Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 BAKSVIÐ Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Ég kynni mig alltaf sem skólastýr- una í sveitaskólanum í Reykjavíkur- hreppi. Við höfum orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að hverfið er afmarkað og innrammaða af náttúruperlum og við höfum mikla möguleika á að vera sveitaþorpið í borginni. Það höfum við lagt áherslu á undan- farin 10 ár,“ segir Sif Vígþórsdóttir, skólastýra í Norðlingaskóla, en skólinn hélt upp á 10 ára af- mælið sitt fyrir skömmu. Skólinn er margverðlaunaður fyrir sín störf en Sif og samstarfsmenn hennar hafa ekki alltaf synt með straumnum. „Það er tekið eftir því sem við erum að gera en það eru ekki allir ánægðir með okkur, sumum finnst við vera alveg galin en flestum finnst vera eitthvert vit í því sem við erum að gera. Okkur finnst sem sagt að það sé alveg kominn tími á að gera hlutina með öðrum hætti en viðtekið hefur verið. Og okkur hefur gengið ágætlega. Við erum alltaf að leita að lausnum handa börnunum okkar. Að skólinn okkar eigi að uppfylla þeirra þarfir en ekki að þau eigi að uppfylla þarfir skólakerfisins eins og var í gamla daga.“ Sveitaskólinn stækkar Haustið 2005 hófu 14 börn nám við Norðlingaskóla. Þeim fjölgaði upp í 44 fyrsta veturinn. Á síðasta skóla- ári, sem lauk í gær, voru nemendur 520 en verða 570 í skólanum í haust. „Við stefnum hraðbyri upp í 700 manna skóla sem verður þá einn af fjölmennustu skólum landsins – þessi litli sveitaskóli,“ segir Sif. Eftir að hún var ráðin við skólann kom hún fyrsta starfsdaginn sinn í höfuðstöðvar menntamála í Reykja- vík sem var þá við Fríkirkjuveg. Hún hafði gert sig fína að eigin sögn, á pinnahælum og í pilsi. „Þar vildi ég fá að vita hvar skólinn minn ætti að vera sem ég var nýbúin að ráða mig til. Þá upphófst fum og fát og enginn vissi neitt. Síðan komu stæðilegir menn á enn stæðilegri fjallabíl og fóru með mig af stað upp í sveit – vopnaðir landakorti. Ég mætti auðvitað fín þennan fyrsta dag þannig fyrsta áskorunin var að fara upp í bílinn,“ segir hún og hlær. „Eftir smástund komum við á staðinn, skoðuðum landakortið og reyndum að átta okkur á hvar skól- inn ætti mögulega að vera því þarna var ekki mikið sem minnti á íbúða- byggð.“ Skólinn hóf starf sitt í skúrum sem Sif kallaði skála. „Það skiptir máli hvernig maður orðar hlutina. Við er- um á reykvíska hálendinu og þegar maður er á hálendinu er maður í skálum.“ Fyrsta árið var annasamt, skólinn var ekki með kennitölu og ekki í net- sambandi. Lítið netsamband var í hverfinu fyrsta árið en með lagni mátti ná sambandi í gegnum Morg- unblaðshúsið. Skólagangan hefst í eldhúsinu Sif segir að mikil áhersla sé lögð á að viðhalda þeim anda sem hefur ríkt í skólanum þessi fyrstu tíu ár. Mögu- leikar skólans séu fyrst og fremst þar. „Við höfum mikla möguleika á að vera sveitaþorpið í borginni. Við leggjum áherslu á öðruvísi skóla- starf, krakkarnir hafa meira um námið sitt að segja og við erum í nán- um tengslum við foreldra. Fyrsti skóladagurinn hjá nýnemum fer til dæmis fram við eldhúsborðið heima hjá nemendum. Svo erum við með útinám og smiðjur. Við erum alltaf að brjóta upp starfið og viljum að krakkarnir vinni mikið saman í skapandi starfi og er- um heppin með foreldrahóp sem er alltaf til í að bakka okkur upp í hvaða vitleysu sem okkur dettur í hug. For- eldrar eru sérfræðingar í börnunum sínum og við í námi og kennslu. Sam- an getum við gert eitthvað sem gagnast börnunum okkar.“ Allir saman sem ein heild Sif segir að fyrstu tíu árin hafi liðið hratt en hún sjái næstu tíu árin fyrir sér á svipuðum slóðum. „Ég sé þau þannig að við verðum með 700 nemendur og ég vona að við höldum áfram að þróa skólann og taka mið af þeirri nýbreytni sem er í gangi með menntamál í heiminum. Við höldum áfram að leita lausna fyr- ir þau börn sem eru í skólanum. Ég vona að við verðum á sömu leiðinni, börnin ánægð og foreldrarnir virkir. Við höfum verið í jákvæðu umhverfi og það skiptir máli. Við erum saman í þessu, nemendur, foreldrar og starfsfólk.“ Fjölmennur sveitaskóli í borg  Norðlingaskóli varð 10 ára í ár  14 börn voru á fyrsta starfsdeginum, en verða 570 næsta haust  Stefna skólans að uppfylla þarfir barnanna en ekki að börnin eigi að uppfylla þarfir skólakerfisins Morgunblaðið/Ómar Úti Sif við skólasetninguna í fyrra í Björnslundi sem er mikið nýttur til kennslu. Áhersla er meðal annars á útinám og smiðjur. Sif Vígþórsdóttir Afmæliskaka Boðið var upp á súkkulaðiköku í tilefni dagsins enda tíu ár síðan skólinn tók til starfa. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar. Norðlingaskóli hefur fengið margvísleg verðlaun á þeim stutta tíma sem skólinn hefur verið starfræktur, nú síðast fékk skólinn viðurkenningu fyrir að vera fyrirmyndastofnun í vali Starfsmannafélags Reykjavík- urborgar. Þá hefur skólinn m.a. fengið viðurkenningu frá Sjálfs- björg fyrir nám án aðgreiningar. Árið 2008 fékk skólinn tvær viðurkenningar frá menntaráði Reykjavíkur og árið 2009 fékk Norðlingaskóli bæði Íslensku menntaverðlaunin sem forseti Ís- lands veitir og Fjöregg Samfoks. Þá hefur forystuhlutverk Sifjar verið greint og metið m.a. af fjór- um meistaranemum í opinberri stjórnsýslu (MPA) við Háskóla Ís- lands. Þar kom fram að Sif væri að brydda upp á nýjungum í rekstri grunnskóla, hefði tekist að hækka laun starfsmanna verulega, gæti valið úr starfsfólki og stýrði skóla þar sem bæði for- eldrar og kennarar lýstu ánægju sinni með skólastarfið. Rétt kona á réttum stað SIF VÍGÞÓRSDÓTTIR Stuð Skólahljómsveit í góðu glensi. KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR FYRIR HANN OG HANA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.