Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 56
56 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Meðal þeirra sem helst eru nefndir sem líklegir eftirmenn Sepp Blat- ter á forsetastóli Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins (FIFA) er franski stjörnuleikmaðurinn fyrr- verandi og núverandi forseti Evr- ópusambands fótboltans (UEFA), Michel Platini. Fór hann fyrir öfl- unum sem kröfðust afsagnar Blat- ters í aðdraganda nýafstaðins þings FIFA í Zürich í Sviss. Annar helsti kandídat sem eftirmaður Blatters er Ali bin al-Hussein Jórdaníuprins sem bauð sig fram gegn forsetanum á þinginu nýliðna en laut í lægra haldi. Það tók ekki veðmangara langan tíma að komast yfir óvænta afsögn FIFA-forsetans fjórum dögum eft- ir fjórða endurkjör hans og til- nefna líklegasta eftirmann hans. Niðurstaða þeirra er að Platini sé líklegastur til að leiða fótbolta- sambandið til móts við nýja tíma. Veðmangararnir fá þó engu um það ráðið hver hnossið hreppir, heldur knattspyrnusamböndin sem mynda FIFA. Blatter greiðir leiðina Daginn fyrir þingið sagði Platini að endurkjör Blatters myndi „gera út af við fótboltann“. Reið þessi fyrrverandi skjólstæðingur Blat- ters í fylkingarbrjósti andstæðinga forsetans eftir að tilkynnt var um alþjóðlega sakamálsrannsókn á hendur FIFA og handtöku fjölda starfsmanna og helstu forsprakka íþróttarinnar vegna mútumála. Reið þá yfir sambandið mesta kreppa í sögu þess. Afsögn Blatters er talin munu greiða leiðina fyrir Platini í for- setastól FIFA. „Þetta var honum erfið ákvörðun, sýndi hugrekki og var hin rétta,“ sagði Platini um ákvörðun forsetans. Þótt andstæð- ingar Blatters hafi fagnað þá verð- ur leitin að hinum rétta eftirmanni hans til að takast á hendur umbæt- ur til að endurreisa laskað orðspor FIFA ekki svo auðveld, að sögn fyrrverandi umbótaráðgjafa sam- bandsins, Mark Pieth. Liggja undir feldi Það síðasta sem bæði Platini og nokkur annar innan UEFA er að ræða opinberlega er hvort eða hve- nær hann bjóði sig fram til forseta FIFA. UEFA-löndin vilja koma fram sem ein og samstæð heild, þó að slíkt sé fátítt í heimi fótboltans um þessar mundir. Til stóð að forystumenn knatt- spyrnusambanda Evrópulandanna kæmu saman til fundar í Berlín sl. laugardag til að ræða spillingar- málin og stilla saman strengi sína. Vegna „óvissu og ófyrirsjáanlegra“ atburða vikunnar og „vegna nýrra upplýsinga sem fram koma dag hvern“ ákvað Platini að slá fund- inum á frest. Þrátt fyrir góð tengsl hans við ráðamenn í Qatar og stuðning við HM-haldið þar er hann sagður eiga mikinn stuðning UEFA-ríkjanna við að bjóða sig fram sem eftirmaður Blatters. Hvort honum takist að vinna öll 54 knattspyrnusambönd UEFA á sitt band og afla sér stuðnings utan Evrópu – aðallega í Asíu og Afríku – á eftir að koma í ljós. Fróðir segja að það verði enginn leikur. Hafa verði til dæmis í huga að nokkur Evrópulönd kusu Blatter í forsetakjörinu nýafstaðna, þar á meðal Rússland. Alveg ný staða Vissulega er komin upp alveg ný staða núna frá því á kjördag. Í Afríku og Asíu, þar sem obbann af 209 aðildarríkjum FIFA er að finna, er eitt sem ekkert hefur breyst; grunsemdirnar og efa- semdirnar um hvatirnar að baki spillingarrannsókninni, sem runnin er undan rifjum bandarískra yfir- valda. Þar ríkir sú tilfinning að rannsóknin sé sprottin af öfund Breta og Bandaríkjamanna yfir því að verða undir í staðarvali HM 2018 og 2022, rétt eins og Vladimír Pútín Rússlandsforseti hélt fram í kringum FIFA-þingið. Í framhaldi af endurkjöri Blat- ters árið 