Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 89

Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 89
MINNINGAR 89 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 „Þú veist að þú ert ekki Sandari bú- settur hér,“ gall í hraustlegum manni þegar hann steig út úr bílnum sínum og hélt í áttina til mín þar sem ég bar inn búslóðina á Selhólinn. „Ég veit það Skúli, hér er ég Kefsari,“ var mitt svar, eins og íbúar á Hellissandi austan Hösk- uldarár kalla sig. Bros kom á varir gestsins og síðan hláturinn sem verður alltaf tengdur minningu hans í kjölfarið og svo kom: „Það er nú gott að skólastjórinn getur svarað fyrir sig.“ Þar hófust kynni mín af Skúla. Glettnin frá fyrsta degi. Skúli var einstakur hugsjóna- maður sem leiftraði af. Fram á síð- asta dag vann hann ötullega að sínum hugðarefnum sem flest snerust á einhvern hátt að byggja upp sína heimabyggð, hvort sem var þorpið hans á Hellissandi eða samfélagið á Snæfellsnesi. Eitt sinn vorum við báðir fulltrúar á fundi þar sem átti að koma fram með hugmyndir um líf á Snæfells- nesi eftir 40 ár, þar átti hann ansi margar og töluvert framsýnar og ævintýragjarnar. Í kaffipásunni Skúli Alexandersson ✝ Skúli Alexand-ersson fæddist 9. september 1926. Hann lést 23. maí 2015. Útför hans fór fram 31. maí 2015. spurði ég hann hvort hann hefði ekkert hugsað sér að hægja á sér í samfélagsmál- unum og slaka á í eldri borgara starfi, þá var svarið einfalt: „Nei, blessaður vertu, það eru aðrir í því, það þarf ein- hvern til að hugsa fyrir framtíðinni“ og svo kom fyrrnefndur hlátur. Í starfi mínu sem skólastjóri leitaði ég oft til Skúla enda afar fróður um sögu svæðisins og stað- hætti, nokkuð sem varð kjarni skólastefnu sem ég veit að hann var afar ánægður með. Hann átti það til að koma við hjá mér á rúnt- inum með Hrefnu sinni, stoppaði bílinn og skrúfaði rúðuna niður áð- ur en kallið kom. „Komdu, ég ætla að sýna þér svolítið sem þú þarft að þekkja“. Auðvitað hlýddi ég og rúntarnir skiluðu nýrri þekkingu á sögu, landafræði eða dýralífi á nesinu glæsilega. Sumir enduðu heima hjá honum á Hraunásnum þar sem hann dró fram hluti til að sýna mér og þar fór margur merkilegur fjársjóðurinn. Í samtölum okkar kom fyrir að ég skaut fram hugmynd og þá kom hvatning frá honum til baka, „hvað heldur þú“ algengt við- kvæðið áður en við héldum áfram að velta upp hugmyndum sem margar hverjar náðu framgangi. Við fráfall skilur Skúli eftir sig stórt skarð. Til að fylla það þarf marga einstaklinga hið minnsta. Hvarvetna er hægt að horfa til minnisvarða um ævistarf þessa höfðingja en mætustu minnis- varðana um gengna einstaklinga er að finna í hugskotssjónum okk- ar sem þá lifum. Þar kemur upp myndasmiður- inn í Lionsklúbbnum og ákveðnin í uppstillingum, varkári ökumaður- inn sem stoppaði hiklaust ef kríur settust á götuna og hinn natni eig- inmaður sem passaði alltaf upp á Hrefnu sína. Ótal eru þeir minn- isvarðarnir sem án vafa munu koma upp í kollinn á meðan ég geng mína lífsgötu og ég veit ég mun rifja upp ráð hans til mín á þeirri leið. Skúli vinur minn hefur gengið þá götu á enda. Heldur nú út í sól- arlagið og siglir af stað til drauma- landsins, sem er örugglega sam- einuð táknmynd lítillar víkur undir fossi og fallegs þorps undir Jökli. Far þú vel, vinur! Ættingjum sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur, þeirra er missirinn mestur og söknuðurinn dýpstur. Magnús Þór Jónsson. Það var rétt liðinn mánuður frá því ég heyrði í Skúla Alexand- erssyni í síma þegar fréttin barst af andláti hans. Hann virtist hress og var að forvitnast um ráðstefnu um Spánverjavígin og atburði sem henni tengdust hér syðra. Jón lærði var honum þá sem oftar of- arlega í huga, enda ekki langt á milli fæðingarstaða þeirra á Ströndum, en hálf fimmta öld skildi þá að í tíma. Á ferð um Reykjarfjörð 1996 var mér bent á æskuheimili Skúla og mér fannst sitthvað í fari hans færast nær eft- ir að hafa farið um þær mögnuðu slóðir. Við Skúli áttum samleið á Al- þingi í 12 ár í þingflokki Alþýðu- bandalagsins sem á þeim tíma átti tvívegis aðild að ríkisstjórnum. Hann var einlægur sósíalisti og samvinnumaður og lítil byggðar- lög áttu í honum vísan stuðnings- mann. Þingmenn flokksins voru um 10 talsins á þessu skeiði og þegar þrír ráðherrar úr þeim hópi sátu í ríkisstjórn reyndi mikið á þá „óbreyttu“ sem sæti áttu í mörg- um þingnefndum. Alþingi var á þessum árum fram til 1991 deilda- skipt og Skúli átti allan sinn þing- tíma sæti í efri deild. Hann rækti störf sín á Alþingi af mikilli sam- viskusemi og var í senn traustur og skemmtilegur félagi. Hvar sem leið hans lá fylgdi honum hvellur hlátur og gamansemi. Miðaldra var hann kosinn á þing og hafði þá öðlast margháttaða reynslu af þátttöku í atvinnulífi, bæði við verslunarstörf og útgerð. Nýttist sú reynsla honum og þingflokkn- um vel og ekki síður þekking hans á sveitarstjórnarmálum. Eftir að leiðir okkar skildi við Austurvöll heyrði ég öðru hvoru í Skúla, ekki síst vegna áhuga hans á náttúruvernd og útivistarmál- um. Hann átti góðan og farsælan hlut að undirbúningi þjóðgarðs- stofnunar undir Jökli, sem varð að veruleika árið 2001 eftir nær 30 ára meðgöngutíma. Ferðamál voru honum líka hjartfólgin og hann átti sjálfur margar ferðir um landið með Hrefnu sinni. Nálægt aldamótum lágu leiðir okkar sam- an í Eldgjá og sumarið 2008 heim- sóttum við Kristín hann á Hellis- sandi og nutum ógleymanlegrar leiðsagnar hans á heimaslóð. Sam- félagið undir Jökli og Vesturland allt átti í honum traustan mál- svara til hinstu stundar. Slíkra er gott að minnast að leiðarlokum. Hjörleifur Guttormsson. Með Skúla Alexanderssyni gengnum hverfur á braut enn einn félaginn úr þingflokki Alþýðu- bandalagsins, eins og hann var saman settur þegar ég bættist í þann hóp. Skúli var þar hress, upplífgandi og góður félagi. Hann var atorkusamur í þingstörfum og beitti sér sérstaklega í atvinnu-, byggða- og samgöngumálum. Skúli ræktaði kjördæmi sitt af mikilli alúð og var eins og þeyti- spjald á ferðinni um það þvert og endilangt að sækja fundi og hvers kyns athafnir. Ég naut fljótlega góðs af rækt- arsemi Skúla við kjördæmið í þeim skilningi að hann nýtti sér vel nýliðann í þingflokknum sem var óðfús að læra og ólatur til ferðalaga. Skúli dreif mig með sér á fundaflakk og ferðalög og var ekki í kot vísað að fara undir hans leiðsögn um Snæfellsnes eða hvar annars staðar sem það var í kjör- dæminu. Eftirminnilegust er mér samt heimsóknin á hans æsku- stöðvar í Árneshrepp á Ströndum. Ég var þá orðinn landbúnaðar- og samgönguráðherra og afréðst með okkur Skúla að fara í heim- sókn í Strandasýslu að Árnes- hreppi