Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Side 6
Föstudagur 28. nóvember 20086 Fréttir Sandkorn n Vandræði Björgólfs Guð- mundssonar virðast enn auk- ast ef marka má skrif breska dagblaðsins Daily Mail. Þar segir að honum hafi verið ráðlagt að selja West Ham áður en til þess kemur að félagið kunni að þurfa að greiða Sheffield Un- ited þrjátíu milljónir punda í skaðabætur. Slíkt er sagt geta ráðið úrslitum um að Björ- gólfur verði gjaldþrota í ljósi alls þess sem hefur gengið á hjá honum til þessa. Forráða- menn og leikmenn Sheffield United hafa kært West Ham vegna þátttöku Carlosar Te- vez í leikjum liðsins, þegar hann var lánaður til félagsins með ólöglegum hætti. Enn er deilt um hvort West Ham þurfi að reiða fram þessar greiðslur. n Siv Friðleifsdóttir, þing- maður Framsóknarflokks- ins, kom algjörlega af fjöllum þegar blaðamaður DV hafði samband við hana í fyrradag og spurði hana út í trúnaðar- pósta Jóns Sigurðsson- ar, fyrr- verandi formanns flokksins. Siv er ein þeirra sem ekki fá trúnaðar- pósta frá Jóni og er því úti í kuldanum þegar kemur að umræðum um forystu flokks- ins. Ef skipta á flokknum í lið eru Siv, Guðni og Bjarni Harðar öðrum megin en Val- gerður og Jón hinum megin. n Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson fara mikinn í myndbandi sem tekur á sig nýja merkingu í því ástandi sem Íslendingar finna sig stadda í núna. Spillingardans heitir atriðið, nokkurra ára gamalt skemmtiatriði úr sjón- varpi þar sem Jón er í gervi vinstri- sinnaðrar söngkonu og Sigur- jón leik- ur undir á gítar. Þar fárast persónurnar yfir spillingu og auðvaldi og þar fá „kapítalistar andskotans“ á baukinn. Þetta ágæta atriði var þó sennilega tekið upp á þeim tíma áður en þeir Sig- urjón og Jón urðu kannski þekktari fyrir skemmtilegar auglýsingar en hefðbundið skemmtilegt grín. n Stormur og ofankoma settu strik í reikninginn hjá mörg- um landsmönnum á fimmtu- dag. Fólk sem ætlaði sér að fljúga milli landshluta komst hvergi og aðrir máttu hafa sig alla við til að halda sig á veg- um. Meðal þeirra sem máttu glíma við Frosta frænda var Lára Ómarsdótt- ir sem byrjuð er að messa sparnaðarráð sín yfir lands- byggðarfólki. Lára ætlaði að keyra að norðan heim í Mos- fellsbæinn aðfaranótt föstu- dags en mátti horfast í augu við blindbyl og bandbrjálað veður. Starfsmenn Skattstjórans í Reykjavík fóru á árshátíð í Berlín: skattstjóri borgar súpu og salat Á föstudag í síðustu viku fóru starfs- menn Skattstjórans í Reykjavík til Berlínar á árshátíð. Ferðin var að hluta til fræðsluferð en starfsfólkið heimsótti þýska fjármálaráðuneytið og sat þar fyrirlestur. Gestur Stein- þórsson, skattstjóri í Reykjavík, seg- ir að starfsmenn hafi sjálfir borgað ferðakostnað. „Skattstjóri borgar ekkert af ferða- kostnaði, það eina sem borgað var af hálfu embættisins er túlkþjónusta og súpa og salat á fyrirlestrinum í þýska fjármálaráðuneytinu.“ Gestur segir að þrjátíu starfsmenn hafi farið og átta makar hafi verið með í för. Á fyrirlestrinum var fólkið upplýst um skattamál og mál tengd Evrópusam- bandinu. „Þetta hefur áður verið gert enda er það mjög algengt að farið sé þarna til Berlínar í svona ferðir. Við styrkjum náttúrlega starfsmannafé- lagið bara almennt eins og gengur og gerist en ekkert sérstaklega í þessa tilteknu ferð.“ Hann segir að kostnaðurinn við súpuna og salatið auk túlksins sé í kringum fimmtíu til sjötíu þúsund krónur. Gestur benti blaðamanni á að tala við Hlyn Ingason, formann starfsmannafélagsins, þegar blaða- maður hafði samband við Hlyn vildi hann ekki tjá sig um mál- ið. „Ég ætla ekki að segja neitt um þetta,“ sagði Hlynur. Starfsmaður hjá skattinum hafði hins vegar aðra sögu að segja en Gestur. Hann seg- ir að kaffi og vatn hafi verið í boði í ráðuneytinu, en ekki súpa og salat. „Hann (skattstjórinn) bauð okkur í eina máltíð.