Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 66
66 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Ármúla 24 • S: 585 2800Opið virka daga 9 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is Nýtt frá BELID Líklegt er talið að fangarnir tveir, sem sluppu úr Clinton fang- elsinu í New York-fylki, hafi notið utanað- komandi hjálpar. Mennirnir, Rich- ard Matt og Dav- id Sweat, eru þeir fyrstu til að sleppa úr fangels- inu, sem er skammt frá kanadísku landamærunum. Notuðust þeir við vélknúin verkfæri til að sleppa og er talið að annað hvort hafi þeir sannfært starfsmann um að útvega þeim tólin eða stolið þeim frá verk- taka sem vann við fangelsið. „Ég trúi ekki að þeir hafi getað nálgast verkfærin til að gera þetta án nokk- urrar hjálpar,“ sagði ríkisstjórinn Andrew Cuomo í tilkynningu. Flótti fanganna þykir fela í sér visst tækifæri fyrir Cuomo, sem hefur láðst að ná fram mikilvægri lagasetningu og misst fylgi í kjölfar ásakana um spillingu gagnvart tveimur meðlimum ríkisþingsins. Á blaðamannafundi deildi hann vangaveltum sínum og lét í ljós að hann grunaði starfsmenn við fang- elsið um að hjálpa föngunum. Cuomo hefur ekki haldið blaða- mannafund síðan í febrúar en fékk eingöngu spurningar um fangana. Ævintýralegur fangaflótti þykir fela í sér óvænt tækifæri fyrir ríkisstjóra New York Andrew Cuomo Ný háhraðalest á milli Óslóar og Stokkhólms mun hefja ferðir í ágúst- mánuði, þrátt fyrir nýlegar tilkynn- ingar um að áætlanirnar væru komn- ar í biðstöðu. Christer Fritzon, framkvæmda- stjóri ríkislestafyrirtækis Svíþjóðar, SJ, segir í tilkynningu að áformin komi í kjölfar jákvæðra samræðna á milli SJ og norskra yfirvalda. Áformað er að fyrsta ferðin muni eiga sér stað þann 9. ágúst og mun flaggskip SJ, X2000-lestin, fara leið- ina þrisvar á dag. Minnkar ferðatím- inn af þeim sökum frá sex tímum í fjóra og hálfan tíma. Í samtali við fréttavefinn Local segir Fritzon að hann bíði með óþreyju eftir því að lestarferðirnar hefjist og að þetta væri „frábær ákvörðun hjá yfirvöldum í Noregi.“ Markhópur háhraðalestarinnar mun felast í alþjóðlegum aðilum sem æ oftar notast við flug á milli borg- anna tveggja. Vonast fyrirtækið til að ná að laða til sín þá sem fara leiðina fljúgandi oft á ári. Kaplar meðfram teinunum í Nor- egi eru hins vegar gamlir og þarfnast viðhalds. Líklega byrjar sú vinna árið 2017 og gæti þá orðið hlé á ferðum lestarinnar í allt að tvö og hálft ár. Ný háhraðalest á milli Óslóar og Stokk- hólms fer á teinana í ágúst á þessu ári Skúli Halldórsson sh@mbl.is Moskur sprengdar í loft upp, yf- irgefnir skólar og kúgun kvenna sem eru neyddar til að hylja allan líkama sinn. Þetta er daglegt líf fólks í írösku borginni Mosul, ef marka má myndbönd sem nýlega litu dagsins ljós. Borgin var hertekin af samtök- unum Ríki íslams fyrir réttu ári en árið 2008 var hún sú önnur fjölmenn- asta í ríkinu. Hundruð þúsunda hafa flúið borgina en þó er talið að meira en milljón manna búi þar enn, og er hún sú stærsta innan yfirráðasvæðis samtakanna. Á myndböndunum má meðal ann- ars sjá konur ávíttar fyrir að láta sjást í hendur sínar. Segir ung kona í samtali við BBC að eigandi veitinga- staðar, þar sem hún var gestkom- andi, hafi grátbeðið hana um að hylja andlit sitt ella ætti hann hættu á að vera hýddur. Íbúar segja frá hrottafengnum refsingum fyrir hvern þann sem brýtur í bága við stranga túlkun samtakanna á íslömskum lögum. Lágmarksrefsingin er hýðing Annar viðmælandi breska rík- isútvarpsins, sem kom fram undir nafnleynd, segir að frá því að sam- tökin hertóku borgina hafi þau beitt íbúa „lögum kalífadæmisins“ þar sem lágmarksrefsingin er hýðing. Til að mynda er henni beitt gagnvart þeim sem sjást reykja sígarettur. „Refsað er fyrir þjófnað með því að höggva hönd af viðkomandi, framhjáhald manns með því að henda honum fram af hárri bygg- ingu, og framhjáhald konu með því að grýta hana til að dauða. Allt er þetta gert á almannafæri til að hræða almenning til undirgefni, hann er oft neyddur til að horfa á.