Morgunblaðið - 10.06.2015, Síða 21

Morgunblaðið - 10.06.2015, Síða 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Kiwanisklúbburinn Esja hefur styrkt BUGL, barna- og unglinga- geðdeild Landspítala, um 4 millj- ónir króna til eflingar lykilverkefn- is deildarinnar á árinu 2015 að gera bráðaþjónustuna markvissari og fjölskyldumiðaðri. „Helstu ástæður fyrir komu í bráðateymi BUGL eru depurð- areinkenni með sjálfsvígshugs- unum eða sjálfskaða. Oft er saga um alvarleg áföll. Því er mikilvægt að laga þjónustuna að þörfum þessa hóps og veita heildræna meðferð til að gagnast bæði börnunum og fjöl- skyldum þeirra,“ segir í frétt frá Landspítalanum. Ákveðið var að innleiða tvenns konar meðferð, annars vegar „día- lektíska“ atferlismeðferð (DAM) og hins vegar tengslamiðaða fjöl- skyldumeðferð (ABFT). Í bráða- teymi er nú þegar veitt DAM hóp- meðferð sem er gagnreynt með- ferðarúrræði er hjálpar börnum og foreldrum þeirra að takast á við til- finningasveiflur, sjálfsskaða og vanlíðan. Mikil þörf er einnig talin á mark- vissari fjölskyldunálgun. Rann- sóknir sýni að tengslamiðuð fjöl- skyldumeðferð (ABFT) skili bestum árangri Fyrirhugað er að nýta styrkinn frá Kiwanisklúbbnum Esju til að fá erlenda sérfræðinga til Íslands að kenna og þjálfa starfsmenn BUGL í að beita þessari meðferð á árang- ursríkan hátt. Auk þess til að innleiða notkun á hreyfiþroskamati (NUBU) hjá börn- um 4-16 ára. Markvissari bráðaþjónusta Afhending Félagar í Kiwanisklúbbnum Esju komu færandi hendi á BUGL.  Kiwanisklúbburinn Esja færði BUGL fjórar milljónir Ársfundur UNI- CEF á Íslandi fer fram í dag, 10. júní kl. 9.00- 10.00, í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands. Almenn- ingur, fjölmiðlar og allt áhugafólk er hjartanlega velkomið, sam- kvæmt frétta- tilkynningu. Á fundinum mun framkvæmda- stjóri UNICEF á Íslandi, Berg- steinn Jónsson, kynna niðurstöður ársins 2014 hjá landsnefndinni. Svanhildur Konráðsdóttir stjórn- arformaður ávarpar fundinn og Steinunn Björgvinsdóttir, fyrrver- andi yfirmaður barnaverndarmála hjá UNICEF í Jórdaníu, ræðir um baráttu sína með UNICEF fyrir flóttabörn frá Sýrlandi, en hún býr í Amman í Jórdaníu. Að fundi loknum verður boðið upp á kaffiveitingar. UNICEF fjallar um áhrif stríðsins í Sýrlandi á börn Sýrland Börnin þar líða fyrir stríðið. Opinn fundur verður haldinn í Nor- ræna húsinu fimmtudaginn 11. júní kl. 13-14 undir heitinu „Hvernig geta borgir stuðlað að friði? Höfði – Friðarsetur í Reykjavík.“ Fundurinn markar upphaf „Fundar fólksins“ – þriggja daga hátíðar um samfélagsmál. Opnunarávarp flytur Hrund Gunnsteinsdóttir. Í pallborði verða Einar K. Guðfinnsson, Óttarr Proppé, Sigríður Björg Guðjóns- dóttir, Þórir Guðmundsson, Auður Lilja Erlingsdóttir og Helga Þórey Björnsdóttir. Fundurinn er öllum opinn. Hvernig geta borgir stuðlað að friði? Morgunblaðið/Sverrir Dagana 10. júní til 12 júní verður haldið í Hörpu þing norrænu svæfinga- og gjörgæslulækna- samtakanna. Þetta er með fjöl- mennari lækna- þingum sem haldin hafa verið hérlendis með um 1.000 þátttakendum frá um 40 þjóð- löndum. Fyrirlesarar eru yfir 100 talsins og verða fyrirlestrar og sýnikennsla í átta fyrirlestrarsölum samtímis. Samhliða verður viða- mikil sýning á nýjungum tengdum svæfinga- og gjörgæslulækningum frá á þriðja tug fyrirtækja. Þúsund læknar þinga í Hörpu Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is Opið: Mán. - föst. kl. 09-18 innréttingar danskar í öllherbergiheimilisins FjölbreyttúrvalaFhurðum, Framhliðum,klæðningumogeiningum, geFaþér endalausamöguleikaá aðsetjasamanþitteigiðrými. við hönnumog teiknum Fyrir þig Komdu með eða sendu okkur málin af eldhúsinu, baðinu, þvottahúsinu, anddyrinu eða svefnherberginu - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð í glæsilega danska innréttingu í hæsta gæðaflokki og vönduð raftæki á vægu verði. sterkar og glæsilegar þitt er valið Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang fyrir þá sem þess óska – fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. be tr is to Fa n Lokað á laugardögum í sumar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.