meðtöldum. Fundað var með heimamönnum á nokkrum stöðum og síðan farið í heimsóknir og réð Skúli fyrir öllu í þeim efn- um. Að afloknum fundi í Árnesi kvað Skúli á bakaleiðinni inn í Djúpavík eina heimsókn eftir sem ekki mætti bregðast og það var til frú Regínu Thorarensen á Gjögri. Er mér sú heimsókn ógleymanleg eins og ferðin öll og dugði til vin- áttu milli okkar Regínu meðan bæði lifðu. Skúla Alexanderssyni lá hátt rómur og hann hló hressilegar en flestir aðrir menn. Við höfðum það stundum á orði við hann þeg- ar hann hafði verið að taka símtöl í litla símaklefanum inn af Hlað- búð, þingflokksherbergi Alþýðu- bandalagsins, og ekki heyrst þar mannsins mál fyrir raddstyrk og hlátrasköllum Skúla þótt bak við lokaða hurð væri, af hverju hann notaði ekki síma þegar hann væri að tala vestur á Snæfellsnes. Skúli Alexandersson lauk far- sælum þingmannsferli með sæmd, en lét ekki þar við sitja. Að honum loknum sneri hann sér óskiptur að því að vinna sínu heimahéraði og samfélagi gagn og gerði það þannig að aðdáunarvert var og um munaði. Þegar ég sem atvinnu- og nýsköpunarráðherra var mættur vestur í Stykkis- hólmskirkju fyrir þremur árum eða svo til að vera við afhendingu menningarstyrkja fyrir hönd samstarfsverkefnis mennta- og menningarráðuneytis og atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytis, hvern hitti ég þá þar nema Skúla? Og ekki bara einu sinni, heldur tvisvar eða þrisvar, kom kempan upp til að taka við styrkjum fyrir hönd verkefna sem hann var pott- urinn og pannan í. Góður félagi og traustur maður með ríka réttlætiskennd og sterk- ar rætur í lífsbaráttu alþýðu- manna til sjávar og sveita er kvaddur með Skúla Alexand- erssyni. Ég votta Hrefnu, börnum hans og öðrum aðstandendum samúð mína. Steingrímur J. Sigfússon. Fáir menn hafa haft eins afgerandi og mótandi áhrif á utanríkisþjónustu Íslands og Halldór Ásgrímsson sem nú er látinn langt um aldur fram. Kynni mín af Halldóri hófust fyrst árið 1997 þegar ég hóf störf í utanríkis- þjónustunni. Ég átti því láni að fagna að fá strax í upphafi verk- efni sem kröfðust mikilla sam- skipta við hann. Þetta voru verk- efni sem lutu að norrænni samvinnu og ekki síst vegna for- mennsku Íslands í ráðherra- nefnd Evrópuráðsins í Strass- borg árið 1999. Formennskan í Evrópuráðinu, á hálfrar aldar afmæli þess, var viðamikið verkefni fyrir íslenska utanríkisþjónustu og um leið kærkomið tækifæri til að árétta stuðning Íslands við vernd og eflingu mannréttinda, lýðræð- isþróun og friðsamlega lausn deilumála í álfunni. Á þessum tíma gegndi Evrópuráðið sér- stöku hlutverki í uppbyggingar- starfi á Balkanskaga eftir átökin þar. Formennska Íslands í Evr- ópuráðinu krafðist mikillar þátt- töku Halldórs sem utanríkisráð- herra. Meðal mikilvægustu verkefna Íslands var að greiða fyrir aðild nýrra ríkja að ráðinu og beita sér fyrir auknu sam- starfi Evrópuráðsins við ESB og ÖSE ásamt því að stuðla að af- námi dauðarefsinga, sem þá voru leyfðar í Úkraínu. Á for- mennskutímabilinu var Halldór í fyrirsvari fyrir Evrópuráðið gagnvart öðrum alþjóðastofnun- um, stýrði ráðherrafundum ráðs- ins og sat einnig fyrir svörum sem formaður ráðherranefndar- Halldór Ásgrímsson ✝ Halldór Ás-grímsson fædd- ist 8. september 1947. Hann lést 18. maí 2015. Útför hans fór fram 28. maí 2015. innar hjá