Morgunblaðið - 10.06.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015
Þegar þú ert að leita að gluggatjöldum er
Luxaflex® augljós kostur. Með yfir 60 ára reynslu
af markaðnum bíður Luxaflex® upp á mikil gæði
og frábært úrval. Kíktu á okkur í Zenus og fáðu
ráðgjöf um réttu gluggatjöldin fyrir þitt heimili.
Smiðjuvegi 9 • Sími: 554 2450
zenus@zenus.is • zenus.is
Augljós kostur
5 ára
ábyrgð
tug af Lífsvali ehf. Kúabú þetta er í
stóru stálgrindahúsi sem áður hýsti
graskögglaverksmiðju og þarna hafa
að undanförnu verið um 115 kýr auk
annars penings.
Lífsval þraut örendið í hruninu og
lá þá í loftinu að starfsemin legðist af.
Bændur á Hornafjarðarsvæðinu
báru kvíðboga gagnvart því ef svo illa
færi, enda hefði það veikt stoðir land-
búnaðar á svæðinu almennt, svo sem
flutninga, þjónustu dýralækna og
frjótækna og svo framvegis. Í því
ástandi var leitað til Skinneyjar-
Þinganess um aðkomu og var því
kalli svarað jákvætt.
Efling forsenda áframhalds
„Gjarnan hefur verið leitað til sjáv-
arútvegsins með aðkomu að ýmsum
verkefnum er lúta að uppbyggingu
samfélagsins hér á Hornafirði. Þessu
höfum við reynt að sinna eftir föng-
um. Við erum líka vel meðvituð um að
Höfn hefði varla byggst upp sem út-
gerðarstaður nema því aðeins að við
höfðum sveitirnar og fólkið þar sem
bakland,“ segir Gunnar Ásgeirsson.
Með uppbyggingunni á Flatey og
tvöföldun á stærð búsins telur Gunn-
ar að megi skapa ágæta rekstrar-
einingu. Að efla búskapinn heildstætt
hafi í raun verið forsenda áfram-
halds. Áætlaður kostnaður er mikill
og hleypur á hundruðum milljóna
króna. Iðnaðarmenn á vegum fyrir-
tækjanna Rósabergs og Mikaels á
Höfn sinna þessu verkefni, sem er á
góðu skriði þessa dagana.
Landbúnaðurinn skiptir máli
„Þó að búið verði eitt af þeim
stærstu landinu er það eitt og sér
ekki endilega markmiðið. Þetta er
samt þróunin. Verið er að stækka bú-
in til dæmis hér eystra. Í Suðursveit,
á Mýrum og í Nesjum; þar eru ekki
nema ellefu kúabændur að Flateyj-
arbúinu meðtöldu. Þá er enginn kúa-
bóndi í Öræfum eða Lóni og hefur
þeim fækkað mikið síðustu ár. Fjöldi
gripa og mjólkurmagn hefur þó hald-
ist svipað í alllangan tíma. Landbún-
aðurinn skiptir miklu máli fyrir okk-
ar samfélag,“ segir Gunnar
Ásgeirsson.
Í Flatey ganga kýrnar á sjálfvirka
mjaltabása og vinnuaðstaðan er öll
hin þægilegasta. Búreksturinn krefst
því ekki þess mannafla sem ætla
mætti. Friðrik Reynisson er bústjóri,
Kristín Egilsdóttir er fjósameistari
og Agnar Ólafsson, Páll Sigfinnsson
og Atli Dagur Eyjólfsson eru al-
mennir starfsmenn. Fleiri koma svo
að búinu á sumrin, svo sem við hey-
skap, en nytjuð tún á Flateyjar-
jörðinni eru alls 240 hektarar.
„Ég hef verið í landbúnaði alla
mína tíð. Var lengi bóndi sjálfur og
gef prófað flestar búgreinar og þetta
hefur gengið upp og ofan. Núna bú-
um við fjölskyldan í Lækjarhúsum,
sem eru ekki langt héðan frá Flatey.
Erum þar með hross og sinnum
tamningum, en starfið hér er hinn
fasti punktur og lífsviðurværi. Það
eru auðvitað talsverð viðbrigði að
vera launamaður í landbúnaði eftir að
hafa lengi verið með eigin rekstur, en
ég kann þessu vel,“ segir Friðrik
Reynisson að síðustu.
