Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.2008, Qupperneq 8
Föstudagur 28. nóvember 20088 Fréttir Stendur við orð Sín og talar frá hjartanu „Ég tek þessa gagnrýni ekki alvar- lega,“ segir Katrín Oddsdóttir, laga- nemi við Háskólann í Reykjavík, sem síðasta laugardag flutti mikla þrumuræðu í mótmælunum við Austurvöll. Ræðan hefur vakið mikla athygli og einnig sterk viðbrögð. Þar á meðal frá samnemendum Katrín- ar við HR sem krefjast þess að hún hætti að titla sig sem laganema. Ummæli sem dæma sig sjálf Samnemendur Katrínar gagnrýndu málflutning hennar og túlkun á landslögunum harðlega í grein sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudag. Er þess krafist að HR fjarlægi ræð- una af vef sínum þar sem orð henn- ar ættu sér litla stoð í þeirri lögfræði sem kennd er við skólann. En Katrín stendur við það sem hún sagði. „Lögfræðin er nú einu sinni þannig að hana má túlka á ýmsa vegu. Hins vegar þykir mér ekki í lagi það sem sagt er í þessari grein í Morg- unblaðinu að ég eigi að hætta að kalla mig laganema. Það eru ummæli sem dæma sig sjálf. Ég vil ekki fara niður á sama plan og ég fagna því bara að fólk tjái sig. Því það er nú einu sinni þannig að hér ríkir tjáningarfrelsi. Þetta fólk ætti að athuga hvort það sé á hálum ís,“ segir Katrín. Ritskoðun aldrei af hinu góða Stofnaður hefur verið hópur á vef- síðunni Facebook þar sem háskól- inn er hvattur til að fjarlægja færslu sína um ræðu Katrínar. „Það er ekki alveg í lagi finnst mér. Að hvetja Há- skóla Reykjavíkur til að taka út þessa frétt sem er undir mjög hlutlausum lið sem heitir HR-ingar í fjölmiðlum. Ritskoðun er aldrei af hinu góða,“ segir Katrín um síðuna. Hún bendir á að skólinn hefði þegar gefið frá sér yfirlýsingu þar sem sá möguleiki er útilokaður að fréttin verði fjarlægð. „Þá hefur önnur Facebook-grúppa verið stofnuð gegn hinni og er sam- kvæmt mínum upplýsingum þegar orðin fjölmennari en hin. Þannig að þessir aðilar mæla nú ekki fyrir munn allra,“ segir Katrín sem segist finna fyrir miklum stuðningi bæði frá starfsmönnum og nemendum skólans sem og fólki úi í bæ. Talaði frá hjartanu „Það má alveg fara að svara þessu og deila um þessa lögfræði en ég hef ekki tíma í það. Ég er að fara í próf. Það sem ég sagði í ræðunni kom algjörlega frá hjartanu og mér finnst vera búið að sniðganga okk- ur í landinu, eins og enginn væri að hlusta. Og það þyrfti að vekja þá sem stjórna hér í landinu og minna á að það er fólkið sem stjórnar hér í landinu.“ Í greininni í Morgunblaðinu saka samnemendur Katrínar hana um að hvetja til ofbeldis og óeirða, nokkurs sem gæti haft alvarlegar afleiðingar ef til kæmi. „Ég var ekki að hvetja til neins ofbeldis, né held- ur að meina að hér ætti að fremja valdarán, það er oftúlkun. Ég held að sú oftúlkun tákni bara hræðslu, hræðslu þeirra sem hafa einhver völd sem þeir vilja ekki missa.“ Lögin eru fyrir fólkið Hún segir að stundum verði fólk bara að tala út frá hjartanu. „Og það er gallinn við lögfræðinga stundum. Það má ekki gleyma að lögin eru sett fyrir fólkið í landinu og þau eiga að vera sanngjörn. Ef þau eru það ekki má vel gagnrýna þau.“ SigURðUR MikaeL jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is katrín oddsdóttir, laganemi við Háskólann í Reykjavík, flutti á dögunum þrumuræðu við mótmælin á Aust- urvelli. Ræðan hefur vakið athygli og hörð viðbrögð margra samnemenda hennar. Þess er krafist að ræðan verði fjarlægð af vef skólans. Katrín stendur fast á sínu og segir ummæli samnemendanna dæma sig sjálf. Talar frá hjartanu Katrín Oddsdóttir lætur gagnrýnina sem vind um eyru þjóta og stendur við orð sín. Hún segir mikilvægt að tala frá hjartanu. Mynd oddUR Ben
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.