“ Daglegt líf íbúa hefur vægast sagt umturnast á síðastliðnu ári. Elds- neyti er af skornum skammti, meng- un er viðvarandi og fjölmörgum skólum hefur verið lokað. Þeir skól- ar sem ekki lokuðu dyrum sínum hafa verið yfirteknir af samtök- unum. Ungur maður segir þannig frá: „12 ára gamall bróðir minn hélt skólagöngu sinni áfram þrátt fyrir að samtökin höfðu þá tekið við taum- unum. Við héldum að hann gæti þá að minnsta kosti fengið einhvers konar menntun og að það væri betra en ekkert. En dag einn skömmu síð- ar kom ég heim og sá litla bróður minn teikna fána samtakanna á með- an hann raulaði eitt þeirra frægustu laga,“ segir hann. „Við skráðum hann þegar í stað úr skólanum þar sem við vildum frekar að hann fengi enga menntun en þá sem samtökin standa að.“ Myndböndin og frásagnir viðmæl- endanna gefa harmræna mynd af ástandinu í hinu íslamska ríki. Írakskur verkfræðingur á sviði fjar- skiptatækni segir að samtökin hafi brennt fjarskiptaturna auk þess sem þau hafi eyðilagt önnur mannvirki og tæki sem nýst gætu við upplýs- ingagjöf. „Í fjölmiðlun felst heimsins kröftugasta vopn, svo þeir vilja ekki að það sé notað gegn þeim.“ Lífið innan veggja hins íslamska ríkis  Dæmi um að börn séu heilaþvegin í skólum samtakanna AFP Átök Írakskir hermenn berjast gegn liðsmönnum íslamska ríkisins. Samtökin hafa brennt fjarskiptaturna og eyði- lagt önnur mannvirki sem nýst gætu við upplýsingagjöf. Þá hafa þau tekið við rekstri skóla til að stunda þar áróður. Skúli Halldórsson sh@mbl.is Erítrea gæti hafa framið glæpi gegn mannkyninu, að því er segir í nýrri skýrslu frá mannréttindaráði Sam- einuðu þjóðanna. Kemur skýrslan í kjölfar árslangrar rannsóknar og lýsir meðal annars aftökum án dóms og laga, víðtækum pyntingum, kyn- lífsþrælkun og almennum þrældómi. Í nærri 500 blaðsíðna langri skýrslunni er farið í saumana á því hvernig í landinu, undir 22 ára harð- stjórn leiðtogans Isaias Afwerki, hefur orðið til undirokandi kerfi þar sem fólk er reglulega handtekið að ástæðulausu, það pyntað, myrt eða látið hverfa. Skjóta þá sem reyna flótta Ríkið hneppir fólk í þrældóm í krafti kerfis sem kallast „þjóðar- þjónusta“, en er í raun vettvangur duttlungafullra refsinga og pynt- inga, að því er segir í skýrslunni. Er hver og einn skyldugur til að sinna „þjónustunni“ í 18 mánuði, en einn viðmælandi rannsakenda hafði flúið þaðan eftir 17 ára veru. Í kringum sex til tíu prósent Erí- treumanna eru nú skráð hjá SÞ sem flóttamenn, en yfirvöld hafa viðhaft þá stefnu að skjóta alla þá sem ætla sér yfir landamærin, til að hindra fólk í því að flýja. Ástandið hefur valdið gríðarmikl- um fólksflótta frá landinu, sem á eft- ir Sýrlandi er upprunaland næst- flestra þeirra sem hætta sér yfir Miðjarðarhafið frá ströndum Líbíu í leit að betra lífi í Evrópu. Hvatt til að skýla flóttamönnum Einn rannsakendanna, Sheila Keetharuth, segir að landinu sé stjórnað í krafti ótta, en ekki laga. „Það er meginorsök þess að hundruð þúsunda Erítreumanna flýja landið sitt og hætta með því á að vera tekin höndum og pyntuð af erítreskum yf- irvöldum,“ segir Keetharuth. Í skýrslunni er alþjóðasamfélagið hvatt til að skjóta skjólshúsi yfir Erí- treumenn, tryggja flóttaleiðir þeirra og umfram allt, ekki senda þá aftur til síns heima. Erítrea klofnaði frá Eþíópíu árið 1991 eftir að þrjátíu ára sjálfstæð- isbarátta hafði leikið landið hart. Lýsa pynting- um og þrælkun í Erítreu  Landinu er stjórnað í krafti ótta en ekki laga, segir einn höfunda skýrslu SÞ Flótti yfir Miðjarðarhaf » Flestir þeirra sem reyna að komast yfir Miðjarðarhaf til Evrópu koma frá Sýrlandi. » Næstflestir koma frá Erí- treu, en í kringum sex til tíu prósent Erítreumanna eru flóttamenn samkvæmt SÞ. » Í bátunum eru einnig Afgan- ar, Sómalar og Írakar, auk fólks frá fátækum löndum Vestur- Afríku í leit að betra lífi. Röð Flóttamenn bíða í röð eftir að hafa stigið frá borði ítalsks skips.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.