Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 48
SVIÐSLJÓS
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Flakið af togaranum Surprise GK 4
frá Hafnarfirði gægist nú upp úr
Landeyjasandi neðan við bæinn
Sigluvík í Vestur-Landeyjum. Ný-
sköpunartogarinn Surprise (sem
merkir óvænt eða furða) var rúmlega
20 ára og nýkominn úr skveringu,
grænmálaður og glæsilegur, þegar
hann strandaði um klukkan 05.30 að
morgni 5. september 1968. Um borð
var 23 manna áhöfn. Henni var
bjargað á hálftíma og vöknuðu skip-
verjar ekki í fæturna þegar þeir voru
dregnir í land í björgunarstól.
Gerð var tilraun til að bjarga
togaranum en veðrið kom í veg fyrir
það og Surprise komst aldrei aftur á
flot. Fjaran þar sem togarinn strand-
aði er síbreytileg og stundum hefur
skipsflakið horfið í sandinn jafnvel
árum saman. Svo fer fjaran á flakk
og sviptir hulunni af Surprise, alveg
óvænt, líkt og nú er að gerast.
Fyrstir á strandstað
Jón Ágústsson, bóndi í Akurey í
Vestur-Landeyjum, var 26 ára og bjó
í föðurhúsum í Sigluvík þegar Surpr-
ise strandaði. Jón man vel eftir
strandinu.
„Við faðir minn, Ágúst Jónsson,
vorum fyrstir í fjöruna á bíl,“ sagði
Jón. „Þetta var snemma um morgun.
Það hringdi einhver upp á að komast
fram úr og vildi fá okkur með. Við
fórum bara á undan.“
Áhöfnin var enn um borð þegar
feðgarnir úr Sigluvík komu í fjöruna.
Togaramennirnir skutu línu í land og
björgunarsveitin setti upp björg-
unarstól. Gott veður var á meðan
áhöfninni var bjargað í land. Rúta
kom eftir skipverjum og flestir
þeirra fóru beint suður. Nokkrir yfir-
menn urðu eftir vegna þess að reyna
átti að bjarga togaranum og komu
m.a. heim í Sigluvík.
Menn gerðu sér góðar vonir um að
það tækist að draga Surprise á flot.
Jón sagði að skipsflakið hefði
alveg horfið í sandinn heilu árin.
„Hann týnist eiginlega alveg. Svo
kemur hann upp aftur. Það er svo
mikil breyting á sandinum. Þetta er
akkúrat sama og í Landeyjahöfn.
Sandurinn er alltaf á fleygiferð.
Höfnin fyllist á veturna, sandurinn
er alltaf á ferðalagi. Þetta er ósköp
svipað lögmál þarna,“ sagði Jón.
Fór út af strikinu og strandaði
Kristján Andrésson var skipstjóri
á Surprise GK þegar togarinn
strandaði og var þá búinn að vera
með hann í tíu ár. Þeir voru að fiska
fyrir siglingu til Þýskalands og voru
aðallega á höttunum eftir ufsa. Túr-
inn byrjaði suður af Reykjanesi og
voru þeir komnir með um 70 tonn á
fjórum sólarhringum. Þá kom slæm
veðurspá og Kristján sagði að hann
hefði ákveðið að færa sig á ný mið.
Stefnan hafði verið sett norður fyrir
Þrídranga og áfram austur með
landinu þegar hann fór í koju. Hann
vaknaði við vondan draum þegar
Morgunblaðið/RAX
Flakið í fjörunni Suðurströndin hefur orðið mörgum skipum að aldurtila. Landeyjasandur er síbreytilegur. Flakið af Surprise hefur grafist í sandinn og
horfið sjónum manna jafnvel árum saman. Nú er aftur farið að örla á flakinu í fjöruborðinu en á stundum hefur flakið verið langt uppi á kambi.
Stingst óvænt upp úr sandi
Flakið af togaranum Surprise GK 4 sést nú á Landeyjasandi Togarinn strandaði í september
1968 Stundum hefur flakið horfið algerlega í sandinn en nú er það aftur að koma í ljós
48 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015
„Ég tók fyrst eftir flakinu fyrir
rúmum mánuði,“ sagði Gísli
Matthías Gíslason, þyrluflug-
maður hjá Norðurflugi. Hann er
ættaður úr Vestmannaeyjum og
á oft leið með Suðurströndinni.
Þá er Gísli af sjómönnum kominn
og er áhugasamur um sjóferða-
söguna. Ragnar Axelsson ljós-
myndari var einmitt í flugferð
með Gísla þegar stóra myndin
hér á opnunni var tekin.
Gísli sagði að fyrst hefði hann
séð þegar gufuketillinn fór að
stinga kollinum upp úr sand-
inum. „Ég hélt að þarna væri
bara ketillinn. Svo er ég búinn að
fara nokkrar ferðir síðan og það
hefur alltaf komið meira og
meira í ljós af skipinu.“ Nú má
greinilega sjá móta fyrir útlínum
skipsins. Gísli sagði að flakið
væri alveg í fjöruborðinu og út-
línur skrokksins sjást ekki nema
á fjöru. Skrokkurinn virðist vera
nokkuð heillegur en yfirbygg-
ingin er löngu horfin. Hún var
yfir þar sem ketillinn var í vél-
arrúminu.
Gísli merkti inn á kort stað-
setningu flaksins nokkurn veg-
inn. Hann setti einnig mynd af
skipsflakinu og færslu í umræðu-
hóp á Facebook, Gömul íslensk
skip, hinn 3. júní sl.
Mikil umræða spratt upp um
hvaða skipi flakið tilheyrði og
komu ýmsar tilgátur þar um. Í
gær höfðu verið skráðar 107
færslur um flakið sem sýnir að
talsverður áhugi er á gömlum
skipsflökum.
Sá flakið fyrir
rúmum mánuði
Morgunblaðið/RAX
Flugstjórinn Gísli Matthías Gíslason, þyrluflugmaður hjá Norðurflugi,
fór að sjá örla fyrir flakinu af togaranum Surprise fyrir um mánuði.
SÖLUAÐILAR:
Reykjavík: Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100 | Gullúrið Mjódd s: 587-4100 | GÞ skartgripir og úr Bankastræti 12
s: 551-4007 | Meba Kringlunni s: 553-1199 | Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 | Rhodium Kringlunni s: 553-1150 |
Jón Sigmundsson skartgripaverslun Laugavegi 5 s: 551-3383 | Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665 |
Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 | Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 |
Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 | Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 |
Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 | Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433