Evrópu- ráðsþinginu í Strassborg. For- mennskuhlutverkið leysti hann frábær- lega af hendi af staðfestu og yfir- vegun svo að eftir var tekið. Þar naut hann reynslu sinnar og yfirgripsmikillar þekkingar á efna- hags- og alþjóða- málum og hæfileikans við að skilja kjarnann frá hisminu. Hann var mjög vinnusamur og ósérhlífinn í störfum sínum og minnist ég þar sérstaklega vinnuheimsóknar hans til Bosníu og Hersegóvínu þetta sama ár í því skyni að styðja við þarlenda lýðræðisþróun og aðild Bosníu að Evrópuráðinu. Halldór Ásgrímsson var afar farsæll í starfi sínu sem utanrík- isráðherra í tæpan áratug. Hann hafði mikinn metnað fyrir hönd utanríkisþjónustunnar og sterka framtíðarsýn á framþróun henn- ar til að standa vörð um hags- muni Íslands. Í tíð hans sem ut- anríkisráðherra varð Ísland sífellt virkari þátttakandi í al- þjóðlegu samstarfi og tók í aukn- um mæli að sér forystuhlutverk á alþjóðavettvangi. Það voru for- réttindi að vinna fyrir hann sem embættismaður í utan- ríkisráðuneytinu og eiga vináttu hans. Halldór var heilindamaður, réttsýnn og orðheldinn svo af bar. Á seinni árum hittumst við sjaldnar enda landfræðilega langt á milli okkar. Ávallt urðu þó fagnaðarfundir þegar við hitt- umst og rifjuðum upp minnis- stæð atvik úr starfi utanríkis- þjónustunnar. Mér er efst í huga þakklæti fyrir nær tveggja ára- tuga samstarf og vináttu sem aldrei bar skugga á. Að leiðarlokum sendi ég Sig- urjónu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur frá Washington. Emil Breki Hreggviðsson. Ég og Hörður vorum vinir í yfir 40 ár. Við kynnt- umst þegar hann kom í Menntaskól- ann á Akureyri ásamt nokkrum jafnöldrum sínum frá Vest- mannaeyjum árið 1973. Seinna störfuðum við báðir í sjávarút- vegi og höfðum því alltaf um margt að ræða. Við vorum einn- ig báðir sannir Manchester United menn og fórum eina ferð með strákana okkar á leik í Hörður Óskarsson ✝ Hörður Ósk-arsson fæddist 18. ágúst 1957. Hann lést 16. maí 2015. Útför Harðar var gerð 30. maí 2015. Manchester. Ég gat alltaf stólað á að Hörður vissi hvernig veið- arnar gengu, hvernig verðþróun var á afurðum og fleira sem máli skipti eftir að ég fjarlægðist sjávar- útveginn. Og flest okkar samtöl hóf- ust með því að koma þeim málum á hreint. Hörður var greindur og glöggur og hreint frábær bókhaldsmað- ur. Ég hef starf míns vegna þurft að hafa viðverur í Vestmanna- eyjum síðastliðin tvö ár og því haft sérstaklega mikil tengsl við Hörð og hans fjölskyldu. Hann reyndist mér einstaklega hjálp- legur með ýmislegt, eins og allt- af. Við fórum saman í golf og sund og borðuðum svo heima hjá Herði og sátum þar yfir sjónvarpi, snakki og kaffi. Átt- um góðar stundir og marga bryggjurúnta. Hörður leit oft við hjá okkur í Reykjavík, ýmist einn eða með einhverjum úr sinni fjölskyldu. Hann kom bara, var ekkert að gera boð á undan sér. Nú síðast helgina áð- ur en hann lést. Það yljar manni að hafa getað tekið vel á móti honum þá, í síðasta sinn. Eftir farsælt háskólanám kom aldrei neitt annað til greina hjá Herði en að fara beinustu leiðina heim í það umhverfi og félagsskap sem hann ólst upp í, meðal síns fólks og sinna félaga. Hann var virkur meðlimur í samfélaginu í Vestmannaeyjum. Var í Akoges, Golfklúbbnum og Sjálfstæðisflokknum. Ég gerði margar tilraunir til að rökræða við hann um