Morgunblaðið - 10.06.2015, Side 82

Morgunblaðið - 10.06.2015, Side 82
BÆJARHÁTÍÐIR82 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2015 Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Garðsláttur Láttu okkur sjá um sláttinn í sumar Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Það virðist sem miklir húmoristar búi á Hólmavík. Þegar þeir gera sér glaðan dag er haldið heims- meistaramót í furðuleikum þar sem bæjarbúar etja kappi í grein- um eins og trjónubolta og öskur- keppni. Þar er líka keppt í kvennahlaupi þar sem eiginmenn og elskhugar þurfa að burðast með konur sínar og unnustur á bakinu yfir ýmsar hindranir. „Svo er líka girðingastaurakast og far- símakast, en BBC verður á svæð- inu í ár og ætlar að taka upp leik- ana,“ segir Ingibjörg Benedikts- dóttir. Ingibjörg er fræmkvæmdastjóri hátíðarinnar Hamingjudagar á Hólmavík. Hamingjudagarnir eru haldnir 26.-28. júní og fagna bæj- arbúar sól og sumri á meðan. „Til mótvægis höldum við svo hörm- ungardaga í febrúar í svartasta skammdeginu,“ bætir Ingibjörg við. Fyrst og fremst fjölskylduhátíð Hún segir alla velkomna á há- tíðina en að Hamingjudagar séu ekki síst hugsaðir sem átthagamót fyrir brottflutta Hólmvíkinga. Í ár fagnar hátíðin 10 ára afmæli. „Við ákváðum það strax í upphafi að þetta yrði ekki ein af þessum há- tíðum þar sem mörg þúsund manns fylla bæinn og erfitt verður að hafa hemil á gestum. Ham- ingjudagar eru fjölskylduhátíð fyrst og fremst. Þegar mest hefur verið held ég að við höfum náð upp í nærri þúsund manns á hátíð- inni,“ útskýrir Ingibjörg en íbúa- fjöldi Hólmavíkur er tæplega 400. Þó hátíðin sé sérstaklega ætluð brottfluttum Hólmvíkingum segir Ingibjörg að það sé ekki vegna þess að bærinn glími við fólks- fækkun. Þvert á móti virðist byggðin þrífast ágætlega og eins og stendur standa bæjarbúar frammi fyrir skorti á húsnæði. „Sjálf þurfti ég að búa inni á for- eldrum mínum í hálft ár þegar ég flutti hingað árið 2008 vegna hús- næðisskortsins. Fólk flytur vissu- lega á brott en það koma alltaf aðrir í staðinn.“ Dagskrá Hamingjudaga er mjög fjölbreytt. Ingibjörg nefnir sem dæmi Náttúrubarnaskólann í Sauðfjársetrinu. „Þar geta full- orðnir og börn átt skemmtilega stund og rannsakað náttúruna. Starfsmenn Suðfjársetursins eru vísir til að fara með gesti í leið- angur niður í fjöru að skoða dýra- lífið þar, eða í graslendi að gaum- gæfa jurtirnar.“ Bænum er skipt í fjögur hverfi sem hvert fær sinn einkennislit. Dreifbýlishlutinn er gulur, og svo rautt, appelsínugult og blátt hverfi. „Á föstudagskvöldinu fer fylking frá hverju hverfi í skrúð- göngu að varðeldi innst í bænum þar sem er sungið og glatt á hjalla. Þarna eru margir að mæta fyrst á hátíðina og oft fagnaðar- fundir.“ Golf og rækjur Eins og vera ber er ágætur golfvöllur á Hólmavík. Nota bæj- arbúar tækifærið og halda lítið miðnæturgolfmót á þessum 9 holu velli. „Skeljavíkurvöllur er ekki stór, en býður upp á skemmtilegt mót. Fá allir keppendur glaðning frá Hólmadrangi: poka fullan af gómsætum rækjum.“ Greinilegt er að Hólmvíkingar leggja mikla áherslu á hreyfingu og útivist því annar veigamikill dagskrárliður er Hamingjuhlaup- ið, sem getur spannað allt að 40- 50 km. „Hlaupaleiðin er breytileg milli ára en núna verður farið yfir Laxárdalsheiði frá Reykhólasveit og annast Stefán Gíslason hlaup- ari umsjón þessa dagskrárliðar.“ Að hlaupa hartnær 50 km er ekki lítið þrekvirki, og hvað þá þegar hlaupið er eftir mishæðótt- um þjóðvegum. Ingibjörg segir hlaupið þó ósköp frjálslegt og þátttakendum frjálst að hefja hlaupið á nokkrum stöðum á leið- inni, t.d. 5 km eða 20 km frá markinu. „Á hverri stöð er stopp- að og spjallað og hópurinn hristur saman áður en hlaupið er áfram að næstu stöð.“ Lýsir Ingibjörg mjög hátíðlegri stund þegar hlaupararnir koma í bæinn. „Áhorfendurnir raða sér upp við markið og upplifunin eins og að koma í mark í stóru alþjóð- legu maraþoni.“ Eftir að hafa brennt kaloríum á Bjóða upp á hundrað köku hlaðborð  Furðuleikar, kassabílarallí og landsins mesta úrval af heimabökuðum kökum er meðal þess sem setur svip sinn á Hamingjudaga á Hólmavík  Hamingjuhlaupið má heldur ekki vanta, með reglulegum stoppum á leiðinni Jarðtenging Uppátækin eru af ýmsum toga og eftirminnileg. Hamingjan lætur ekki á sér standa. Sveifla Ágætur golfvöllur er á staðnum og haldið hátíðarmót. Allir þátttakendur Óp Ingibjörg tekur að sjálfsögðu virkan þátt. Hér er hún í öskurkeppninni. Sérstaða Keppnisgreinarnar eru óvenjulegar og von á upptökuliði BBC í ár.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.