Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Blaðsíða 4
Föstudagur 28. nóvember 20084 Fréttir Sandkorn n Einhvern tíma hefði þótt saga til næsta bæjar að Heimdell- ingar færu að álykta gegn Davíð Oddssyni. Sú var reyndin í gær þegar stjórn félagsins álykt- aði að stjórn Seðlabankans og yfirstjórn Fjármálaeft- irlitsins ættu að víkja. Ekki nóg með það heldur kalla Heimdell- ingar eftir breytingum á mannavali í ríkisstjórninni svo ríkisstjórnin endurheimti traust. Ungu sjálfstæðismennirnir í Reykjavík eru því ósammála ungum sjálfstæðismönnum á Akranesi, þeir ályktuðu Davíð til stuðnings eftir að eldri sjálf- stæðismenn á Akranesi höfðu sagt að hann þyrfti að víkja. n Og talandi um Davíð. Uppá- stunga Össurar Skarphéð- inssonar iðnaðaráðherra við Smára Garðarsson á borgara- fundinum í Háskólabíói um að þeir skyldu fara saman í Seðla- bankann og hitta Davíð hefur vakið mikla athygli. DV ræddi við Smára í vikunni og er ljóst að hann vill óður og uppvægur fara með Össuri í Svörtuloft og spyrja Davíð út í hvaða ástæður liggja að baki því að Bretar beittu hryðjuverkalögum gegn Ís- lendingum. Egill Helgason tók þetta upp á vef sínum og telur sérstaklega mikilvægt að af þessum fundi verði núna fyrst Davíð mætti ekki á fund við- skiptanefndar Alþingis. n Karamellufundir er heitið sem föstudagsblaðamanna- fundir ríkisstjórnarinnar hafa fengið. Fyr- ir tveimur vikum voru kynntar að- gerðir til að bæta stöðu heimilanna, daginn fyrir mótmæli á Austur- velli. Fyrir viku kynntu Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir svo frumvarp um breytingar á eftirlaunalögun- um umdeildu sem þingheim- ur samþykkti á jólaaðventunni árið 2003. Einhver töf virðist þó verða á því að það frumvarp verði lagt fram á Alþingi því um kvöldmatarleytið á fimmtudag hafði hvorki sést tangur né tet- ur af því í þingsal. Skáldið Skrifar Fokking fokk ... kristján hreinsson skáld skrifar. „En einsog fyrri daginn, látum við gíruga fanta stjórna hugsunum okkar.“ Allt frá árinu 1262 höfum við Íslend-ingar barist með hendur í vösum. Gamli sáttmáli gerði okkur mögu-legt að skríða inn í skelina og okkur hefur svo sannarlega tekist að vera hin undir- gefna íslenska þjóð í bráðum 750 ár. Og jafn- vel þótt veraldarsagan hafi kennt okkur að friðsamleg og þögul mótmæli hafi, nær án undantekninga, verið árangurslaus erum við áfram með hendur í vösum og bíðum þess bljúg og þæg að stjórnarherrarnir róti yfir hið skítlega eðli og dusti kuskið af hvítflibban- um. Hinn vel klæddi framsóknarmaður, Bjarni Harðarson, heldur því réttilega fram að þeirri slóttugu klíku, sem Framsóknarflokkurinn er, sé stýrt af mönnum sem utan við stjórnmálin standa. Og við getum þakkað sérstaklega fyrir það að Valgerður forystusauður neitar að tjá sig um þær aðdróttanir sem Bjarni vill að al- þjóð heyri. Þeim mun lengur sem Valgerður þegir þeim mun betur líður okkur hinum. Það sem er hér á ferð er rauður þráður í ís- lensku dægurþrasi: Samfélaginu er stýrt af hagsmunaklíkum og okkur er kennt að hafta- stefna, vinavæðing, skömmtun, valdníðsla og fleiri fylgifiskar hrokafullra frekjudalla séu nauðsynleg stjórntæki til að halda lífi í lýðn- um. En einsog fyrri daginn, látum við gíruga fanta stjórna hugsunum okkar og við erum svo hlýðin að við förum að boðum ráðamanna og bjóðum þeim friðsamleg mótmæli þegar þeim hefur tekist að særa samfélagið svo full- komlega að mannlífið er í molum. Friðsamleg mótmæli lifðu góðu lífi í Frakk- landi allt þar til lýðurinn greip til sinna ráða árið 1789 og tók völdin í sínar hendur. Þessa dagana eru menn í Taílandi að mót- mæla yfirgangi og glæpsamlegum tilburðum stjórnvalda. Auðvitað hafa þeir áttað sig á því að barinn þræll lofar herra sinn með því að mótmæla í þögulli einsemd. Og þeir vita að eftir er tekið ef menn láta kné fylgja kviði. Friðsamleg mótmæli eru mér varla að skapi. Ekki ætla þó að hvetja til ófriðar, en um leið og ég hvet fólk til kröftugra mótmæla, vil ég geta þess að einn af svörtu sauðunum í ís- lenskri pólitík virðist hafa sýnt þá greind að játa á sig mistök. Þar er á ferð hinn vel greiddi Guðni Ágústsson. Framsókn geymir heimskan