvítahúsið á
Selfossi, þar sem hann hefur við-
haldið sveitaballamenningunni og
hefur séð um Útvarp Suðurlands
undanfarin átta ár. Hann segist
hafa gengið með hugmynd um mat-
ar- og tónlistarhátíð í fimm ár áður
en hún hafi orðið að veruleika og
stöðugt sé verið að bæta við og laga
til þess að gera hana þéttari.
Í anda Rio de Janeiro
„Ég sá fyrir mér kjötkveðjuhátíð
í anda hátíðarinnar í Rio de Jan-
eiro, en úr varð hátíð þar sem
blandast músík, matur og barna-
skemmtanir eins og þekkist víða
um heim, sérstaklega í Bandaríkj-
unum og Bretlandi. Við söfnuðum
saman því sem okkur finnst
skemmtilegast með það að mark-
miði að fólk hafi gaman af lífinu.“
Boðið verður upp á viðamikla
dagskrá. Íslenskir matvælafram-
leiðendur kynna afurðirnar og gefa
fólki að smakka, gestir fara heim að
grilla klukkan sex á laugardag,
senda myndir frá grillveislunni og
klukkan níu verður flottasta grill-
veislan verðlaunuð. Tónlistarhátíð
verður í Hvítahúsinu föstudags- og
laugardagskvöld og sérstök fjöl-
skylduskemmtun verður á Mið-
bæjartúni eftir hádegi á sunnudag.
Keppnin Götugrillmeistari Íslands
verður haldin í samstarfi við Götu-
grill Securitas, Weber á Íslandi og
Kjarnafæði. „Þetta er einföld og
skemmtileg keppni þar sem átta
keppendur keppa sín á milli í að
grilla íslenskan mat á sjóðheitum
kolagrillum á 30 mínútum,“ segir
Einar. „Á þessari skemmtun koma
allar kynslóðir saman og tónlistar-
veislan er miðuð við alla á aldrinum
18 til 78 ára, þar sem landslið tón-
listarmanna skemmtir,“ heldur
hann áfram.
Stefnt er að því að vekja athygli
á hátíðinni erlendis, meðal annars
til þess að fá erlenda matgæðinga í
heimsókn. „Markmiðið er að fá
Gordon Ramsay eða Jamie Oliver á
næsta ári,“ segir Einar. „Það verð-
ur ekki aðeins upplyfting fyrir há-
tíðina heldur mikil auglýsing fyrir
íslenskan matvælaiðnað.“
Grillað og sungið á Selfossi
Kótelettan BBQ
Festival haldin í
sjötta sinn
Fjölskylduskemmtun Kótelettan er skemmtun fyrir alla aldursflokka og þar koma kynslóðirnar saman.