“ Aðspurður hvort það hafi verið á veitingastað. „Það var á veitingastað, hvar heldurðu að maður borði annars staðar? Hann sendi okkur ekki með pott og prím- us,“ segir starfsmaðurinn og seg- ir að hann hafi borgað í kringum hundrað þúsund krónur fyrir sig og konu sína. Til Berlínar starfsmenn skattstjórans fóru til berlínar á árshátíð og í fræðsluferð. „Það kom mér mjög á óvart að fá þessa tilkynningu um að Grund ætl- aði að áfrýja til ríkissaksóknara. Ég taldi þessu máli lokið þegar lögregl- an gaf það út að það væri ekki tilefni til að rannsaka það frekar, ég hefði ekki brotið lögin. Enda tel ég það afar langsótt að kæra mig fyrir húsbrot, þar sem ég starfaði á þessum vinnu- stað og skrifaði grein um þá reynslu,“ segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Nýs lífs. Hún er nú í fæðing- arorlofi og eyðir dögunum með rúm- lega vikugömlum syni sínum. Lá bjargarlaus á gólfinu Ingibjörg Dögg réð sig til starfa á Grund árið 2006 og vann þar um hríð. Hún skrifaði síðan greinar í tímarit- ið Ísafold um upplifun sína á staðn- um og aðbúnað eldri borgara sem þar dvelja. Grund kærði Ingibjörgu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í kjölfarið fyrir húsbrot. Ingibjörgu var ekki gert að skrifa undir trúnaðarsamning við stofn- unina. Greinarnar báru yfirskrift- ina „Endastöðin“ og voru þar meðal annars birtar frásagnir starfsmanna af eldri konu sem féll úr rúmi sínu í gólfið með þeim afleiðingum að hún beinbrotnaði. Konan lá bjargarlaus á gólfinu við rúmið klukutímum saman án þess að neinn kæmi henni til hjálp- ar, að því er kemur fram í greininni. Enginn fótur fyrir sakargiftum Grund kærði Ingibjörgu Dögg fyr- ir húsbrot á grundvelli 231. greinar hegningarlaga. Þar segir í fyrstu máls- grein: „Ef maður ryðst heimildar- laust inn í hús eða niður í skip annars manns, eða annan honum óheimilan stað, eða synjar að fara þaðan, þegar skorað er á hann að gera það, varð- ar það sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum.“ Í bréfi dagsettu 7. október var stjórn Grundar og Ingibjörgu Dögg tilkynnt að lögreglan myndi ekki að- hafast frekar í málinu þar sem ekki væru nægar líkur á því að það myndi leiða til sakfellingar. Gunnar Ingi Jóhannsson, verjandi Ingibjargar Daggar, segir niðurstöðu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæð- inu ekki koma á óvart. „Þetta er eina skynsamlega niðurstaðan í málinu. Það var aldrei neinn fótur fyrir þess- um sakargiftum. Ég er sannfærð- ur um að sú ákvörðun að fella niður málið verður staðfest,“ segir hann. Grund unir þeirri niðurstöðu hins vegar ekki og hefur kært úrskurðinn um að láta málið falla niður til ríkis- saksóknara. Tvö ár í rannsókn Ingibjörg er undrandi yfir ákvörðun Grundar. „Ég er þess fullviss að ég hef ekki brotið lögin og hlakka til að þessi máli ljúki, sem nú hefur verið í rannsókn undanfarin tvö ár. Reynd- ar tel ég að á þeim tíma hefði það átt að vera löngu ljóst ef ég hefði brotið á rétti einhvers. En að sjálfsögðu mun ég mæta því sem fyrir mig er lagt og svara fyrir þessa grein,“ segir hún. Niðurstöðu ríkissaksóknara er nú beðið um hvort ákvörðun lögregl- unnar um að fella málið niður verð- ur staðfest eða hvort það verður tekið upp að nýju. Gunnar Ingi segist hins vegar ekki hafa nokkra trú á að það verði gert. Þegar DV leitaði viðbragða hjá Grund fengust þau svör að hvorki forsvarsmenn né lögmaður myndi tjá sig um málið á meðan það væri enn í höndum lögreglu eða saksókn- ara. Tekið skal fram að Nýtt líf og DV heyra bæði undir útgáfusam- steypuna Birtíng. Ísafold gerði það sömuleiðis. ErLa HLynsdóTTir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Enginn trúnaðarsamningur Ingibjörg dögg Kjartansdóttir á fullt í fangi með að annast ungan son sinn þessa dagana. grund krefst þess að hún verði dregin til saka fyrir að skrifa um upplifun sína af heimilinu þegar hún starfaði þar. Mynd: VEra PÁLsdóTTir Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund hefur kært til ríkissaksóknara ákvörð- un lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu að fella niður kæru á hendur blaðakonunni ingibjörgu dögg Kjartansdóttur. Ingi- björg réð sig í vinnu á Grund og skrifaði grein- ar um upplifun sína þar í tímaritið Ísafold. Ákvörð- un Grundar kemur henni mjög á óvart og tel- ur Ingibjörg sig engin lög hafa brot- ið. ELLIHEIMILIÐ FER Í HART „Ég er þess full-viss að ég hef ekki brotið lögin og hlakka til að þessu máli ljúki.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.