2011 fól FIFA nefnd und- ir forystu Pieth að bæta rekstur FIFA og starfshætti í höfuð- stöðvum þess. Mótframbjóðandi hans það ár dró sig í hlé vegna ásakana um atkvæðakaup. Árið áð- ur voru fulltrúar FIFA sem völdu Rússland og Qatar sem gestgjafa næstu heimsmeistaramóta sakaðir opinberlega um fjármálamisferli. Platini var meðal þeirra fyrstu til að viðurkenna að hafa greitt Qatar atkvæði sitt. Sú ákvörðun hefur allar götur síðan hrellt FIFA, m.a. vegna fullyrðinga um atkvæðakaup olíuríkisins. Platini segist hins vegar algjörlega með hreinan skjöld í því efni. „Hann er sigurstranglegastur frá sjónarhóli innanbúðarmanna, en hans bíða smánarleg hneykslismál, ekki bara Qatar,“ segir Pieth. Með góðan bakgrunn Platini er 59 ára og eftir að hann hætti glæsilegum ferli sem at- vinnuknattspyrnumaður 32 ára að aldri tók hann við þjálfun franska landsliðsins. Því starfi gegndi hann um fjögurra ára skeið en sneri sér síðan að stjórnarstörfum hjá franska fótboltasambandinu og var maðurinn á bak við að Frakkar fengu umsjón HM í knattspyrnu árið 1998. Því lauk með sigri franska landsliðsins, á heimavelli í París. Þessi bakgrunnur er talinn styrkur hans og segja má að hann standi enn betur að vígi eftir að hafa verið valinn forseti UEFA ár- ið 2007. Daginn fyrir FIFA-kjörið í Zü- rich sagðist Platini hafa gengið á fund Blatters, horft djúpt í augun á honum og beðið hann að draga sig í hlé. Um tíma voru þeir svo nánir að fyrir Platini var Blatter eins og gamli frændi hans, sagði Platini. En hann fékk ekki hnikað forsetanum og sat eftir rjúkandi reiður. Jon Doviken, fyrrverandi að- stoðarframkvæmdastjóri FIFA, sem Blatter rak úr starfi fyrir að ganga til liðs við hóp manna sem reyndu að koma forsetanum frá vegna meints fjármálamisferlis, segir að Platini sé líklegasti arftaki Blatters en þó ekki sá ákjósanleg- asti. „Ég held að sambandið þurfi mann sem sýnt hefur og sannað að heiðarleiki hans verði ekki dreginn í efa. Væri ég spurður myndi ég benda á Englending,“ segir Dovi- ken. Gagnrýni hefur mátt sín lítils Enska knattspyrnusambandið hefur á undanförnum árum gengið einna harðast fram í gagnrýni á starfsemi og stjórnun FIFA. Flest aðildarsambandanna hafa þó kært sig kollótt og látið það sem vind um eyru þjóta. Til að mynda var púað á formann þess þegar hann hvatti til þess árið 2011 að forseta- kjöri yrði slegið á frest vegna þess að þá umléku eldar spillingar sam- bandið vegna atkvæðakaupa. Í forsetatíð Blatters hafa tekjur FIFA margfaldast vegna mikillar hækkunar á tekjum af sölu sjón- varpsréttinda og annarra mark- aðsréttinda vegna HM í knatt- spyrnu sem nýtur meira áhorfs og athygli en nokkur annar viðburður Í góðri stöðu sem arftaki Blatters  Michel Platini, forseti UEFA, talinn líklegur til að taka við af Sepp Blatter hjá FIFA  Knatt- spyrnusamböndin innan FIFA eiga síðasta orðið  Fleiri kandídatar koma einnig til greina AFP Samstarfsmenn Michel Platini ásamt Sepp Blatter, fráfarandi forseta FIFA, en þeir hafa þurft að vinna saman. Við leggjummikla áherslu á að veita afbragðs þjónustu. Kappkostum að skila verkum okkar eins fallegum og vel frágengnum og kostur er. Láttu fagmenn sjá um garðinn þinn * Sólpallasmíði * Skjólveggir * Garðsláttur * Og öll önnur garðvinna * Trjáfellingar * Þökulagnir * Beðahreinsun * Hellulagnir * Trjáklippingar Aðal Garðaþjónustan -því garðurinn þinn á það skilið Aðal garðaþjónustan S. 770 0854 www.adalgardathjonustan.is adalgardathjonustan@adalgardatjonustan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.