stjórnmálin. Það var alveg sama hvað ég reyndi til að fá hann til að bítast um álitamál í stjórnmálum og skella fram allskyns fullyrðingum, með mínum hætti. Ekkert gekk. Hann bara hristi hausinn, hló að vitleysunni í mér og sagði svo bara, „já þú meinar, eigum við ekki bara að koma einn bryggjurúnt,“ og ekkert meira um það. María og börnin þeirra þrjú, Pálmi, Elín Ósk og Ásta María, hafa nú misst sinn besta vin og lífsförunaut. Það er mikið áfall og breyting. Fjölskylduböndin þeirra eru sterk. Þau munu fá þaðan stuðning og öryggi. Með það og þann trausta grunn og fyrirmynd sem Hörður gaf þeim til að takast farsællega á við lífið þurfa þau engu að kvíða. Finnbogi Alfreðsson og fjölskylda. Vægi danskrar kjölfestu til sjálf- stæðis og siðbótar einangraðri eyþjóð verður nú æ ósýnilegri. Ekki er ofmælt að munað hafi 2- 300 árum á menningu þjóðanna fyrir seinna stríð. „I den tid“ voru apótekarar landsins allir frá herraþjóðinni. Saga Bang yrði fróðleg ef skráði yrði. Minna sigldi upp rétt seinna en Ole, kenndi stúlkum listdans og gaf stefnumerki með höndum af reið- hjóli á holóttum vegum þar sem bæjarkýr runnu til kvöldmjalta. Það var furðulega gott veður á Krók þennan áratug sem ég hafði annan fótinn á Hólmagrundinni. Steypubílar á ferð, „forretning- Vibekka Bang ✝ Vibekka Bangfæddist á Sauð- árkróki 26. sept- ember 1939. Hún lést á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki 30. maí 2015. Útför Vibekku fór fram 6. júní 2015. ar“ margar og fas íbúa óþvingað. Við Óli að leik niðri á söndum, sjö til átta ára. Vibba teppa- leggur rauðmunstr- uðu á melgrashól. Hressing í tága- körfu og skupla. Gefur okkur auga. Aldrei snöpuryrði, breyting í tónhæð eða styrk. Áreynslu- laust. Skagaheiði, Ölversvatn, Langholtið, Neshringurinn. Palli sigldi snemma, las stjórnvísi í stofusófa í skólafríum. Sviðið var okkar fóstbræðra. Unaðsleg til- breyting frá ómegð yngri systra heimafyrir. Myndskreytt ljóð Hannesar Péturssonar á borðhorninu, þroskuð smekkvísi í húsbúnaði og matföngum, kvikmyndir og tónlist í öndvegi. Litteratúr og erlend vikurit gáfu glókolli vís- bendingu um veröld sem mark- aðist ekki af Nafarbrúnum. Apó- teksgarðurinn í Aðalgötunni gaf staðfestu á lífvænleika trjáa við ysta haf. Há barrtré og yndis- gróður. Hólmagrundin öndvert, ætluð drengjum í knattleik og þótti ekki verra. Bókabúðirnar römmuðu smekkvísina inn seinna og verður vart jafnað við neitt viðlíka á landsbyggðinni. Samspil Vibbu og Binna innilegt. Hringaðist um blik í auga og kímni, enda skortur þar á talinn alvarlegastur kvilla og óþekktur á bænum. Við Binni kvöldsvæfir. Skoðuðum gamlar ljósmyndir árla. Sokkabandsár, Júlladrengurinn hefur mátt hafa sig allan við undir rattinu á amer- íska blikkinu á 6. áratugnum, þrátt fyrir áskapað karisma. Krókssólin hverfur of snemma bak við vesturfjöll og Veðramóta- hnjúk þó að eyjarnar dansi stundum síðar í eldi miðnætur- sólar. Fjörðurinn djúpur og botn- inn of breiður og opinn fyrir ís- hafinu andspænis tignarlegri rós af mildum jóskum sléttum evr- ópsks meginlands. Enginn óvandabundinn kom nær upp- vexti mínum á mótunarskeiði en Vibba. Í endurliti var sá tími allur „eins og góður dagur í Blöndu“, kemur ekki aftur og verður aldrei nægilega fullþakkaður. Héðinn. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.