her í haugnum rétt við fjósið þegar Guðni orðinn er eina gáfnaljósið. „Viðskiptaráðherra hefur verið send ósk um sviptingu réttinda níu fast- eignasala, þannig að málið er inni á borði ráðherra núna. Ég á von á því að þessi svipting komi til í lok þessar- ar viku,“ segir Grétar Jónasson, fram- kvæmdastjóri Félags fasteignasala. Níu fasteigna-, fyrirtækja- og skipa- salar voru sviptir starfsleyfi í lok okt- óber. Það má rekja til þess að þeir hafa ekki skilað inn til eftirlitsnefnd- ar Félags fasteignasala fjárvörsluyf- irlýsingu áritaðri af endurskoðanda. „Fasteignasalar eru með fjárvörslu- reikninga sem þeir geyma peninga viðskiptavina sinna á. Það skiptir máli að það sé í lagi og því þurfa fasteigna- salar, einu sinni á ári, að senda til eft- irlitsnefndar Félags fasteignasala árit- un endurskoðanda um að allt sé í lagi með reikninginn. En þessir níu urðu ekki við því,“ segir Grétar. Hann segir að viðkomandi séu fyrst sviptir rétt- indum sínum tímabundið en ef þeir bæti ekki úr skilunum verði þeir svipt- ir leyfi að fullu. Eftirlitsnefndin hef- ur nú skilað listanum inn til ráðherra og það skýrist í vikulok hvort viðkom- andi fasteignasalar verði sviptir rétt- indum sínum. Þarf að taka af allan vafa „Endurskoðandi fer yfir færslur á fjárvörslureikningunum og hvort allt stemmi ekki með réttum hætti gagn- vart viðskiptavinum fasteignasölunn- ar,“ segir Grétar sem þó vill ekki setja samasemmerki við vanskil þessara níu einstaklinga og gruns sem gæti vaknað um fjármálaóreiðu. „Nei. Á þessu eru ákveðnar skýringar, oft kæruleysi, en það er enginn grunur um að þessir aðilar hafi með nein- um hætti verið með svindl. Hins veg- ar er það mjög óheppilegt ef þeir skila ekki inn fjárvörslureikningum.“ segir Grétar og bendir á að þeim sé nú einu sinni skilað inn til að taka af allan vafa um að allt sé á hreinu. „Það er enginn grunur um misferli, en maður veit aldrei á meðan menn skila þessu ekki inn,“ segir Grétar Jónasson. Óljóst með innistæður fjár- vörslureikninga Alls voru níu fasteignasalar sviptir starfsleyfi sínu í ár, þrefalt fleiri en í fyrra þegar þrír voru sviptir réttindun- um. Aðspurður hvort viðskiptavinir viðkomandi fasteignasala sem keypt hafa húsnæði af þeim þyrftu að hafa einhverjar áhyggjur eða jafnvel skoða réttarstöðu sína, segir Grétar ýmislegt óljóst varðandi fjárvörslureikning- ana. „Málið er að fasteignasalar eiga að vera með vörslufjárreikning til að tryggja fjármuni viðskiptavina sinna. Þegar þeir leggja inn réttindin er óljóst hvað verður um reikningana og hvort það sé einhver peningur inni á þeim. Það er allt óljóst,“ segir Grétar. Framtíð fasteignasölu ræðst um áramótin Ákaflega erfitt ástand er hjá fasteigna- sölum þessa dagana og mikið hefur verið um uppsagnir. „Það er í raun hræðilegt ástand og maður heyrir af því að margir ætli sér að taka stöð- una í byrjun nýs árs. Hreinlega hvort grundvöllur sé fyrir að halda áfram starfsemi,“ segir Grétar. Hann segist óttast að margar stofur muni leggja upp laupana ef ástandið lagast ekki í byrjun næsta árs og í kjölfarið myndu enn fleiri starfsmenn missa vinnuna. Sigurður Mikael jÓnSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is fasteiGnasalar sViPtir leYfi Níu fasteigna-, fyrirtækja- og skipasalar voru tímabundið sviptir starfsleyfi sínu á dög- unum. Þeir höfðu ekki staðið í skilum við eftirlitsnefnd Félags fasteignasala varðandi fjárvörslureikninga sína. Mál þeirra eru nú komin inn á borð hjá viðskiptaráðherra. Ekki er hægt að útliloka fjármálamisferli, segir grétar jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala. enginn grunur um óreiðu grétar Jónasson segir ástæður þess að níu fasteignasalar hafi verið sviptir tímabundið starfsleyfi sínu séu að þeir hafi ekki skil- að endurskoðuðu yfirliti fjárvörslureikninga sinna. Mynd Sigtryggur ari jÓhannSSon „Það er enginn grunur um misferli, en maður veit aldrei á meðan menn skila þessu ekki inn.“ Tilboð á barnamyndatökum Góð mynd er falleg jólagjöf! Mynd - ljósmyndastofa í 25 ár. MYND Bæjarhrauni 26, Hafnarfirði S: 565 4207 www.ljosmynd.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.