Uppbyggingin er samfélagsverkefni
Eitt stærsta fjós landsins í byggingu
240 kýr á Mýrum eystra Ætla að
framleiða 2 milljónir mjólkurlítra á ári
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Búmenn Fimm manns vinna við stórbúið í Flatey. Hér eru Agnar Ólafsson, til vinstri, og Friðrik Reynisson bústjóri.
Framkvæmdir Búið er að steypa sökkla og gólfplötu nýja fjóssins, en vonir
manna standa til þess að það verði tilbúið fyrir loks þessa árs.
Flatey á Mýrum
Flatey
Hornafjörður
Mýrar
Loftmyndir ehf.
BAKSVIÐ
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Framkvæmdir við byggingu nýs
fjóss í Flatey á Mýrum í Austur-
Skaftafellsýslu, sem verður eitt hið
allra stærsta á landinu, eru nú komn-
ar á fullt skrið. Þessa dagana er verið
að steypa sökkla
og grunnplötu
þessa mikla húss
og reiknað er með
að síðar í þessum
mánuði verði
komið með stóra
límtrésbita sem
verða burðarvirki.
Er þess svo vænst
að loka megi hús-
inu fyrir haustið
og hefja þá vinnu
innan dyra, svo að fjósið megi taka í
notkun í lok þessa árs. Þar verða þá
alls um 240 kýr og mjólkur-
framleiðslan á ári 1,8 til 2,0 milljónir
lítra.
Búreksturinn var að leggjast af
„Við ætlum okkur að ná vel utan
um reksturinn og byggja smám sam-
an upp traustan efnahag. Gerum
okkur þó vel grein fyrir því að útkom-
an verði aldrei sérstaklega sterk, út
frá þeim aðstæðum sem greinin býr
við í dag. Við komum enda að þessu
verkefni að miklu leyti út frá hags-
munum samfélagsins í heild. Höfum
ekki síst áhuga á því þess vegna. Búið
í Flatey er mikilvægt fyrir byggð og
atvinnulíf á svæðinu öllu. Fyrir okkur
er þetta samfélagslegt verkefni,“
segir Gunnar Ásgeirsson, forsvars-
maður Selbakka ehf. sem stendur að
búinu í Flatey og þar með þessari
miklu uppbyggingu.
Gunnar er jafnframt stjórnar-
formaður sjávarútvegsfyrirtækisins
Skinneyjar-Þinganess á Höfn, sem á
allt hlutfé í Selbakka. Stofnað var til
búrekstrarins í Flatey fyrir um ára-
Gunnar
Ásgeirsson
Með tilkomu nýja fjóssins í Flatey,
þegar kýrnar þar verða orðnar alls
240 auk annarra nautgripa, er líklegt
að einhverjir muni freistast til þess að
kalla þetta verksmiðjubúskap. Hug-
takið hefur á síðustu árum fengið
fremur neikvæða merkingu með tilliti
til velferðar dýra. Friðrik segist þó
vara við slíkum staðhæfingum. Hvað
varðar aðbúnað og umhirðu dýranna
gildi eins og í öðru að veldur hver á
heldur. Þannig munu kýrnar ganga
fyrir opnum dyrum á sumrin og hafa
gott aðgengi að beit. Þá verður rýmið
á hvern grip í fjósinu talsvert meira
en almennt þekkist í sveitum.
„Miðað við að kýrnar verði 240 og
að þær mjólka í tíu mánuði á ári og
eru geldar í tvo þýðir það sennilega
að frjótæknirinn eða sæðarinn sem
sumir kalla svo þurfi að mæta dag-
lega til okkar,“ segir Friðrik og held-
ur áfram:
„Ég er ánægður með hvernig til
hefur tekist hingað til við búrekst-
urinn. Nytin er góð,“ segir Friðrik og
nefnir í því sambandi kúna Laufu
1089 sem er í Flateyjarbúinu. Hún
skilaði rúmlega 13 þúsund kílóum í
mjólkurtanka á síðasta ári og engin
kýr á Íslandi var jafn afurðahá, sem
segir sitt um að vel hafi tekist til.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Fjósverk Kristín Egilsdóttir hugar að Laufu, afurðahæstu kú á Íslandi.
Sæðarinn kemur daglega